Vísir - 06.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 06.05.1968, Blaðsíða 3
r.’!'' i —BWW————BW3———HB—B—M———M—iá| LÁTiÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar ybur t'ima og óþægindi INNHEIMTUSKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (Jl'mur) Hér er Blásarafjölskyldan saman komin í gamla húsinu sínu, tilbúin að leika á hljóðfærin. Blásarafjölskyldan — Fylgzt méð undirbúningi fyrir upptöku 'i Sjónvarpinu „Ctelpur þó — viljiö þiö gjöra silkikjólum meö kórónur á höfð ^ s.vo vel og vera stilltar". inu kippast til við þessi orö og Tvær telpur á dragsíðum steinþagna. „Nú tökum þið eina æfingu enn meö hljómsveitinni og svo getum við byrjað“. Hópur barna í allavega und- arlegum fötum, raöar sér upp, stjórnandinn gefur merki og börnin byrja að spila á hljóð- færin sín. Þetta er Blásarafjöl- skyldan, sem þarna var saman komin. „Blásarafjölskyldan" nefnist sjónvarpsþátturinn, sem átti aö fara að taka upp, þegar Mynd- sjáin brá sér í heimsókn i upp- tökusal sjónvarpsins. Þátturinn og tónlistin sem leikin er, er eftir .Herbert H. Ágústsson, og stjórnar hann flutningi tónlist- arinnar, en leikstjóri er Jón Júlíusson. Börnin sem leika eða spila á hljóðfæri í þættinum eru úr Barnaskóla Keflavíkur og úr Tónlistarskóla Keflavík- ur. Sjónvarpið hefur jafnan góö- an fyrirvara þegar slíkir þætt- ir eru gerðir, og veröur þessi þáttur ekki fluttur í sjónvarp- inu fyrr en á hvítasunnunni. Skyldi hinn almenni sjón- varpsáhorfandi almennt gera sér nokkra huemvnd um bá geysilegu vinnu sem liggur að baki einum sjónvarpsþætti? Að minnsta kosti vorum viö Mynd- sjármenn miklu fróðari eftir að hafa fylgzt með úndirbúningi þessarar upptöku. Viö gengum í gegnum salinn, sem þakinn var ýmiss konar leikmunum. — Þarna voru líka hús, brunnur, tré, að ógleymd- um óteljandi ljóskösturum, myndavélum og öðrum tækjum, sem við kunnum ekki að nefna. Meira að segja í loftinu eru tæki og undarlegar leiðslur, og þegar betur var að gáð, sáum við að á milli þessara furðu- verka stóð maður í mestu mak-, indum og horfði niöur til okk- ar. Okkur var vísaö inn í bún- ingsklefana, en þar er Haraldur Adolfsson sminkari í miöju kafi að sminka einn piltanna, en það er ekki lítil kúnst að sminka þá sem koma fram í sjónvarpi. Hjá honum eru þær Þóra Borg Einarsson og Þór- unn Sveinsdóttir aö hjálpa börn unum að klæða sig i skraut- klæðin. Þóra Borg á alla bún- ineana. sem notaðir eru i bætt- OGREIDDIR l REIKNINGAR * inum, en börnin eru samtals 34 talsins. Allt í einu heyrum við í há- talaranum aö nú á að byrja á lokaæfingu fyrir upptöku. Öll börnin, sem ekki eru í atriðinu sem nú á aö æfa, eru send inn í lítið herbergi, þar sem- þau geta fylgzt með æfingunni í gegnum sjónvarpstæki. Jón Gunnarsson, leikari les söguna um leið og hún er leikin og spiluð af bömunum, og þama stendur Jón við einn hátalarann, með vatnsglas í annarri hend- inni og handritið í hinni. „Þögn í stúdíóinu", er nú fyrirskipað og síöan er talið aftur á bak eins og þegar verið er að skjóta eldflaug á loft, undarleg hljóð- merki og ljósmerki eru gefin og allt í einu fer allt af staö. Börn in fara að spila, eitt af öðru, — afinn, amman, mamman, pabbinn og allir synirnir. Og nú ætlum við ekki að rekja sögu Blásarafjölskyldunn- ar lengra til að eyðileggja ekki ánægjuna fyrir þeim sem sitja við sjónvarpiö hjá sér á hvítasunnunni, þegar þátturinn verður fluttur. í miðjum sjónvarpssalnum var brunnur, og lék börnunum mikil forvitni á að vita hvað hann væri djúpur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.