Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 1
fáaijpai- fKW frsaíii* j MYNDIN er tekin af H-umferð á Snorrabrautinni, þar sem hún sker Laugaveg (hægra megin) og Hverf isgötu. Á þessum stað voru breytlngarnar einna BREYTINGIN GEKK SNURÐULAUST NÚ ÖKUM VIDIHÆGRIUMFCRD „Vegfarendur tillitssamir og gedgódir" segir lögreglan ■ í nokkrar mínútur stóðu öll vélknúin ökutæki á landinu grafkyrr og aðeins örfá — með sérstak- lega fengnar undanþágur — biðu með vélarnar í gangi. ■ Hægt og hikandi færðu þau sig eitt og eitt yfir á hægri kant og biðu eftir því að klukkan yrði 06.00. ■ „... í umboði dómsmálaráðherra lýsi ég því yfir, að nú er hægri umferð á íslandi,“ hljómaði rödd Valgarðs Briem, formanns Framkvæmda- nefndar hægri umferðar, til landsmanna allra í gegnum útvarpið nákvæmlega á slaginu sex, og menn settu bifreiðir sínar í gír, juku bensíngjöfina og sigu af stað hægt og gætilega í fyrsta sinn í hægri umferð. „Rétt bara eins og að drekka vatn“, sögðu sumir, eftir að þeir wrv búnir að aka fyrstu metr- ana. „Hvað? Þetta er ekkert!" Jögðu aðrir, og þannig voru viö brögö manna almennt — Snægiublandin undrun yfir þvl hve snuðrulaust umferðarþreyt- ingin gekk fyrir sig. í nýju lögreglustöðinni við Hlemmtorg höfðu yfirmenn lög gæidunnar og fulltrúar úr Fram kvæmdanefnd hægri umferðar fylgzt með síðustu þáttum und- irbúningsins um nóttina og stóðu í stöðugu sambandi við löggæzlu og eftirlit úti á landí þar sem samtimis var lögð síð- asta hönd á verkið. Vinnuflokkar höfðu verið á ferli um nóttina og fært tii um ferðarmerki, breytt gömlum og sett upp ný, og hafði því verki verið lokið víðast um land fyrir kl. 6. I Reykjavík einni voru flutt um 500 eldri umferðar- merki frá kl. 3 til kl. 5.45 og á sama tíma sett upp 300 ný merki. Um 200 lögreglumenn voru að starfi f Reykjavík um nóttina og höfðu margir verið á þönum vnð eftirlit, en skömmu fyrir kl. 6 voru þeir komnir í sínar fyrir fram ákveðnu varðstöður, þar sem helzt var hættan á því, að vegfarendum yrði eitthvað á i messunni. Að vísu var veðurfar ekki alls staðar eins og menn hefðu bezt kosið sér. Á Suð-vesturlandi var súld og mistur og sums staðar skúrir, en á Norður- og Norð- austurlai di var léttskýjað. Um miðbik landsins var skýjað. — Akstursskilyrði voru þó sæmi- leg. Vegir voru í eðlilegu ástandi viðast hvar hér sunnan lands og einnig flestar alfaraleiðir norðan lands og austan, en sums staðar þar og á Vestfjörð um voru einstaka vegir ófærir ýmist vegna snjóa eða aur- bleytu. Á einurn stað fyrir norðan var ekki unnt að komast til þess að skipta um umferð- armerki, sem voru á kafi í snjó. Alls staðar gekk þó umferðar breytingin samkvæmt áætlun. Allt hafði verið skipulagt fyrir- fram og gekk samkvæmt því — eins og vel smurð vél. Víðast var umferð lítil á þjóð vegum fyrst í stað, en fór þó vaxandi upp úr klukkan 9 I morgun. I kauptúnum og kaup- stöðum úti á landi var umferð lítil fyrst í stað, en i Reykja- vík var umferðin strax orðin mikil kl. 7 um morguninn, þegar umferðarbanninu var aflétt. — Gekk umferðin þó greiðlega, þó að sums staðar mynduðust um ferðarhnútar. Þegar á leið morguninn var umferðin í Reykjavik orðin svip uð og í jólaösinni á Þorláks- messu og gekk stirðísrga á gatnamótum. þar sem komið hafði verið fyrir götuvitum, enda kom á daginn, að þeir höfðu ekki verið sem bezt stilltir um nóttina en úr því var bætt síðar. Lögreglan rómaði mjög fram- komu ökumanna og annarra veg farenda í umferðinni og þótti sem aldrei hefði verið sýnd jafnmikil tillitssemi og jafnaðar geð i umferðinni áður og varð hvergi séð annað. en vegfarend ur færu í öllu eftir fyrirmælum Um kl. 1 á hádegi hafði aðeins einn verið tekinn fyrir ofhraðan akstur — unglingspiltur á bif- hjóli á 70 km hraða. Á hverju horni ’sáust annað hvort umferðarverðir eða lög- regluþjónar, sem leiðbeindu veg- farendum, en alls munu milli 1200 og 1300 umferðarverðir hafa byrjað umferðan'örzlu um morguninn um land allt. f Reykjavík var gert ráð fyrir, að um 700 einstaklingar mjmdu vinna að umferðarvörzlu á H- dag. Umferðin á Akureyri jókst ekki að ráði fyrr en undir kl. 8 um morguninn, en samkvæmt upplýsingum lögrejílunnar þar gekk umferðin hægt, en þó ör- Frh. á bls. 15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.