Vísir - 12.06.1968, Page 3

Vísir - 12.06.1968, Page 3
3 VISIR . Miðvikudagur 12. júní 1968. Þessar ungu dömur heita Pála, Erla, starfsstúlka Loftleiða í Kaupmannahöfn, Guðrún, blaðakona Tímans og dönsk stúlka, sem var ferðafólkinu til leiðbeiningar. Með Loftleiðum á „veizlufarrými Nú finnst mörgum flugtíminn Staldrað yfir „en öl“. Flugfreyjan Dóra og Pála, eiginkona Kristjáns Ijósmyndara í félagsskap Sigurðar Magnússonar, blaðafulltrúa, Agnars Bogasonar, ritstjóra Mánudagsblaðsins, Freysteins Jóhannessonar, blaðamanns á Morgunblaðinu og Kristjáns Magnússonar Ijósmyndara. orðinn of stuttur Flugleiðin Kaupmannahöfn — Keflavík er oröin næsta vinsæl. Farþegi sem ætlar á milli þess- ara tveggja staða á kost á a. m. k. 12 flugferðum hjá 4 flug- félögum. Hann getur valið milli þess að fl.iúga með Rolls-Royce- flugvél Loftleiöa, eða DC-8 þotu PanAm eða SAS, — eða þá að fara með Gullfaxa Flugfélags íslands, sem er eins og allir vita Boeing 727 þota. Sætin í þessum flugvélum eru alls 1419 talsins, en að vísu eru þau ekki öll ætl- uð þessari flugleið, því Loft- leiðir og PanAm fljúga hér í gegn til Ameríku. Loftleiðir hafa nýlega byrjað að auglýsa nýja þjónustu, fyrsta farrýmisþjónustu á ferðanianna- farrými, nokkurs konar „kampa vínsklassa“ eöa veizlufarrými. Blaðamenn fóru utan um helg- ina í boði félagsins til að kynn- ast af eigin raun hvernig þjón- ustunni um borð er háttaö. Greinilegt er að Loftleiðir hafa hér lagt mikið í að stór- auka alla þjónustu við farþeg- ana, og er þetta ekki sízt mik- ils virði fyrir þá sem koma frá Ameríku, — og auðvitað sak- ar ekki að fá glas af kampavíni á leið frá Keflavík til Norður- landanna, ásamt ljúffengum rétt um matseðilsins, eins og t. d. reyktum Iaxi, tournedos o. s. frv. en drykkir ai ir eru á kostn- aö Loftleiða. Mörgum finnst raunar að ferð með flugvél sé farin að taka fullstuttan tíma. Frá Keflavík til Kaupmannahafnar tekur vart lengri tíma en 2—3 stundir að fljúga, — en tíminn líður fljótar um borö í flugvélunum núna en áður, og vitaskuld er það þjón- ustan um borð sem gerir líka sitt að verkum, en ekki einungis hinir kraftmiklu hreyflar vélar- innar. MYNDSJÁIN í dag er frá Kaupmannahöfn þar sem blaða- menn eru á ferð í boði Loft- leiða, — og stóra myndin er tekin í 30.000 feta hæð um borð x einum Loftleiða-víkingn- um. Sigurlaug Guðbjörnsdóttir, flugfreyja, — hún ber fram kræsingarnar handa farþegunum. Sjónvarpstökumaðurinn kom auga á eitthvað forvitnilegt. Hann heitir Þórarinn Guðnason. Blaðamennirnir tveir eru Freysteinn Jóhannesson og Guðgeir Magnússon. Farþegar koma frá borði í Oslo. 'QGREIDDIR REIKNINGAR ........ I—É—M' I LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Það sparar yður tima og óþægindi INNHEIMTUSKRÍFSTOFAN j Tjarnargötu 10 — lllhæð—Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.