Vísir - 24.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 24.06.1968, Blaðsíða 3
VfSIR . Mánudagur 24. júní 1968. Loks vann FH ekki i útihandknatfleik: MATTIÞAKKA FYRIRJAFNTEFLI GEGNÞRÓTTIIGÆRDAG Æsispennandi leikur á Melaskólasvæbinu ¦ Það datt víst engum áhorfendanna á Melaskóla- lóðinni í gær í hug að íslandsmeistararnir f 12 ár í útihandknattleik, FH, mundu lenda í vandræð- um með „litla" Þrótt. Hvað þá heldur þegar stjörnur Þróttar, Hauk Þorvaldsson og Axel vantaði. ¦ Þegar dómarinn blístraði til léiksloka máttu FH- menn þakka fyrir að ganga út af með þó annað stigið. í fyrsta skipti í öll þessi ár gengu þeir út af og voru ekki sigurvegarar, — loksins. t.d. Þór Ottesen og Gunnar örn Guömundsson. FH haföi yfir 11:7 í hálfleik og hafði 6 mörk yfir, þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður. Þá tóku hinir ungu Þróttarar aö síga á og hvert markið af öðru kom á töfluna Þróttar megin. Loks var jafnað í 19:19, en Þróttur komst síðan yfir 20:19. Jöfnunarmark FH var satt að segja heldur leið- inlegt. Dómarinn sá ekki þegar Örn komst inn á línuna, að varnarmanni Þróttar var haldið kyrfilega föstum til að opna á línunni. iR komst seint í gang gegn Haukum f fyrri leiknum í gær. Haukar voru búnir að skora ellefu mörk áður en fyrsta mark þeirra kom, síðan sást talan 16:2 og í hálfleik 19:6. í seinni hálfleik skora ÍR-ingar 9 mörk í röð og kom- ast í 20:15, en leiknum lauk 27:21 fyrir Hauka, sem tókst að stöðva hina miklu árásir iR- inga og óvæntu í tæka tíð. Margir áhorfenda horfði á leikina og fæstir munu hafa séð eftir aö horfa á Þrótt og FH berjast, — nokkuð sem enginn hafði gert sér vonir um. Það var sannarlega fjör í þessum leik og hiö unga liö Þróttar með Guðmund Gústafs- son í markinu stóð sig meö mestu prýði. Er ekki nokkur vafi á að Þróttur hefur hér dottið niður á gott lið og margir hinna ungu leikmanna lofa mjög góðu, „VOLLURINN 0FSLÆMUR' — sagbi dómari og lét flytja 3. deildar- leik úr Sandgeroi i Garoinn Það er sjaldgæft að dómari neiti að láta leika á leikvelli vegna þess að völlurinn sé ekki í hæfu ástandi. Þetta gerðist í gærdag suður í Sandgerði. Þar ákvað dömarinn, Einar Hjartar- son að leikurinn skyldi ekki leik ina, völlurinn of laus, og grófur. Voru nú góð ráð dýr, andstæð- ingurinn langt að kominn, Stefnis- menn frá Súgandafiröi. Var leikur- inn fluttur í Garðinn, þar sem betri völlur var til reiöu. Leiknum lauk hins vegar svo, að Reynismenn sigruðu með 3:1 og höfðu talsverða yfirburði i leikn- um. Guðmundur Gústafsson markvöröur Þróttar varði stórkostlega af línu. hér stekkur Páll Eiríksson inn Yestm.eyingum varð á sama skyssa Létu morgunvélina fara, — urbu siban af leiknum vib Akureyri MARKVÖRÐURSPARKAÐI í AFTURENDA SÓKNARMANNS ) — og úr vitinu skorabi Isafjörbur sigurmarkib ¦ Engir Vestmannaeyingar voru mættir kl. 16 í gær á Akureyrarvelli, þegar leikur- inn við Akurnesinga i I. deild átti að hefjast. Dóm- arar og línuverðír voru þar aftur á mðti, - höfðu farið með morgunvélinni. Eyja- menn ætluðu níeð flugvél eftir hádegið til Akureyrar, en vélin komst til Eyja en varð að hætta við brottför vegna veðurs og kom aftur til Reykjavíkur kl. 20 í gær. Finnst- mörgum að hér hafi Eyjamenn gert sömu skyssuna og þeir hafa sakað Framara og Keflvíkinga um, þ. e. að treysta hmu valynda Eyjaflugi eða öllu heldur Eyjaveðri, sem gerir mönnum nú lífið mjög leitt. Veður eru það ótrygg, að ekki virðist af veita að leggja upp daginn fyrir leik. Það er líka alkunna, að fyrir lið er alls ekki hagstætt að koma beint úr flug- vél til leiks. Vissulega kostar það meira að dvelja nótt á hóteli fyrir leik, en án efa mundi sú nótt, ef hún er notuð til hvíld- ar, verða til þess að lið nyti sín betur í leik. Almenn gremja var yfir leik- frestuninni á Akureyri 1 gær, — ekki sfzt vegna þess að ekki náö ist i mótanefnd KSÍ eða fram- kvæmdastjórn vegna máls þessa. Voru áhorfendur komnir til Ak- ureyrar alla leið úr Skagafirði, Ólafsfirði, Húsavík og nærsveit- um og voru illilega blekktir. Það er ekki aðeins Þróttur, sem virðist ætla að missa af strætó í 2. deildinni, - Breiða- blik, sem margir álitu að væri nú að koma up með sterkt 110, tapaði óvænt á heimavelli sin- um við Vallargerði á laugardag- inn með 2:1 fyrir Isfirðingum, — liðinu sem háði svo harða bar- áttu við Slglufjörð um að halda áfram sæti í deildinni. ísfirðingar virtust ekki síður cn Vestmannaeyingar eika mikið undir flugsamgöngum, — og menn urðu að bíða komu liðsins i hálftíma áður en leikur gat hafizt. Mjög fljótlega skoraði Guðm- undur Þðröarson, hinn skemmtilegi framherji Kópavogsliðsins. Þetta var eina mark liðanna í fyrri hálf- leik. 1 seinni hálfleik jafnaði Isafjörð ur leikana, og þegar 10—15 mín. voru eftir af leik skoruðu þeir sigurmarkið úr vítaspyrnu, — markvörðurinn hafði sparkað i aft- urendann á sóknarmanni lsafjarð ar. ísfirðingar áttu e.t.v. öllu meira í leiknum og voru vel að sigri komnir. Akumesingar vilja upp! i \ Selfoss reyndist engin hindrun á leib peirra Akurnesingar unnu Selfoss 4:1 i 2. deildinni í gærdag á Skipaskaga. Stefna Akurnesingar greinilega að 1. deild aö nýju mefi betra liði og endurskipulögfiu. Leikur ÍA i gær var fjörugur á köflum og samleikur ágætur. 1 hálfleik var staðan 2:0 og skoraði Hreinn fyrra markið en Matthías það síðara. í seinni hálf- leik kom 3:0 frá Guðjóni Guö-' mundssyni og 3:1 úr víti á Akra- nes. Hreinn Elliðason, hinn fótfrái miðherji átti svo lokaorðið í þess- um leik með 4:1. Selfossliðið unga, með 21 árs leikn.-^nn sem elzta leikmann, skort ir alla reynslu, en er að mörgu léyti mjög skemmtilegt lið. Hjá ÍA var Hreinn góður og greinilega sá kraftur sem liðið þurfti í framlín- una. Þá yar Einar markvörður góð- ur. Hrönn vonn sinn fyrsta sigur í gærkvöldi léku lið ungtempl- arafélagslns Hrannar og Vifils úr Garfii á Melavellinum. Leikar fóru svo, að ungtemplarar fðru mefi sigur af hólmi 3:1 og komsá sleur nokkufi á ðvart, því að Viðísmenn hafa gert sér vonir um að komast i úrslitin í 3. deild, en þessi ósigur setur nokkurt strik í reiknlnginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.