Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 3
:!nF!HnS|!íj 3 V'I'S'T Föstudanur 21. juní 1968. .jw—«i •• - m .. ■. iiii Lögregluþjónn og starfsmenn Slippsins koma með manninn unn á hilfar Lögregluþjónarnir beita súrefnistækjum til að reyna að ná manninum til meðvitundar. Sjúklingurinn látinn síga á börunum niður með skipshlið, sjúkrabíllinn og mannfjöldinn álengdar. A VINNUSTAÐ Slys geta alltaf viljað til og slys á vinnustöðum eru mjög al- geng. Margir vinna hættuleg störf, sem nauðsynlegt er, að einhver í þjóðfélaginu leysi af hendi. En engu að síöur geta slys orðið á ótrúlegasta hátt. Mönnum getur skrikað fótur á sléttu skrifstofugólfi og hættu- legt getur verið að halla sér of langt aftur í stól. Um þrjú leytið i gær voru blaðamaður og ljósmyndari Vís- is á ferð í Hafnarstræti, þegar sírenuvæl heyrðist, og lögreglu- bíll lagöi upp frá stæðinu fyr- ir' utan lögreglustöðina. Hann smaug gegnum umferð- ina. Vegfarendur staðnæmdust og horfðu á eftir Iögreglubíln- um, þar sem hann þaut áfram með vælandi sirenu og blikk- andl rauð ljós. Vísismenn tóku viðbragð og héldu f humátt á eftir lögregl- unni, en drógust fljótlega aftur úr vegna umferðarinnar. Þó var sýnt að lögreglubifrelðin hafði haldið inn Tryggvagötu, svo að likur bentu til, að eitt- hvað mundi hafa veriö um að vera í námunda við höfnina. Það kom á daginn. Innl á Slipplóðinni stóð Iögreglubíllinn og sjúkrabifreiö. Fólk stóð I hópum, og fleiri komu aðvíf- andi úr öllum áttum. „Hvað er á seyöi?“ „Er ein- hver slasaður?" „Hvað gerðist?" Menn spuröu hver annan, en enginn virtist vita, hvað um var aö vera. Lögreglumennirnir og sjúkra- Iiðamir hröðuðu sér um borö í mb. Sléttanes. í vélarrúminu þar lá maður og bærði ekki á sér. Vinnufélagar hans stumr- uðu yfir honum. Þegar sjúkraliðsmennirnir komu, þreifuðu þeir eftir slag- æðum mannsins og hlustuðu eftir andardrætti. Síðan var reynt að lífga hann með súr- efnisgjöf, og innan skamms kom f ljós, að líf leyndist með mann inum, og hann komst til með- vitundar. Síðan var hann fluttur upp á þiljur og lagður þar á léttar sjúkrabörur og festur á þær, því að nú var erfitt verkefni fyrir höndum. Skipið stóð uppi í SIipp, og þess vegna var fyrir- sjáanlegt, að ekki var önnur Ielð fær, en láta manninn síga á sjúkrabörum niöur með skips- hliðinni. Niðri við Slippbygginguna stóðu menn ennþá og stungu saman nefjum. Maður sást koma úr „Sléttanesinu“ og sækja kaðla og hraða sér síöan um borð aftur. „Þeir ætla aö láta hann síga niður með skipshliðinni,“ sagði einhver. Sumir voru orðnir nokkurs vísari um tildrög slyss ins og þá skorti ekki tilheyr- endur: „Hann var víst aö raf- sjóða í vélarrúminu og þá mynd uðust eiturgufur, svo að hann Ieið út af.“ „Nei, þettá var víst eitthvað efni, sem rafvirkj- ar voru með.“ „Fékk maðurinn ekki bara aðsvif?“ Þannig voru tilgátur við- staddra. Nú komu sjúkrabör- urnar í ljós á borösíokknum, og starfsmenn i Slippnum færðu til vinnupalla, svo aö hægt væri að styöja viö börurnar um leið og þær sigu niður. SjúkrabíIIinn var kominn nið ur aö skipshliöinni og var jnað urinn þegar borinn inn i hann. Hann virtist þá vera með fullri meövitund. Þetta var ungur rhað ur, á að gizka 20 til 25 ára. Sjúkrabillinn seig síðan af stað og innan skamms var hann kominn á fulla ferð og sírenu- vælið skar innan eyrun. Mannfjöldinn dreifði: t þegar sjúkrabíllinn hvarf, og innan skamms var það ekki aö sjá i Slippnum. að neitt óvenjulegt hefði borið að höndum. Maðurinn hafði unnið við að hreinsa lítinn tank sem er i skip Inu, og notaði til þess hreinsi- efni, sem álitið var hættulaust. Hann hafði höfuðið inni í tankn um, en þar myndaðist eitruð loft tegund. Missti hann meövitund, þegar hann andaði henni að sér,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.