Vísir - 19.04.1968, Side 8
8
V í SIR . Föstudagur 19. apríl 1968.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
y í lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda hf.
Dýrir frídagar
Jslendingar hafa smám saman komiö sér upp mynd-
arlegum hópi almennra frídaga, fyrir utan sunnudaga
og sumarleyfisdaga. Flestar stéttir hafa frí 14—16
daga á ári fyrir utan 52 sunnudaga, 21 sumarleyfis-
dag og 52 hálfa laugardaga. Samtals eru þetta 110
—115 frídagar á ári, eða sem svarar rúmlega tveim
dögum á hverja viku að meðaltali. Fáar nágranna-
þjóðir standa okkur á sporði í þessu efni. Það er
ekki fyrr en komið er suður til kaþólskra landa, að
almennir frídagar verða fleiri en hér.
Helgarfríin og sumarleyfin eru sjálfsögð og eðlileg.
Umdeildir eru hins vegar aukalegu, almennu frídag-
arnir. Sumir eru ánægðir með þá og segja, að þeir
séu flestir í skammdeginu, þegar menn hafi mesta
þörf fyrir að lyfta sér upp. Það kann að vera, að
slíkt frí séx nauðsynlegt í svartasta skammdeginu,
þegar þreytan og streitan er hvað mest. En margir
þessara frídaga eru utan skammdegisins, um pásk-
ana og eftir þá.
Þegar menn tala um nauðsyn fría, gleymist þeim
oft, hve dýr hver einstakur frídagur er. Ekki er fjarri
lagi, að þjóðarframleiðslan á hvern heilan vinnudag
sé um 90 milljónir króna. Sömu upphæð ætti fram-
leiðslutapið að nema hvern dag, sem ekkert er unn-
ið. Aukafrídagar hvers árs kosta þjóðina því hundruð
milljóna og ef til vill yfir þúsund milljón krónur.
Þetta eru alla vega dýrkeypt þægindi.
Fimm daga frí er að verða reglan um páskana.
Engin skynsamleg ástæða er til að halda skírdag,
laugardaginn fyrir páska og annan í páskum heilaga.
Kirkjulega séð eru þetta ekki sérlega helgir dagar
og'afar ósennilegt er, að þeir stuðli neitt að bættri
kristni í landinu. Ef framleiðslan væri í eðlilegum
gangi þessa daga, væri hægt að skapa yfir 200 milljón
króna verðmæti. í stað þess eru verðmæti beinlínis
látin liggja undir skemmdum þessa daga. Dálítið er
að vísu unnið í sumum fiskvinnslustöðvum, en frá
sjónarmiði fyrirtækjanna er það ekki skynsamlegur
rekstur vegna helgidagataxtanna. Vinna á helgidög-
um hefur minnkað verulega að undanfömu, því að
fyrirtæki í öllum greinum atvinnulífsins leggja miklu
meiri áherzlu en áður á hvers konar spamað.
Það er misskilningur, að byrðin af öllum þessum
aukafrídögum lendi eingöngu á fyrirtækjunum. Byrð-
ín dreifrst um allt þjóðfélagið á sama hátt og verð-
mætasköpunin. Þetta er því hagsmunamál þjóðar-
innar allrar. Er ekki líklegt, að mönnum finnist, þeg-
ar þeir skoða málið ofan í kjölinn, að margir þessara
aukafrídaga séu of dým verði keyptir?
Ottó Schopka:
Afnám
verðlagshafta
Ctröng verðlagshöft á flestum
sviðum iðnaðar og verzlun-
ar hafa verið snar þáttur í ís-
lenzku efnahags'lffi f meira en
þrjá áratugi. Markmið verðlags-
ákvæðanna, sem i flestum til-
vikum hafa falizt í skömmtun
hámarksálagningar, hefur verið
að koma í veg fyrir aö fyrir-
tækin gætu notfært sér — oft
ímyndaða — einokunaraöstöðu
á markaðinum til þess að ná
óhöflegum hagnaði. Áhrifin hafa
á hinn bóginn venjulega veriö
þau, að fyrirtækin hafa verið
svipt eðlilegum vaxtarmöguleik-
um, eiginfjármyndun þeirra hafa
verið settar afar þröngar skorö-
ur, og þau hafa ekki reynzt
fær um að hafa það frumkvæði
til efnahagslegra og tæknilegra
framfara, sem æskilegt og nauð-
syniegt hefði verið.
Nú gerðist það fyrir skömmu,
að ein iðngrein, járniðnaður, var
ieystur undan viöjum verðlags-
hafta og fyrirtækjum í járniðn-
aði verður heimilt að selja þjón-
ustu sína á því verði, sem þau
telja sig þurfa aö fá til þess að
standa undir kostnaði. Því mið-
ur ber þó ekki að líta á þessa
ákvörðun verölagsnefndar sem
nýja stefnumcirkun í átt til al-
menns afnáms verðlagsákvæða,
heldur byggist ákvöröun henn-
ar að því er þessa tilteknu iðn-
grein varðar, eingöngu á þvi,
að svo illa voru málmiðnaöar-
fyrirtæki yfirleitt leikin af
margra ára taprekstri vegna
ranglátra og fráleitra verðlags-
ákvæða, að yfir voföi rekstrar-
stöðvun hjá fjölmörgum fyrir-
tækjum og hafa þau reyndar
verið að týna tölunni undanfar-
in misseri.
Það má sjálfsagt halda þvi
fram, að hin slæma afkoma út-
gerðarfyrirtækja á síðustu nær-
fellt tveimur árum, hafi haft
úrslitaþýðingu fyrir gengi járn-
iðnaðarins, þvf að stærstu verk-
efni jámiönaðarins er margvís-
leg þjónusta við sjávarútveginn
og fiskiðnað, og afkoma hans
er vissulega afar mikið háð
gengi sjávarútvegsins á hverjum
tíma. En ef málmiðnaðarfyrir-
tækin hefðu einhvern tíma feng-
ið tækifæri til þess að byggja
sig upp f járhagslega, heföu tíma-
bundnir erfiöleikar í sjávarút-
vegi ekki átt að hafa svo geig-
vænlegar afleiðingar sem raun
er á. Hin ströngu verðlags-
ákvæði gáfu jámiönaðarfyrir-
tækjunum ekkert svigrúm til
nauðsynlegrar fjárhagslegrar
eflingar í undangengnu margra
ára samfelldu góðæri til lands
og sjávar.
Það kann að vera, að verð-
lagsákvæðin á útselda vinnu
málmiðnaðarfyrirtækjanna hafi
upphaflega verið sett og þeim
viðhaldið af misskilinni um-
hyggjusemi fyrir hag útgeróar-
fyrirtækja. En era það hags-
munir útgerðarinnar, að fslenzku
viðgerðarstöðvamar séu svo illa
útbúnar, að þeim sé tæknilega
ókleift að leysa af hendi meiri
háttar viðgerðir og klassanir,
þannig að útgerðarmenn verða
að láta skip sfn sigla utan til
slíkra viðgerða. Hvað getur slfk
ferð ekki kostað í töpuöum afla
á miðri vertíð?
Nægileg eiginfjármyndun f
atvinnurekstrinum er eitt af
grundvallarskilyrðum hagvaxtar.
Því aöeins geta fyrirtækin tekið
í sína þjónustu nýja tækni og
fylgzt með hinni öru framþróun
á öllum sviöum, að þau hafi
nægilegt fjármagn til stööugrar
uppbyggingar. Og um leið verða
þau fær um að veita viðskipta-
mönnum sfnum þá þjónustu á
hverjum tíma, sem þeir eiga
kröfu til, á samkeppnisfæru
veröi. En sfðast en ekki sízt er
það hagur launþeganna, að fyrir-
tækin séu ekki svo grátt leikin
af völdum erfiðrar rekstrarað-
stöðu, að yfir vofi stöðvun. Fyr-
irtæki, sem hættir rekstri, tákn-
ar minnkandi atvinnu fyrir laun-
þega, skref f átt til atvinnuleys-
is. Þvert á móti veröa fyrirtækin
að hafa nægilega góða reksturs-
afkomu, til þess að geta veitt
launþegum nokkrar árlegar
launahækkanir og stuðlað þann-
ig að almennum bata lífskjara.
Hin ströngu verðlagsákvæði
hafa verið hemill á iðnþróunina.
Ef hér á að blómgast öflugur og
fjölbreyttur iðnaður f framtíð- '
inni, verður að skapa honum
eðlilega aðstöðu til vaxtar og
framþróunar. Eitt af þvf, sem •
getur bætt þá slæmu aðstöðu,
sem margar iðngreinar hafa
mátt búa alltof lengi við, er af- .
nám verðlagshaftanna.
Gluggarnir í Tollstöðina og
Landssímahúsið
Axel í Rafha deilir á verkefnaveitinguna
^llmikið fjaðrafok hefur orðið
vegna byggingar tveggja
húsa hér í Reykjavík, en þar
er um aö ræöa nýju Tollstöðina
og viðbyggingu Landssímahúss-
ins.
I fyrsta lagi er rætt um smíði
gluggaveggja í nýju Tollstööina
í Reykjavík, en því verki er
skipt milli Völundar hf. og
danska fyrirtækisins Perspekt-
iva A/S.
1 Alþýöublaðinu f gær er við-
tal við Axel f Rafha, þar sem
hann telur, að gengið hafi veriö
fram hjá sér og fyrirtæki sínu,
er samið var um smíðina. Þar
kemur fram, að hann telur, að
tekið hafi verið tilboði í smföi
Tollstöðvarhússins, sem ekki
samræmist útboðslýsingunni,
þar eð settir verða trégluggar,
þar sem gert var ráð fyrir við-
haldsfrfum gluggum. Einnig var
gert ráð fyrir, að verksali sæi
einn um að setja þessa húshluta
f húsið, en nú hefur verkinu
verið skipt milli tveggja aðila.
En fjármálaráðuneytið hefur
sent frá sér yfirlýsingu, þar sem
gerö er grein fyrir þvf, hvaö
réði endanlegu vali, og fara hér
á eftir kaflar úr henni:
„Tollstöðvarhúsið í Reykja-
vfk er þannig gert, aö á því eru
stórir gluggaveggir, rammar með
ísettu gleri. Þar eð hér er um
að ræða mjög umtalsverðan
hluta af byggingarkostnaði var
þaö verk að smíða og setja upp
þessa gluggaveggi boöið út og
bárust tilboð frá 10 aðilum, sem
voru mjög mismunandi að veröi
og gæðum, ailt frá röskum 5
millj. og yfir 12 millj. á eldra
gengi. Eins og áður sagði, var
efni það, sem í boði var frá hin-
um ýrnsu tilboðsgjöfum mjög
misjafnt að gæðum og styrk-
leika. Það kom ennfremur í ljós,
að 511 tiiboðin, hvort heldur þau
komu frá innlendum eða erlend-
um aðilum voru fyrst og fremst
erlend og í engu tilfeilinu inn-
lend að meira en y3 hluta,"
Ennfremur kemur það fram í
tilkynningu ráðuneytisins, að
fyrir gengisfellingu var tilboð
Rafha hf. hagstæðast innlendra
tilboða, en tilboð Perspektiva
A/S hagstæðast erlendra. Verð-
munur var talinn yfir 20% hinu
innlenda hlutafélagi í óhag.
Eftir gengisbreytingu vom til-
boðin könnuð á nýjan leik og
sérstaklega tekin til athugunar
sjónarmið ríkisstjórnarinnar að
Ieitazt skuli við að hlynna að
innlendum iönaði. Tilboð Völ-
undar varð allmiklu hagstæðara
en áður vegna hins breytta geng-
is, og hefur verið ákveðið, aö
Völundur smfði hluta glugganna
en danska fyrirtækiö leggi til
efnið. í yfirlýsingunni segir
síðan:
„Hlutur íslenzks iðnaðar í
verkinu eins og það verður unn-
ið, er þvf sfzt minni en verið
hefði, ef tilboði Raftækjaverk-
smiðju Hafnarfjarðar heföi ver-
ið tekið. Hins vegar verður verk-
ið um 1.5 millj. kr ódýrara."
I öðm lagi fjallaði málið um
viðbyggingu Landsfmahússins í
Reykjavík, og á miövikudag
sendi Póst- og símamálastjómin
frá sér greinargerð til að skýra
það mál. Þar segir meðal ann-
ars:
„í janúar 1967 var leitað til-
boöa hjá 10 fyrirtækjum, sem
álitiö var, að hefðu hug á að
gera tilboð í fyrirhugaða létta
útveggi eða gluggaveggi í fram
angreinda byggingu.
Bárust tilboð frá 5 aðilum. Þá
var nóg að gera í byggingar-
iðnaðinum og ekki farið að ræða
opinberlega að taka bæri inn-
lent tilboð fram yfir erlent,
þótt það væri eitthvað óhag-
stæðara."
Fyrir valinu varö útveggur frá
belgfsku fyrirtæki, Chamebel,
sem áður hafði fengið töluverða
reynslu hérlendis.
„...1 bréfi frá Rafha frá 31. V
7. 1967 er upplýst, að erlendi
kostnaðurinn í tilboðsupphæð-
inni sé kr. 1.694.000.— en 15%
tollur af þeirri upphæð nemur
um kr. 254.100.— en heildartil-;
boðið frá Rafha var kr.
3.080.000.— en hér verður að
bæta við áætluðum aukakostn-
aði vegna lokaðra vinnupalla aC
upphæð kr. 260.000.—
Hið raunveralega verð, sem
rfkissjóður yrði að greiða er þvi
kr. 3.340.000.— mínus kr.
254.100.— eða kr. 3.085.900.-
Til samanburðar era hlfðstæö-
ar tölur frá Chamebel kr.
m-y 10. sfða