Vísir - 29.05.1968, Side 3

Vísir - 29.05.1968, Side 3
V í SIR . Mlðvikudagur 29. maí 1968. 3 Hvernig gengur þeim í H-umferð? UMFERÐ um land allt gekk með miklum ágætum á H- dag og lítið var um slys eða önnur óhöpp. Er ástæða til að fagna því, enda sýnir það að við íslendingar getum gert vel, ef viljinn er fyrir hendi. Við snerum okkur í gærdag til fjögurra manna sem mikið hafa unnið að H-breytingunni, og voru þeir léttir i lundu og með bros á vör. SIGURJÓN SIGURÐSSON, lögreglustjóri. Hvernig hefur þér persónu- ili lega gengið í umferðinni? Alveg ágætlega. Ég hef farið mjög gætilega og ætla að gera það áfram. Eru íslendingar tillitssamir ökumenn? Já, það qr engum vafa undir- orpiö að þeir eru í vaxandi mæli tillitssamir og þá sérstaklega síðustu mánuðina. Hvernig finnst þér breytingin hafa gengið? Mjög vel og framar öllum vonum. Allt verið slysalaust og ánægjulegt i alla staði. Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri. „Ég hef farið mjög gætilega í umferðinni.“ Steinn Lárusson, fulltrúi Framkvæmdanefndar H-umferöar. „Allir verða að gæta sín á hraðatakmörkunum.“ SVERRIR GUÐMUNDSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Álítur þú þig vera orðinn góðan H-ökumann? Já, ég verð að segja það. Ég hef hugsað að undanförnu að- eins til hægri og hugleitt breyt- inguna það mikið að annað væri einkennilegt. Hvað telur þú að fólk eigi að varast sérstaklega, eftir að það hefur kynnzt breytingunni að einhverju leyti? Mér finnst það höfuðatriðið, að þeir sem hafa ekið lengi í sama umhverfi eiga það á hættu að gleyma sér frekar en þeir sem ókunnugir eru. Einnig má fólk, sem býr í fáförnum göt- um gæta sín ef það er þungt hugsi. Gott ráð get ég gefið þeim. Festið vasaklút I stýrið í hvert skipti sem þið yfirgefið bilinn. Ertu ánægður með breyting- una? Já, svo sannarlega. Sérstak- lega með það hve fólk hefur tekið þessu vel og verið sam- taka um að gera sitt bezta. Er eitthvað hæft í því að lögreglan noti bónuskerfi við þá lögreglumenn sem stöðva flesta ökumenn? Nei, nei, það er algjör fjar- stæða. Lögreglan er aðeins að reyna að fyrirbyggja slysin og framfylgja settum reglum. PÉTUR sveinbjarnarson; forstöðumaöur upplýsinga- deiidar lögreglunnar. Ertu ekki orðinn fyrirmyndar ökumaður i hægri umferð? Nei, ekki getur það talizt. — Annars ætti ég að vera orðinn góður ökumaður, starfs míns vegna og getað lært af óförum annarra. Hvað finnst þér skemmtileg- ast við hægri breytinguna? Skemmtilegast er, hve allt hefur gengið vel, en því miður veit maður ekki við hverju má búast. Við höfum verið að hugsa um það hjá upplýsingadeild- inni í gamni að láta gera eina tilkynningu fyrir allt landið í sambandi við umferðina þar sem allt gengur að óskum og allar fréttir utan af landi eru samhljóðandi. Einnig má benda 'á, að nú sjá alíir ökumenn um- hverfið í nýju ljósi eða sjá hluti sem þeir hafa aldrei séð áður. STEINN lárusson, fulltrúi Framkvæmdanefndar H-umferðar. Telur þú þig vera betri öku- mann en aðra, þar sem þú hefur starfað svo mikið að breyting- unni sem raun ber vitni? Nei, alls ekki. Ég er aðeins orðinn ruglaðri ,því að breyt- ingin hefur velzt svo lengi f huga mínum. Hvað ertu hræddastur við í sambandi við breytinguna? Að hver og einn gæti sín ekki á þeim hraðatakmörkunum sem nú gilda. Einnig • hefur þetta gengið það vel að við höfum ekki leyfi til að álykta of snemma, að við séum svo þjálf aðir í H-umferð að frekari að- gæzlu sé ekki þörf. Nú telja ýmsir að fremur lítið hafi verið auglýst að varúðin sé nú til hægri? Með flóknara umferöarkerfi og fleiri umferðarmerkjum, þá minnkar gildi reglunnar, varúð til hægri, og því álít ég að ekki eigi að auglýsa hana meira en nauðsyn krefur. ? 1 ^3 Sverrir Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Festið vasaklút í stýrið. Pétur Sveinbjarnarson, forstööumaður uppiýsingadeildar lögreglunn- ar. „Ökumenn sjá nú umhverl’ið í nýju ljósi.“ QGREIDDIR l REIKNINGAR * LATIÐ OKXUR INNHEIMTA... Þaó sparar ybur t'ima og óþægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæd — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3linur)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.