Vísir - 01.06.1968, Síða 12

Vísir - 01.06.1968, Síða 12
72 V í SIR . Laugardagur 1. júní 1968. KJÚKLINGUR FYRIR ATLÖGUNA Meðan ég var að hafa fataskipti datt mér í hug langa, ýtarlega bréf- ið, sem ég hafði skrifað John um það sem gerðist í Torremolinos. Hafði það kannski orðið tP! þess að hann fór f þessa ferð? Mér fannritj ég heyra aðvörunarorð Mary; „Gall- inn á þér, Joyce, er sá, að þd segir öllum allt! Það er ekki hyggilegt. Þú munt einhvem tíma komast að raun um það.“ Og í dag átti ég að sannreyna þetta. Ég hafði kjólaskipti og fór niður til Peter, en Carlos og Marcia sátu hjá honum. — Ég heyri að þú sért að fá vin í heimsókn? sagði Carlos. — Já, og það var mjög óvænt, sagði ég. — Mér dettur 1 hug, sagði Marcia. — Getur hann ekki sofið 1 „Corall- es“ og borðað héma? Hann getur borðaö við okkar borð. — Jú, þökk fyrir, það er kannski bezt, sagði ég, en það fór hrollur um mig þegar ég hugsaði til máltíð- anna — með Peter á aðra falið mér og Jofan á hina. Peter leit á úrið sitt. — Ég er svangur, sagði hann. — Mér datt í hug að við biöum eftir vini Joyce, sagði Marcia. — Það tekur því varia, úr því að við vitum ekki hvenær hann kemur, sagði Carlos. Ég stóð upp. — Nei, þaö er engin þörf á þvi, sagði ég. — Við skulum fara að borða. En ég missti alla matarlyst við tilhugsunina um, að John gæti kom- ið þá og þegar. — Borðaðu matinn þinn, sagði Peter þegar ég lagði frá mér hníf og gaffal og lét hálft kjúklings- stykkið liggja á diskinum. — Ég er ekki svöng, sagði ég. — Var það ekki þessi matur, sem Napoleon át fyrir orrustuna viö Waterloo? spurði hann í glensi. — Jú, svaraði Marcia. — En hann tapaði líka orrustunni. Peter brosti. — Ég hef ekki hugs- að mér að tapa. — Ég vona að ekki komi til neinnar orrustu, sagði ég eymdar- lega. Carlos hló. — Hvað hét nú lagiö ÝMISLEGT ÝMISLEGT SS" 30435 Tökuro að okkur övers konai múrbrui og sprengivinnu l húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og vfbrt sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai Alfabrekku viö Suðurlands braut, slmi 10435 GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Sfmi 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annasi lóðastandsetningar, greí bús grunna. holræsi o. fl. 'í þessari frægu óperu þeirra — „Betliprinsinum“? — „Mikið mundi ég vera sæl með þeim báðum...“ raulaði Marcia og brosti tíl mín. — Ves- lings Joyce, það er ekki gustuk að erta hana. Eftir matinn drakk ég kaffi með Peter úti í garöi, og úr sætinu gat ég séð niður að hliðinu. Ég var far- in aö halda að Jofan hefði orðið eftir af flugvélinni og kæmi ekki fyrr en á morgun. En þá mundi hann hafa sent annað skeyti... — Ég hef aldrei séð aðra eins örvæntingu, sagði Peter er við höfð- um teygt úr okkur í legustólunum. — Hvers vegna kvíðir þú svona mikið fyrir þessu? Var það ekki svo, að þiö John séuð aöeins kunn- ingjar og ekki meira? — Jú, muldraði ég. — En samt kysstust þið þegar hann kvaddi þig á flugvellinum. Ég svaraði ekki, en fann aö ég roðnaði. — Þú varst með tár í augunum þegar ég hitti þig, hélt Peter áfram, vægðarlaust. Ég leit á hann og sagöi gröm: — Þú hefur gott minni! — Já, ágætt, þegar veit að þér, Joyce. — Ég skil það ekki núna, hvers vegna ég tók mér svona nærri að kveöja hann, sagöi ég dálitið ró- legri en áður og laut fram í stóln- um þegar ég heyröi í bíl. En þegar hann kom í hlaðið reyndust þetta vera aörir gestir. — Láttu ekki hugfallast, sagði Peter. — Hann kemur bráöum. — Ég vildi óska aö þú gætir -hætt að skopast að mér, sagði ég reið. • — Ég ætlaði ekki aö skopast aö þér, væna mín. Ég vorkenni þér. Ég get vel hugsað mér hvemig mér fyndist aö hafa tvær vinstúlkur nærri mér. — Ég efast ekki um aö þér tækist það slysalaust, svaraði ég, Þaö var einmitt þetta, sem ég hélt um hann þegar ég kom hing- aö. En nú var það bót í máli að ég þurfti ekki aö láta tilhugsun- ina um Marciu kvelja mig. Nú gat ég ekki betur séð en aö þau væru aðeins kunningjar, og Carlos heföi enga ástæðu til afbrýði. En þó voru nokkur dularfull fyrirbæri, sem mig langaði til að fá skýr- ingu á, meðal annars hvers vegna Peter sendi mig heim í gistihúsiö fyrsta kvöldiö sem við borðuöum í „Quissicari", og ég sá að Marcia var komin í minn stað þegar ég kom aftur. En ég vildi ekki hugsa um það núna. Einhvern tíma ætl- aði ég að spyrja hann aö þvi. Ég leit á klukkuna. Hún var nærri þvi tíu. Ef John kæmi á annað borð í kvöld, hlaut hann að fara að koma. Ég sneri mér að Pet er og studdi á handlegginn á hon- um. — Peter! — Já? — Viltu lofa mér einum hlut? Hann leit á mig og varð var um sig. — Hverju? — Gefðu mér loforðið fyrst. Hann brosti. — Nei gullið mitt. Það er einhver bænarhreimur í röddinni, sem ég treysti ekki. — Þú getur treyst mér. Það er bara.... — Já? Ég andaði djúpt. Það er bara þetta, að ég vil skilja við John með fallegu móti. Ég horfði biðjandi á hann. — Viltu vera dálítið hlédrægur fyrst í stað, Peter. John hefur komið þessa löngu leið til að hitta mig, svo að ég verð að vera dálitið með honum. — Já, það er satt. Hann klappaði mér á handar- bakið. — Það verðurðu að gera. En það gerir ekkert til þó ég sé viðstaddur líka. Við skulum aka með honum um nágrennið og sýna honum það sem fallegt er. — Við? — Dettur þér i hug að ég sitji auðum höndum og láti ykkur valsa um alein? Það kemur ekki til mála. Hann beygöi sig aö mér og sagöi alvarlegur: — Ég skal gera samn- ing við þig. Ef þú lofar aö giftast mér, skal ég vera nærgætinn. Nú ók leigubíll inn um hliðið. Um leiö og ég stóð upp greip Peter um höndina á mér. — Jæja, hverju svarar þú? Ég leit á hann. Ég sá ástina í augum hans og hann hefur eflaust séö það sama í mínum augum. Eina von mín var sú, að John sæi ekki strax, hvernig ástatt var orðið um okkur. — Ég geng að því, sagði ég. — Elskan mín! sagði hann lágt og þrýsti höndina á mér. Ég losaði höndina og hljóp yfir blettinn og stóð við dyrnar þegar bíll Johns nam staðar. KJARKURINN BREGZT. Hann var fljótur að líta við þeg- ar hann heyrði röddina mína, svo sá hann mig og faðmaði mig að sér og rak upp fagnaöaróp. — Joyce! Mikið er indælt að sjá þig aftur! KŒH Knattspyrnudeild Víkings. Æfingatafla frá 20. maí til 30. sept. 1968: 1. fl. og meistaraflokkur: Mánud. og þriðjud. kl. 7,30—9. miðvikud. og fimmtud. 9—10,15. 2. ílokkur: Mánud. og þriðjud. 9—10,15. Miðvikud. og fimmtud. 7,30—9. 3. flokkur: Mánud. 9,-10,15, þriðjud. 7,30— 9 og fimmtud. 9 — 10,15. 4. flokkun Mánud. og þriöjud. 7—8. Mið- vikud. og fimmtud. 8—9. 5. flokkur A. og B.: Mánud og þriðjud. 6—7. Mið- vikud. og fimmtud. 6,15—7,15. 5. flokkur C. og D.: Þriöjud. og fimmtud. 5,30—6,30. Stjórnin. Hann hélt mér spölkom frá sér og horfði á mig. — Þú lítur ljóm- andi vel útl 1111 ■: 11 Miil.lll II lll.l.n.ll l l.l i .1 m. LEIKFIMI_____ JAZZ-BALLETT Frá DANSKiN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti •Jt Margir litir •fc Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikir, hvitir Táskór Ballet-töskur ^^>íÁ[etthúðin SÍMI 1-30-76 liM li'l.Mi M I I I 111 I M 11 111111 I I I I 1 I 1 RAUDARÁRSTÍG 34 SÍMI 22022 UTIHURÐIR ViBimennimir hika við að henda spjót- „ — ef þú lætur Tarzan sleppa ómeidd- „Ég skal giftast Cadj æðstapresti...“ um að La drottningu, þó að Cadj hafi an.“ „Verið Icyrrir með spjótin.“ skipað þeim það og einmitt á því augna- Miki.-. — ,3nertfð Tarzah ekki, La skal gera eins og þú óskar Cadj. SYÁLAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HIIRDAIDJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425 NÝJUNG I TEPPAHREINSUN ADVANCE Tryggir að tepp- i ðhleypur ekki. Reynið viðskint- in. Uppl. verzl- Axminster, sími 30676. Heima- simi 42239.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.