Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 10
V1SIR. Föstudagur 21. júní 1968 Föst iKfagsgrem — -y 9. sfðu. svo farið, að það gripi í taum- ana. Stendur sú hótun enn og má vera að hún sé það eina sem nú hindrar allsherjargyð- ingaofsóknir í landinu. TVú skulum við víkja að allt- annarri tegund kommún- isma, sem einnig hefur komið í Ijðs sem andsvar við upp- reisnar og frelsishug stúdenta. Atburðirnir í Tékkóslóvakíu eru nokkru þekktari hér á landi heldur en það sem var að ger- ast i Póllandi. Um það skrifaði ég hér grein á sínum tíma, svo ég þarf ekki að rekja þaö i löngu máli. Eftir að uppvíst varð um það, að Novotny hinn gamli Stalinisti og einræöis- seggur ætlaði að beita herliði til að bæla niður frjálsræðiskröf urnar í kommúnistaflokki lands- ins, gerðist það, að stúdentar við háskólann í Prag risu upp eins og kollegar þeirra i öðr- um löndum. En sá varð munur- inn þar, að stúdentarnir og frjálsræðisöflin höfðu þar sigur og Novotny var steypt frá völd- um sem yfirlýstum margföld- um morðingja. Sá maður i Tékkóslóvakíu, sem mest hefur borið á í þess- um atburðum er ungur maður að nafni Dubcek. Hann fram- kvæmdi þaö verk að steypa hin- um illræmda Novotny og tók síðan við forustu kommúnista- flokksins. En Dubcek er þó frem um millileiðarmaður, er vill f ara varlega og forðast sérstaklega of geysta uppreisn gegn Rúss- um. Hér verður því að geta um annan mann sem hefur orðið aðalhreyfiaflið og foringi hins frjálslynda arms tékkneska kommúnistaflokksins. Cá heitir Smirkovsky og kom upphaflega fram í barátt- unni gegn nasistum í heims- styrjöldinni. Þá var hann for- ingi neöanjarðarhreyfingarinn- ar í Prag sem gerði uppreisn og náði borginni í sfnar hendur á síðustu dögum stríðsins. Þá hagaði svo til, að bandarískar skriðdrekasveitir Pattons voru á leiftursókn inn í Tékkóslóv- akfu að vestan og var í lófa lagið að sækja fram til Prag, en þá var það Smirkovsky sem komst í aðstöðu til að banna það. Sem sanntrúaður kommún- isti vildi hann að Rússar fengju heiðurinn af því að frelsa Tékkóslðvakíu. Sfðan var hann í foringja- liði kommúnista, tók þátt f valdaráninu 1947 og skipaði ráð- herrasess. En hann var f ann- arri fylkingu en Novotny og varð því fyrir því óláni eins og margir kommúnistar að lenda f ónáð. Var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir þjóðar- svik í þeim miklu hreinsunum, þegar kommúnistaforinginn Slansky var tekinn af lífi. Hann var áfram kommúnisti, en fór mjög að hugsa sitt ráð. Ávöxturinn af þessari fang- elsisdvöl hefur orðið það sem Smirkovsky nú berst fyrir af miklum móð og kallar „lýðræð-1 islegur kommúnismi". Hann | krefst þess að raunverulegu j frjálsu lýðræði verði komið á í landinu, einokun kommúnista- flokksins verði afnumin og öör um flokkum heimilað að bjóða fram til þings. Þá skuli kosning ar Vera frjálsar og leynilegar. Istandið f Tékkóslóvakfu er þannig, að sjálfsagt er tal- ið að þessi málstaður Smirk- ovskys ætti sigurinn vfsan, ef ekki kæmu til utanaðkomandi áhrif. Þar hafa Rússar_ skorizt í leikinn eins og í Pólíandi en. þó með öðrum hætti. Sá atburð- ur hefur sem sé gerzt að Rússar hafa beitt ðsvífinni hervalds- ógnun til að bæla niður hinn „lýðræðislega kommúnisma." Rússar höfðu ekkert hernáms lið í Tékkóslóvakíu, eins og þeir höfðu í Póllandi. En síð- ustu vikur hafa verið að gerast einkennilegir atburðir á þessu svæði, þó hljótt hafi verið um þá. Rússar hafa gert hernaðar lega innrás í Tékkóslóvakíu og er það nú staðreynd, að landið er hernumið. Það er ekki nákvæm- lega vitað, hve fjölmennt her- námsliðið er, en þess hefur ver- ið getið til, aö það muni vera um 40 þúsund manns með öll- um hergögnum skriðdrekum, fallbyssum og eldflaugum. Þesar aögerðir hafa farið fram í kyrrþey og verið kallaðar „heræfingar" Varsjárbandalags- ins. En tékkneskum almenningi er það ljóst, að þetta er her- nám og valdbeiting og þeir eru ekki lausir við þaö næsta dag. Valdamenn kommúnista hafa ekki þoraö annað en veita sam- þykki sitt, því ef þeir gerðu það ekki, myndi harmleikurinn frá Ungverjalandi aðeins endur- taka sig. Að vísu hafa Rússar lofað því að láta þetta nýja hernáms- lið sitt ekki skipta sér af tékkn eskum innanríkismálum. En jafnvel það er yfirskin, því að tilgangurinn er auðvitað eng- inn annar en innanlandsaf- skipti. Svo mikilvægt telja Rúss ar það, að „lýðræðislegur komm únismi" fái ekki risiö upp. En Tékkar vita hvað klukkan slær, meöan rússneskt hernámsliö dvelur í landinu, er þeim hollara að fara varlega. Þorsteinn Thorarensen. sé sannkallaður ferðamannabær þessa dagana. Á myndinni sem er tekin fyr- Ir fáum dögum eru tvær blóma- rósir við brjóstmynd frú Mar- grete Schiöth í Skrúðgarðinum á Akureyri, en hún gerði öðrum fremur þann garð frægan. Blómarósirnar tvær voru meðal allra fyrstu gesta sem gistu tjaldsvæði Akureyringa á þessu vori, en fengu samt heita og lygna sólskinsdaga eins og á suðlægari breiddargráðum væri. Auðvitað var ekki látið hjá líða að heimsækja hinn róm- aða skrúðgarð Akureyringa þótt hann enn hafi ekki skartað sínu fagra sumarskrúði. Vonandi á Akureyri eftir að verða melra en hálfdrættingur á við Mallorca í móttöku ís- lenzkra ferðamanna á þessu sumri af mörgum ástæðum. Konur — SIS — -> 16. síðu. veitingar, en sjaldnast væri slfkt tekið til greina. Taldi hún að konur sætu mjög á hakanum er embætti væru veitt, t.d. eru mjög fáar fs- lenzkar konur t.d. skólastjórar, þó að konur í kennarastétt séu mjög margar. Ray — W-> 7. sðíu. •• I það réttarhald, og hann væri ekki opinber málsaðili í augum brezkra dómstóla. Hann vildi ekki skýra frá því, hver mundi greiða laun hans, eða hversu há þau væru. Þegar athygli hans var vakin á því, að Ray heföi ekki haft mikið fé í fórum sínum þegar hann var handtekinn, svaraöi Hanes því. að hann treysti því að hann fengi laun sín greidd. Hanes hefur áður varið þrjá meðlimi Ku KIux Klan-hreyfing- arinnar, sem dæmdir voru til langrar fangelsisvistar í Mont- gomery í Alabama fyrir morð á hvítri konu, sem baröist fyrir mannréttindum. Akureyri — m-+ í. síöu. eftir föngum, og skipulagningin við talninguna yrði nú með allt öðrum hætti en var við talningu atkvæða í alþingiskosningunum f fyrra. VlSIR ræddi við Pétur Guð- finnsfcn hjá sjónvarpinu í morg- un. Sagði Pétur, aö sjónvarpið hefði ákveðið. að hafa einhverja dagskrá á mánudag eftir kosning- ar. Mætti gere ráð fyrir, aö dag- skráin hæfist kl. 17.00 um daginn. Þó sagði Pétur, að ef talning at- kvæða hæfist strax um nóttina eftir aö kjörstöðum hefur veriö lokaö, yrði ákvörðun sjónvarpsins tekin til endurskoðunar f samræmi við það. Flugvirkjar — ffl*-*- 1 sfðu kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins sagði í stuttu viðtali við Vísi í morgun, að ekki væri unnt að skýra frá að svo komnu máli, hvað hinir nýju samningar hefðu inni að halda. Sagði Björgvin, aö fundur samninganefndarinnar og fulltrúa Vinnuveitendasambandsins hefði hafizt kl. 16.00 f gær, og eins og fyrr segir hefði samkomulag veriö undirritað kl. 3 í nótt. Félagsfundur um samningana veröur í Flugvirkjafélagi íslands kl. 17.00 í dag, og að því er Björg- vin sagði, veröur einnig fundur í framkvæmdanefnd Vinnuveitenda- sambandsins í dag og þar fjallað um samkomulagið og það borið undir atkvæöi. Landanir — -> 1. sfðu. Kosninganótt — %-» 16 síðu hefði komið pöntun frá London l'yrir 10 stóra hðpa, sem ætla til Akureyrar í sumar. Mikið er líka af erlendum ferðamönnum f bænum, sem ferðast á eigin vegum, og má segja að Akureyri inn er ísaður um borð í bátnum á miðunum og reyndist hann misjafn- lega góður til vinnslu. Fleiri bátar munu nú vera að leggja upp í veiðiferðir með línu á Grænlandsmið. Þorsteinn RE mun vera að búast á veiðar þangað, en hann er nýkominn frá Þýzkalandi, þar sem hann landaöi síld úr Norðursjð. Þórkatla Grindavík landar í dag saltfiski og lúðu af Græn- landsmiðum 40—50 tonnum. 1 vikunni lönduðu þessir tog- arar í Reykjavfk: Ingólfur Arn- arson 273 tonnum, Jón Þorláks- son 296 tonnum, Narfi 350 tonn- um og Sigurður 150 tonnum af karfa, en hann hafði losað nokk- uö af afla sínum úr seinustu veiðiferð í Vestmannaeyjum. Virðist afli vera góður hjá tog- urunum. Mestur hluti hans er karfi. Trollbátar hafa fengið reytings afla. Til dæmis kom Fróði inn til Reykjavíkur nýverið með 20 tonn, sem hann fékk á einum sólarhring. Fróði er aðetns 35 lesta bátur. Suðurnesjabátar hafa einnig rekið í sæmilegan afla f fiski- troll, en humarbátar hafa hins vegar lítið aflað. Wh> 16. sfðu. verið dregnar saman eða lagðar niður. Starfsfólki var fækkaö um 145 á árinu. Erlendur Einarsson benti á, að þrátt fyrir skakkaföllin, sem íslenzkt atvinnulíf hefði orðið fyrir, væri samvinnuhreyfingin fjárhags- og félagslega öflug, en vegna ástandsins yrði aö breyta um stefnu. Sýna yrði meiri að- gæzlu í fjármálum en áður, lánsverzlun væri orðin svo á- hættusöm, að samvinnufélögin yrðu nú að stórminnka og í sum um tilvikum stöðva með öllu lánsverzlun. Taka yrði upp sparnað á öllum sviðum. ÞJONUSTA Reiðhjól. Hef opnað reiðhjóla verkstæði i Efstasundi 72 Gunnar Palmersson, Sími 37205.________ Tek að mér aö slá bletti með góðrivél. Uppl.f sfma 36417. _ Gluggaþvottur — Hreingerningarf Gerum hreina stigaganga og stofn-j anir, einnig gluggahreinsun. Uppl i sfma 21812 og 20597.______ Geri við kaldavatnskrana og WC) kassa. Vatnsveita Revkjavíkur. Eonn Húseigendur — garðeigendur! —\ Önnumst alls konar viðgerðir útií og inni, skiptum um þök, málumJ einnig. Girðum og steypum plön.J helluleggjum og lagfærum garöa. Sími 15928 eftir kl. 7 e.h. Slæ garða með orfi. Sími 10923\ eftir kl. 4.____________________ Sláum bletti í Vesturbænum. —\ Góð vél. Sanngjarnt verö. Óli og( Gummi. Sími 14950. LIÍJjÆII; Ökukennsla Læriö að aka bfl. þar sem bflaúrvalið er mest. Volks I wagen eða Taunus. þér getið valið. hvort þér viliið karl eða kven-öku- , kennara Utvega öll gögn varðandi bílpróf Geir "»: Þormar ökukennan ' Símar 19896. 21772, 84182 og 19015) Skilaboð um Gufunesradfó Sfmi i 22384. ÖKUKEWSLA. Guðmundur G Pétursson. sfmi 34590 Ramblerbifreiö ökukennsla. Vauxhall Velox bif- reiö. Guöjón Jónsson, simi 36659 ökukennsla. Taunus. Simi 84182. ökukejinsla — Æfingatlmar. — ] Kenni á Taunus, tímar eftir sam- komulagi, útvega öll gögn. JóeP, B. Jakobsson. Símar 30841 og^ 14534. ökukennsla, æfingatímar. Hörð- ur Ragnarsson, ímar 35481 ogj 17601. - Volkswagenbifreið. Ökukennsla. Kenni á VW-bif- reið. Vardimar Lárusson. Uppl.J 1 síma 42123._____________ Ökukennsla. Kennt á VolkswagenJ Æfingatímar. Sími 18531. S^Hii 1 Ökukennsla — æfingatímar Simn 81162. Bjarni Guðmundsson.__ Ökukennsla, kennt á Volkswagen^ æfingatímar. Sfmi 18531._____ Lærið akstur g meðferö bifreiðaí hjá löggiltum ökukennara, hæfnis-J vottorö og ökuskóli. G V Sigurðs-J son. ökukennari. Sími 11271. BELLA „Það er nú samt miklu verra fyrir mig en yöur að ég skuli hafa týnt miðanum — nú man ég ekki hvar ég ætlaði úr vagninum. ÍILKYNNING „Litlabíó" kvikmyndaklúbburinn. Háskóladagar mínir (Gorkf) eftir Danskoj (Rússn. 1938). Sýnd kl. 9. Islandsmvrid frá 1938 o.fl. myndin Sýnd kl. 6. Dansk Kvindeklubs sommerud- flugt til Vestmannaöerne er plan lagt d. 25. 6., og vi mödes i luft- havnen kl. 8. I tilfælde af udsætt else pá grund af d&rlig flyvevejr bedes man tirsdag morgen pr. telefon have "orbindelse med Flugfélag íslands Bestyrelsen. VISIR /9*** lárum Bæjarfréttir. Ráðhiís bæjarins er ekki til ennþá, en í gær skip aði bæjarstjórinn nefnd til þess að velja heppilegan stað fyrir það. í nefndína voru kosnir: borgar- stjóri, forseti og skrifarar borgar stjórnarinnar. 21.júní 1918. tfEÐRIÐ OAG Norðaustan gola, léttskýjað að mestu. Hiti 11—14 stig í dag, 6—9 í nótt EIBMET Minnsta rfki < heimi er Vatíkan ið á ftalíu, sem er aðeins um 44 hektarar að flatarmáli. Txm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.