Vísir - 19.04.1968, Síða 10

Vísir - 19.04.1968, Síða 10
VlSIR . Föstudagur 19. aprfl 1968. 10 uam *> Eldur í kjallara Miklar skemmdir uröu í kjallara- íbúð í gömiu timburhúsi viö Berg- staðastræti 63, þegar eldur kom þar upp í gærdag. Mikinn reyk lagði um húsið, en slökkviliðinu tókst að varna því, að eldurinn næði upp í íbúðina á hæðinni fyrir ofan, og urðu þar litlar skemmdir. í kjallaranum bjuggu ein hjón, og var konan heima, þegar eldurinn kom upp, en hana sakaði ekki. Þá kom upp eldur ,í reykhúsi Búrfells við Skúlagötu í nótt og lagði mikinn reyk frá húsinu og ramman þef, svo víða um borgina varð fólk vart við og bárust lög- reglunni margar tilkynningar sam- tímis um eldinn. Eldurinn hafði komið upp í reyk- ofni fyrirtækisins og skemmdist nokkuð af bjúgum, sem inni í hon- um voru, en aðrar skemmdir urðu ekki. Var eldurinn fjlótlega slökktur. 180 manns , Olympíuturninn / Miinchen Enda þótt enn sé langt til Ólympíuleika í MUnchen er borg- in þó farin að bera þess merki að þessir miklu leikar verða haldnir þar eftir rúm 4 ár. Þessi mynd er af sjónvarpsturn- inum mikla sem þar var reistur. Turninn er 290 metra hár, sem er ekki mikið samanbor- ið við loranmastrið mikla á Snæfelisnesi, en það er, þótt mörgum þyki þáð undarlegt, þriðja hæsta mannvirki í heiminum, yfir 400 metra hátt. VNAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^AAAAAAAAAAAAAAA^ Atvinnulíf glæðist 800 verkamenn v/ð Búrfellsvirkjunina 9 Þegar sumarið kemur og veðurblíðan, glæðist atvinnulífið að mun. Nú er unnið aí fullum krafti hjá Búrfellsvirkjun og í starfsmannahaldi Fosskrafts fékk blaðið þær upplýsingar að und- anfarið hefðu verið ráðnir 50 verkamenn til viðbótar við þá sem fyrir voru, en samt þyrfti enn að fjölga eitthvað, og að líkindum yrði lokið við að ráða vinnukraft um miðjan maímánuð. 1. síðu arljósa við mót Suöurlandsbr. og Álfheima annars vegar og Grens- ásvegar hins vegar, en 26. maí verða ný umferðarljós tekin í notk- un á' 6 gatnamótum í borginni. Borgarbúar fá nú götur sínar merktar með varanlegu efni. Eftir helgina verður tekin í notkun vél, sem fengin er frá Danmörku og fræsir upp malbikið á stöðum, þar sem merkja þarf, en setur hvítan malbikunarmassa í staðinn. Er þessi aðferð mun endingarbetri en þær aöferðir, sem notaðar hafa verið hingað til hér í borg. Að lokum sagði Ingi Ú. Magn- ússon, að um alla borg væri unn- iö að malbikunarviðgerðum á göt- um og öðru viðhaldi þeirra, svo og að þvotti gangstétta víða um borgina. FÉLAGSLÍF Ferðafélag íslands fer í tvær ferðir á sunnudaginp. Gönguferð á Skarðsheiði. Hin ferðin er öku- ferð um Krísuvík, Selvog og Þor- Iákshöfn. Lagt af stað í báðar ferð- irnar kl. 9.30 frá Austurvelli. — Farmiðar seldir við bílana. Um 800 íslenzkir verkamenn starfa við Búrfellsvirkjuniná, og hjá starfsmannahaldinu fenguSt þær upplýsingar, að framboð á vinnuafli hefði minnkaö. Til marks um það er, að fyrirtækið hefur lista yfir menn, sem óskað hafa eftir vinnú og nær sá listi aftur í nóvember sl., en þegar haft er samband við þá, sem á honum eru, reynast þeir yfirleitt komnir í aðra vinnu. Ekki er þó hægt að segja, að ekki sé nægilegt framboð á vinnu- afli, nema í einstökum greinum. T. d. er mikill skortur á vönum jáma- mönnum og mönnum vönum borun- * Meðalvikutekjur verkamanna við Búrfell að undanskildu fæöi og húsnæði munu vera um 4000 kr á viku. 1 Straumsvik var svipaða sögu að segja. Þar er veriö að fjölga mönnum, þvi að nú auðveldast mjög aðstaðan til ýmissa verka. 1 vetur hefur t.d. verið hafður sá háttur á, að steypt hefur veriö undir skýli úr plasti, til þess að forða þyí að steypan frysi. Ekki er þó unnt að segja um það hversu fjölgað verður um marga starfsmenn í Straumsvík á sumri komanda. Verkamerm og menn vanir vinnuvélum óskast. O K H.F. Fossvogi. Sími 41692. m Frétt frá Rangon hermir, að lok að hafi verið landamærum Thai- i lands og Lagos, til þess að hindra kommúnista í að komast inn í land- ið. ■ Eitt hundrað pólitískum föng- um hefur veriö sleppt í Grikklandi. Þeir hafa verið í haldi í fangabúð- um á eyjunum Yaros og Leros Tilkynnt var að þeim væri sleppt vegna góðrar framkomu þeirra. — í tilkynningu um þetta voru þeir allir kallaöir kommúnistar — Páskadagur er hjá grísk- kaþólskum um næstu helgi og er litiö svo á að stjórnin hafi þess vegna sýnt vclvildar- hug, meö því að sleppa þessum föngum. — Á eyjunum eru enn í haldi 2356 pólitískir fangar. Gluggarnir — 8. síðu. 3.710.040,— mínus 1200.000.— eða kr. 2.510.000.— þar eð 50% tollur og söluskattur er með í tilboðinu frá Chamebel. Þegar ljóst var, að hagfelld- asta tilboðið væri frá Chamebel var ákveðið að athuga nánar í Danmörku og Belgíu málavexti í sambandi við framleiðslu um- ræddra útveggja. Hafði húsameistari ríkisins gert lítils háttar breytingar viö útlit veggjarins og voru nokkur önnur atriði rædd og nokkrum spamaöi viökomið. í því sam- bandi var verðið lækkað um B. fr. 205.500. Var þá heildarverö- ið frá Chamebel komið niður í kr. 3.381.040.— að frádregnum tollum kr. 1.000.000.— eða kr. 2.381.040,— Auk þessa var gerð hagræðing sem ekki var reiknuð til fjár en Iauslega metin á kr. 100.000.— Þegar á allt er litið í þessum málum, kemur í ljós, aö hags- munir Rafha og hagsmunir rík- isins eiga ekki samleið, þar sem tilboðin frá Rafha eru óhagstæð ari en þau tilboð, sem gengið hefur verið að, og svo fer því fjarri, að hjá því fyrirtæki sé um alíslenzkt tilboð að ræða. Því að fram kom við opnun til- boða í Tollstöðvarhúsið, aö ekk- ert þeirra var íslenzkt að meira en y3 hluta — Rafha ekki und- anskilið. Háskólinn — m-> í. siðu. Mesta vandamálið í undirbún- ingnum var aö finna hótelher- bergi fyrir allan þennan skara, en í Reykjavík eru ekki nema um 300 hótelherbergi samtals. Sámt hefur tekizt aö vinna bug á þvi vandamáli með ýmsum ráðum. Hátíðasalur Háskólans verður fundarstaður ráöherranna, og í kennarastofunni þar verða fréttatilkynningar fundarins samdar. Blaöamenn fá miöstöð í Hagaskólanum, þar sem sett verður upp símstöö fyrir þá o. s. frv. Einnig veröur komið upp nokkurs konar landkynningar- stöð í Hagaskólanum fyrir blaðamennina, þar sem þeir geta aflað sér margvíslegs fróðleiks um land og þjóð, sem þeir síðan senda lesendum sínum. Aö sjálfsögðu verða geröar ýmsar ráðstafanir út af örygg- ismálum til þess að tryggja, að ekki fari aörar fregnir af fund- um, en fundarmenn vilja sjálfir, og koma til þessa öyyggisverðir frá bandalaginu sjálfu, sem munu hafa samvinnu viö ís- lenzku lögregluna um ýmiss mál, sem að öryggi lúta, svo sem umferðarstjórn o.s.frv. Á vetrarfundinum síðasta, sem haldinn var í Luxembourg, var hin svonefnda Harmel- skýrsla lögð fram, en hún fjallar um framtíð og tilgang banda- lagsins. Viðræðurnar á fundin- um í Reykjavík verða væntan- lega i framhaldi af þessari skýrslu,' og fundurinn í heild merkilegur fyrir margra hluta ! sakir. Willys 1954 í toppstandi til sýnis og sölu, er með útvarpi og keðiur á öll hjól. Til sýnis í Bílasölunni Borgartúni 1 í dag og næstu daga. I'MÚHL'I BELLA Ég verð að fá að hugsa mig vel um, Steini, hvort ég giftist þér. Viltu hringia eftir 5 mínútur? VEÐRIÐ í DAG Norðaustan gola eða kaldi, úrkomulítið en skýjað. Hiti 3-6 stig. BILASOUNIN í dag er skoðað: R-1501 — R-1650 VISIR ■?50 fyrir anum Bæjarfréttir. — Innbrot var framið í geymsluhús verzl. „Breiðablik" um kl. 11.30 í nótt. Húsið er bakhús og var farið þar inn um glugga, en kona, sem býr þar uppi á loftinu heyröi til þjófs- ins og fór á fætur. En hann heyrði einnig til hennar í tæka tíð til að komast undan, en kon- an sá þó manninn, er hann hljóp í burtu með poka í hendinni. 19. apríl 1918. HEIMSÓKNARTIMI Á SJÚKRAHÚSUM Elliheimilið Grund. Alla daga kl 2-4 og 6 30-7 Fæðingardeild Landspítalans. Alla daga kl. 3-4 og 7.30-8 Fæðingaheimili Reykjavíkir Alla daga kl. 3.30—4.30 og fyrir feður kl. 8-8.30 Kópavogshæiið. Eftir hádegið daglega. Hvitabandið. Alla daga frá kl 3-4 og 7-7.30 Farsóttarhúsið .Alla daga kl. 3.30—5 og 6.30—7. Kleppsspítalinn. Alla daga kl 3-4 op 6.30-7 Landspitalinn kl. 15-16 og 19- 19.30. Borgarspítalinn við Barónsstíg, 14— ’5 og 19-19.30. Sólheimar, kl. 15 — 16 og 19— 19.30.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.