Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 30.04.1968, Blaðsíða 12
72 V í S IR . Þriðjudagur 30. apríl 1968. CAROL GAiNE: '/jJz m m m m 111 m Jn IU UU Marcia haföi horfið frá til þess að hafa fataskipti, og nú kom hún aftur og Carlos með henni. Hún vað í máisaumaðri grárri tweed- dragt og með herðaskjól úr silfur- minkabjóðum á handleggnum. — Hrafnsvart háriö var í hnút í hnakk anum og gleðin skein úr augunum á henni þegar gestirnir hópuðust saman í kringum hana og Carlos. — Vitið þér hvert þau ætla að fana í brúðkaupsferðina? spurði Pet er. Ég held að þau ætli til Ítalíu. En þau koma við í París. — Mér sýnist hún vera afar ham ingjusöm. — Hann brosti, — Er það nokk- uð undarlegt.' Munduð þér ekki vera glöö líka, ef þér væruð að leggja upp I brúðkaupsferð? Ég hló. — Jú, líklega mundi ég vera það. — Við skulum koma og sjá þeg ar þau fara. Hann tók um handlegg inn á mér og togaði mig út á stétt- ina þar sem gestirnir voru. Marcia nam staðar og kyssti for eldra sína aö skilnaði, áður en hún steig inn í bílinn. Bíllinn var skreyttur léreftsræmum og gamlir skór og blikkdósir héngu framan á honum. Bílstjórinn tekur þetta líklega burt undireins og þau eru komin fyrir hornið, sagði Peter þegar við snerum frá og inn í húsið. — Gæt- uð þér hugsað yður að þau færu út á fiugvöll með þetta skran? — Þaö er ekki gott að segja. — Munduð þér gera það ef þér vær- ur í Carlos sporum? ÝMISIEGT ÝMISLEGT GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Sitni 3519S Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóðastandsetningar. gret hús grunna. holræsi o. fi. Tökum aö okkur hvers konai tnúrbrot og sprengivinnu í húsgrunnum og ræs um. Leigjum út. loftpressur og vfbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats jonat Alfabrekku viö Suðurlands braut, sími 30435. RAFVELAVERKSTÆDI S. MELSTEÐS SKEIFAN S SÍMl 82ltO TÖKUM AÐ OKKUR: ■ MÓTORMÆUNGAR. ■ MÓTORSTILUNGAR. 2 V106ERÐIR A' RAF- KERFI, DÝNAMÓUM. OG STÖRTURUM. ■ RAKAÞÉTTUM RAF- KERFIÐ ■VARAHLUTIR X STAÐNUM &REMSAÍVEC.UR /fTTTTTTTTTrrTm~n rn~TTi rn iTTTri irnÉ — Kannski ef þér sætuð við hlið iná á mér. Ég mundi vera svo hreykinn af fallegu konunni minni, aö ég vildi láta sem flesta sjá að við værum nýgift. Ég saup hveljur þarna hafði hann veriö of veiðibráður í annað sinn. En líklega sagði hann þetta aðeins í gamni sínu. Og samt.... Hann studdi á handlegginn á mér. — Ég vildi óska að við gætum mælt okkur mót og hitzt bráðum aftur. — — Getum við það ekki? Ég átti ekki vanda til að vera svona framhleypin. Ekki eftir jafn stutta viðkynningu. En það var eitt hvað við þennan mann, sem verk aði á mig eins og segulstál. — Ég verð þvl miður að fara í ferðalag á morgun og veit ekki hve langi ég verö burtu. — Einmitt það? — Peter, gamli vinur. Við höf- um alls staðar verið að leita að þér! Rjóðleitur maður klappaði hon- um á bakið og togaði hann meö sér að hóp manna, sem heilsaði j honum innilega. Mary kom til min og spurði mig hvenær ég ætlaði aö fara. — Ég verð að fara strax, ef ég á að ná í lestina. — Ég hef bíl hérna. Hann er að vísu gamall, en hjólin snúast á honum. Ég þarf að hitta mann- eskju, en það er ekki fyrr en klukk an sjö, svo að ég get skotið þér á stöðina fyrst. Ég hikaöi sem snöggvast. Ég hafði hálfvegis vonað að Peter byð ist tii að aka mér á stöðina. Ég gægðist til hans og sá að kunningj- ar hans stóðu allt í kringum hann. Og kukkan var orðin háif fimm. Lestin m;n fer tuttugu mínútur fyr- ir sex. Mary yrði að aka hratt ef hún ætti að komast í tæka tíð, núna þegar umferðin var sem mest. — Þakka þér fyrir. Það er fall- ega gert, sagði ég. — Við skulum kveðja foreldra Marciu. Ég vonaöi að Peter tæki eftir mér þegar hann sæi mig kveðja, og kæmi til mín og talaði nokkur orð við mig áður en ég færi. En hann gerði það ekki, og ég var alls ekki burðug þegar ég fór úr samkvæminu. . . TtKUR AI.LS KÓNAR KLÆÐNINGAR . "fLJÓT ÓG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF'AkLÆÐUM LAUGAVEG 62 - SlM110825 HEIMASlMI 83634 r BOLSTRUN Ég tók varla eftir því sem Mary var að segja um brúðkaupið meðan hún álaði sig áfram í umferðar- þvögunni. En allt í einu festist ein setning í mér: — Hver var hann þessi laglegi maður sem þú varst að tala við? — Peter Cobbold. Hann er kunn- ingi Marciu. — Einstaklega er það myndar- legur maður. — Finnst þér það? — Já. Mér datt I hug að þú ætl- aðir kannski út með honum í kvöld. — Hann bauð mér það, en ég verð að komast heim. Hann bauð mér að borða miðdegisverð með sér. — Æ, Joyce, það var leiðinlegt að þú skyldir ekki geta gert það. Ég varp öndinni. — Já, það finnst mér líka. — Geturðu ekki hitt hann seinna? — Það held ég varla. Ég kem aldrei til London. Hann sagðist ætla í ferðalag á morgun, og vissi ekki hvenær hann kæmi aftur. — Það var leiðinlegt. En ef hann er vinur Marciu, hittirðu hann sjálf sagt aftur. Fékk hann heimilisfang iö þitt? — Nei. Og nú sezt Marcia að á Spáni, svo að þaö er ósennilegt að ég sjái hann aftur. Ég andvarp- aði. — Þaö er leiðinlegt, finnst þér það ekki? Ég er á sama máli og þú um að hann er myndarlegur, og ég er ekki vön að vera næm fyrir töfrum karlmannanna. Mary fylgdi mér að lestinni og stóð fyrir neðan gluggann og tal- aði viö mig þangaö til vagninn rann af stað. Ég veifaði til hennar þangað til hún hvarf úr augsýn. Svo settist ég og tók upþ kvöldblaðiö. Á miðri framsíðunni var mynd af Marciu, þar sem hún var að koma út úr kirkjunni. Ég var líka á myndinni, en svo ógreinileg aö ómögulegt var að þekkja mig þar. Og bak við mig stóð Peter Cobbold. Andlitið á hon- um var skýrara en á mér. Ég horfði lengi á hann. Jú, Mary hafði rétt fyrir sér. Hann var myndarlegur. i Það var raunalegt að leiðir okkar | skyldu ekki mætast aftur, hugsaði ] ég meö mér. Og mér datt i hug : hvort honum mundi ekki finnast i það líka. Líklega ekki, því að ann- ars hefði hann tekið betur eftir mér. TIL LONDON. Ég get varla hugsað til næstu viknanna eftir brúðkaup Marciu. Mömmu minni fór síhnignandi, og einn daginn sagði Johnson læknir, sem eigi aðeins var húslæknir okk- ar heldur lfka goður vinur, við mig að það væri réttast að iáta hana fara í sjúkrahúsið. — Álítið þér að hún sé alvar- lega veik? spurði ég kvíðin. — Já, því miður, Joyce. IVÝJTTVr! f TEPPAHREINSUN ADVANCE Tryggir að tepp- 'ð hleypur ekki Reynið viðskipt- !n. Uppl. verzl. \xminster, sími J0676. - Heima- sími 42239. Nýjo BíBoþjónustan Lækkið viðgerðarkostnaöinn með þvi aö vinna sjálfir að viðgerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynni. aðstaða til bvotta. Nýja Bíloþjónustan Hafnarbraut 17. sími 42530 opið frá kl. 9-23. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar H-dagur — Ökukennsla Nú er að verða hver síðastur að panta tíma fyrir ökupróf fyrir H-dag. Lærið að aka bíl, þar sem úrvalið er mest. Geir P. Þormar. Volkswagen eða Taunus 12 M. Símar 19896, 21772 og 19015. Skdaboð um Gufunesradíó. Sími 22384 Hörður Ragnarsson, Volkswagen, sími 35481 og Jóel B. Jakobsson, Taunus 12 M sími 30841. auglýsingar v1SJs| lesa allir ^ -i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.