Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 5
5 VlSIR. Föstudagur 21. jóní 1968. Fer áhugi á þjóðbúningn- um vaxandi? — Ovanalega margar konur á 'islenzkum bún- ingum 17. júni — Sýning á islenzkum kven- búningum fyrirhuguð i Þjóðminjasafninu i haust jp’ftir þessa síðustu þjóðhátíð blandast víst engum hugur um þaö, að áhugi á íslenzka þjóðbúningnum fer ört vaxandi meðal íslenzkra kvenna. Lík- lega hafa aldrei fleiri konur og stúlkur skartað þjóöbúningi á þjóðhátíðinni og nú í ár, enda höfðu gullsmiðir borgarinnar sagt svo skömmu fyrir þjóö- hátíöina, aö óvanalega mikil sala og eftirspurn væri eftir silfri á íslenzka búninga, eink- um á upphlut. Það hefur mikið verið talað um það á síðustu áratugum að áhugi á íslenzka þjóöbúningn- um væri hverfandi, og þá ekki sízt meðal yngri kvenna. Marg- ir hafa hins vegar haldið því fram að nú fari áhuginn mjög vaxandi. Ungar stúlkur sem dveljast erlendis fá sér margar íslenzkan búning, stúlkur eru giftar í íslenzkum búning og fyrir sjálfa þjóðhátíðina fá mjög Brynja Benediktsdóttir var fjallkonan 17. júni í ár og að sjálfsögðu klæddist hún skautbúning. Frú Helga Weisshappel á búninginn, sem Brynja notaði og hér sést hún leggja síðustu hönd á búning fjallkonunnar, áður en hún kemur fram í Laugardainum. (Ljósm. Haraldur Örn Ásbjarnarson.) margar konur og stúlkur sér íslenzkan búning, — upphlut, skautbúning eða peysuföt. ís- lenzku búningarnir eru raunar miklu fleiri, en þessir eru hvaö algengastir í dag. Eins og flestum er kunnugt hefur mikið verið um það rætt hvort ekki sé ástæða til að breyta íslenzku þjóðbúningun- um eitthvað til samræmis við kröfur nútímakvenna. Hefur m. a. verið talað um að stytta pils- in og jafnvel að gera einhverjar róttækari breytingar, án þess þó aö fara út fyrir hið uppruna- lega form búninganna. Hefur Æskulýðssamband íslands verið mjög áhugasamt um þetta mál og var skipuð nefnd í fyrra til að kanna ýmsar leiðir til að vekja áhuga á þjóðbúningnum, og ræða hugsanlegar breyting- ar á honum. Að sjálfsögðu voru menn ekki á einu máli um það, hvort halda skyldi búningnum óbreyttum, eða breyta honum eitthvaö, en ákveðið var að Æskulýðssambandið leitaði til Þjóðminjasafnsins með að halda sýningu á íslenzkum kvenbún- ingum. Veröur sýning þessi hald in í október n. k. en um skipu- lagningu sýningarinnar sér frú Elsa E. Guðjónsson, safnvörður og verður sýningin á vegum Þjóðminjasafns Islands. Eftir þessa sýningu ætti það að verða betur Ijóst hver er vilji almennings í þessum efn- um, og verður málið þá vænt- anlega tekið upp aftur og end- anlega ákveðiö hvaða leiðir skuii valdar til að kynna ís- lenzkan þjóðbúning, og hvernig sá búningur skuli vera. Ef til kemur að ákveöið verði að gera einhverjar breytingar á búningnum, er ekki ólíklegt aö efnt verði til samkeppni um teikningu á nýjum íslenzkum þjóðbúningi, en að sjálfsögðu verða þá gerðar kröfur um aö sá búningur sé að mestu leyti byggður á hinum gömlu is- lenzku búningum. Án efa skoöa margar konur þessa sýningu þegar þar að kem ur, og ætti þá aö verða auð- veldara fyrir þær að mynda sér skoöun á þessu máli. Þaö er ekkert launungarmál að margar ungar stúlkur f dag þekkja ekki einu sinni mun á upphlut og peysufötum. Hinar ýmsu hefðir í sambandi við notk un íslenzku búninganna, svo sem peysufatadagar í skólum og þjóödansasýningar Þjóð- dansafélags Reykjavíkur, hafa þó orðið til þess að vekja áhuga ungu stúlknanna á þjóðbúningn- um og hvaða leið sem kann að verða valin, þá er óhætt að full- yrða að ungu stúlkumar, ekki síður en eldri konur, em fúsar og viljugar að taka upp al- menna notkun íslenzks þjóðbún- ings. Húsgögn — Útsala Seljum í dag og næstu daga lítið gölluð hús- gögn, hjónarúm, kommóður, sófaborð og fleira. — Opið á sunnudag. B.-Á.-HÚSGÖGN h/f. Brautarholti 6 Símar 10028 og 38555. NYJUNG 1 TEPPAHREINSUN ADVANCE Tryggir að tepp- i Ohleypur ekki. Reyniö viOskipt- in. Uppl verzi- Axminster, simi 30676 Helma- sími 42239 Volkswagen '56-'65 Höfum til sölu mikið úrval af nýrri og eldri gerðum bíla. Bílar sem greiða má með skulda bréfum, T.d. Austin Gipsy, Rambler, Skoda, Simca o.fl. Bílasalinn við Vitatorg. símar 12500 og 12600 H0SNÆÐISMALAST0FNUN ríkisins á mmm Stofnunin er lokuð í dag, föstudag 21. júní, vegna skemmtiferðar starfsfólks. húsnæðismá'laSTofnun rikisins LAUGAVEGI 77,»SllVII 22453 _______________ ■ * • Fyrir afteins kr. 68.500.oo getið þér fengiö staðlaða eldhúsinnréttingu I 2 — 4 herbergja ibúðir, meö öllu tll- heyrandi — passa i flestar blokkaríbýftir, Innifaliö i veröinu er: Skrifstofumaður óskast Ungur maður óskast strax til framtíðarstarfs við bókhaldsdeild félagsins. Reynsla við skrif- stofustörf nauðsynleg svo og enskukunnátta. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstof- um vorum, skal skilað til skrifstofu starfs- mannahalds fyrir 30. júr’' - 0 eldhúsinnrétting, klædd vönduðu plasti, efri cg neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). # ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaö. ^uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Llppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). 0 eldarvélasamstæða með 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnu'r nýtlzkú hjálpartaeki. 0 lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu við reyk og lykt. Edginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innlfalinn) Ef stöðluð innrétting hentar yður ékki gerum við yður fast verðtilboð á hlutfallslegu veröi. Gerum ókeypis Verötilboö f éldhúsinnréttingar I ný og gömul hús. Höfum einnig fataskápa, staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR - K 1 R K J U H VOL! REYKJAVlK S f M t 2 17 16

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.