Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Mánudagur 27. maí 1968.
Lfkan af gamalli vör. Skinnklæddir sjómenn koma aö landi og setja bát sinn. Uppi á kamb-
inum er hjallur og veiðarfæraskúr.
Brimrúnar skalt kunna
„ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ## V
Sýningin 25. ntní - 11. júní 1968
ÍflIiSM
IHH
iiisiii
■
f§|§| j
TTmfangsmesta sýning, sem
' haldin hefur verið á ls-
landi, stendur nú yfir i Laug-
ardalshöllinni. „íslendingar og
haflð“ sem haldin er að frum-
kvæði stjómar Fulltrúaráðs
Sjómannadagsins í Reykjavik
og Hafnarfirði. Um þessa sýn-
ingu kemst Eggert G. Þorsteins-
son, sjávarútvegsmálaráðherra
svo að orði:
„Engin þjóð á jafnmikið und-
ir neinni einni grein atvinnu-
vegar eins og Islendingar eiga,
og munu eiga um ófyrirsjáan-
lega framtíð, undir sjávarút-
vegi. — Þjóðinni allri er þvi
bein lífsnauðsyn að fá sem
haldbeztar upplýsingar og
fræðslu um alla þætti þeirrar
starfsemi sem á sér stað á haf-
inu og við það.
Sýningin „íslendingar og
hafið“ á að skapa landsmönn-
um möguleika á að kynnast
þessum mikilvægu málum I sjón
og raun.“
Sýningin er haldin undir
einkunnaroröunum „BRIMRON-
AR SKALT KUNNA", en þau
eru gerð að fyrirmynd lOdu
vísu Sigurdrífumála í Sæmund-
ar-Eddu, þar sem segir:
Brimrúnar skaltu rista,
er þú vilt borgiö hafa
á sundi seglmörum.
Á stafni skal rista
og á stjómblaði
og leggja eld í ár.
Era svo brattur breki
né svo bláar unnir,
þó kemstu heill af hafi.
I einni gerð Völsungasögu, þar
sem þessi visa Sigurdrífumála
er tilfærð, stendur: „Brimrúnar
skaltu kunna“.
Líkan af björgum við Látrabjarg. Togarinn er að hálfu leyti
sokkinn, en björg'unarmenn draga skípverja f land í bjargstóL
Líkan af byggingu Eimskipaféiags ísiands. Skógafoss Iiggur við festar við hafnarbakkann.
_*V i,
I upphafi sjóferða norrænna
manna Var það þekking á rún-
um, sem bjarga skyldi „á sundi
seglmörum", hinum stafnbúnu
hestum, skipunum. Rúnamar
átti að rista á stafn skipsins og
stjómblað. Það vcru brimrúnar
og um leið bjlargrúnar, en
einnig varð að „leggja eld í ár“.
í þessum oröum geymist hixm
forni átrúnaður á vemdareld-
inn. Með þvi að marka með eldi
á tæki sín, bægðu menn frá ill-
vættum; og enn tfðka sjómenn
f Noregi þetta.
Brimrúnar 20st.u aldar em
með öðmm hætti en fyrir þús-
und ámm. í s;tað blindrar
galdratrúar og tilbeiðslu vemd-
areldsins er komin þekking,
sem sprottið heífur af hinni
Iöngu leit. Nú enu tæki komin
í stað rúnaristunnar og vemd-
areldsins. Kunnátita og þekking
sitja f fyrirrúmi, og árvekni
bjargar nú „á simdi seglmör-
um“ og færir heiill af hafi. —
Einkimnarorðin tengja nútfð við
fortíð og boða nýja framtíð
með auknu öryggi og heillum
handa sæfarendnm á gmndvelli
stöðugrar leitar.
Og undir þessum einkunnar-
orðum er nú vei-ið að reyna
að gefa þjóðinní kost á aö
kynnast þessum mikilvægasta
atvinnuvegi ísleri.dinga. Saga
hans er rakin, en hún er næst-
um jafngömul þeirri byggð,
sem senn hefur verið ellefu
aldir á íslandi. Ed aöaláherzlan
er lögð á að :sýna nýjustu
tækniþróun í samlriandi við sjó-
ferðir og sjávarútveg.
m I' I
; f
.'í' S ' -
Líkan af Reykjavíkurhöfn, eins og hún verður. Austurbakki og Miðbakki.
Ef til vill finnst einhverjum,
að fullmikið sé gert úr mikil-
vægi sjávarútvegsins á kostnað
annarra atvinnugreina, sem Is-
lendingar hafa stundað gegnum
aldir. Islendingar hafa lengst
af verið taldir landbúnaðarþjðð
og óumdeilanlegt er, aö úr
þeirri búgrein hefur fyrr og
síðar komið mikil ull í fat og
mjólk f mat. Eigi að sfður er
það staðreynd, að í röskar sex
aldir hafa sjávarafurðir verið
eftirsóttastar af framleiðsluvör-
um landsmanna á erlendum
markaði, einnig þær tvær aldir,
sem kenndar em við einokun.
Reyndin yarð sú, að á þvi tíma-
bili var fiskur og lýsi ætíð í
hærra verði og seljanlegra en
búvaran. Birtist það m. a. f
ýmsum myndum þjóðlífsins. T.
d. var leiga eftir jarðir oftast
minni, ef goldið var f fiski, og
ýmiss hliðstæð dæmi mætti
nefna.
Mörg hundruð manns hafa
unnið að þvf að koma upp þess-
ari sýningu f Laugardalshöll-
inni og milljónum hefur verið
varið til þess að gera hana sem
bezt úr garði. Og árangurinn
virðist líka vera eftir því; veg-
leg og glæsileg viöurkenning
íslendinga á þessum mikilvæga
atvinnuvegi sínum.
Það mætti æra óstöðugan
með því að gera tilraun til að
lýsa þvf, sem fyrir augu ber á
sýningunni, eða telja upp alla
þá aðila, sem hafa gert sitt til
að allt væri með sem mestum
glæsibrag — en sjón er sögu
rfkari. Sýningin er sett upp
með það fyrir augum, að sem
flestir noti sér það einstæða
tækifæri, sem þarna er á ferð-
um til að kynnast þjóðlffinu
nánar en áður.
Og það er svo sannarlega
ekki búizt við að sýningarsal-
imir standi auðir. Beiknað mun
vera með 40 til 50 þúsund
gestum, og einnig er gert ráö
fyrir að margir muni skoða
sýninguna oftar en einu sinni.
Þar er úr mörgu að moða. Sýn-
ingarsalirnir eru stórir, og i
fyrstu umferð getur manni sézt
yfir margt, einkum þegar ekki
er ómerkara efni á ferðinnl en
„ÍSLENDINGAR OG HAFIГ.
*
*