Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 28.05.1968, Blaðsíða 12
VISIR . Þríðjudagur 28. maí 1968. CAROL GAJNE: ('IU../Æ ... <l<i (/(//[ u (Ip íli dj tiAu Við hittumst við morgunverðinn og gerðum áætlanir fyrir daginn. — Ég hef ekki fariö með þér til Granada ennþá. Við skulum fara og borða hádegisverð þar, sagði hann. Ég sagðist vera til £ það. Eftir dálitla stund komu Marcia og Carl os og settust hjá okkur. Carlos var fálátur, en mér fannst það ekki nema eðlilegt. En nú gat hann ekki verið hræddur um konuna sína fyrir Peter lengur, fannst mér. Það var auðséð að það var ég, sem Peter var að draga sig eftir. Auðséð af hvemig hann leit á mig. Hann gat ekki leynt ást sinni, hugsaði ég með mér og var sæl. Við vorum í þann veginn að fara inn í bílinn þegar annar bill kom og stanzaði bak við okkur. Tveir menn komu út og ég þekkti að þetta voru sömu mennirnir, sem komið höfðu til að spyrja eftir Rocha prófessor. Þeir komu beint til okkar og staðnæmdust sinn hvorum megin við Peter. — Senor Cobbold? — Já. — Mig hefur lengi langað til að hitta yður. Það. var sá eldri sem hafði orð fyrir þeim. — Ég veit að þér eruð vínkaupmaður en það var ekki viðvíkjandi þvi, sem ég þarf að tala við yður. Ég settist inn í bll Peters og beiö. Það var eitthvað skuggalegt við þessa náunga. Ég gægðist út og fannst þeir minna mig á bófa í þriðja flokks glæpakvikmynd. — Viö komum hingað fyrir tveim dögum, en þér voruð ekki viðstaddur þá, senor, sagði sá eldri. Nú var kominn á Peter þessi á- reynslusvipur, sem ég hafði Séð stundum áður. — Einmitt það? — Við komum til þess að sækja Rocha prófessor. En okkur var sagt að hann væri ekki hérna í j gistihúsinu. Nú mundi ég að ég hafði ekki séð Rocha prófessor síðan um nóttina, þegar hann stakk hausn- um út um gættina hjá sér til að heyra hvað á gengi. Ég reyndi að heyra hverju Peter svaraði, en hann talaði svo lágt að ég heyrði aðeins orð og orð á stangli. En mér skildist hann neita að hann þekkti nokkuð til Rocha prófessors. Og það vissí-ég. að ,var lygi. . Ég sá að Peter yppjti öxlum. Hann sneri ser frá þeim bg’ætVafí að ganga að bílnum, en mennirnir tóku í handlegginn á honum. Ég fékk hjartslátt. Hvað mundi gerast næst? Peter hafði reynzt auðvelt að ráða við Carlos, en þarna voru tveir á móti einum. En ég hugsaði ÝMISLEGT ÝMISLEGT rökum að okkur hvers konai rnúrbroi og sprengivinnu I húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og víbra sleöa Vélaierga Steindórs Sighvats sonar Alfabrekku við Suðurlands braut, siml J0435. GÍSLl JÖNSSON Akurgerði 31 Slmi 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast ióðastandsetningar, grel hús- grunna holræsi o. fi Tt KUR ALLS KONAR KL/FÐNINGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA IJRVAL AF ÁKLÆÐiJM IAUGAVEG 02 - SIMl 10825 HEIMASlMI 8363« iU ÖLSTRUN i i með mér að ef áflog yröu, væru margir nærstaddir þarna, sem mundu hjálpa Peter. Mér létti þegar ég sá aö hann þurfti ekki hjálpar við. Er hann hafði talað við mennina nokkrar mínútur, sneru þeir aftur að bíln- um sínum og Peter settist inn við hliðina á mér. Hann leit á mig um um leið og hann ræsti bílinn: — Ég geri ráð fyrir að þú hafir heyrt hvað um var að ræða? — Ég heyrði ekkert í samhengi. — Það hefur þér þótt leiðinlegt. — Já, víst var það. Ég hikaði augnablik. — Ertu vínkaupmaður? — Já, svona á yfirborðinu — eins og ég hef sagt þér áður. Ég kinkaði kolli. — En hvað ertu i raun og veru? — Ég er bófi, elskan mín, en þú mátt engum segja það. Hann brosti ánægjulega. — Geturðu hugsað þér að giftast bófa? — Ég verð að hugsa mig um áður en ég svara því. Ég óskaði að hann vildi vera hreinskilinn við mig. Ef ég átti að giftast honum átti ég kröfu á að fá að vita hvað hann hefði fyrir stafni. — Ég spyr í alvöru, Peter. — Hvað ertu? spurði ég dálítiö gröm. — Ég var að segja þér það, góða min. Eftir dálitla stund sagði hann: — Það væri gaman að vita hvað þú heldur að ég sé? Hann leit á mig útundan sér. — Það liggur við að ég sjái hvernig heilinn í þér starfar núna. — Ja, — þú gætir verið einka- spæjari ... — Dugleg stúlka, Joyce! — Ertu það þá? Hann sleppti annarri hendinni af stýrinu og tók um höndina á mér. íif þú segir það ... r^Ég andvarpaði. Var hann að játa þetta? Það var auðheyrt að ég gat ekki komizt lengra en þetta. Ef hann var einkaspæjari, sem prófess- orinn haföi leigt til að vernda sig gegn fjölskyldu sinni, sem mundi vera að sælast eftir peningunum hans, hafði ég hitt naglann beint á hausinn. — Þú skalt muna það sem ég hef sagt. Þú átt aðeins að hugsa um að skemmta þér. Ég einsetti mér að fara að því ráði. — Hve langt er héðan til Gran- ada? spurði ég þegar við ókum gegnum Malaga. — Svo sem tveggja tíma leið. Þetta var yndisleg ökuferð. Veg- urinn smáhækkaði upp að Nevada- tindunum. Þar sem hann lá hæst fórum við út úr bilnum til þess að skoða útsýnið. Malaga lá nú langt fyrir neðan okkur og í fjarska bogadregin ströndin og hafið. Þetta var töfrandi fagurt. Hann stakk hendinni á mér und- ir handiegginn á sér. — Ertu glöð, Joyce? — Já. — Ég líka. Hann kyssti mig laust á munn- inn. — Hefuröu afráðið að giftast mér? — Nei. — Jú, vist hefurðu það. Ég horfði í augun á honum. — Ég er ekki viss um að mér líki, að þú skulir vera svona viss um mig. Hann kyssti mig aftur. — Elskan mín, í rauninni er ég ekki viss um þig. Svo vitlaus er ég ekki. Það er bara ... Hann þagnaöi þvi að nú rann annar bill krappa beygjuna og ég elti hanr- með augunum um leið og hann fór hjá. — — Þetta hljóta að vera kunn- ingjarnir okkar frá Torremolinos, sagði hann. Ég hafði aðeins séð mönnunum bregða fyrir, svo að ég gat ekki um þetta sagt. En ég fann til ó- vissu, sem gerði sem gerði mér ó- rótt. FALLEG TILHUGSUN. — Heldurðu að þeir séu að eita okkur? spurði ég kviðandi. — Ef svo er skil ég ekki hvers vegna þeir gera það, svaraði Peter. — Þeir halda kannski að við séum á leið til prófessorsins. Hann leit á mig með aðdáun. — Heyrðu, ég held að ég verði að ráða þig í stöðu hjá firmanu minu. Við þurfum alltaf á skarp- skyggnu og gáfuðu fólki að halda. Hefur þér nokkum tíma dottið í hug að verða leynilögregluspæj- ari? — Nei. Ég hef gert mig ánægða með ritarastöðuna hingað til, en það væri kannski gaman að breyta til. — Hugsaðu málið, og ef þú vilt reyna, skal ég gefa þér meðmæli. — Þakka þér fyrir. Er þetta þannig staða, að ég gæti haldið henni ef ég tæki upp á að giftast þér? — Já, ef til vill .En ef ég giftist þér, skalt þú fá að eiga náðuga daga. Það er að segja: Þú færð nóg að gera, að hugsa um heimilið og börnin. Bömin! Ég kipptist við. Ég gat séð þau í anda — mörg böm, sem öll voru lík Peter. Ég hallaði höfð- inu að öxlinni á honum. — Það er falleg tilhugsun, muldr- aði ég. Hann strauk hárið á mér. — Ef það er falleg tilhugsun, — hvers vegna viltu þá ekki trúlofast mér strax? Ég reyndi að hrista af mér allan vafa og var að því komin að segja „já“. En allt í einu kom varkámin aftur. — Ekki núna, Peter, sagði ég einbeitt. — Ég vil vera viss um þetta fyrst ... — Ég var alveg viss, undir eins [ og ég sá þig fyrst. — Varstu það? — Hvers vegna ertu svona efins og hikandi? Það var rétt komið að mér að segja honum ástæðuna. Mig langaði til að sýna honum fulla einlægni og hreinskilni. En svo kom kviðinn. Hvað gæti hlotizt af að segja hon- um hvernig var? Ég færði mig frá honum og leit á klukkuna. — Það er bezt að halda áfram, ef við eig- um að boröa „ádegisverði í Gran- ada. tiwiMUiBiwmi iii wrrri iiseit; LEIKFIM! J AZZ-BALLETT Frí DANSKIN Búningar Sokkabtmtr Netboxu.r Dansbekl Macg#r Rtír •jk* Attar stœsðir Frá Æfcngasfcór Svarsfc fateftfHvbiMr Táskór BaítewQsfcBr Koniimar tvær bera Tarzan, sem er „Hvaða tflé? meðvitundarlaus eftir fallið niður björgin. því niður án*“. Ó, við getum flotið á „Heyrirðu - villimennirnir og apam- ir eru komnir aftur. ÚTIHURÐIR SVALAHURÐR BfLSKÚRSHtffiÐIR HURDAIDJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. SÍMi 41425 Nýju bílaþiónustan Lækkið viögerðarkostnaðinn með þvi aö vinna siálfir að viðgerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð hiisakynni, aðstaða tfl þvotta. Nýjn bílaþjónustnn Hafnarbrattt 17. Sími 42530. Opið frá kl. 9—28.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.