Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Þriðjudagur 30. apríl 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ASstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf._______________________ Dagur verkalýðsfélaganna JTyrsti maí, dagur verkalýðsfélaganna, er á morgun. Eins og endranær verður farið í kröfugöngu og fluttar ræður til að minna á og ýta á eftir ýmsum áhugamál- um verkalýðshreyfingarinnar. Um leið er dagurinn tilefni íhugana um stöðu hennar í þjóðfélaginu og væntanlega þróun í þeim efnum. Þegar litið er yfir farinn veg, er ekki hægt að segja annað en verkalýðshreyfingin hafi náð miklum ár- angri. Hún á þátt í því, hve almenn eru orðin hin góðu lífskjör á íslandi, þótt önnur atriði hafi haft meiri áhrif á því sviði. Vegur hreyfingarinnar hefur einnig vax- ið með aukinni ábyrgðartilfinningu forustumannanna. Styrjaldarástand á vinnumarkaðinum verður æ fá- tíðara. Félög vinniræitenda og launþega hafa á seinni árum yfirleitt getað leyst deilumál sín með friðsam- legum hætti. Verkfallið í marz í vetur er þó ábending um, að frekari þróunar er þörf í samningamálum. Báðir aðilar eiga nokkra sök á því, hve oft eiginlegir samningar hefjast ekki fyrr en verkfall er að skella á eða er skollið á. Þeir þurfa að koma sér saman um leiðir til að tryggja, að deilumálin séu vandlega at- huguð með nægum fyrirvara. Lagt hefur verið til, að gert verði að reglu, að deiluaðilar skili greinargerðum til hlutlausrár kjararannsóknastofnunar, sem fái síðan takmarkaðan tíma, t. d. tvær-þrjár vikur, til að kanna staðreyndir málsins, og verkfall sé ekki boðað, fyrr en að þessari rannsókn lokinni. Með þessum hætti á að vera hægt að ná samkomulagi án verkfalls og stórtjóns. Báðir aðilar vinnumarkaðsins ættu að leggja meiri áherzlu á nútímaleiðir af þessu tagi. Ýmsar aðrar þjóðir hafa gert mjög árangursríkar tilraunir til að koma á samstarfi og skilningi milli launþega og vinnu- veitenda. Þessar tilraunir byggjast á þeirri staðreynd, að launþegar og vinnuveitendur eiga fleiri hagsmuni sameiginlega en gagnstæða. Norðmenn og Vestur-Þjóðverjar standa framarlega á þessu sviði. í Noregi hafa aðilar vinnumarkaðsins samið um myndun samstarfsnefndar í hverju fyrir- tæki. Þessar nefndir eru skipaðar að jöfnu mönnum úr stjórn og úr hópi starfsmanna. Þær eru ráðgjafar- og upplýsingastofnanir, sem vinna að eflingu fram- leiðslu. Frá sjónarmiði launþega ganga þessar nefndir beint að kjarna málsins: Hvernig auka megi fram- leiðslu, svo að laun geti hækkað. Þetta norska kerfi þykir hafa gefizt mjög vel og er rætt um að innleiða það hér á landi. Svipaðar samstarfshugmyndir ríkja í samskiptum launþega og vinnuveitenda í Vestur- Þýzkalandi og raunar í fleiri löndum. Bezta óskin verkalýðshreyfingunni til heilla á há- tíðisdegi hennar er, að henni takist að ná samstarfi við vinnuveitendur um réttláta skiptingu kökunnar og um að stækka kökuna sem mest, báðum aðilum til hagsbóta. \\ I ‘1 > \í•» i'' ''.v- - ■ ' . . v. .■ . , ' ' ■': '.-■,- ■..; ;■'■ : '■• ■-'■■■ ■. ■'■'■■ '■■,,-' ■,.'■ • ••• '\§J& mgm B:1 mæmm 'msym mmmm Maudling í Herald-Tríbune. Tékkneskur frelsisandi (Czech Freedom Soirit ), Þróunin í Tékkóslóvakíu er áfram í lýðrœðisátt án jbess tekizt hafi til þessa oð beifa sovézkum áhrifum til oð hindra jboð Samkvæmt fréttum, sem bár- ust frá Prag um helgina, voru „hreinsanimar“ i Kommún- istaflokki Tékkóslóvakíu 1952 fyrirskipaðar af Josef Stalin persónulega og sendi hann Anastas Mikojan að- stoðar-forsætisráðherra til Prag til þess að fylgjast með þessum sýndar-réttarhöldum yfir leiðtogum kommúnista (Slansky-réttarhöldunum). - Þetta hefur staðfest ráðherra sá, sem fór með öryggismálin er fyrirskipunin kom frá Stalin, og kvaðst ráðherrann hafa andmælt, en orðið að beygja sig, og fyrirskipa rétt- arhöldin. ■Dannsókn fer nú fram í Tékkó- slóvakíu á misferli, kúgun og öðru enn verra, sem átti sér stað á Stalinstímanum, — og er nú margt að koma i dagsljósið, sem án vafa átti að vera um- heiminum hulið, og mun sem aö líkum lætur ekki vera fagnað yfir því I Moskvu, sem nú er aö koma i ljós. En i Tékkóslóvakíu virðist á- fram stefna i áttina til aukins lýðræðis, og er það von allra frjálslyndra manna í landinu, að sú þróun géti haldið áfram, en til þess að svo geti orðið þarf að kippa þeim úr áhrifastöðum, sem vitað er að jafnan hafa fylgt hverri skipan frá Moskvu, en svo ákveðnar hafa verið kröf- umar um, að fjarlægðir verði úr flokksstjóminni þeir, sem enn eru algerlega á Moskvulín- unni, að Dubcek flokksleiðtogi hefir fallizt á að kalla saman flokksþing til þess að fjalla um málið, þótt hann hafi áður lýst sig þvi andvígan. í frétt frá Prag til Herald- Tribune fyrir skömmu var sagt, að svo væri komiö aö mjög reyndi á vináttu- og samstarfs- bönd Sovétríkjanna og Tékkó- slóvakíu og kemur þar fram, að sovétstjórnin hefir reynt að beita áhrifum' sínum í Tékkó- slóvakíu Sovétríkjunum í hag — en samt segir í sömu frétt, fengu fulltrúar Tékkó- slóvakíu, sem fóru á fund- inn í Budapest fyrirmæli um að andmæla „kröftuglega allri í- hlutun sovétstjórnarinnar um innanlandsmál Tékkóslóvakíu. Formaöur sendinefndarinnar var Jozef Lennart forseti miðstjórn- ar flokksins og hafði hann fyrir- mæli um að ganga af ráöstefn- unni, ef til átaka kæmi á fundin- um af hálfu fulltrúa Kommún- istaflokks Sovétrfkjanna eða annara flokka, sem andvlgir eru lýðræði. Frá þessum flokksfundi í Budapest hafa fréttir verið af skornum skammti, eins og kunn- ugt er af fréttum, og lítið slazt út um það, sem þar heflr gerzt. En svo vikið sé nokkru nán- ara aö aðdraganda þessara fyr- irmæla er þess að geta, að leynilegir fundir sovéskra em- bættismanna og tékkneskra fylg ismanna Moskvustefnunnar í miðstjóminni áttu sér stað snemma í þessum mánuði og tilgangurinn var að „bjarga á- hrifum sovétstjórnarinnar innan flokksstjórnarinnar". í flokks- stjórninni eiga 110 menn sæti. Sovézki ambassadorinn S. V. Chervonenko er sagður hafa átt um þetta nokkra fundi meö Novotny fyrrverandi forseta og fyrrverandi flokksleiötoga — höfuðandstæðingi Dubceks. Margir þeirra, sem komu við sögu á tíma Slansky-réttarhald- anna hafa fundið „jörðina brenna undir fótum sér“ að und anförnu, sumir hafa framiö sjálfsmorð, og seinast I gær barst frétt um það, að Josef Podcepicky ofursti hafi framiö sjálfsmorö, en hann var yfir- maður upplýsingadeildar lögregl unnar í Prag. Þegar forsætisráðherra Búlg- aríu kom til Prag fyrir tæpri viku var hin nýja, frjálslyndari stefna í Tékkóslóvakíu aðalmál- ið, sem þeir ræddu. Forsætisráð- herrann búlgarski Todor Zhiv- kov varð fyrstur forsætisráð- herra og flokksleiðtoga til þess að ræða formlega við hina nýju valdhafa í Prag. • Blöð kommúnistaflokksins i Tékkóslóvakíu létu greinilega i ljós það álit, að þau vonuðu að heimsóknin yrði til þess að treysta aðstöðu tékknesku stiómarinnar gagnvart Moskvu því að þótt Zhivkov sé émn hollasti bandamaður sovétstjórn ar, hafa þess sézt merki, að hann hefir tilhneigingu til þess að fylgja frjálslyndari stefnu en áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.