Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 9
Vf SIR. Föstudagur 21. júnf 1968. 1 9 undanförnu hefur orðiö tíðrætt um vaxandi ólgu og ofbeldishyggju í heiminum. Um- ræðumar hafa mest snúizt um stúdentaóeirðir í lýðræðisríkj- um Vestur-Evrópu og þá auð- vitað sérstaklega þau undur sem gerðust í Frakklandi, þá gífurlegu ólgu og uppreisnar- hug sem þar brauzt út og minnstu munaði að kæmi þar af stað algerri stjómarbyltingu eða borgarastyrjöld. Við höfum oft hugleitt það af hvaða ástæðum þessi ósköp hafa gerzt, hvemig á því standi, að hópur ungs fólks og það sérstaklega menntamanna skuli ekki vilja láta sér nægja það frjálsræði til skoöanamynd- unar og áhrifa sem þingræðis- skipulagið veitir, heldur skuli það grípa löngun til að láta taka eftir sér meö grjótkasti og íkveikjum, og það skuli jafnvel aöhyllast einræðisstefnur, sem ættu f eðli sínu að vera eitur í beinum framfarasinnaðrar æsku. Það hefur fallið nokkuð f skuggann af þessum atburöum að alveg sambærileg hreyfing hefur farið eins og logi um akur unga fólksins í Austur- Evrópu. Langar mig nú til aö ræða nokkuð um þá atburði og lýsa þeim viðbrögðum, sem þar hafa orðið gegn þessum upp- reisnarhug. Þar er sá mikli munur á, að í stað þjóðskipu- lags lýöræðis og mannréttinda hefur þar verið haldið uppi harkalegri einræðisstjóm komm- únismans. Af þeim sökum hefur uppreisn unga fólksins þar tekið á sig talsvert aðra mynd, þar er framfarahugsjón þess að koma á frelsi og lýðræði í líkingu við það sem verið hefur í Vestur- Evrópu. ^lltaf er dálítið erfitt að setja sig inn í þjóðfélagsástand og viðhorf manna í Austur- Evrópu. Þessi álfuhluti er dá- lítið annar heimur, sem staðið hefur aftar Vestur-Evrópu í efnahagslegu tilliti, þar sem lífskjör almennings eru stigi lakari en vestar í álfunni og síðan járntjaldið einangraði þessar þjóðir og kommúnism- inn tók þar völd og kreppti þar allt í járngreipar viröist þessi mismunur fremur hafa aukizt en minnkað. Við höfum haft tilhneigingu til að líta á kommúnistastjómir þessara rikja sem eina heild og svo virtist það vera á Stalíns- tímanum, að þá leit þetta allt út eins og ein maskína, sem verkaði saman þegar stutt var á hnapp austur í Moskvu. 1 eðli sínu vom kommúnistaflokkarn- ir í öllum þessum löndum litlir minnihlutaflokkar, sem ruðzt höfðu til valda með ógnunum um rússneska hervaldsbeitingu. Þeir litu því allir út eins og nokkurs konar kvislingar, sem hlýddu auövitaö skilyrðislaust samræmdum fyrirskipunum Stalins. En á síöari árum gætir þess meir að þeir veröa ósamhljóma og þess verður vart, að það sem kallað er kommúnismi er ekki lengur ein blokk eða heild, heldur margs konar hræringar sem toga hver í sinn skanka. PaÖ er fariö að tala um „þjóö- emislegan kommúnisma", sem virðist vera með sitt hverju mótinu í hverju landi og nú síöast gerist það furðulega fyrirbæri, auðvitaö andstætt öllum hugmyndum hinna viröu- legu lærifeðra, Marx og Lenins, að farið er að tala um „lýð- ræðislegan kommúnisma". En auövitað telja hinir gömlu ein- ræðislegu kommúnistar að slíkt fyrirbæri sé enginn kommún- ismi, heldur bara óskapnaöur og ófreskja. Þessar andstæður og flokka- drættir innan kommúnistablakk- arinnar í Austur-Evrópu hafa orðiö skýrari f dráttum í æsku- lýðsólgunni, sem þar hefur ris- ið upp síðustu vikur. Hér gefst auðvitað ekki rúm til að ræða ýtarlega um alla skankana og hálsana á þessu margfætta og marghöfðaða dýri, sem komm- únisminn er nú orðinn, heldur er aðeins hægt að víkja að tveimur áberandi andlitum sem komið hafa fram upp á síð- kastið. ■pftir þá gífurlegu stúdentaólgu sem brauzt út í Póllandi í marz síðastliönum, þar sem stúdentarnir tóku á sitt vald háskóla landsins t. d. í Varsjá og Kraká og kröfðust lýðræðis- legra réttinda og frelsis, urðu viðbrögð stjómvaldanna sérkennileg. Þau gengu ekki að neinum kröfum stúdenta, heldur bældu uppreisn þeirra miskunn- arlaust niður. Hrein ógnaröld hófst f landinu, stúdentar og menntamenn voru handteknir Mocsar hefur hert þrælatök kommúnismans í Póllandi. svo hundruðum skipti, yfirheyrð ir og varpað í varðhald. Þar táknuðu þessir atburöir aftur- för og afturhvarf til Stalinisma og ofbeldis. Að undanförnu hafði Pólland náð langt á fram- farabraut frjálslynds kommún- isma sem Gomulka stýrði, en nú kom „reaksjónin". Sá maður, í hópi kommúnista, sem stýrir þessu og hefur svo að segja tekið völdin í landinu heitir Mieceslaw Mocsar og not aði hann aöstöðu sína sem inn- anríkisráðherra og þannig yfir- maður lögreglu og leynilög- Smirkovsky slóvakíu. boðar „lýðræðislegan kommúnisma“ í Tékkó- reglu til að hrifsa til sín völd- in. Hann er sem sé nokkurs konar Beria Póllands og grípur skelfing lögregluríkisins aftur um sig í landinu. Það óhugnanlegasta við stjóm hans er, að hann hefur inn- leitt enn á ný gyðingaofsóknir f landinu og verða menn að gagta að því, að það er í sam- ræmi við hinar gömlu stalin- isku hugmyndir hans, því Stalin hleypti einnig oft af stað gyð- ingaofsóknum í Rússlandi þeg- ar hann var við völd. jy^ocsar snerist þannig á móti ■"■ stúdentaólgunni, að hann fordæmdi hana sem „gyðinglegt samsæri" gegn Póllandi. Undir niöri hefur stöðugt vakað í Pól- landi sterkt þjóðlegt gyðinga- hatur, og nú grípur Mocsar til þess sem ágæts tækis til aö bæla niður stúdentauppreisnina, lögreglu og herliði var sagt að þeir væru ekki aðallega að brjóta á bak aftur uppreisn æskulýðs, heldur samsæri gyð- inga. Þegar það haföi tekizt fór Mocsar að hreinsa til, hann ruddi prófessorsembætti við há- skólann, vék úr stöðum sínum fjölda prófessora, af því að þeir voru gyðingar, þó þeir hefðu kannsíd ekkert komið ná- lægt uppreisninni. En það var sama, fyrst þeir voru gyðingar hlutu þeir að hafa spillandi á- hrif á ungdóminn, sama gerð- ist í rithöfundasamtökum og ýmsir gyðingar sem unnu að kvikmyndagerð og hafa getið sér alheimsfrægð voru einnig miskunnarlaust hreinsaðir út og munu ekki fá leyfi til að vinna frekar að „spillingarstörfum“ sfnum. Og Mocsar var jafnvel orðinn svo sterkur, að hann treysti sér til að ráðast á Ochab forseta Póllands, sem varð að segja af sér vegna þess að hann er giftur gyðingakonu. Tekið skal fram að Rússar létu þessar aðgerðir ekki af- skiptalausar. Nú eru Stalinistar ekki lengur við völd í Rúss- landi, svo að valdhöfunum þar geðjaðist ekki að „þessari teg- und“ kommúnisma. Þeir létu að sér kveða og létu hina pólsku valdamenn vita, að þeir skyldu fara sér varlega, rússneskt her- námslið væri í landinu og gæti »-»- 10. sfða. 1 dag spyrjum við nokkra Reykvíkinga, sem við butum á fömum vegi um skoðun þeirra á hugsaniegum breyt- ingum á íslenzka þjóðbún- ingnum (kvenbúningnum). Spurningin sem við lögð- um fyrir þá hljóðar svona: Finnst yður ástæða til að breyta íslenzka þjóð- búningnum? Stefán Valgeirsson: Nei, ég sé enga ástæðu til þess. Ég vil aö búningnum sé haldið óbreytt- um. Finnur Gíslason: Ég veit ekki á hvaða forsendum ætti aö fara að breyta íslenzka kven- búningnum, enda fæ ég ekki séð að þá sé lengur um þjóð- búning að ræða. Guðrún Karlsdóttir: Nei, alls ekki. Ég geng aldrei í öðru en íslenzku búningunum, hvers- dags í upphlut og spari f peysu- fötum. Mér finnst hvort tveggja fallegt og þægilegt og er á móti öllum breytingum á bún- ingunum. Vilborg Isaksdóttir: Mér finnst að það mætti hafa pilsin styttri. Ég held að yngra kven- fólk yrði hrifnara af fslenzku búningunum ef pilsin væru hnésfð, það væri líka mun þægilegra. |»p| Jóhanna Pálsdóttir: Mér finnst engin ástæða til að breyta þjóðbúningnum, hann er falleg- ur eins og hann er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.