Vísir - 10.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 10.04.1968, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 10. apríl 1968. ■■mmKammmmmmmommiif- ■as&sttp* \ 3 BBD BirUenstocks FUSSBETT Skóinnleggsstofan Kaplaskjóli 5 Sfmi 20158 Athugið — ístertur Það þarf að panta ístertuna með fyrirvara. Tökum á móti pöntunum. Biðskýlið v/Sunnutorg. 7/7 leigu Verzlunarhúsnæði, 100 ferm. á 1. hæð. — Uppl. í síma 12307. Auglýsið í Vísi Léttir eggjarétt- ir á páskunum amir eru rétti tíminn til að boröa egg, ekki bara páskaegg úr súkkulaöi, heldur lika venjuieg hænuegg. Þungar máltíðir, sem boröaðar eru meira og minna yfir alla páskahátíð- ina, krefjast þess að aðrar mál- tíðir séu léttar og em þá ýms- ir eggjaréttir tilvaldir. í>eir em \ ljúffengir og hollir og síðást ’ en ekki sízt — fljótgeröir. Kffltyegg Fyrir fjóra er reiknað með 4 eggjtun (harðsoðnum) nokkrum saiatblöðum, 2 bollum rækjum, 8 msk. olíusósu, 4 msk af þurru hvítvíni, örlitlum rjóma og karry. Raðið 1—2 salatblöðum á hvern disk og setjið eitt egg fyrir miðju. Þeytið saman hvít- vín, olíusósu og rjóma og heil- ið yfir eggin. Stráið karrýinu yfir og skreytið með rækjum í kringum eggin. Mjög góður for-1 réttur, eða sem létt máltíð ásamt þunnri súpu og ristuðu brauði. Sveppaegg Ristiö nokkrar franskbrauðs- sneiðar. Gerið jafning úr soðinu af 1 boila af sveppum, kryddið með papriku og sellerísalti. Sker ið harðsoðin egg eftir endilöngu og setjið hvem helming á hvolf ofan á hverja sneið og hellið sveppajafningnum yfir. Skreytið með persilju. Góður kvöldréttur meö heitri súpu og gosdrykkj- um. Eggjabrauð með osti Veltið nokkrum brauðsneið- um (franskbrauð) upp úr þeyttu eggi og steikið í mikilli feiti á pönnu. Kryddið með salti og pip ar. Leggið eina ostsneið á milli tveggja brauðsneiða og 1 sneið af svínakjöti (t. d. skinku). Ein samloka ætluö á mann. Borið fram heitt með tómatsósu og- sinnepi. Sardínusalat Skerið 4 harðsoðin egg í litla Fallegt páskaborð Tjegar við skreytum páskaborð 1 iö, ættum við að muna þá góðu og gildu reglu, sem er undirstööuatriði í borðskreyt- ingum, að hafa ekki of marga og sterka liti. Gult er líklega sá litur sem er mest áberandi á flestum páskaborðunum, en gult er þannig litur, aö hann þolir ekki nema einn lit sér til við- bótar, fyrir utan hvíta litinn, sem er á dúknum eða diskun- um. Gular páskaliljur, grænar munnþunrkur, og græn kerti á- samt ljósum dúk og ljósu matar stelli er mjög fallegt á páska- borðið og ef böm eru til stað- ar er gaman að útbúa litla páskakörfu, með páskaeggjum, nokkrum páskaliljum, t.d. úr pappír og einum gulum gervi- unga. Hægt er að nota einhverja litla skál, eða körfu, og mætti jafnvel setja í hana mosa og lifandi páskaliljur, en þá er heldur ekki hægt að leyfa böm unum að leika sér að henni á eftir. Það getur líka verið skemmti legt að útbúa páskakörfu með blásnum hænueggjum, sem börnin hafa skreytt með vatns- litum, en gæta verður þess vel að börnin brjóti ekki eggin, þvi þau eru mjög brothætt þeg- ar búið er að blása innan úr þeim. Hægt er að mála andlit fiska og ýmiskonar myndir og mynstur á eggin. bita. Hrærið einni dós af sardín um í tómat saman svo að sardín- urnar verði að mauki. Skerið nokkrar fylltar olífur í sneiðar og hrærið saman við eggin og sardínuhræmna. Blandið 2 msk af olíusósu saman við hræmna og berið hana fram með brauð- snúðum pg heitum drykk, t. d. sítrónute. Eggjapúns t hvert glas er ætluð ein eggja hvíta og 2 msk. sykur, sem er þeytt vandlega saman, Sett í hátt glas og fyllt með ávaxta- safa, t. d. sítrónusafa og appel- sínusafa. Ef vill má setja örlítið koníak út í. Hvert glas skreytt með einni appelsínusneið. Rjómabrauð Franskbrauðssneiðum er velt upp úr hrærðu eggi og steikt á pönnu, ekkert krydd notaö. — Sneiðarnar eru bomar fram heitar og með þeim þeyttur rjómi og gott ávaxtahlaup. — Hreint sælgæti með kaffi eða te. Tilvalið með páskakaffinu. Páskabúðingur 5 egg, 5 msk. sykur, 5 bl. matarlím, 1 sítróna og 1 appel- sína, makkarónur. Eggjarauð- urnar eru hrærðar með sykrin- um og blandað saman við upp- ' bleytt matarlímið. Safinn kreist ur úr ávöxtunum og blandað strax saman við. Þegar búðing- urinn fer að kólna er stífþeytt- um hvítunum blandað saman við Skreytt með appelsínusneiðum, makkarónukökum, sítrónubit- um og þeyttum rjóma. Páskaegg Páskaegg, konfektkassar, kaffikex, mikið úr- val, niðursoðnir ávextir, nælonsokkar og sokkabuxur. Biðskýlið v/Sunnutorg. Auglýsing um greiðslu arðs Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Verzlunar- banka íslands h.f. þann 6. apríl 1968 skal greiða hluthöfum 7% arð af hlutafé fyrir árið 1967. Greiðsla verður innt af hendi gegn afhend- ingu arðmiða fyrir árið 1967. ! Greiðslustaðir eru: Aðalbankinn, Bankastræti 5, Reykjavík. Útibúið Laugavegi 172, Reykjavík. Afgreiðslan, Umferðarmiðstöðinni, Reykjavík. Útibúið Hafnargötu 31, Keflavík. Reykjavík, 8. apríl 1968. VERZLUNARBANKI ÍSLANDS HF. Orðsending frá Kassagerð Reykjavíkur h.f. Verksmiðjan verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí til 31. júlí n.k. Pantanir, sem eiga að afgreiðast fyrir sumar- leyfi verða að hafa borizt verksmiðjunni eigi - síðar en 15. maí n.k. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Kleppsvegi 33 — Sími 38383. Staða yfirlögreglubjóns í lögregluliði Hafnarfjarðar og Gullbringu- og Kjósarsýslu er laus til umsóknar. Laun samkv. 20. flokki launasamnings opin- berra starfsmanna. Umsóknir um starfið sendist undirrituðum fyrir 6. maí 1968. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 8. apríl 1968. Einar Ingimundarson. XEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FLJÓT OG VÖfXDUO VINNA ÚRV.AÚ AF ÁkLæÐUM LAUGAVÉG 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 836?4 ntiK BOLSTRUN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.