Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 29.04.1968, Blaðsíða 7
VTSIR . Mánudagur 29. apríl 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd- ■ Nýlokið er í Parfs „ráðgef- andi“ alþjóðafundi um efnahags- lega aðstoð til umbóta og fram- fara f Austur-Afríku. Noröurlönd áttu fulltrúa á fundinum. Samþykkt var ályktun þess efnis, að framfarir í Tanzaníu, Uganda og Kenya rétt- lættu framhaidsaðstoð. B Frétt frá Godthaab á laugardag í s.l. viku hermir að fyrir utan Kungmiut á Austur-Græniandi hefðu 3 börn á aldrinum 3—4 ára drukknað. B í frétt frá Rómaborg segir, aö Francisco Aquino frá E1 Salvador hafi verið skipaður forstjóri Al- þjóöa matvælaáætlunarinnar. Mat- vælastofnunin (FAO) birti um þetta tilkynningu. — Aquino er eftirmað ur Hollendingsins Addeke Noerma, sem nú er orðinn forstjóri FAO. B Kanadíska sambandsstjómin opnar ferðaskrifstofu í Kaupmanna höfn í byrjun mai. B Flokksblaðiö Pravda heldur því fram, að alvarlegur ágreiningur varðandi Vietnamstyrjöldina valdi þvf, að Arthur Goldberg fer frá og að George Ball tekur viö starfi hans. (Frétt um Ball er á 8. síðu). Bfndverska stjórnin hefur sent fyr irspum um það til pólsku stjómar- innar, hvort fulltrúar Suður-Viet- namstjórnar fái „aðgöngu", ef til þess kæmi að undirbúningsviðræður að friði í Vietnam yrðu haldnar í Varsjá. Málsvari indversku stjóm- arinnar sagði svar ókomið. B Vietcong heldur því fram, að 200.000 ,,óvinahermenn“ hafi verið teknir höndum, særzt eða fallið seinustu 75 daga. Og Vietcong seg- ir 2500 flugvélar hafa verið skotn- ar niður eða eyðilagðar og 2300 skriðdrekar. 330 skipum var sökkt eða brennt, segir og í þessari til- kynningu. B Lögreglan í Saigon varaði s.l. laugardag við laumuflutningi hermanna og vopna inn í höfuð- borgina. Enn er ótti ríkjandi þar við sókn af hálfu Vietcong og N- Vietnam nú f vikunni. B Yen Chi utanríkisráðherra Kína sagði í Peking á laugardag, að styrjöldin f Vietnam yrði ekki leidd til lykta á vfgvöllunum. B Siaka Stevens sem var forsæt- isráðherra í Sierra Leone tvær klukkustundir í fyrravor, en steypt af stóli, er aftur orðinn forsætis- ráðherra f skjóli núverandi vald- hafa, sem gerðu byltingu nýlega. Er þar með komi á borgaraleg stjóm aftur f Sierra Leone. Á laug- ardagskvöld dansaði fólk samba á göturq og söng í fagnaöarskyni. B Lögreglan f London sagði s.l. laugardag hald á LSD-eiturlyf að verðmæti 150 millj. ísl. króna (mið að við svartamarkaðsverð). 9 Þúsundir manna söfnuöust sam an f Algeirsborg á laugardag til þess að votta Boumedienne stuðn- ing. Honum var sýnt banatilræði i s.l. viku svo sem áður var greint. Humphrey varuforseti gefur kost á sér sem forsetaefm demokrata Hefur kosningabaráttuna á fimmtudag / jbessor/ viku B Hubert Humphrey vara-for- seti Bandaríkjanna, sem nú hefur tilkynnt, að hann gefi flokki demokrata kost á því, að verða forsetaefni flokksins í nóv ember, opnar formlega kosninga baráttu sína á fimmtudag í þess- ari viku. Þann dag fer hann til Fíladelfíu og flytur ræðu f kirkju. Á föstudag flytur hann ræðu í Akron, Ohio, í háskólanum þar og laugardag í háskólanum í Lewisburg, Pennsylvaníu. Humphrey ætlar ekki að taka þátt í forkosningum. Hann kýs að heyja kosningabaráttu sína í sambandsríkjum, þar sem full- trúar til flokksþingsins í ágúst eru kjörnir á flokksfundum. Stuðningsmenn Humphreys halda því fram, aö hann eigi vís 800 atkvæði í fyrstu lotu á flokksþinginu, um það bil helm- ingi fleiri en þeir hvor um sig McCarthy og Kennedy geta Vestur- tryggt sér við forkosningar. Til þess að verða kjörinn for- setaefni flokksins verður hann að tryggja sér að minnsta kosti 1362 atkvæöi (lágmark) af at- kvæðum 2.622 fulltrúa á flokks- þinginu. Það er talið vfst, aö ýmsir kunnir leiðtogar demokrata kunni að snúast til fylgis viö Humphrey og að margra áliti kunni að verða áhöld um þaö, hver skjöldinn ber að lokum, Humphrey eða Kennedy. Mikið er nú um þaö rætt, að Humphrey hafi ávallt notiö trausts og álits, og þótt hann hafi ekki látið bera nálægt þvi eins mikið á sér og hann gæti hafi þaö ekki fariö fram hjá neinum, að hann hafi farið víða og rekið erindi forseta sína og lands og til mikils gagns, meö hógværð sinni og prúömennsku. Ýmsir leiötogar demokrata fagna ákvörðun hans. Blaðið kewsweek birtir úrslit skoðanakönnunar, sem vekur ó- vanalega athygli rétt fyrir for- kosningarnar í maí, en hún sýn- ir aö fylgi Kennedys er mest, 39 af hundraði, Humphreys um 33 og McCarthys um 21-22. Þess er að geta að forkosningar þess ar fóru fram áður en Humphrey tilkynnti ákvörðnu sfna nú um helgina. Óvanalegt er, að spá miklu um framtíðarfylgi, um það heyr- ast einnig raddir. Því má ekki gleyma, að bæði Kennedy og McCarthy hafa gert Víetnam- styrjöldina að höfuömáli sem gagnrýnendur Víetnamstefnu stjórnarinnar, en Humphrey fer nú út í keppnina, sem sá maður sem er meðábyrgur forsetanum um þá stefnu og sem verjandi hans. Og seinast en ekki sízt verður að taka tillit til þess sem er aö gerast og gerast kann í styrjöldinni sjálfri. ernissinnar juku fylgi sitt úr 2.2 í 9.8 af hundraði / sambandsrikiskosningunum, sem fram fóru i gær i Baden-Wurtemberg — Vonbrigði stjórnmálafJokkanna mikil Vestur-þýzki þjóðernis- flokkurinn vann í gær við forustu Adolfs von Thadd- en mikinn sigur í kosning- Annað hættumerki (fyrir stjórn- arflokkana) er, aö nýr flokkur (Vinstri lýöræðisflokkurinn) fékk 2—3 af hundraöi þeirra atkvæða, sem greidd voru. Kosningaúrslitin eru, segir í NTB frétt, mikil vonbrigði fyrir stjórn- arflokkana, kristilega lýöræðis- sinna og jafnaðarmenn. Málsvarar beggja flokka telja, að hinn aukni stuðningur við flokk von Thadd- ens, eigi rætur aö rekja til áhrif- anna einkum á miliistéttirnar af stúdentauppþotunum í Vestur-Ber- lín og öðrum borgum um páskana, og greiði þær atkv. meö flokk von Thaddens til mótmæla gegn þeim. Von Thadden hvatti Þjóðverja til þess í kosningabaráttunni aö efla þjóöerniskennd sína. Þýzki þjóðernissinnaílokkurinn fær nú 7 fulltrúa á þingi Baden- Wurtemberg, en hafði engan. — Von Thadden hefur krafizt kosn- inga til sambandsþings vegna kosn- ingasigursins. Hann dregur í efa, aö stúdentaóeirðirnar hafi haft þau áhrif, sem aörir vilja vera láta. unum í sambandsríkinu Baden-Wurtemberg, að því er fréttir frá Stuttgart hermdu í gærkvöldi. Sám- kvæmt bráðabirgðatölum, er birtar voru rétt áður en skeytið var sent, hafði fylgi flokksins aukizt úr 2,2% í sambandsþingskosn ingunum 1965 í 9,8 af hundraði. Hið aukna fylgi bitnar haröast á jafnaðarmönnum, en fylgi þeirra hrapaði úr 37,3 af hundraði 1964 í 29,1 af hundraði í gær. Fylgi kristilegra lýðræðissinna, hins stjórnarflokksins minnkaði einnig, féll þaö úr 46,2 í 44,1 af hundraöi, en Frjálsir lýð- ræðissinnar juku fylgi sitt úr 13,1 í 14,4 af hundraöi. Meö sigri sfnum hefur vestur- þýzki þjóðernisflokkurinn (NPD) unnið svo mikið á, að taka verður tillit til hans sem vaxandi flokks og áhrifa í vestur-þýzkum stjórn- málum, og er á það minnt, að kosningar til sambandsþingsins fara fram að ári, Framsöguerindi flytja: Eggert Haukss., stud. oecon, og Jónas Rafnar, alþm. Frjálsar umræður. Eggert halda almennan fund í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, mánudagskvöld, 29. apríl kl. 20.00. Fundarefni: Stutt ávörp flytja: Ágúst Hafberg, framkv.stj., og Ólafur B. Thors, form. Heimdallar Jónas Stjóm Varðar Stjóm Heimdallar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.