Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 10
70 VlSIR . Föstudagur 19. júli 1968. BORGIN Reykjavíkurborg gengst fyrir námskeiðum fyrir þau börn, sem e kki komast í sveit á sumrin. Er farið í kynnisferðir og farið í ýmsa leiki. Þessi mynd er tekin af einum hópnum, er lögreglan Ólason, yfirlögregluþjónn, sem ræðir við bömin. i Reykjavík var að kynna þeim umferðarmái. Það er Óskar * Vatnsveitan i Eyjum: Vatni hleypt á á morgun eða hinn — Vatn á kerfið i ágúst Verið getur að ekki verði unnt að hleypa vatni í nýju Ieiðsluna f Véstmannaeyjum á morgun, vegna veðurs. Endi leiðslunnar var tekinn í land i Vestmannaeyjum í gær, og í morgun Arar verið að ganga frá endanum i landi, og eftir er að ganga frá leiðslunni i rennunni inn an hafnarinnar. Sagði Magnús Magnússon, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, að veöur væri þar slsemt í dag til bessara fram- kvæmda og því gæti dregizt fram á sunnudag að hleypa vatni á leiðsl- una. Eftir að gengið hejur verið frá verður leiðslan þrýstiprófuö í eina viku, vatn verður látið renna um 'eiðsluna i eina viku með yfirþrýst- ngi. Unnt verður að fá vatn þegar í stað á bíla, eða með sama fyrir- komulagi og verið hefur til þessa í Vestmannaeyjum, sagði Magnús, þannig að þar verður ekki vand- ræðaástand lengur. Eftir er að ganga frá ýmsum smáatriðum í innanbæjarkerfi vatnsveitunnar, til að unnt sé að hleypa vatninu á það. Vonazt er til, aö því verði lokið í haust, þann ig að þegar kemur fram í ágúst geti verið unnt að hleypa vatninu á kerf ið. vík, svaf værum svefni á hóteli ] hér í borginni. Lögreglan náði i; ölvaðan mann rétt hjá og hafði hon um tekizt að komast svolítinn spöl i frá bifreiðinni. Var maðurinn mik- | ið slasaður. Sagði hann, að sér ] hefði veriö boðið í ökuferð og hefði hann því ekki ekið bifreið- 1 inni. Stangast þetta á viö fullyrð- I ingu ieigubifreiðarstjórans, eins og fyrr greinir. Maðurinn liggur nú á , Landspítalanum, en hann fékk 1 svöðusár á höfuð og var auk þess| með heilahristing. Var hann því I fluttur af Slysavarðstofu á Land- spítalann til frekari rannsóknar. Stal bíl m—> i -ib' Eins og fyrr segir var bifreiðin stolin, því að eigandinn, úr Kefla- GÓÐ BILAKAUP 2 nýir Fíat 1100, er hafa skemmzt lítils hátt- ar, verða seldir með afslætti og góðum kjör- um. BÍLAVAL Laugavegi 92. Símar 19092, 18966 og 19168. STULKA OSKAST til skrifstofustarfa SÖLUÞJÓNUSTAN Ægisgötu 7, 3. hæð. TIL SÖLU Ford ’55 fólksbíll, Ford ’55 station, Mercury Hard-Top 2ja dyra. Einnig mikið úrval af notuðum varahlutum. Upplýsingar á Fossagötu 4, Skerjafiröi. Sími 81918 eftir ki. 20. Lónuðu kompás- luusir um flóunn á unnun sólurhring Umfangsmikil leit var undirbú- in í Kefiavík í gær að litlum opnum báti með tveim mönnum, sem ekk- ert hafði spurzt til síðan á miðviku dag, þegar hann fór í róður um þrjú leytið. — 10 bátar voru fengn- ir til leitar og bátar undir Jökli beðnir að svipast um eftir trillunni. Seinni partinn í gær fréttist svo af bátnum. Hafði hann komið upp að vélbátnum Jökli í gær með brot inn kompás. Var hann þá staddur við Þormóössker. Litlu síðar mun trillan hafa lónað upp að vélbátn- um Fróða, sem einnig var á þess- um slóðum og beðið skipverjana að gefa sér stefnuna á Keflavík, hvað þeir gerðu. Þegar farið var aö svip ast um eftir bátnum létu þessi skip vita af ferðum hans og var þá einn bátur sendur út frá Keflavík til móts við þá félaga og lóðsaði þá síðan í land. Til Keflavíkur komu þeir svo seint í gærkvöldi svangir og kaldir. Virt- ist trillan ekki búin neinum örygg- isútbúnaði og mennirnir algjörlega hjálparlausir, ef eitthvað bæri út af. Nýr skóli — | 16. slöu I byggingavinnu annaðist bvgginga- félagið Brún á Egilsstöðum. For- i maður byggingarnefndar var Sig- urður Blöndal, skógarvörður á, Hallormsstað, en skólastjóri er Guð j jón Jónsson. Formaður skólanefnd-! ar er Guttormur Þormar, bóndi í, Geitagerði. I Bílgurpur heim- ' sækju Hvunnulindir í unnuð sinn í sögunni Hinn 26. þessa mánaðar hyggst Gísli Eiríksson, bifreiðarstjóri, á- samt 50 öðrum þaulvönum fjalla- mönnum sækja heim Hvannalindir fyrir norðan Vatnajökul. Er þetta í annað sinn í sögunni, sem ferða- hópar halda á þessar slóðir, en ár- ið 1959 fór ÍJísH ásamt Guðjón Jónssyni með Osvald Knudsen þangað til myndatöku. Ferðin mun kosta 3000 krónur fyrir hvern, fyrir utan fæði, og er ætlunin, að hún standi í ellefu daga. Farið verður vestur Ódáða hraun og niður með Jökulsá á Fjöl um. Takist ekki að aka alla leið verður gúmmíbátur til taks. Enn munu vera nokkur sæti laus fyrir áhugamenn um slíka ferð. Mólverk skemmust Ekki er talið, að tiónið af völd um lekans í Listasafni ríkisins hafi orí jafn alvarlegt og á horfð- ist. Þó munu tólf olíumálverk hafa orðið fyrir skemmdum af völdum iekans. Á miðvikudagsmorgun kom skyndilega leki að þremur lista- verkageymslum í Listasafninu. Flest málverkanna, sem sködduð ust íunu verða send út til Statens Museum for Kunst í Kaupmanna- höfn, bar sem revnt verður að gera við þau. Þau verk, sem skemmdust, eru bæði eftir íslenzka og erlenda lista menn. í gær var ennbá leki í einu herbergi safnsins, en nú er unn- ið að lagfæringu á hitakerfinu. BELLA Það ferlegasta er að þakrennan legur ennþá. ‘JEÐRIB OAG Suðaustan kaldi eða stinningskaldi dálftil rigning.. Hiti 11-14 stig. Noregur vunn — 2. sföu. í norska liðinu voru þeir einna beztir Olav Nilsen (nr. 7), Harald Berg (nr. 9), Jan Rodvang (nr. 2) og Arild Mathisen (nr. 5). Annars var liðið skemmtilega leikandi og fullt baráttugleöi. Með örugga for- ystu í leikhléi gátu liðsmennirnir tekið þaö frekar. rólega f síðari hálfleik, sem þeir og gerðu. Dómari var McCarthy frá Ir- landi, og virtist hlynntur Islend- ingum. Dubcek — -> 7 söíu. Tékkóslóvakíu haldið áfram og kommúnistar og verkamenn Tékkóslóvakíu fullvissaðir um, að sovétstjórnin muni veita þeim alla nauðsynlega aðstoð til þess að halda þvi, sem áunn- izt hafi viö sósfalistiska stjórn í landinu. Eystri-lundsréttur 1. síðu Heikki Hosia ráðuneytisstjóri fyrrverandi menntamálaráð- herra Finnlands, aðrir ráðuneyt- isstjórar og starfsmenn ráðu- neyta. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra sagði, að fundur- inn nú væri hinn reglulegi, ár- legi vinnufundur norrænu menntamálaráðherrana og sam- starfsmanna þeirra. Tvennt, sem sérstaklega viki að íslandi yrði til umræðu á fundinum, norræn eldfjallarannsóknastöð á fslandi og aðstaða fslendinga til náms í húsagerðarlist á Norðurlönd- unum. Ennfremur verður rætt á fundinum um samræmingu skólakerfa á Noröurlöndum, nor- rænt og alþjóðlegt samstarf á sviði vísinda og annarra menn- ingarmála, norræna þjóðfræða- stofnunin verður til umræðu, Menningarsjóður Norðurlanda o. fl. Dómnefndin — . ^—-> lb siöu að málin æxluðust sisvona þótti j ekki ástæða til aö grafast fyrir um nöfnin. Hann sagði, að dómnefndin hefði verið sammála um, að ekkert hinna aðsendu ljóða væri hæft til að verðlaunast. Ljóðin hefðu verið býsna misjöfn að gæðum og ytri gerö. Sumir sendu heila ljóðaflokka. en vart hefur veriö ætlazt til þess í upphafi, þar sem tilskilið var, að verðlaunaljóðið væri sönghæft og tilvalið tækifærisljóð. AÖ öðru leyti vildi prófessor | Steingrímur, sem minnst uiri mál- ' ið segja, en hann hefur áður átt sæti í svipuðum dómnefndum, t. d. fyrir Skálholtshátíðina fyrir 5 ár- ! um, og væri ekki úr vegi að álykta, 1 að Ijóðin, sem þá bárust, hafi verið mun betri en nú, því að mörg þeirra þóttu nógu góð til þess að hljóta verðlaun og viðurkenningu. C3BL.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.