Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . Mánudagur 27. maí 1968. 21 CAROL GAINE: z: œrr R i \m qjUL 1111] lL IlU J. 22 Ég sag® umhugsunarlaust. — Ég ætiaft mér að fara i dag. en Marcia taldi mér hughvarf. — Það gleður mig að heyra. Við víkjandi þessu í nótt, Joyce ... — Við skulum reyna að gleyma því, tók ég fram í. — Ég ætlaði aðeins að segia þér að þetta var ekki eins og þið Carl- os hélduð... Ég endurtók með áherzlu: — Gleymdu þvi. — Já. en heldurðu að þú gkymir því? Ég yppti öxlum. — Ætli mér sé ekki nauðugur einn kostur ef ég á að verða hérna áfram. Ætlar þú að verða hérna lika? - Já. Ég hló. — Það verður þá 3kemmtilegur hópur við þetta borð. Þvi að varla hafið þið Carlos kom ið ykkur saman um að fyrirgefa og gleyma? — Ég hef ekki talað við Carlos i dag, en Marica álítur að við eig- um að tala saman. — Hún er meiri friðarengillinn. Mér er ráðgáta hvað undir öllu þessn býr. Ég sagði þetta áherzlulaust og varð hissa á hvemig svipurinn á honum breyttist. — Hvers vegna heldur þú aö eitthvað búi undir þyi? sagði hann og horfði hugsandi á mig. — Þetta er I annað skiptið sem þú gefur það I skyn. — Ég sagði við Marciu áðan. að mér fyndist eitthvað dularfullt við allt sem gerist hér í gistihúsinu, sagði ég rólega. — Hvemig þá það? — Tökum til dæmis Rocha pró fessor. Ég er sannfærð um að eitt- hvað er á huldu við hann. Hvers vegna komuð þið Marcia með hann hingað um miðja nótt, og hvers vegna sagði Marcia yið Carlos að hann hefði komið hingað kvöldið áður? Og hvers vegna lézt þú eins og þú þekktir hann ekki? Þetta rann upp úr mér og þó hafði ég ekki ætlað mér að segja neitt. Ég sá að honum var ekki sama um það. Bláu augun urðu stór af undmn. Eftir nokkra þögn sagði hann: — Heyrðu nú, ungfrú Njósnari. Þú ættir að einbeita þér að því ÝMISLEGT ÝMISLEGT -*-» 30435 Tökum að okkur hvers konar rnúrbroi og sprengivinnu 1 húsgrunnum og ræs nm. Leigjum Ú1 loftpressur og vfbr;- sleða. Vélaleiga Steindórs Sighvats sonar Alfabrekku við Suðurlands braut. simi 10435 GÍSLI JÖNSSON Akurgerði 31 Slmi 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél. annast lóðastandsetningar. grei hús grunna. hoiræsi o. fl. .j/TÉKUR AL.LS KÓNaR K.LÆÐNINGAR F-LJOT OG VÖNDUÐ VINNA Í'JRVÁL AF ÁKL/ÉÐUM LAUGAVEG 67 - SlMI 10825 HEfþlASlMI 83634 I BOLSTRUN að njóta lífsins, en ekki vera að snuðra um það, sem þér kemur ekki við. Hann sagði þetta vingjarnlega, en auðséð að honum var full al- vara. Ég sneri upp á mig. — Ég er for vitin. — Þá skaltu venja þig af þvi og hugsa um eitthvað annað. Hvorki Carlos né Peter voru nærstaddir um hádegið, og við Marcia borðuðum einar. Það var líkast og við hefðum gert samn- ing um að minnast ekki á það, sem gerzt hafði um nóttina. — ÉG ER EFTIR ÞÍNUM SMEKK. Ég sá ekki Peter aftur fyrr en seint um kvöldið. Hann kom út í garðinn, þar sem ég sat ein og togaði mig upp úr stólnum, — Við skulum koma út að ganga. Ef nokkur hefði sagt mér það að morgni að Peter mundi kyssa mig í kvöld, mundi ég ekki hafa trúað því. En ég gat ekki staðizt hann. — Efastu nú um að ég elski þig? muldraði hann. —Ég held hvorki af eða á um það. — Talaðu ekki svona, Joyce! — Við skulum ekki rífast um það, sagði ég og bandaði frá mér Þegar við gengum heim t gistihúsið skömmu eftir miðnætti, sagði hann — Héðan f frá ætla ég að verða nieð þér, hvenær sem ég get. Ég verð frjálsari hér eftir. Hvað skyldi koma til þess? spurði ég sjálfa mig. En ég var orð ín leið á að leika njósnara og sætti mig við að láta skeika að sköpuðu. — Joyce, ég elska þig, sagðí hann og sneri mér svo að við stóðum andspænis hvort öðru í tunglsljósinu. — Þú ert falleg, sagði hann lágt. — Tunglsljósið fer þér vel. — Fer það ekki flestu kvenfólki vel, sagði ég titrandi. Nú var stutt þögn en svo sagði hann lágt: — Viltu giftast mér, Joyce? Ég greip andann á lofti. Frá þvi við sáumst fyrst hafði ég þráð að hann bæði min, en nú fann ég að hollast var að fara gætilega. Lífið sem hann hafði lifað — virtist vera óútreiknanlegt. — Viltu það elskan mln? spurði hann aftur. Ég hallaði höfðinu að honum. — Ég skal hugsa um það sagði ég létt. Hann þrýsti hendurnar á mér. — Nei, Joyce, segðu já, undir eins — apnars verð ég andvaka i nótt. Og ég þarf svefn. Ég hugsaði til allra andvökunótt anna sem ég hafði haft hans vegna. j Peter veitti ekki af ráðningu. — Nei, Peter. ég segi ekki „já“ i svaraði ég. — Við höfum ekk: [ þekkzt nógu lengi, og hvað veit j ég eiginlega um þig? — Elskan mín, við höfum þekkzt j nógu lengi. I Hann ætlaði að faðma mig aftur, en ég sleit.mig af honum og hljóp frá honum. En áður en ég komst að gistihúsinu hafði hann hlaupið mig uppi og faðmaði mig, — Þú segir ,,já“ von bráðar. sagði hann. — Kannski, sagði ég. — En þú mátt ekki gleyma að þú átt keppi naut. — Þerinan sem fylgdi þér á flug völlinn í London? — Já, ég i fékk langt bréf frá honum í gær. Ég bar hann saman við þig og komst að þeirri niður- stöðu að mér þætti mjög vænt um hann. — Jæ.ia, gerðirðu það. En ég álít hann ekki keppinaut. Hann er ekki eftir þínum smekk. — Eftir að hafa kj'nnzt þér, er mér nær að halda að hann sé það. Peter kyssti mig aftur á nef- broddinn. — Þá verðurðu að hugsa þig bgtur um, elskan. þvi að ég veit. að hann er það ekki. Ég er eftir þínum smekk, og þér er eins gott að játa það strax. VEITT EFTIRFÖR? Birtuna lagði gegnum glugga- tjördin morguninn eftir og ég lá í rúminu og skemmti mér við tilhugs unina um að Peter hefði beðið mín Nú var heimurinn bjartur og góður á ný. ERCO BELTI og BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðiur Spyrnur Framhjól Bótnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjondi BERCO er úrvols gæðavoro á hogstæðu verði EINKAUMBOÐ AIMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 — SlMI 10199 | 1 I ! I I I I I I M M II 1=11 III l.lallil I ^Stallett LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti ■á: Margir litir -fc Allar staerðlr Frá GAMBA Æfingaskór Svartlr, bleiklr, hvítlr Táskór Ballet-töskur H^allettíúð in SÍMI 1-30-76 I l’Ni'IMI 1111II II III II II I II IIIII I ifeéiia PLAST Kö „Ég skil þig ekki, La drottning — meinarðu að við eigum að bera Tarzan upp í leyniganginn? - jæja þá.“ „Hann er allt of þungur, við getum ekki... — Vatn — ég skil, kannski við getum dregið hann niður.“ La er asni, jafnvel þð að við sleppum, þá mun Tarzan snúa til konu sinnar, ekki ntín. — Undarleg er þessi La — nnað veifið starir hún á mig og hitt veifið er hún að hjálpa mér að bjarga manninum mfnum. ÓTIHURDIB SVALAHURÐIR 6ÍLSKÚRSHURÐIR HURDAIOJAN SF. AUDBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425 Nýja bílaþjónuston Lækkið vtðgerfiarkostnaöinn með því afi vtnna siálfir aö vtðgerð hlfreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstofi ef óskafi er Rúmgóð húsakynnl, aðstaða tii þvotta. Nýja bílaþjónustan Hafnarbraut 17. Simi 42530. Opifi frá kL 9—23.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.