Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 6
18 V í S IR . Mánudagur 27. maí 1968. S Húsmœður ! Óhreinindi og blettir, evo sem fltublettir, eggja- blettlr og blóSblettir, hverfa ð augabragSi, ef notaS er HENK-O-MAT í forþvottfnn eS« til aS leggja f bfeytt SíSan er þvegiS á venju- legan hðtt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ ^ _ A __ ^ ■_ I RETTA ATT aqfslandsr flWWWMWWA i TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS i ■ , i . > . ■ ■ Víslr bendlr áskrlfendum sínum ð að hringja < afgreiðslu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, l ef þeir hafa ekki fengið biað dagsins. Hringi fyrir klr 7, fá þe*r blaðiö sent sérstak- l iega til sin og samdægurs. Á laugardögum er afgrelðslan lokuð eftir hádegi, en sams konar simaþjónusta veitt á tfmanum 3.30 — 4 e. h. » Munið að hringja fyrir klukkan 7 í síma 1-16-60 .'.V.VA'.WiV.VJ'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.r.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.-..-.- INGJALDUR TÓMASSON: AÐ LOKNU VERKFALLI fTvaöa tilgangi þjónar það, aö láta verkföll bitna sem mest á þeim, sem minnst mega sín? Ég ætla að reyna aö svara þessu að nokkru. 1 fyrsta iagi er það spítala- hneykslið. Það vildi svo til, að ég var beðinn að flytja heim af spítala tólf ára stúlku, sem stórslasaöist á hóteli hér í borginni, rétt fyrir verkfall. Það voru teknar af henni tvær stærstu tæmar á öðrum fæti. Eftir fáa daga var henni Skipað heim. Það sjá allir, að þetta getur 'haft alvarlegar afleiöingar bæði fyr- ir líkama og sál barns á þessum aldri. Ég hef legið mjög aft á sjúkrahúsum, og tel mig þvl hafa nokka innsýn f svona mál. Og nú spyr ég: hver ber ábyrgð- ina? Því hefur verið haldið fram, að öll*sökin sé hjá félaginu Sókn, eða öllu frekar formanni þess félags. Ég ætla hiklaust að mótmæla því, aö öll sökin sé hjá einu félagi, eða formanni þess. Ég las f Morgunblaðinu, þar sem segir, að læknar hafi eitt sinn geng- ið út af spítölunum, til þess að knýja fram kröfur sfnar. Ég get tæplega trúað þessu á þá menn, sem ég hefi haft mjög góð kynni af í löngum veikindum. En sé þetta rétt, þá er ekki undarlegt, þótt starfsstúlkur á lágum launum álíti ósaknæmt að gjöra slíkt hið sama. í öðru lagi er það skipulagsleys- ið á mjólkurdreifingunni. Þar gerist sama svíviröan. Ég veit mörg dæmi þess, að konur með ung böm og lasburða aldrað fólk, sem ekki gat staðið í biðröö, leið af mjólkur- skorti. í þriðja lagi eru það hefndarað- gerðimar gegn sunnlenzkum bænd- um. Þaö var beinlínis viðurkennt af „Austra" Þjóðviljans, að bændur megi ekki búast við hiífð f verk- föllum, ef þeir gerist svo djarfir að ganga í samtök framleiöenda. Var þetta kannski hefnd fyrir síð- ustu kosningarúrslit? Ég ætla aðeins að minnast á fjár- söfnun opinberra starismanna, vegna verkfallsins. Ég tel, að hún hafi verið óþörf, bæði vegna þess að verkfallið var ekki langt, og verkamannasamtökin eiga næga sjóði til styrktar þeim, sem verst eru settir. Og sem betur fer eru margir verkamenn vel stæðir eftir undanfarin veltiár. Það gerist svo strax eftir verkfall, að formaður opinberra starfsmanna gerir kröfur um hærri laun fyrir sfna menn held- ur en verkamenn fengu. Sá hinn sami maður talaði í út- varpið. Þar hélt hann þvf fram, að opinberir starfsmenn fengju of lág laun í samanburöj við verkamenn og sjómenn. Það er fullkomlega víst, að ef við eigum að komast skammlaust úr þeim erfiöleikum, sem nú steðja að, verðum við aö gæta ýtrasta spamaðar á ölliun sviö um. „Hið opinbera" ætti að vera þar í fararbroddi. Ég get ekki séð, að þeir sem vinna f stofuhita allt sitt líf, eigi að fá meiri krónuhækkun nú, heldur en þeir íslendingar, sem ennþá fást til að sækja sjó, verka aflann sem á land berst, vinna að landbúnaði, vinna við beizlun fallvatna, auk fjölmargra annarra starfa, sem eru unnin allt árið úti og inni, í hvaða veðri sem er. Allar þær svfvirðingar, sem fram- kvæmdar hafa verið f marz-verk- fallinu, verða ekki skrifaðar á reikn ing eins félags, og því sfður einnar konu. Stærstu sökina ber fram- kvæmdastjóm verkfallsins, og þeir forustumenn launþegasamtakanna, sem markvisst hafa unnið að þvl í langan tfma aö koma á allsherjar- verkfalli. Svo má minna á hin heiftarlegu skrif Þjóðviljans og Tfmans rétt fyrir vetkfall. Þessi blöð héldu því t. d. blákalt fram, að það væru atvinnurekendur og ríkisstjómin, sem vildu verkfáH. Og ef til verkfalls kæmi, þá veeri það algerlega þeirra sök. Þetta er ekki ólíkt því, þegar þvf var haldið fram af kommúnistum, að Finnar og Ungverjar hefðu ráðizt á Rússa. Er ef til vill eitthvert samband þama á milli? Ofbel disaðgerðir stór- veldis gegn smáþjóðum og ofbeldis- aðgerðir gegn fslenzkum sjúkling- um, gamalmennum og bömum. Jú, það er áreiðanlega „skylt skeggið hökunni". Var verkfallið kannski liður í áætlun kommúnista og fylgi- fiska þeirra, til að ná algerum yfir- ráðum hér á landi? Löngu fyrir verkfaH var þjóöinni tilkynnt, að útflutningstekjur henn- ar hefðu rýmað um ca. 30% á sfð- asta ári, og enginn hefir vefengt það. Öll þjóðin veit, að hún verður að minnka eyðslu sfna og auka framleiðsluna og vera aHs óhrædd að nýta til þess erlent fjármagn. Við verðum líka að vanda svo með- ferð útflutningsvaranna að þær séu fyllilega samkeppnishæfar á erlend- um mörkuðum. Það er ekki útlit fyrir batnandi horfur á þessu ári, þvl miður eru lfkur tH að þær versni. Þetta verður öfl þjóðin og stjómvöldin að gera sér ljóst, og haga sér samkvæmt því, annars fer áreiðanlega verr. Það hvílir þung sök á þeim mOon- um, sem komu þessu óþverraverk- fafli á stað. Allir vita, að það verð- ur engum trl góðs, en allri þjðð- inni til stórtjóns, og þeim sem fyr- ir þvf stóðu til vanvirðu. Ég vil Ijúka þessum ófuflkomnu línum með því að skora á afla ráða- menn og þjóðleg öfl á þessu landi, að vinna af alefli gegn þvf að slfkir óheillaatburðir verði endurteknir. Ef það tekst, þá má segja, „að fátt sé svo með öllu ilft, að ekki boði nokkuð gott“. Ingjaldur Tómasson. Tónleikar hjá Kantmermúsík- klúbbnum 1 dag verða fyrstu tónleikar Kammermúsikklúbbsins á þessu ári f Kennaraskólanum og hefjast kl. 9 e. h. Nokkrir kennarar og nemendur Tónlistarskólans flytja Divertimento eftir Mozart og sjötta Brandenburgarkonsertinn eftír Bach. Að hausti eru ráögerðir þrennir tónleikar og verður þeim f aðal- atriðum hagað sem hér segin 1. Rögnvaldur Sigurjónsson og strengjakvarett munu flytja pfanó- kvintetta. 2. Gísli Magnússon, Pétur Þor- valdsson og Jósep Magnússon flytja barok-tónlist. 3. Lokið verður flutningi Brand- enburgarkonsertanna. Kammermúsikklúbburinn getur enn tekið á móti nokkrum nýjum félögum og geta þeir innritað sig í Kennaraskólanum í kvöld áður en tónleikamir hefjast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.