Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 3
V í SIR . Mánudagur 27. maí 1968. ] 5 morgun útlönd í raorgun útlönd í morgun útlöíid i raorgun útlönd Samkomulag Seinustu fregnir herma, að samkomulag hafi náðst í nótt milli verkamanna, atvinnurekenda og stjómarinnar.' Samkomulagið innifelur, að endir verði bundinn á 8 daga verk- föll, sem hafa lamað svo tii allt atvinnulíf í landinu. Pompidou tilkynnti samkomulagið eftir, að samkomulagsum- leitanir höfðu staðið í 28 tíma. Samkomulagið innifelur kaup- hækkun, sem nemur 10 af hundraði og stighækkandi. Lágmarks- kaup hækkar um 35 af hundraði. Fyrri fréttir herma: Samkomulagsumleitunum um i fram I gær og stóðu þær fram á krðfur verkamanna var haldið á-1 nótt. Eru þær taldar hinar mikil- nótt / París vægustu, sem um getur, i iðnaðar- og atvinnulifssögu Frakklands, þar sem segja má, að allt sé í húfi, ef samningar takast ekki. Um sumt hefir náðst samkomulag, en um sumt horfir enn þunglega, svo sem atriði varðandi tryggingar, er verkalýðurinn leggur mikla á- herzlu á. Hins vegar mun hafa náðst sam- komulag um hækkun á lágmarks- kaupi svo að nemur einum þriðja og samkomudag mun einnig hafa náðst um styttri vinnudag. Allt var með kyrrum kjörum i París yfir helgina, en stúdentar hóta mótmælaaögerðum í dag. Leiðtogar kommúnistaflokkanna hafa skorað á alla, sem þá styðja, að taka ekki þátt í kröfugöngun- um, þar sem það gæti orðið til þess að spilla fyrir samkomulagsumleit- unum, ef óeirðir blossuðu upp á ný. Parísarfréttaritari brezka útvarps ins símar að það sem torveldi samninga nú séu kröfur, sem at- vinnurekendur óttist að ekki verði undir risið, og þar með hylli undir þá hættu, að atvinnulifi landsins fari aftur hnignandi og bíði þess seint eða ekki bætur. Fréttaritarinn segir verkalýðsleíð togana halda þvi fram, að þessi ótti sé’ ástæðulaus, og atvinnurek- endur tregðist við að fallast á rétt- mætar kröfur. Horfur á að samn- ingar um Nigeríu fari út um þúfur Svo horfir, aö samkomulagsum- leitanir á ráðstefnunni í Kampala I Uganda um vopnahlé í Nigeríu, fari út um þúfur, og samningamenn Biafra haldi heim 1 dag. Aðalfulltrúi þeirra sakaði i gær samninganefnd sambandsstjómar- innar inn að dragá málin á langinn að yfirlögðu ráði og ef sambands- stjómin sjái ekki neina lausn nema hemaðarlega sé ekki um annað að ræða en halda heim. Það mun mjög hafa spillt and- rúmsloftinu á ráðstefnunni, að dag- inn sem ráðstefnan hófst á upp- stigningardag, hvarf maður úr sendi nefnd sambandsstjórnarinnar, en hann er sagður hafa haft meðferðis mikilvæg skjöl. Lögreglan I Uganda hefir hvarf hans til rannsóknar og er heitið 1000 punda verðlaunum hverjum þeim, sem veitir upplýsingar, er megi verða til þess að upp komist um þá, sem valdir kunna að vera að hvarfi mannsins. | Óeirðir i | j London 5 S Til óeirða kom 1 gær í London S ?er tveimur fylgingum manna, S \ sem ætluðu aö láta í Ijós samúð ( S með frönskum stúdentum lenti S < saman. > S Ætlunin var að ganga í fylk- ( S ingu frá Lundúnaháskóla til S ( frönsku sendiráðsbyggingarinn- ? S ar. Hafði annar flokkurinn skip- < S að sér í fylkingu, en hinn vildi S tvera meö, og að gengið yrði í) \ einni fylkingu og lenti þá allt í \ S uppnámi, og þurfti 50 lögreglu-> c menn til þess að skilja þá. S \ Svo fór að lokum, að fylking- \ S arnar lögðu af stað hvor á eigin S t spýtur, en lögreglan sá um, að S \ bil væri á milli þeirra. \ Stúdentar í París, sem andvígir eru kommúnistum, í kröfugöngu. Þeir ætluðu yfir á vinstri bakk- ann í mótmælagöngu, en lögreglan kom í veg fyrir það. Þeir fylktu liði undir þrílita fánanum — franska þjóðfánanum. Stór sovézk sprengjuflugvél ferst nálægt bandarísku flugvélaskipi /.l! -I KI flugvélarinnar og hrapaði hún í uti ðt Norour-lMoreqi ^ubánisjómn. Veður var kyrrt, skyggni um 25 Sovézk sprcngjuflugvél hrapði í sjó í gær við Noröur-Noregi, skammt frá bandaríska flugvéla- skipinu ESSEX. Þessi atburður var 320 km. frá Noregsströndum. í gærkvöldi hafði enn ekkert verið um þetta sagt í Moskvu. í tilkynningu frá landvarnaráðu- neytinu 1 gær var sagt, að enginn hefði gert neitt til að ónáða eða trufla ferðir sprengjuflugvélarinnar, en hún og önnur til flugu fjómm sinnum lágt yfir flugvélaskipið, og í fjórða sinnið hrapaði önnur í sjó- inn. Hér var um stóra sprengjuflugvél að ræöa, sem flaug aðeins 35—40 metra yfir flugvélaskipið og i að- eins 20 metra fjarlægð frá þvi. Allt í einu datt áf annar vængur km. Bátar voru settir út frá Essex og öðrum bandarískum skipum til þess að leita að flugmönnunum, ef þeir skyldu hafa komizt lífs af, en fundu aðeins lík þriggja flugmanna. Voru þau flutt í nærstaddan sov- ézkan tundurspilli. <$>- Kosygin kominn heim: SAGÐUR SÆTTA SIG VIÐ HINA FRJÁLSLYNDU STEFNU TÉKKA Fregnir frá Moskvu í gærkvöldi herma, að svo virðist sem Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna hafi sætt sig við það, í heimsókn sinni til Tékkóslóvakíu, að tekin hefur verið frjálslynd stefna þar. Þetta er haft eftir vestrænum mönnum í Moskvu, sem bezt skilyrði hafa til þess að fylgjast með gangi mála. Kosygin kom aftur til Moskvu i fyrrakvöld að lokinni viku heim- sókn til landsins, þremur dögum fyrr en búizt hafði verið við. Hann ræddi þar við Alexander Dubcek leiðtoga Kommúnistaflokks Tékkó- slóvakíu, Oldrich Szernik forsætis ráðherra og Svoboda forseta. Opinberlega var ekki minnzt á heimsókn Kósygins til Prag fyrr en nú. Meðan Kosygin dvaldist í Prag deild i sovézku blöðin, sem túlk- uðu málstað stjórnarinnar, hart á hina nýju stefnu í Tékkóslóvakíu, en er á leið heimsókn Kosygins mátti merkja, að fór að draga ír þeim. Sá varnagli er þó sleginn, að reyndist það rétt, að Kosygin sætti sig við það sem gerzt hefir í Tékkó slóvakiu, sé ekki unnt að segja, hvort á þessu verði framhald. Tékkneskir leiðtogar og tékkn- esku blöðin létu í ljós andúð sína og gremju yfir árásunum i sovézku blöðunum, einkum ummæli þeirra um Thomas Masaryk forseta, og son hans Jan Masaryk, en þeirra er nú aftur minnzt að verðugu í föðurlandi þeirra. 1 fyrri viku voru birtar fréttir um, að sameiginlegar heræfingar Varsjárbandalagsríkjanna stæðu fyrir dyrum í næsta mánuði og yrðu haldnar í Póllandi og Tékkóslóvak- íu, og var sú frétt birt eftir að Kosy gin kom frá Karlsbad, en þar dvald- ist hann nokkra daga, og var sagt er hann fór þangað, að hann færi þangað sér til hvíldar og hressing- ar. Snurðulaust — »->- 13. siðu. ugglega. Þar voru gerðar allmikl ar breytingar á akstursstefnum i miðbænum og urðu nokkrar umferðartafir í fyrstu, sem stöf- uðu helzt af* því að vegf arendur forðuðust í fyrstu þá bæjar;hluta, þar sem róttækustu breytingarn ar höfðu orðið, Þegar blaðamanni Vísis og Ijósmyndara gafst kpstur á að fljUga með þyrlu landhelgisgæzl- unnar yfir Reykjavfk um kl. 3 eftir hádegi i gær, var ekki að sjá á umferðinni, að neitt óvenju legt væri á seiði. Ósköp venju- leg sunnudagstraffik, sem mynd- aði ös á örfáum stöðum, einna helzt vegna þess, að ökumenn viku helzt ekki af þeirri leið, sem þeir höfðu fyrirfram ákveð- ið sér. Ekki heldur þótt þeir sæju fyrir, að þeir þyrftu að bíða við þau gatnamót, sem yrðu á leið þeirra. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.