Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 4
Leikarinn, Peter Lawford, sem tengdur er Kennedy-fjölskyldunni heldur bv? fram, aö tvö ár séu of langur tlmi a milli hlutverka, og þess vegna hefur hann höföað skaöabótamál á hendur Para- mount Pictures og Embassy Pict ures kvikmyndafélögunum. Hann krefst 150.000 dollara. Hann segir aö 50.000 dollararn ir séu vegna launa fyrir kvik- mynd, sem hann með réttu haföi átt að leika í, en var aldrei fram leidd. 100.000 dollararnir vegna þess, sem hann hefur farið á mis við í auglýsingu ef kvikmynd heföi verið framleidd, sem hann hefði leikið í. Nýtt heimsmet: Graíinn lifandi í 61 dag Kviksettur samkvæmt eigin v'ilja JJonum var fagnaö sem þjóö- hetju og hann var borinn um götuf Lundúnaborgar af heiðurs- verði, en fyrstu orðin sem hann lét sér um munn fara, voru þessi: „Ég skora á hvern sem er í öll- um heiminum!" Michael Meaney, 33ja ára írsk ur barþjónn, hafði sett nýtt heims met. Hann haföi legiö kviksettur í gröf sinni 11 feturn undir yfir- borði húsagarðs í Lundúnum í 61 dag, sextíu og einn dag. Því var það, að múgur og marg menni hyllti hann, þar sem hann var borinn af fáum útvöldum í kistu sipni eftir strætum Lund- úna. Blásiö var í lúöra og húrra hrópin dundu viö f hvert sinn, sem hönd Michaels birtist upp um litla lúgu á kistu'lokinu. Hyllingargangan stanzaði fyrir framan krána, þar sem hann var vanur að skenkja þyrstum við- skiptavinum daginn út og inn. Þar var kistan tekin ofan af vörubíln- um, sem ekið haföi henni þrjár mílur um borgina, og hún borin upp á aðra hæð. Einkavinur Michaels, Aian Rud kin, fyrrverandi hnefaleikakappi, hlaut þann heiöur að mega lyfta kistulokinu af, og við öllum við- stöddum blasti and'lit Michaels, Honum var fagnað eins og þjóðhetju, þar sem hann var bor- inn um götur Lundúna í kistunni. Lee Rémick leggur hins vegar annað mat á, hvers virði eitt hlut verk sé, og hún hefur hafið skaða bótamál gegn M.G.M. þar sem hún krefst einnar mil’ljónar doll- ara. Hún segir, að hún hafi verið ráðin til þess að fara með aöal- hlutverkið í myndinni „Good bye mr. Chips.“ og ætlunin hefði ver ið sú að Rex Harrison færi með gagnhlutverkið. Hins vegar hefur félagið ráðið Petula Clark í kven hlutverkið til þess að leika á móti Peter O’Tooie. Heilagur sáttmáli undirstrikað- ur — þau setja upp hringana. — Hann er 22 ára gama’ll Englending ur og hún er tvítug rússnesk að þjóöerni. Bæði vinna þau í Moskvu — bæði túlkar hvort fyr ir ríkisstjórn síns lands. Þau ætla að stofna heimili í Moskvu og halda starfi sínu áfram. Michael barþjónn veifar til mannfjöldans út um gluggann á kránni sinni. rjótt og hraustlegt, en hendurnar voru krosslagðar á brjósti honum og héldu um silfurkross. „Ég heföi vel getað legið í 100 daga í viðbót og ég skora á hvern sem er í öllum heiminum!" var þaö fyrsta sem hann sagði, þegar hann reis upp í kistunni. Því næst lýsti hann því yfir, að 1 framtíðinni hyggðist hann lifa af þessum starfa eingöngu, „eftir þennan mikla sigur.“ Það var fyrir rúmum tveimur nfánuöum, sem hann lét búa sér líkkistu, gúmmífóöraða, með 2 kringlóttum götum á lokinu. Með aðstoð kunningja sinna lét hann kviksetja sig í húsagarði, en sá um, aö athöfnin yrði rækilega auglýst áður, og þar hafðist hann viö i 61 dag. 11 feta þykku lagi af mold hafðl verið mokað ofan á kistuna, en áður hafði tveim löngum sívalningum verið komið fyrir í götunum á kistulokinu, sem látnir voru standa upp úr jörðinni. í gegnum þá dró Mich- ael að sér loft og niður um þá sendu félagar hans honum fæðu og annað það, sem hann vanhag- aði um. Þessa daga, sem hann lá graf inn lifandi í húsagarðinum sendu þeir honum kjúklinga, grænmeti ávexti og tvo pela af bjór — það var hans daglegi skammtur. — Hann fékk tímann til þess að líöa með lestri hnefaleikabóka og bænalestri. Almenningur í London hefur fyigzt meö honum af mikilli at- hygli, en víðast þykir þó frekar lítið til þessarar íþróttar -koma, og mönnum blöskrar flestum þessi metagræðgi, sem birtist hjá Meaney í þessari undarlegu mynd. Þó eru aðrir, sem þykir nokkuð til þessa koma, sem kemur við meðal annars fram í því, keöjur meginlandshótela hafa gert við hann samning um að láta kvik- setja sig í nágrenni þeirra. Hann á að liggja í viku á hverjum stað fyrir 14.000 pund og hefur þegar gert samning við sjö hótel. Auk þess hafa risið upp dei'lur um það, hvort þetta sé nokkurt heimsmet og til eru nokkrir í Bandaríkjunum, sem bera á það brigður. Segjast vita af einu til- feili, þar sem maðurinn lá í 73 daga grafinn og annars staöar þykjast menn vita af því, að mað ur lá í 68 daga. Vitaö er um að minnsta kosti eitt tilfel'li, sem ætlar sér að slá met Michaels og liggja lengur. Sá er þegar tek inn til við ætlunarverk sitt. Michael Meaney hefur þegar ráðið sér framkvæmdastjóra, eða umboðsmann, og hefur sá á prjón unum miklar ráðagerðir fyrir Meaney, þar sem „hæfileikar hans njóta sín“. Gerir hann ráð fyrir, að Meaney muni hafa 100. 000 pund í tekjur bara á þessu ári með því að 'iáta kviksetja sig hjá hótelum. Þegar Meaney steig úr kistunni var þar nærstaddur læknir. Brian Dempsey, sem auövitaö er írskur að þjóöerni, og skoðaöi hann Michael. Sagði hann, „að Meaney væri furðuiega vel á sig kominn líkamlega", eftir ieguna í kist- unni. Þá fyrst, eftir að hann hafði skoðað Michael, leyfði hann hon- um að fá sér eina kollu af bjór, ti! að fagna sfnum „mikla sigri“ með félögum sínum. Eftir á sagði Michael, sem á konu sem býr f Tipparery og á hún von á barni f næstu viku: „Þetta var vel þess virði. Mér finnst mér ég hafa Ieyst af hendi eitthað ,sem getur gert fjölskýldu mína stolta af mér“. Þvínæst hraðaði hann sér f rúm ið í fyrsta skipti í 61 dag. Af vettvangi hinna ungu. Margt og mikið er um ungl- ingana rætt og heyrast og um það raddir, að það burfi meira fyrir unglingana að gera, svo að þeir hafi einhver holl og góð verkefnl að vinna að í þrístund um. Þessar raddir eru oft úr hópi foreldra os. hafa oft á réttu að standa, en stundum veröur maður einnig hissa á sinnuleysi foreldra um frístunda starf unglinganna og athafna- mál þeirra, og skal ég nefna eitt dæmi um það. Allir sem til þekkja teija skátastarf eitt hið ákjósanleg- asta, sem börn og unglingar taka sér fyrir hendur. Tveir ung ir menn hafa starfað sem svo- kallaðir deildarforingjar af mikl um dugnaði í allan vetur, og hafa haft með höndum skáta- starf nokkurra tugi drengja. Nú um daginn datt þeim í hug að Ijúka vetrarstarfi með því að hafa fund meö aðstand- endum drengjanna, þar sem lit- ið yrði yfir starfsemina og hún kynnt og meöal annars rædd framtíðarverkefnin með tilliti til sumarsins. Á þessum fundi hefði því átt að mæta allmikill hópur fólks til að ræða málin og líta yfir farinn veg og kynnast nán- ar því sem bömin þess hafa fyrir stafni. En vonbrigði ungu skátaforingjanna uröu mikil, þvi að aðeins ellefu aöstandendur mættu á þessum foreldrafundi, en aðrir virtust ekki hafa mögu leika til að mæta. eða kærðu sig ekki um það. í þessu felst mikiö og óskiljanlegt sinnuleysi, því að vart verður trúað, að allir séu svo tímabundnir að þeir hafi ekki tíma til að kynn- ast athöfnum bama sinna. Ef þeir töldu sig ekki þurfa aö mæta vegna þess aö þeir væru fyrir- fram öruggir um að börn þeira væru í góðum höndum og að skátastarfið væri gott og æski- legt, þá hefði fólkið átt að koma einungis til að sýna jákvæðan hug sinn og þakklæti til þeirra sem í sjálfboðastarfi hafa lagt mikið af mörkum til að hafa of- an af fyrir börnum þess. Það sem hér er sagt fannst mér í senn fróðlegt og furðulegt því að einmitt nú í vetur hefur verið mikið um bað rætt og rit- að, að vettvangur æskufólks • sé fábreytilegur og ónógur og J talið er oft í umræðum manna, • að, hið opinbera þurfi að gera 2 meira til að skapa möguleika. • Hið opinbera hefur að þessu • leyti oft veriö, stundum rétti- 2 lega, ásakað um sinnuleysi. En • hver er þá hlutur foreldranna 2 sjálfra? Sýna þeir ekki sama • sinnuleysið, ef þeir ekki svo mik • ið sem nenna að koma á móts 2 við þá starfsemi sem fyrir hendi • er með bví að mæta til kynn- • ingar eins og að framan er 2 nefnd til að líta yfir verkefnln • og ef þeim burfa. þykir að vera 2 ráðgefandi. • Mér finnst ekki nema von. að • hinir ungu skátaforingjar hafi • orðið fyrir vonbrigðum. 2 • Þrándur í Götu. 2 l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.