Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 10
70 V í S IR . Þriðjudagur 28. maf 1368. Bifreiðoeigendur othugið! Bónstöð, bifreiðuþjónustu Laugavegi 118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður þjónustu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. Sími 21145. Almennur umræðufundur um flugvallarmál Reykjavíkur verður haldinn i Sigtúni í kvöld þriðjudag kl. 20.30. Framsögumenn Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, Baldvin Jónsson, hæstaréttarlögmaður. Fundarstjóri Hákon Guðmundsson. FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS Skólagarðar Reykjavíkur Innritun fer fram föstudaginn 31. maí milli kl. 14 og 17 í görðunum við Holtaveg og Lauf- ásveg. Þátttaka er heimil börnum á aldrinum 9—13 ára. Þátttökugjald kr. 350.— greitt við innritun. Garðyrkjustjóri. Sundnámskeið Sundnámskeið fyrir börn, 7 ára og eldri, hefj- ast í Sundhöll, Sundlaugum Reykjavikur og sundlaug Breiðagerðisskóla miðvikudaginn 5. júní n.k. Hvert námskeið er 20 sundstundir. Námskeiðsgjald kr. 150,00 greiðist við innrit- un, sem fram fer á sundstöðunum. Innritun í Sundhöll og Sundlaugum Reykja- vikur er í dag og næstu daga, en í sund- laug Breiðagerðisskóla þriðjudaginn 4. júní kl. 10—12 og 14—16. FræÖsluskrifstofa Reykjavíkur. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftír starfsfóiki, sem hér segir: • Hjúkrunarkonu í berklavarnadeik frá 1, sept. 1968. ’ Hjúkrunarkonu til hjúkrunar í heimahúsum og fleiri starfa frá 1. sept. 1968. Hjúkrunarkonu í barnadeild (hverfishjúkrunarkonu) frá 1. júlí 1968. Æskilegt er, aö hverfishjúkrunarkon- an fari utan ú. framhaldsnáms í heilsuvernd aö loknu árs starfi. 1 Ennfremur er öskaö eftir konu frá 1. sept. 1968 ti! vörzlu spjaldskrár og fleiri starfa. Laun samkv. samn- ingi starfsmanna \eykjavíkurborgar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt heilbrigðisvottorði, sendist fyrir 15. júni 1968 forstöðukonu Heilsuverndarstöðvarinnar, Barönsstig 47 og veitir hún nánari upplýsingar varö- ándi þessi störf. Reykjavík 28. maí 1968 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Reynt að bjarga málum í Kampala I gær tóku þeir sér frumkvæði í hendur í Kampala Amold Smith, samveldisráðherra Bretlands, og Milton Obote forseti Uganda til þess að reyna að hindra að ráð- stefnan um vopnahlé og frið í Níg- eríu færi út um þúfur. Nýr fundur hafði þó ekki verið boðaður, er síðast fréttist, en Bí- afra-fulltrúarnir héldu ekki heim- leiðis, eins og þeir höfðu hótað að gera í fyrrakvöld. „Óperan" frum- sýnir „Lyfsalann" eftir Haydn Operan, sem hóf starfscmi sina sl. haust með frumsýningu á Ástar drykknum hefur nú annað verkefni i æfingu og verður það frumsýnt 4. iúní. Er hér um að ræða ein- þáttung, „Lyfsalann" eftir Háydn, sem er gamanópera, og þætti úr óperunum Fidelio, La Traviata og Ráðskonurikinu op koma fram í þessum atriðum m.a. nokkrir söngv arar sem ekki hafa sungið opinber lega fyrr. Aðalhlutverkin í „Lyfsalanum” leika og syngja þau Sigurveig Hjaltested, Þuríður Pálsdóttir, Guð mundur Guðjónsson og Ólafur Magnússon frá Mosfelli, sem ekki hefur komið fram opinberlega að ráði um langan tíma. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson sem einnig gerir leikmynd, undirleikarar eru Ólafur Vignir Albertsson og Guð- rún Kristinsdóttir undir stjórn Ragnars Björnssonar. Dansa og sviðshreyfingar annast Þórhildur Þorleifsdóttir, og hefur hún einnig sviðsett óperuatriðin þriú. Búninga gerir ung írsk kona, J. Kennedy, sem búsett er hér á landi. Gunnar Egilsson er fram- kvæmdastjóri Óperunnar, og sagði hann fréttamönnum að ekki væri ráðgert að hafa nema fjórar sýn- ingar á þessum verkum og ganga áskrifendur að sjálfsögðu fyrir með aðgöngumiða, en eitthvað af’lausa miðum verður selt á hverja sýn- ingu. Honnes — -]!>»>—> 1. siðu. úr spennu í heiminum. Utanríkis- ráðherra írlands, Frank Aiken, hefði fyrir tíu árum komið fram með hugmyndir um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna. Því hefðu fylgt ýmiss konar aðgerðir Sam- einuðu þjóðanna og samningavið- ræður um þessi efni, sem meðal annars hefðu leitt til samkomulags um takmarkað bann á tilraunum með kjarnorkuvopn 1963 og yfir- lýsingar Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna 1964 um takmörkun á framleiðslu sprenglhæfra efna í hernaðarskyni. 1 ágústmánuði síðastliðnum náðu svo þrjú stórveldanna samkomu- lagi um bann á útbreiðslu kjarn- orkuvopna, sem sfðan hefur verið samþykkt aí fjölda þjóða. Islend- | ingar telja, svo sem margir aðrir ' að fuiigera eigi samþykkt um þetta banr.. Þess vegna iýsti ambassador j inn þvl yfir, að ísland væri i hópi ; meði’lutningsmanna ofangreindrar tillögu um stuðning við samþvkkt- ina, og yrði hún lögð fram til und- irskriftar, eins fljótt og unnt væri. Æsktu flutningsmenn þess, að sem flestar þjóðir skrifuöu undir. Fylgja eftir með árangursríkum aðgerðum til að stöðva kjarnorkuvopnakapp- hlaupið og koma á afvopnun. Hann kvað þessa afstöðu íslands í fullu samræmi við ályktun utan ríkisráðherra Norðurlanda frá 26. apríl sl. í lok yfirlýsingar sinnar lýsti fulltrúi íslands ánægju sinni með ræður fulltrúa Sovétrikjanna og Bandarikjanna i upphafi umræðunn ar um þetta efni. 5 árekstrar — m—> í. síðu. eftirlitsbílum lögreglunnar höfðu enga séð, sem ekki virtu hraðatakmarkanirnar. Umferðin í morgun var meö svipuðum hætti og í gærmorgun. Menn sýndu víðast öryggi og hvergi virtist bjáta neitt á. Þenn- an sama dag í fyrra, 28. maí, urðu aðeins tveir árekstrar, en ekkert slys á mönnum, og var þá sunnudagur. Verður fróðlegt að sjá, þegar þessi dagur er á enda, hvort eins vel tekst nú til eftir H-breytingu. , 1 gær urðu alls 5 árekstrar í Reykjavík og voru allir smá- vægilegir. Varla um nokkrar skemmdir að ræða, nema í einu tilfelli. 27. maí í fyrra, sem var laugardagur, urðu 10 árekstrar. Eitt barn varð fyrir bifreið og farþegi einnar bifreiðarinnar slasaðist í einum árekstrinum. 1966 urðu 6 árekstrar 27. maí, sem bar þá upp á föstudag. Einn fótgangandi varð þá fyrir bifreið. Þegar frá eru taldir þessir ó- verulegu árekstrar f gær, gekk umferðin mjög vel. Unnið var að endurstillingu umferðarljósanna, en reynslan sýndi, að tímastill- ing þeirra var ekki fullkomin miðað við umferðarþunga hverr- ar götu. Var úr þessu bætt í gær, eftir því sem mönnum sýnd ist þurfa. Kafbátur — »)».->- 1 síðu. slys, sem Bandaríkin höföu orð- ið fyrir á friðartímum. Leiddi slysið til víðtækra rannsókna og um slysið var fjallað í landvarna ráðuneytinu og á þingi og rætt var fram og aftur um hversu koma mætti í veg fyrir, að slys I sem þetta gæti komið fyrir aft- ur. Hin opinbera rannsóknarnefnd flotans komst að þeirri niðurstöðu að ef til vill hefði slysið orsakast af bilun á sjó-leiðslu, en vegna hins mikla sjávarþrýstings á kaf- bátnum, sem lá á hafsbotni á miklu dýpi, mun hann hafa liðazt í sund- ur og molazt niður. Ekki var því unnt að komast að því með vissu hver orsök slyssins var. Eftir þetta slys var ákveðið, að smíða björgunarkafbát sem gæti kafaö mjög djúpt og þolað hámarks þrýsting, Slí’kur kafbátur var svo smíðaður í Lockheed-verksmiðjun um og nefnist Deep Quest, en ekki er unnt að nota hann í leitinni að Scorpion og 99 manna áhöfn hans. Leiðslan — 'm—.> 16. siöu. an vera næstum iafn ævintýra- leg eins og skrimsli þjóðsagn- anna, enda mun vera nær eins- dæmi að vatn sé leitt neðan- sjávar jafn lanaa leið og út í Vestmannaeyjar. Myndin sýnir hvar leiðslan hlykkiast um tromlu, sem er 6 metrar í þvermál, niður í kapalskipið, en leggja verður leiðsluna með ýtrustu nákvæmni niður í skipið. Leiðslan verður að renna snuðri 'iust út, þegar hún verður lögð kannski í mis- jöfnu veðri. TIL SÖLU Fíat 1100 station 1958 ný skoðað j ur til sölu aö Suðurlandsbraut 59. BELLA Mér er alveg sarna hvert ég fer og hvernig, bara ef þér ábyrg- izt að ég verði sólbrenndust af öllum í bænum þegar ég kem til baka. VEÐRIÐ I DAG Austan og lítils- háttar rigning 1 dag, sunnan stinn ingskaldi og litils háttar skúrir með kvöldinu. Hiti 10-12 stig. NMSMET Stærsta hótel í heimi er Ukra- inu hótelið í Mosku. Það hefur 34 hæðir og með hinum geysivold- uga turni er það um 650 fet á hæð. Athugasemd Þess skal getið að það var ekki rétt hér í blaðinu á dögunum að Karl Guðmundsson, þjálfari Fram, hefði verið staddur á Melavellinum þegar ágreiningur reis vegna leik- manns og meintrar ölvunar hans. Karl var ekki með liði sinu, heldur á námskeiöi, sem haldið var á sama tíma af I<SÍ. íþrótfir — m—> 2. siðu. færi efst upp i hornið. Markvörð- urinn, sem var rétt nýbúinn að haltra sína leið til baka í markið náði ekki til boltans, hafði enga spyrnu. Nokkrum min. síðar kom rúllandi bolti frá vinstra kanti, Gunnar var ekki lengi að afgreiða með algjörlega óverjandi skoti hvort heldur var fyrir heilan mark- vörð eða slasaðan. Þannig urðu úrslitin 3:2 fyrir Viking, og óhætt er að fullyrða, að það er iangt síðan að Vikingsliði í meistaraflokki í knattspyrnu hefur verið fagnaö jafn innilega og nú. enda ærin ástæða til. Þróttur hefur ekki verið sigraður á hverjum degi af Víkingum undanfarin 10 ár eða svo. Og þetta virðist líka vera upphafið af góðum tíma hjá Víkingum, þetta er lið á uppleið. — jbp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.