Vísir - 19.04.1968, Page 9
flSIR . Föstudagur 19. apríl 1968.
^VAAAAAAA/WWWVAAA/W'iAAAAAAAAAAAAAA/WWWWWWWVWW
EFTIR ÞORSTEIN THORARENSEN
*
jþaö hefur gengið mikið á
suður í Berlín nú yfir
páskana. Segja má að ekki hafi
linnt þar látum í heila viku.
Tugþúsundir manna hafa safn-
azt þar saman til mótmæla og
oftsinnis hefur soðið upp úr,
svo að múgurinn hefur hafið
grjótkast og ráðizt á lögreglu-
lið sem stóð á verði. Síðan hef-
ur skollið á i áflog og þau nálg-
azt götubardaga. Fremstir í
flokki hafa staðið stúdentar,
æröir af eldmóði og ákafa. Svo
alvarlegt hefur ástandið verið,
að lögreglan hefur orðið að
beita kylfum af lítilli miskunn
og sprauta úr brunaslöngum á
manngrúann.
Og það sem kemur mönnum
á óvart er, að þessar óeiröir
skuli brjótast þannig út í Vest-
ur-Berlín, borgarhlutanum sem
löngum hefur verið eina at-
hvarf flýjandi og ofsótts fólks
undan hryllingsstjóm kommún-
ismans. Nú er öðru vísi ástatt
en áriö 1953, þegar unga fólkiö
í Berlín reis upp hugumstórt
gegn ofbeldisstjórn Stalins og
Ulbrichts, og senda varð rúss-
neska skriðdreka fram gegn því,
til að bæla niður frelsisþrá
þeirra. Nú skilur múrinn ill-
ræmdi milli borgarhluta og all-
ar þessar óeiröir verða vestan
megin hans í hinum frjálsa
borgarhluta, þar sem hugsjóna-
kyndli hins vestræna lýðræðis
var haldið hæst á lofti.
Þaö sem hleypti þessari síö-
ustu óeirðalotu af stað var að
foringja róttækra stúdenta að
nafni Dutschke var sýnt bana-
tilræði. Hann var að koma frá
bækistöð hreyfingar sinnar og
hélt af stað frá henni á reiöhjóli
niður eftir aðalgötu Vestur-
Berlínar, Kurfurstendam. Þar
sat annar ungur maður fyrir
honum, þreif upp skammbyssu
og skaut að honum þremur skot-
um. Öll skotin hæfðu Dutschke
og ein kúlan kom í höfuð hans
en með því aö honum var ekið
í miklu skyndi til fullkomins
sjúkrahúss, er þrátt fyrir allt
von til þess að hægt veröi að
bjarga lífi hans. Hefur kúlunni
þegar verið náð úr höfði hans
og hann komizt til meðvitund-
ar.
Tilræðismaðurinn flúði í kjall-
ara húss eins i nágrenninu en
var brátt umkringdur lögreglu-
mönnum, sem skutu táragasi inn
í kjallarann. Þar varðist hann
samt nokkra stund með skot-
hríð og náðist ekki fyrr en
hann hafði sjálfur særzt og var
hann fluttur til læknisaðgerða
á sama sjúkrahús og Dutschke.
Hann reyndist vera hálfgalinn
unglingur. aödáandi nasista-
tímabilsins, í herbergi hans
voru nasistafánar og myndir af
foringjanum, Hitler hengdar
upp á vegg.
T'kft hef ég ætlað að segja hér
í þessum greinum mínum
frá hinni miklu og hávaðasömu
—Kireísnarhrevfingu sem sprott-
ió’ hefur upp í Vestur-Berlín á
síðustu tveimur árum og oft
verið kominn á fremsta hlunn
með það, en þá einhverjir nær-
tækari viðburðir komið í veg
fyrir það. En hreyfing þessi er
bæöi í senn all merkileg og
furöuleg og þó aðstæður séu
ólíkar í ýmsum löndum, þá er
ekki ósennilegt, að hún eigi
eftir að breiðast nokkuö út og
eru auðvitað þegar ýmis merki
um það, sem aðallega hefur
komið í ljós í all sterkri hreyf-
ingu sem vart hefur orðiö víða
um lönd gegn Vietnam-styrjöld
Bandaríkjanna, en það er þó
aðeins éinn þátturinn í þessari
hreyfingu.
Aö vísu virðist þessi hreyfing
hvergi verða mjög fjölmenn, en
hennar verður einkum vart
meöal háskólastúdenta og slíkur
er eldmóður þeirra og æði, að
það smitar lengra út frá sér og
er ekki ólíklegt að þjóðfélags-
ádeila þessa unga fólks kunni
meö tíð og tíma að hafa veruleg
áhrif, því að þar er stungið á
mörgu kýlinu.
Það -er að vísu vafasamt,
hvort hægt er aö tala um eina
hreyfingu, því að þarna koma
fram margar ósamstæðar skoð-
anir og yfirleitt beinist barátt-
an fremur að því að brjóta nið-
ur, fremur en að tiltekin séu
ákveðin stefnumið um það,
hvernig byggja eigi upp full-
komnara þjóðfélag.
T-Treyfingin hefur verið for-
dæmd með ýmsum hætti.
Því hefur verið haldið fram, aö
hún samanstandi einungis af
flökku- og hipparalýð, en það
á þp varla við og er I sjálfu sér
ósanngjarnt. Um tííma kenridu
margir þeirra sig viö hina kín-
versku alþýðubyltingu og hópar
stúdenta stofnuðu með sér svo-
nefndar kbmmúnur I kínversk-
um stíl, þar sem meðlimirnir
höfðu allt sameiginlegt, meira
að segja ríktu frjálsar ástir inn-
an höpsins. En það virðist nú að
mestu hjaðnað eins og fleiri
tízkufyrirbrigöi sem breiddust út
frá alþýðubyltingu Kínverja. En
líkt er þáð með hreyfingum þess
um tveimur, að báðar viröast
vilja gerbyltingu þjóðfélagsins,
án þess að ljóst sé. hvað við £ að
taka. Og sá var líka munurinn,
að kínverska alþýðubyltingin
geröist í bláfátæku landi hung-
ursneyöar og bjargarleysis með-
an sú berlínska gerist í háþró-
uðu iönaðarþjóðfélagi og beinist
einmitt mjög að ýmsum van-
köntum þess.
Sjálfir telja þessir ungu menn
sig vera róttæka og sumir þeirra
kalla sig marxista og kommún-
ista en það er þó all óljóst. hvort
slíkt er réttmætt og stafar þetta
kannski fyrst og fremst af því,
hvað mikla áherzlu þeir leggjá á
andspyrnuna við þróun iðnaðar-
þjóðfélagsins, eins og húh við-
gengst í kapitalísku landi sem
þeir búa við. En alveg sám-
bærileg þróun verður I sósíal-
ísku löndunum og eru þeir þá
jafnframt mótfallnir henni. Þeir
lesa rit Karls Marx, sem fjalla
eins og kunnugt er um eymd
og bjargarleysi verksmiðjulýðs-
ins í skítugum kola og stál-
bæium um miðja síðustu öld og
túlka þau með algerlega nýjum
hætti, þannig að i stað þess
að beina gagnrýninni gegn hin-
um efnahagslega þætti, snúa
þeir henni nú að sálrænum og
félagslegum vandamálum þjóð-
félagsins í ríkum og hreinum
rafeindaborgum nútímans. í
stað þess að hinn gamli marx-
Rudi Dutschke.
ÆSKUNNAR
ismi var stefna efnishyggju, þar
sem mannlegar tilfinningar og
réttindi einstaklingsins voru
lítilsvirt, þá er hin nýja hreyf-
ing stofnuð til verndar ein-
staklingnum, þegar vélarnar og
skipulagiö ætla allt að yfir-
gnæfa. Því er ég alls ekki viss
um það, hvort þaö er réttmætt
hjá þessum ungu mönnum aö
kalla sig marxista, því aö túlk-
anir þeirra ganga svo langt aö
þeir eru í flestu komnir alger-
lega á öndverðan meið viö
gamla Karl Marx. Og aö sjálf-
sögðu þarf ekki að taka fram,
að- þeir fyrirlíta og hata minn-
ingu Jósefs Stalíns þess mikla
postula rússneskrar stóriöju,
sem í hroka sínum leit á al-
þýðueinstaklinginn sem skordýr
er kerfið og flokkurinn mætti
miskunnarlaust troða undir fót-
um.
'\7'íkjum þá að Dutschke þeim,
~ sem fyrir skotunum varö.
Hann hefur verið nemandi í fé-
lagsfræði viö Frjálsa háskólann í
V- Berlín og hlotið mjög mik
ið fylgi og frægö, sem meira
og minna byggist á nokkurs
konar persónudýrkun, sem haf
in hefur verið á honum. Hann
er nú 28 ára gamall, heldur af-
styrmislegur í útliti, með loðinn
haus, svo hárið leggst yfir aug
un og oft illa rakaður og flæk-
ingslega klæddur í slitna peysu
og skeytir Iítt um hreinlæti.
Greinilegt er að hann er búinn
talsveröum forystuhæfileikum
og mælskur vel, svo að stúd-
entar margir hafa átrúnað á hon
um. Hann vill helzt engum föst
um reglum fylgja og hefur oft
komið fylgismönnum sínum á
óvart meö mótsögnum við sjálf
an sig. En stefna hans virðist
fyrst og fremst vera félagsfræði
leg og sálræn. Uppáhaldsvið-
fangsefpi hans er „staða kon-
unnar í þjóðfélaginu". Hann
berst fyrir frjálsum ástum, en
um leið vill hann að konan
rísi endanlega upp úr þeirri kyn
ferðislegu þrælkun sem hún hef
ur búið við frá alda ööli og í
þvt ljósi líta hinar frjálsu ástir
öðruvisi út en í hinum gömlu
fordómum. Dutschke lítur þann
ið á sig sem andstæðu James
Bond kvikmyndanna, þar senr
hlutverk kvenna er að vera leik
fang karlmannsins, sem hann
kvelur og misþyrmir. Samfara
frjálsum ástum og lausn kon-
unnar úr viðjtim telur hann að
kynferðisbrjálæði það sem hel-
tekur nú heiminn muni hjaðna
og í stað leitarinnar að lostan-
um muni koma leitin aö sannri
sálrænni hamingju.
Áreksturinn milli Dutschkes
og blaðaútgefandans Axels
Springer er einna mestur f
þessum viðhorfum. Hin nýja
hreyfing fyrirlítur Springer fyr
ir blaöaútgáfu hans með sífelld
um birtingum af léttklæddu
kvenfólki, því að slík blaða-
mennska sé stöðug svívirðing
og niðurlæging fyrir konuna.
Þau viðhorf rista miklu dýpra
en það sem stundum er talaö
um í fréttum, að Springer stuðli
aö köldu stríði og hatursher-
ferð gegn hinum rússnesku
kommúnistum eða Ulbricht og
sjálfur er Dutschke lítið hrif-
inn af Ulbricht.
A xel Springer mesti blaða-
kóngur Þýzkalands stendur
einnig f veginum, sem eitt
fremsta tákn iðnveldisins sem
sölsar allt undir sig og bólgnar
út á millj.-fjármagni augljysing-
anna f þjóðfélagi fjölmiðlunar-
tækjanna. Og þá er komið aö
þjóðfélagsviöhorfum Dutschkes
og félaga hans. Þar gildir hið
sama að þeir stinga á kýlum
og ómögulegt er að neita því
að þeir hafa vissulega nokkuð
til síns máls í gagnrýninni þó
enn sé erfitt aö sjá, að þeir geti
borið fram og byggt upp nokk-
uð annað betra, sem fái staðizt.
Þeir byggja skoðanir sfnar
mjög á þjóöfélagskenningum
bandarísks prófessors vestur í
Kalifomíu, sem heitir Herbert
Marcuse. En skoöanir hans eru
viðbrögð gegn alræði iönvæðing
arinnar, og ekki er ólíklegt að
margir myndu lfta á hann sem
hreinan afturhaldsmann.
Alkunna er að háþróuð vfs-
indaleg þjóðfélög nútímans
byggja æ meira á framleiðni,
sem leiðir til þess aö æ stærri
og voldugri framleiðsluhringir
eru stofnaöir. Því verður ekki á
mót mælt, aö því stærri sem
framleiðsluheildirnar eru, því
meiri verða afköstin og því
lægri framleiöslukostnaðurinn á
einingu. Nú keppa auðvitaö allir
að þvf að njóta sem beztra lífs
kjara og því drynur krafan æ
hærra um sfaukna iönvæðingu,
framleiðsluaukningu og stærri
framleiösluheildir. Þetta er und-
iraldan í stofnun Efnahags-
bandalags Evrópu og því veröur
heldur ekki á móti mælt að
feikilega mikið hefur áunnizt á
því sviði. Fyrirtækjum er sf-
fellt að fækka, þau eru sam-
einuð og nýir risar byggðir upp,
>en því miður, það er eins og
þessu fylgi ekki alltaf samsvar
andi lífshamingja og gleði. —
Smám saman veröur athafna-
frelsi einstaklingsins afnumið
og menn verða að ganga inn i
þessar stóru heildir eins og lítið
tannhjól, sem enginn tekur eft-
ir, sambandið rofnar við sköp-
unargleðina og maðurinn verður
ekkert nema vélarhluti, fullur
lffsleiða af því aö hiö mann-
lega í honum fær ekki útrás.
Það er gegn þessu sem Her-
bert Marcuse vill spyrna brodd
um og segir að það megi ekki
missa sjónar af þvf að lokahlut
verk þjóðfélagsins sé ekki að
framleiða svo og svo marga bíla
eða ísskápa heldur að gefa
manninn hamingjusaman og nú
sé ástandið orðið þannig að þaö
sé mikilvægast að frelsa ein-
staklinginn undan þessari iðn--
væöingaránauð.
T'Tt frá þessu spinnast svo
mörg sjónarmið svo sero
rnyndun yfirstéttar í hmum
miklu iðnvæðingarþjóðfélögum,
13. síða