Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudagur 30. apríl 1968. morgun útlönd í morgun l .. ' útlönd morgun útíönd í morgun útlönd 0 Fréttir bárust um seinustu helgi um alvarlegar óeirðir í há- skólanum í Peking, þar sem stúd- entar náðu nokkrum byggingum á sitt vald, eftir að allt fór í háa- loft út af deilu milli stúdenta og kennara um kenningar Maos. Eð Ráðstefnu kommúnistaflokk- anna í Búdapest er lokiö. Af 88 kommúnistafiokkum komu aöeins fulltrúar frá helmingnum. Strangri leynd var haldið yfir lokafundin- um, en þar mun hafa veriö gengið frá sameiginlegri ályktun, sem verö ur birt síðar. Mun hún m. a. fjalla um hvenær fundur æðstu manna kommúnistaflokka verður haldinn, en það mun verða síðari hluta árs, næsta haust eða a. m. k. fyrir ára- mót. — Búlgar.a hefur boðað, að hún taki ekki þátt í þessum topp- fundi „af ástæðum sem almenningi eru kunnar". B Á fundi um 50 leiðtoga hör- undsdökkra manna á Bretlandi var samþykkt að bindast samtökum til varnar kynþáttamisrétti „meö öli- um tiltækum ráðum“, en svo virð- ist sem stjórnar- og önnur yfir- völd „myndu missa tökin á þessum málum“. Tók brezka útvarpið upp þessi ummæli eftir einum af for- sprökkum hinna dökku. B Tékkneskur embættismaður kvað svo að orði í fyrradag, aö það hefðu veriö mistök að slíta stjómmálasambandi viö Israel, — það hefði Búlgaría ekki gert og fyrir bragðið haldið trausti bæði ísraels og Arabaríkja. B Herganga sú, sem fram á að fara í Jerúsalem á fimmtudag í þessari viku, fer fram eins og áformað hefur verið, þrátt fyrir áskorun Öryggisráðs um að hætta við það. I fyrradag fór fram æf- ingarhersýning klukkustundum sam an í borginni og voru í fylkingum, sem fóru um borgina skriðdrekar og önnur sovézk vopn tekin af Egyptum í júnístyrjöldinni í fyrra. Það er í tilefni af 20 ára sjálf- stæðisafmæli landsins, að hersýn- ingin fer fram. ísraelskir leiðtogar segjast hafa beðið eftir þessum fagnaði i 2000 ár og bera Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna sletðreku skap á brýn. Forkosningar í dag í Massachusetts Fjórðu f»rkosningarnar í Banda- ríkjunum fara fram í dag, þ. e. í sambandsríkinu Massachusetts. Úrslitin munu að sjálfsögðu vekja athygli, en hvergi nærri eins og í forkosningunum í Indiana 7. maí, og má raunar segja, að úr- slitin séu kunn fyrirfram, þar sem skráðir keppendur um að verða fyr- ir vali sem forsetaefni eru aðeins tveir, Eugene McCarthy sem for- setaefni demokrata og John Volpe sambandsstjóri fyrir republikana. En margir kunna að skrá nöifn þeirra Humphreys og Kennedys á lista demokrata og nöfn Nixons og Rockefellers á lista republikana — eöa Ronalds Reagans, sem nýlega boðaði að hann væri tilkippilegur væri hann til kvaddur. Landsfundar-fulltrúar frá Massachusetts eru skuldbundnir til að kjósa á flokksþinginu i ágúst þann sem flest atkvæði fær í for- RockefeHer gefur kost á sér Nelson Rockefeller, ríkisstjóri í sambandsríkinu New York, hefur boðað blaðamenn á sinn fund í dag. Búizt er við, að hann boði, að hann gefi kost á sér sem forseta- efni repúblikana, þótt hann hafi fyrir fimm vikum tilkynntv að hann ætlaði sér ekki að keppa um að verða fyrir valinu. Eins og stendur hefur enginn gef- ið kost á sér sem forsetaefni flokks- ins nema Richard Nixon fyrrver- andi varaforseti. «W\/WWWVWVWVWWWWWVW\A/S/WWWW\ Einu mesta stríðs- iglæpamáli frá nazista tímabilinu lokið Sextugur, fyrrverandi undir- foringi í einni stormsveit naz- ista í síðari heimsstyrjöld, Em- est Epple, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi, að því er hermt var í NTB-frétt frá Stutt- gart. Níu aðrir voru dæmdir til mislangr.nr fangelsisvistar. Er þar með lokið einu mesta stríðs glæpamáli frá nazistatíman- um i Þýzkalandi. Hinir dæmdu voru meöal 15 fyrrverandi Gestapo-manna eða SS-manna, sem sakaðir voru um hlutdeild í útrýmingu 160.000 manna af Gyðingastofni í LIow (fyrr Lemberg), Póllandi, sem í síðari heimsstyrjöldinni tilheyrði Póllandi, en nú er und ir sovézkum yfirráðum. Rétturinn kom saman 144 sinnum í þessu máli og 250 vitni voru leidd. Vitni báru meðal annars, aö SS-menn beittu svip- um til þess að knýja fólk til þess að fara inn í vagna vöru- flutningalestar sem átti að flytja það til Belzek-fangabúðanna, þar sem nazistar myrtu um eina og hálfa milljón Gyðinga. fosningunum, og á því McCarthy vís 72 atkvæöi í ágúst frá Massach- usetts og Volpe 34 atkvæði meðan þeir koma til greina — Lands- fundarfulltrúinn Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður verður því að greiða McCarthy atkvæöi í ágúst í staö þess að styöja Robert bróður sinn, meðan hinn fyrmefndi er í „kapphlaupinu". Forsetinn sngði fullntikið Haft er eftir Humphrey varafor- seta Bandaríkjanna, að Johnson forseti kynni að hafa sagt full- mikið, er hann lýsti yfir, að hann væri fús til þess aö fara hvert sem væri og hvenær sem væri til þess að ræða frið í Víefnam, en augljóst væri, aö heiðarlegar samkomulags- umleitanir yrðu að fara fram um viðræðustað. Hjnrtasjúklingur- inn í lífshættu Læknar við La Pitie sjúkrahúsiö í París háðu í gær örvæntingarlega baráttu, er síöast fréttist, til þess að bjarga lífi sjúklingsins Clovis Roblain, 66 ára, sem grætt var í nýtt hjarta. Hann var meövitundarlaus í morgun. Hjartað starfar vel, en það er heilinn, sem veldur áhyggj- um. Læknarnir segja, að ef Roblain hefði verið um þrítugt hefðu lík- urnar veriö fjórum sinnum meiri, að hann lifði af ígræösluna. Bandaríkjaheimsókn Ólafs Noregskonungs Ólafi V Noregskonungi hefur verið tekið með miklum virktum í hinni opinberu heimsókn hans í Bandaríkjunum. Þessi mynd var tekin af konungi og Johnson forseta fyrir utan Hvíta húsið, er þyrla hafði lent þar með konung, en þyrlan flutti hann þangað frá hinum söguríka bæ Georgetown. Forsetinn heilsaði honum sem vini. Konungur hefur mjög aukið á vinsældir sínar vestra með framkomu sinni, sem er í senn virðuleg, frjálsmannleg og alþýðleg. Hálf milljón manna brátt í verkfalli í BELGÍU? Enn reynt oð leysa stjórnarkreppuna Um 250.000 verkamenn í belgíska byggingariðnaðinum hófu verkfall í ®ær um land allt og getur svo farið, að verkfallsmenn verði brátt hálf milljón. Verkfallsmenn eru úr öllum þremur verkalýðssambönd- um landsins. Horfur eru á lang- vinnu verkfalli. í gær voru verkfallsverðir settir á vörð hvarvetna i landinu, þar sem unnið var að byggingum. Byggingaverkamer.n krefjast kauphækkunar, sem nemur 8 af i hundraði, en stendur til boða aö fá hækkun, sem nemur 3 af hundraöi. Verkfallið djmur yfir á þeim tíma sem stjórnarkreppa er í landinu, en ekki hefur enn tekizt að mynda stjórn síðan þingkosningarnar fóru fram, en aðaldeilumáliö í þeim var tungumáladeilan, mili hinna frönskumælandi Vallóna og Flæm- ingja sem tala flæmsku, sem er náskyld hollenzku. Baudoin konungur hefur nú falið Leo Cullard Ieiötoga jafnaðarmanna að gera tilraun til stjórnarmyndun ar. Cullard ræddi í gær við leið- toga Kristilega sósíalistaflokksins, Robert Houben. að jafna deilur og koma sér sam- , an um stjórn, en þeir hafa sam- Getgátur voru uppi um það í gær : tals 128 atkvæði af 212 í fulltrúa- að verkalýðsleiðtogar hefðu boðaö i deildini. En verkalýðsleiðtogarnir til verkfallsins til þess að reyna aö j vildu ekki játa, að sá væri tilgang- knýja fyrrnefnda tvo flokka til þess urinn með verkföllunum. Knúin fram umræða um spillingu á þingi Suður-Vietnam Nærri fimmtíu þingmenn (47) á þingi Suöur-Víetnam knúðu fram umræöu á þingi í gær um spill- ingu og sviksemi innan vébanda hinnar borgaralegu stjómar í land- inu, bæði innan hersins og lög- regltmnar. Umræðunni var frestaö í fjóra daga eftir aö rætt haföi veriö um spillinguna í 2V2 klukkustundir, en um hana var ræt‘ af miklum hita. Að undanförnu hefur verið uppi orðrómur um, að Nguyen van Thieu myndi brátt endurskipuleggja stjórn sína, en hann gaf raunar sjálfur í skyn, aö endurskipulagn- ing hennar kynni fram að fara, þegar þingiö væri búið að afgreiða tillögur hans um almenna hervæð- ingu, en þegar er þær voru lagðar fram fyrir nbkkru kom í ljós, aö þingið myndi ekki „gleypa við þeim“ þar sem þaö lét ótvirætt i ljós, að það myndi ekki sleppa valdi sínu til ákvarðana um slíkt mál. — Endurskipulagning stjórn- arinnar, er þar að kemur, nær ekki til Ky varaforseta. Bmct BSÍS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.