Vísir - 06.05.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 06.05.1968, Blaðsíða 4
ir dáð þessar fyrirmyndir sínar úr Villta Vestrinú og létu verða af því, þegar efni gáfust til, að koma sér upp búgarði svipuðum þeim í Texas þar sem þeir leika sér með hesta og kýr. Mörgum finnst þetta bamalegt, en þetta fólk lætur slíkt ekki á sig fá. Það er ánægt með þessa tilveru og unir sér vel. Að vísu er það ekki öllum stundum á bú- garðinum. Hver hefur sína vinnu í nágrenninu, en hvenær sem tími gefst til, koma þau þangað. YILLTA VESTRIÐ Á JÓTLANDI Þeir era líklega fleiri jafnaldrar hans Sörens Aggi, sem vildu vera í hans sporum í haganum í Lyng- by á Jótlandi. Þar leikur þessi fimm ára gamli snáði sér í kúrekaleik á smáhestinum sínum og eltist við kálfana með snöru f hendi. Foreldrar hans og nokkrir kunningjar þeirra hafa komiö sér upp allstórum búgarði í Lyngby nærri Árhúsum. Þau eru öll sama merki brennd og Sören litli, að þau hafa gaman af kú- rekaleik. Karlmennirnir höfðu alla ævi frá því þeir voru dreng- Á daginn eltast karlamir við nautgripi, eða æfa sig í meöferö skammbyssu og leika ýmsar list- ir. Á kvöldin eru kveiktir varð- eldar og sungið við gítarspil, eða karlmennirnir fara í krána, sem í öllum smáatriðum er eins og knæpa úr Villta Vestr- inu, og spila póker, eða rabba saman. Börnum þeirra líkar þetta líf- emi vel. Sören litli er orðinn leik inn hestamaður, enda situr hann öllum stundum á Shetlandshesti sínum, sem faðir hans gaf honum. \ ------------------------------- Efri mynd: Sören litla er orðinn leikinn með snöruna og bregzt varla kast, en annað mál er það, að kálfurinn er þægðarskinn og ekki svo erfitt að eiga við hann. Neðri mynd: Þegar hann hefur snarað kálfinn, stígur hann af baki, og nú skal kálfurinn verða brennimerktur — eða kannski bara klórað bak við eyra. llttlll 1 lilllili Bréf um Rauða krossinn „Um þessar mundir héfst fjár söfnun hjá R. K. 1. Sú fjársöfn- un sem nú er reynd, er happ- drætti. Oft hefur R.K.Í. leitað til ykkar landsmenn góðir, og á- vallt hafa undirtektir verið mjög fióðar, enda er hér um að ræða félag sem starfar í þágu okkar allra. Starf R. K. í. eykst jafnt og þétt okkur öll- um til heilla. Víst er um það, að fyrir bá hjálp, sem þið lát- ið R. K. í. í té, þá er ykkur þakkað í hlióðri bæn. Það er sterk von, að allir taki nú hönd um saman og kaupi miða i happdrætti R.K.Í., og styðji með bvf hið gffurlega mikla starf Rauða krossins til enn meiri dáða og enn meira átaks í fórnfúsu starfi. Vitið þið hvað einn sjúkra- bíll kostar? Það mun láta mjög nærri, að sjúkrabíll kosti kr. 320—350 húsund. Svona mætti upp telja, en baö er of langt mál. R. K. 1. er félag allra lands- manna og ættu allir að gerast félagar til stuönings, en ársgjald ið er aðeins eitt hundrað krón- ur. Það er vist, að R. K. í. mun- ar mikið um hvert ársgjald. Munið einnig það sem skrifaö stendur: Það sem þér gerið mín- um minnsta bróður, gerið þér mér. Og einnig elska skaltu ná- unga þinn eins og sjálfan þig. Við hjálpum bezt náunga okkar með því að styðia og styrkja starf R. K. í. ÞaUklæti til allra sem veita hiálp til R. K. í. í guðs friði.“ Þröstur í Garði. Athyglisvert viðtal. Mánudaginn 29. apríl var hér r ........................ í Vísi athyglisvert viðtal við dr. Jón Sigurðsson borgarlækni og einnig birtur úrdráttur úr er- indl sem hann hafði áður flutt. Erindið sem vísað var til i viðtalinu hét „Heilsa og sam- félag“ og kemur þar fram að hver unglingur kostar þjóðfé- lagið um 3 milljónir króna. Með al annars vegna þessa er hvert mannslíf þióðfélaginu dýrt og því fjármagni sem variö er til verndar og öryggis þegnunum er því vel varið, enda eru bær fúlgur stórar sem er varið beint til verndar þegnunum. Hið eina sem dregið getur úr hinum mik’u útgiöldum eru holl ari og betri lífsvenjur, sem gera heilsufarið almennt betra. Nið- urlag hinnar athyglisverðu greinar leyfi ég mér að birta hér: „Hið opinbera þarf að beita öllum ráðum til að fá einstakl- inginn til að temja sér hollar lífsvenjur. Við vitum að sjúkrahús eru nauðsynleg og sjálfsögð til líkn ar og lækninga á sjúkum og slösuöum. Aukin tækni os stöð- ugar framfarir á sviði læknavís- inda auka afköstin, auka bata- horfur sjúklinga og flýta fyrir rannsóknum og meðferð, en hleypa jafnframt fram kostnaöi við rekstur sjúkrahúsanna með hverju ári sem líður. Úr þeim kostnaðarauka verður aðeins dregið meö því að halda lands- mönnum eins lengi heilbrigðum og frekast er kostur. Aðeins með raunfiæfri heilsuvernd og bættu heilsufari hjá þjóðinni er unnt að minnka börfina fyrir sjúkrarúm. Sá undraverði árangur, sem náðist með umferðarfræðslu Svía í sambandi við H-daginn hjá þeim hefur breytt afstöðu manna til þess, hversu Iangt má komast með vel skipulagðri og ötulli fræðslu í bví ?.ð fá menn til að breyta um lífsvenj- ur. Þetta hefur Alþingi íslend- inga' séð og nú hefur það vegna okkar H-dags veitt milljónum króna til að kenna landsmönn- hvernig aka og ganga eigi eftir götum og vegum, og er það góðra gjalda vert. Mikið mundi ávinnast, ef sam svarandi upnhæð fengist tll að kenna landsmönnum að ganga í gegnum lífið, temja sér hollar lífsvenjur, þannig að þeir búi við góða heilsu i víðtækast.a og bezta skilningi þess orös.“ Þrándur í Götu. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.