Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 2
Útihandknattleikurinn i gær: TVeir beztu ÍR-ingarnir ekki með — voru á æfingu hj Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verða FH- ingar engin lömb að leika við í útihandknattleik í ár. Þeir- virðast ekki ætla að gefa bikarinn eftir þetta árið, a. m. k. mátti lesa það út úr leik þeirra í gærkvöldi á malbikuðu skólalóðinni við Melaskól- ann, þegar þeir unnu Valsmenn með 27:9 í leik þar sem Hafnfirðingarnir hreinlega léku sér að Val eins og köttur að mús. Valsmenn voru hreinlega út- spilaðir á stuttum tlma og í hálfleik var staðan orðin 14:3, Hraði FH var einum of mikill fyrir Valsmenn og undir lokin virtust allir leikmenn farnir að skora, jafnvel Birgir markvörður menn munu lítið hafa æft, en FH mætti með topplið sitt, m. a. skoraði yfir allan völlinn. Vals- var Einar Sigurðsson aftur með. Framarar voru ákaflega ,,köflóttir“ í leik sínum. Oft og tíðum brá fyrir skemmtilegum leikköflum inn á milli, en siðan dvínaði leikgleðin og lognmolla kom inn f leik þeirra. ÍR-ingarn- ir ungu stóðu fyllilega í Fram þar til um miðjan seinni hálf- leik að styrkur íslandsmeistar- anna kom I ljós. I hálfleik var staðan 14:13 fyrir Fram, en leiknum lauk með sigri Fram 29:19. • Það var kaldhæðnr örlaganna að tveir beztu menn ÍR, Ásgeir Elísson og Vilhjálmur Sigur- gestsson voru ekki með liði sínu í gærkvöldi. Ástæðan? Þeir voru á knattspyrnuæfingu, — hjá Fram! Þeir félagarnir mættu rétt eftir að leikurinn hófst, en of seint, leikskýrslan hafði verið á Fram! gerð, og þeirra nöfn voru þar ekki á meðal, enginn hafði reiknað með að þeir gætu kom- izt. Þegar tillit er tekið til þessa verður frammistaða ÍR að telj- ast góð. Óli Ólsen dæmdi þennan leik og var ákveöinn. Hann hlífði t. d. tveim helztu mönnum Fram ekki hætis hót, rak þá Ingólf og Gunnlaug út af með stuttu millibili. Björn Kristjánsson dæmdi fyrri leikinn og gerði það einkar vel. í kvennaflokki komu hinar ungu KR-dömur á óvart. Þær unnu Vfking með 11:10 í afar spennandi leik, komust yfir undir lok leiksins. idag ■ Handknattleiksmót fslands heldur áfram viö Melaskólann I kvöld. Haukar koma nú fram á sjónarsviðið í sínum fyrsta leik í þessu móti og leika við Víking. Fyrri leikurinn í mfl. karla er milli KR og Ármanns, en fyrsti leikur kvöldsins er í kvennaflokki og hefst kl. 19.30 og er á milli Vals og Breiða- bliks. TupiÖ vesr sem köld vatnsgusa Þess skal getið í sambandi við fréttina um sigur Vest- mannaeyinga gegn unglinga- landsliðinu, að þar var um 2. flokk ÍBV að ræða, en ekki 1. deildarliðið. Var sigur Vestmannaeyinga því sannarlega sem köld vatns- gusa yfir unglingalandsliðs- menn, sem eiga fyrir höndum leiki hér heima við Norðurlönd- in og Pólverja. Æskufólk í Vestmannaeyjum - fær nýtt félagsheimili Fyrir nokkru var opnað fé- lagsheimili fyrir íþróttamenn f Vestmannaeyjum. Fréttaritari Vís'j f Eyjum, Alexander Guð- mundsson hitti að máli bæjar- stjórann Magnús H. Magnússon og formann ÍBV, Stefán Runólfs son við opnunina. Bæjarstjórinn kvað neðstu hæð hússins verða fyrir íþróttahreyf- inguna, og skátasamtökin, en einnig að 70 manna salur á þessari hæð, sem félögin geta notað, yröi jafnframt notaður sem sjómanna- stofa, þegar mest er um aðkomu- báta, þ.e. í marz og apríl svo og begar síldin er mest á haustin við Eyjar. Á annarri hæð kvað hann veröa tómstundaheimili og húsnæði fyrir myndlistarskóla, sem hefur verið starfræktur þar f vetur í tveim herbergjum. Efstu hæðina kvað Magnús helgaða leiklistarlífi og tónlist, en þar er salur fyrir um 130 manns. Vestmannaeyjabær hefur á- kveöið að verja 2 millj. kr. f ár til framkvæmdanna. „Þetta er langþráö takmark", ^agði Stefán Runólfsson við fréttamann. Hann kvaö bæinn hafa lagt til efni en félagsmenn lag* til mikla vinnu. Hluti íþróttahreyfingarinnar eru þrjú herbergi og aðgangur að sal þar sem hægt verður að stunda fræðslustarfsemi um íþróttir og hægt veröur að halda stærri fundi félaganna. Badminton: Margir efnilegir • Reykjavikurmót í badminton fyrlr sveina, drengi og unglinga var haldið f íþróttahúsl Vals 22. og 23. maf s.I. Badmintondeild Vals sá um mótið. Þetta mót sýndi glöggt mikinn og vaxandi áhuga unga fólksins á badminton, og komu þama fram margir efnilegir unglingar. Úrslit urðu þessi: 1 sveinaflokki, einliöaleik, sigraði Helgi Benediktsson, Val, Þórhall Bjömsson, Val, með 11:4 og 11:3, og f tvíliöaleik sigruðu þeir Helgi og Þórhallur þá öm Geirsson, TBR, og Frfmann Jónsson, TBR, með 15:0 og 15:1. 1 drengjaflokki, einliðaleik, sigr- aði Jón Gfslason, Val, Sigurð Har- aldsson, TBR, með 11:6 og 11:3, og f tvíliðaleik sigruðu þeir Þór Geirsson, TBR, og Sigurður Har- aldsson, TBR, þá Jón Gíslason, Val, og Ragnar Ragnarsson, Val, með 15:2 og 15:12. í unglingaflokki, einliðaleik, sigr- aði Haraldur Komelíusson, TBR, Finnbjörn Finnbjörnsson, TBR, með 16:18, 15:4 og 15:2, og í tvíliðaleik sigruöu þeir Haraldur og Finnbjörn þá Jafet Ólafsson, Val, og Snorra Ásgeirsson, TBR, með 15:4 og* 15:2. Heimsmet í lyftingum Bandaríski lyftingamaðurinn Bob Bednarskl, 24 ára gamall, setti um helgina nýtt helmsmet f lyftingum í þungavigt á móti í York í Penn- sylvanfu. Hann pressaði 207 kg., og snaraði 220.5 kg. Rússinn Leoníd Sjabotinskij átti fyrri met- in, 201 kg. og 219,5 kg. Norska félagið Brann kom sann- arlega á óvart í gærkvöldi, þegar liðið sigraði skozka atvlnnuliðið Dundee United með 3:1 í afmælis- leik norska félagsins, en leikurinn fór fram f Bergen á velli Brann. 1 fyrri hálfleik skoruðu þeir Nýja bílaþjónustan Lækkið vlðgerðarkostnaðinn — með því að vinna slálflr að viðgerð bifreiðarinnar. — Fag- menn veita aðstoð ef óskað er. Rúmgóð húsakynni, aðstaða til þvotta. Nýja bílaþjónusfan Hafnarbraut 17. — Sími 42530. Opið frá kl. 9—23. Rolf Birger Pedersen eftir 35 mín- útur og Frode Larsen skoraöi 2:0. 1 seinni hálfleik skoraði Ken Cameron 1:2 en Rolf Birger skor- aði 3:1 úr vítaspymu á 10. mín. sföari hálfleiks. LOKAÐ Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Lauga- vegi 114 verða lokaðar mánudaginn 24. júní vegna skemmtiferðar starfsfólks. Tryggingastofmin ríkisins. Lézt af völdum hnefaleikakeppni Vestur-þýzki hnefaleikarinn Jupp Else, lézt í gærdag á sjúkrahúsi í Köln. Hann var atvinnumaður í hnefaleikum og hlaut meiðslin, sem drógu hann til bana, í keppni um Evrópumeistaratitilinn í millivigt gegn Italanum Carlos Dur- an 12. júnf s.l. Þjóðverjinn, sem var 28 ára að aldri missti meðvitund í keppninni og komst hann aldrei til meðvitund- ar eftir það. Brann sigraði Dundes Utd. 3:1 LÁTIÐ OKKUR I Þab sparar ydur tima og ójbæg/ncf/ INNHEIMT USK RIFST Tjarnargötu 10 — III hæd —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.