Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 19.07.1968, Blaðsíða 13
VlSIR . Föstudagur 19. júlí 1968. 13 Föstudagsgrein — m-> 9- síöu. orsök þess, þegar þér skjótið fólk? — Nei. fjarri því. Ég skýt aldrei fólk, nema ég ætli að gera það. Sjáið þetta kíkissigti. Það er hámákvæmt á 300 metra færi. Þegar ég ætla að skjóta fólk, þá set ég það á gamla riffilinn, stilli honum vel og hátt upp og ploppa það niður eins og endur. Með þessu kíkis- sigti er engin afsökun fyrir ó- nákvæmi. — En hvers vegna gerið þér það? — Það eru margar ástæður fyrir því, Stundum finnst mér ég vera einmana og hafa þörf fyrir að láta á mér bera. Stund- um er ég vonsvikinn og finnst ég þurfa að hleypa út gufu. Það er hægt að láta mikið á sér bera og hægt að hleypa út mikilli gufu með þvf að skjóta fólk. — Emð þér sammála þessu hr. K. S. Finnst yður það sál- bætandi að skjóta fólk? — Nei. Hjá mér er það hreinn bissness. Ef þér þurfið að láta skjóta fólk, þá skuluð þér bara láta mig hafa nöfn þess, og ef þér bjóðið viðunanlegt verð, þá skal ég sjá um það.“ ■%7'ið skulum nú ekki hafa þessa . ívitnun lengrí, en þannig framkvæma Bandaríkjamenn nú sjálfskönnun sína. Þeim brá mörgum í brún, einkum eftir morðið á Robert Kennedy. Hundruðum og þúsundum sam- an tóku menn sjálfkrafa að senda byssur sínar til lögregl- unnar og biðja hana um aö fjarlægja þær og eyðileggja. SmnHtn varð óglatt af að hugsa uíHiS'ko.tvppn eftir þann ofboðs- legá ‘ verknað. Samt munar lítið um þetta, þegar tekið er tillit til þess að kringum 50 milljón byssur eru f einkaeign f Bandarfkjunum. Hér skal ekki farið lengra út f það að reyna að rekja undir- liggjandi sálrænar ástæður þessa skotvopnaæðis í Bandarfkja- mönnum. En hitt er vfst og kemur nú skýrt fram af öllum frásögnum um þetta, að hverjar sem dýpri ræturnar eru, þá er nærtækasta orsök byssumorð- anna í Bandaríkjunum einfald- lega sú, að það er allt of mikið til af byssum í landinu, þær virðast liggja þar svona nokkum veginn á glámbekk og það er ekki meiri vandkvæðum bundið þar að bregða sér inn fbúð og fá sér byssu en að kaupa dósa- hníf. TVTú hefur því að vísu verið talsvert flaggað, að eftir morðið á Kehnedy hafi þjóð- þingið brugðið við og samþykkt ný lög um takmörkun á sölu á byssum, sem Johnson forseti sfðan undirritaði með pomp og pragt. En í reyndinni em þessi nýju lög hvorki fugl né fiskur. Þau fjalla einungis um það, að bannað sé að senda byssur i póstkröfu og stafar þessi litla hreyfing af því að Oswald, sem myrti Kennedy forseta hafði fengið bvssu sína með þeim hætti. Sú venja hefur sem sé viðgengizt í Bandaríkjunum, að byssubúðir hafa auglýst vam- ing sinn tilsölu og til þess að Gistihúsið á Laugarvatni j Sími 6113 auðvelda kaupin sem mest, hafa þeir útbúið í auglýsingunum, pöntunarreit eða ,,kúpon", sem ekki hefur þurft annað en að útfylla og þarf ekki einu sinni að frímerkja, heldur bara fleygja í póstkassa. þá hefur fyrirtækið séö um að senda gripinn jafn- skjótt í póstkröfu. En þetta breytir ekki einu sinni möguleikum á að senda byssur með þessum hætti, þetta gildir aðeins hinn opinbera póst, en í Bandaríkjunum eru einnig starfandi um landið serstök fragtsendingafirmu, sem vinna alveg eins og pósturinn með eft- irkröfufyrirkomulagi og þau halda áfram sem áður sömu iðjunni. Oyssukaup eru algerlega frjáls og ótakmörkuð í mestum hluta Bandarikjanna. Fáein héruð hafa verið að setja tak- mörkunarreglur og koma á skrásetningu, en það kemur ekki að nokkru haldi, þvi þá geta menn bara skroppið yfir i næsta fylki eða — ef þeir eru þar á ferð, — þar sem allt er frjálst. Víðast tíðkast það ekki einu sinni i byssubúðum aö spyrja eftir nafnskírteini, hvað þá að nokkurt eftirlit sé með þvi haft að forhertir glæpamenn og sálsjúkir menn geti útvegað sér skotvopn að vild. Hörð samkeppni er milli byssukaupmanna að selja sem mest og beita þeir alls kyns ráð- um til að auka umsetninguna. Þeir hafa útsölur og afsláttar- sölur og hvetja menn með furðu legustu auglýsingum: „Ég heiti Beretta. — Taktu mig með þér.“ Þeir tala um nýjustu spesial-árgerð af Winchester, tala um yndisþokkann i línum og útliti og jafnvel um „bros- andi byssur". Svona aðferðir sem eru f einu orði sagt viður- styggilegar í augum annarra þjóða, þykja sjáifsagöar og eðlilegar í hópi byssuglaðra Bandaríkjamanna. Þar eru og starfandi fjölmenn skotfélög og veiðimannafélög og á hverju hausti fara tugþúsundir veiði- manna upp í fjallalönd Banda- ríkjanna til að skjóta allt kvikt sem þeir koma auga á. Þannig hugsa þeir sér að varðveita veiðianda „píónéranna". J?n bak við er líka viðskipta- áhugi og hagsmunir byssu- verksmiðjanna, sem eru taldar einhver öflugustu áhrifasamtök, sem vinna að því að fá þjóð- þing iandsins á sitt band. Þar er sú sterka taug, sem hefur haft þau áhrif, að Bandaríkjamenn ein þjóða heims hafa ekki sett sér byssulöggjöf sem sæmandi er menningarþjóð. Nú ættu þeir ekki aðeins að láta við það sitja, að sálskoöa sitt eigiö þjóðlíf. Nú ættu þeir að rífa sig upp úr þessu svina- ríi og spillingu. Þeir þykjast að vísu sjá annmarka á því, ó- tal ljón á veginum að koma á hjá sér skotvopnatakmörkunum eins og hjá siðuðum þjóðum. En þetta er þó það sem þeir verða að gera, ef þeir vilja ekki halda áfram að verða sér sjálfum til viðvarandi skammar frammi fyr- ir umheiminum sem mesta villimannaþjóð veraldar. Þorsteinn Thorarensen. RÝMINGARSALA á öllum sumarfatnaði verzlunarinnar. — Úrval af kven- og bamasumarfatnaði. VERZLUNIN VALVA Skólavörðustíg 8. Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda verður haldinn í Sigtúni, fimmtudaginn 8. ágúst, 1968 kl. 10 f.h. Dagskrá: 1. Formaður stjómar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfa- nefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1967. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1967. 5. Önnur mál. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Vöruflutningar fc. t TáMMÍ ÐO T8HVT núii -- >•«•■< um allt land ÝMISLEGT ÝMISLEGT LfíNDFLUTMNGfíR Ármúla 5 . Sími 84-600 TEKUR AU.S KONAR KLÆÐNtNGAR FUÓT OS VÖNDUÐ VINNA ClRVAL AF AKUEÐUM LXUaAVtatt-SlHIWMÍ HtlHAS'IHItMM BOLSTRUN Svefnbekkir á verkstæðisverfti — Fjölbreytt úrvaL 600 krónu mappa Þeir áskrifendur v'ísis, sem hafa safnað „Visi i vikulokin“ frá upphafi í þar til gerða möppu, eiga nú 136 blaðsiðna bók, sem er yfir 600 króna virði. Hivert viðbótareintak af „Vísi í vikulokin“ er 15 króna virðl. — Gætið þess ’vi að missa ekki úr tölublað. Aðeins áskrifendur Vísis fá „Vísi í vikulokin". Eldd er hægt að fá fylgiblaðio á annan hátt Það er þvi mikils virði að vera áskrifandi að Visi. Gerizt áskrifendur strax, ef þér eruð það ekki þegar! Dagblaðið VÍSIR VISIR I VIKULOKIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.