Vísir - 10.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1968, Blaðsíða 2
□ Eins og fram kom í fréttum í gær verður Pol- ar Cup-keppnin í körfu- knattleik stærsti íþrótta- viðburðurinn um páskana, raunar það eina, sem fólk getur unað sér við í höf- uðborginni með hið „ið- andi skemmtanalíf“. Ekki er ótrúlegt að fjölmennt verði að þessu sinni á körfuknattleiksmóti, enda óvenjulegt fyrirtæki, sem körfuknattleiksmenn ráð- ast hér í. Á föstudag munu liöin koma fljúgandi hingað frá Norðurlönd- unum. Norðmenn og Svíar saman í sérstakri flugvél, sem þeir hafa tekið á leigu, en Danir og Finnar koma með íslenzku flugfélögunum. Danir munu verða hér eftir að keppninni lýkur, fara norður til Akureyrar og keppa þar við Þór á þriðjudagskvöldið kl. 20. Eins og flestir munu vita eru Finnar í algjörum sérflokki í körfuknattleik á Norðurlöndum og hafa unnið keppnina með yfirburð- um frá upphafi og alla leiki unnið, — algengt hefur verið að hin Norð- urlöndin hafi tapað með þetta 30 og upp I 60 stiga mun fyrir Finn- um, minnstu munaði hjá Svíum og Finnum í Kaupmannahöfn 1966, þá unnu Finnar „aöeins“ með 84:62, en þá höfðu Finnar komizt í 46:16 í hálfleik. íslandi hefur yfirleitt gengið heldur vel gegn Svíum, en illa gegn Finnum. í Helsinki 1964 munaði t.d. aðeins 6 stigum á Svíum og íslendingum, Svíar unnu 65:59, en Finnar unnu okkur 81:48. Nú er það svo í körfuknattleik eins og öðrum greinum að heima- völlurinn er á við talsvert mörg stig, og ætti þetta að hjálpa tals- vert upp á sakirnar. Dani og Norð- menn eiga íslenzku leikmennirnir að geta sigrað eins og í fyrri keppnum, — en spurningin er með Svíana, sem satt að segja eru alls ekki árennilegir með 5 menn yfir 2 metra, þar sem við höfum enga slíka „stólpa“. En það er ekki hæðin eingöngu sem hjálpar og vonandi kemur sú mikla natni aö haldi, sem okkar menn hafa lagt í æfingar og æfingaleiki aö und- anförnu. Dagskrá Polar Cup verður þessi: Laugardagur, 13. apríl: Kl. 10.00 Ráðstefna dómara. Kl. 14:00 Setning. Kl. 14.20 Danmörk — Noregur. Kl. 16.00 ísland — Svíþjóð. Kl. 20.00 Danmörk — Finnland. Kl. 21.30 Noregur — Svfþjóð. Sunnudagur, 14. apríl: Kl. 14.00 Ráðstefna körfuknatt- leikssambanda Norðurlanda. Kl. 20.00 fsland — Danmörk. Kl. 21.30 Finnland — Noregur. Mánudagur, 15. april: Kl. 09.30 ísland — Finnland. Kl. 11.00 Danmörk — Sviþjóð. Kl. 14.30 ísland — Noregur. Kl. 16.00 Svíþjóö — Finnland. LJIJF OG HIILO64 Reykið L&M Framkvæmdastjóri Polar cup — Helgi Sigurðsson, Magnús Pétursson og Einar Matthíasson, Hálogaland of lítið fyrir yngstu strákana — of stórt fyrir stúlkurnar FRAMLIÐ voru f úrslitum í þrem leikjum íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöldi á Há- logalandi, — og 2 bikarar fara þegar til Fram úr þessum fyrstu úrslitaleikjum mótsins. Heldur var handknattleikur ungu stúlknanna óburðugur og verð ur manni á að spyrja hvernig botn- inn I 2. fl. er úr því að kúfurinn er ekki skárri. Fram vann leikinn við KR 1 þessum flokki með 5:3, í hálfleik var staðan 3—2, og má segja að fyrri hálfleikur hafi verið j öllu skárri en sá síðari, Fram gerði fyrsta markið, en KR jafnar, þá I bættu Framtsúlkurnar tveim mörk- um við, en KR á síðasta orðið í þessum hálfleik. Fram bætir við sínu 4 marki í byrjun síðari hálfleiks, en KR jafn- ar bilið í 4—3, og á fjölda tæki- færa til að jafna leikinn, en klaufa j skapur, og kunnáttuleysi, gerir ; þann draum að engu, Framstúlk- j urnar bæta við marki, og þannig lauk þessum rislága leik — 5—3. j 1 1. flokki kvenna fékk Fram , hinn bikarinn þetta kvöld. Vann | Fram þá einnig KR, einnig í léleg- j um leik, síður en svo betri en í 2. ■ fl. leiknum. Fram vann 6:3, hafði j yfir 2:1 í hálfleik. 1 3. fl. karla var háöur mikill og fjörugur leikur milli Víkings og Fram. Víkingur vann 8:7 í þessum harða og skemmtilega leik, sem reyndist allt of stórbrotinn fyrir „útigangshrossin“ eða bítl- ana, sem þarna tróðu gólfin í Há- logalandi, sem er of lítill vettvang- ur fyrir svo myndarlega pilta. Frá- bært efni var að finna hjá Viking- unum, Guðgeir Leifsson, hann skoraði 5 mörk, eitt víti var dæmt á hann, þegar hann komst inn á línu. Leikurinn var geysijafn og í hálfleik var staðan 3:3, en leiknum lauk með naumum sigri Víkings, 8:7, en Framarar einblíndu um of á taktískar hliðar leiksins að þvi er flestum fannst. Næst ætti 3. flokkur sem sé að leika í Laugar- dalnum, — það er þeirra rétti völlur, hins vegar virðist Háloga- landið gamla einum of breitt fyrir stúlkurnar! — — klp — PÁSKAEGG Sparið peningana. Kaupið páskaegg og setjið í þau sjáíf, verð kr. 4 til kr. 19. Opið laugardag frá kl. 10—4. Fatamarkaðurinn Álfhólsvegi 7 Kópavogi. Matstofa Náttúru- lækningafélags Reykjavíkur verður opin yfir hátíðina eins og venjulega. Einnig afgreiddar mataröskjur. Vélritunarstúlka óskast í næstu 3 mánuði Mikil aukavinna möguleg. Tilboð ásamt uppl um aldur og fyrri störf sendist augld. Vísis Þingholtsstræti 1, fyrir n. k. laugardag merkt „Vélritun 1529“. issssa rai

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.