Vísir


Vísir - 03.08.1968, Qupperneq 5

Vísir - 03.08.1968, Qupperneq 5
VISIR . Laugardagur 3. ágúst 1968. 5 Hanzkinn við heimilisstörfin jftj'argar ykkar hafa sennilega 1 vanizt gúmmí- eða plast- hönzkunum við heimilisverkin. Alla vega eru gúmmíhanzkar til heimilisverka meira áberandi í nýlenduvöruverzlunum nú en aðeins fyrir einu ári. Eftir því sem sænsk neytendarannsókn hefur sannað, vinnur maður al- veg eins hratt og vel hanzka- klædd og án hanzka. — Það er að segja, ef hanzkarnir eru vald- ir vel meö tilliti til þess, að stærðin hæfi hendinni og þeir séu nógu liprir. Kostirnir viö að nota gúmmí- hanzka við heimilisstörfin eru ýmsir. Það er hægt að þvo upp í 10 gráðá heitára vatni. Hend- urnar litast ekki, ef um er að ræða hreinsun eða þvott á efn- um, - ’m gefa frá sér lit, Hend- urnar rifna ekki af þurrki og eru verndaðar, ef maður hefur viðkvæma húö eða er með exem. Þegar maöur velur sér hanzka ætti maður að hafa það i huga, að hanzkarnir séu nægilega lang ir (31 cm. er álitin hæfileg lengd á hönzkum, sem notaðir eru við flestöll heimilisverk) og víðir, þannig að þeir klemmi ekki aö fingrunum og hindri mann í að vinna verkið, hanzk- inn má samt ekki vera of víð- ur t.d. að ofan þar sem hann getur þá fyllzt af vatni, og síð ast en ekki sfzt verður lófinn að vera hrjúfur eða rifflaður svo hægt sé að ná góðu taki á hlutn- um. Plasthanzkar þola þvottaefni vel en sumar tegundir þeirra lit- ast af t. d. silfurfágunarefnum. Hanzkar úr gervigúmmí þola hins vegar öll efni. Til þess aö hanzkarnir séu endingargóðir verður að fara vel með þá. Það eykur endinguna, ef maður skol- ar hanzkana vel eftir notkun eða þvær þá í sápu og heitu vatni. Það verður að þurrka þá vel — og svo verður maður, aö kunna aö klæða sig úr þeim á réttan hátt, ekki rífa í fingur- endana. Áður en þið festiö kaup á hönzkum fáið þá að máta þá á báðar hendur þar sem stærðin getur verið mismunandi fyrir hvora hönd. Kjöt steikt á útiglóð hættulaust T/" jöt steikt á útiglóð hefur ár- um saman legið undir þeim grun í Bandaríkjunum að vera hættulegt heilsunni. Þessi skoð- un kom fram eftir aö sannað var í vísindalegri skýrslu að kjöt steikt á útiglóö innihéldi krabba meinsvalda. Síðustu rannsóknir benda þó á það, að ekki sé nokk ur ástæða til ótta eftir því sem stendur í tímaritinu Good House keeping. Að vísu er ein efnis- tegundin, sem finnst í sígarettu- reyk meðal þeirra efna, sem myndast við það aö kjötfitan drýpur niður á viðarkolin. Það er þó í minnihluta. eftir því sem' bandaríska krabbameinsfélagið heldur fram og engar vísinda- legar athuganir sanna að í kjöti steiktu á viðarkolum séu krabba meinsvaldar. Meðal annars voru gerðar at- huganir á rottum, sem fóðraðar voru á fyrrgreindu efni. Ekkert tilraunadýranna sýndi sjúkdóms einkenni. Þegar allt kemur til alls sýnir bandaríska skýrslan enga ástæöu fyrir því að hætta að nota útiglóðina — fremur væri þaö vegna kvefhættu f þessu landi snöggra veðra- brigða, sem viö lifum 1. ÚTILEGAN eins og teiknarinn sér hana. - Bóndinn hefur snúið sér að sínum hugðarefnum, matreiðslunni yfir glóð. Frúin nýtur þessa og flatmagar inni í tjaldinu og hlustar á óska- lögin, meðan börnin ærslast. Eflaust verður helgin, sem í hönd fer eitthvað þessu lík. Ann- ars sýnir myndin, þegar vel er að gáð, að ferðafólkið hefur brotið talsvert af sér. SUMARHÁTÍÐIN í Húsafeilsskógi UM VERZLUNARMANNAHELGINA Hljómar—Orion og Sigrún Harðardóttir SKAFTE og JÓHANNES — DANS A 3 STÖÐUM — 6 HLJÓMSVEITIR TÁNIN G AHL J ÓMS VEITIN 1968 — HUÓMSVEITASAMKEPPNI Skemmtiatriði: Leikþættir úr „Pilti og stúlku" og úr „Hraðar hendur“ — Alli Rúts — Gunn- ar og Bessi — Ríó tríó — Ómar Ragnarsson 1— Bítlahljómleikar — Þjóðdansa- og þjóð- búningasýning — Glímusýning — Fimleika- sýning — Kvikmyndasýningar. Keppt verður í: Knattspyrnu —Frjálsíþrótt- um — Glímu — Körfuknattleik — Hand- knattleik. UN GLIN G AT J ALDBÚÐIR FJÖLSKYLDUTJALDBÚÐIR Bílastæði við hvert tjald. KYNNIR: JÓN MÚLI ÁRNASON Verð aðgöngumiða 300,00 fyrir fullorðna, 200,00 kr. 14—16 ára og 13 ára og yngri ókeypis í fylgd með foreldrum sínum. — Gildir að öllum skemmtiatriðunum. — SUMARHÁTÍÐIN ER SKEMMTUN FYRJÖR ALLA U.M.S.B. Æ.M.B. TEKUR ALUSKONAR KLÆÐNINGAR FL4ÓT OG VÖNDUÐ VINNA ClRVAL AF AKLÆÐUM LAUGAVEO 62 - SlMI 10S2S HEIMASIMI8J634 BOLSTRUN Svefnbekkir í úr ali á verkstæðisverði. rökum aö okkur dvers konar múrbrot og sprengivinnu 1 húsgninnum og raes iitti Leigjum úí toftpressur og vfbrt sleöa Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai Áifabrekki. við Suðurlands brauL siml 10435. Vöruflutningar um allt land

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.