Vísir - 03.08.1968, Side 7

Vísir - 03.08.1968, Side 7
V1SIR . Laugardagur 3. ágúst 1968. i 7 YFIRFARIÐ BIFREIÐINA ÁÐUR EN LAGT ER AF STAÐ — Nokkrar leiðbeiningar frá Umferðarnefnd og lögreglunni TVTú um helgina má búast við stór- aukinni umferð á þjóðvegum landsins. Verzlunarmannahelgin hefur um langt árabil verið ein mesta ferðahelgi ársins og er jafn- vel að vænta, að umferðin verði enn meiri þessa helgi cn nokkru sinni áður. Fiöldi móta, víðs vegar um landið hefur veriö augiýstur og má búast við, að umferöin verði mest í nánd við mótssvæðin. . 1 trlefni þessa vilja Umferðar- nefnd Rvíkur og lögreglan koma á framfæri nokkrum atriðum, sem gætu orðið ökumönnum gagnleg viö akstur á þjóðvegum. Eru öryggistækin í lagi? Áður en lagt er af stað í langferö er nauðsynlegt aö aðgæta, hvort bifreiðin sé í lagi. Eftirfarandi at- riði i bifreiðinni eru mikilvægust í þessu sambandi: Stýrisútbúnaður, hann má yfir fara með því að lyfta framhjólum bif reiðarinnar og athuga, hvort stýris endar, spindlar og spindilkúlur séu í lagi, og ekkert óeölilégt slit sé þar að finna. Hemla þarf að athuga sérstak- lega vel. Hemlarnir verða að virka vel og jafnt á öllum hjólum. Ef fóthemill gengur að gólfi við heml un er bifreiöin óökufær og í stór- hættulegu ástandi. Bifreið í slíku á- standi ætti aldrei að vera í um- feröinni. Hjólbarðar mega ekki vera of slitnir, og munsturslausir. Loft- þrýstingur í þeim þarf að vera hæfi legur. Merkjatæki bifreiðarinnar veröa að vera í lagi, sérstaklega hemlaljós stefnuljós, hljóðhorn o.s.frv. Rúðuþurrkur og rúöusprautur er nauðsynlegt að hafa í bezta lagi, þar eð ökutækið verður óökufært, þegar rignir ef þessi tæki eru ekki í lagi. ' Búast má við, að þau ökutæki, sem ekki uppfylla fyrrgreindar kröfur veröi tekin úr umferð, hvar sem til þeirra næst. VARHUGAVERÐ ATRIÐI í ÞJÓÐVEGAAKSTRI. Beygjur og laus möl. Beygjur og iaus möl krefjast sérstakrar aðgæzlu einkum ef veg ur er þröngur og útsýn fram á við ekki góð. Mjög alvarleg slys hafa orðið, er bifreiö hefur lent út af vegi við slíkar aöstæður. Oft má rekja orsakir slíkra slysa til rangra viðbragöa ökumanns, of mikils hraða eða aö athygli hans var bundin við eitthvað annað en aksturinn. Nauðsynlegt er aö gera sér góöa grein fyrir því, hvernig bezt er að haga akstrinum og beita öryggistækjum bifreiðarinnar rétti- lega. Dragiö úr ferðinni þegar fram undan er beygja, þannig að ekki þ’.-.-fi að hemla í beygjunni sjálfri. Einnig er varhugavert að stfga fast á hemlana, þegar ekiö er í lausri möl, þar eð hemlun við slíkar aðstæður torveldar mjög stjórn bifreiöarinnar. Þá er einnig mjög vafasamt að vel takist til, ef stýrishjóli bifreiðarinnar er snú- ið mjög skyndilega við slíkar aö- stæöur, þar eð þá er mjög líklegt að bifreiðin skransi. Ökumenn ættu að hafa í huga, aö akstur í lausri möl líkist mjög akstri í hálku. Biindliæðir. Blindhæðirnar eru nú hættulegri en nokkru sinni áður. Nú á þessu sumri hafa oröiö nokkur umferðar siys við mætingu á blindhæð, vegna þess, að ökumaður annarrar hvorr ar bifreiöarinnar gleymdi hægri regiunni. Það er því nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr, aö ökumenn sýni ýtrustu varúð, ef blindhæð er framundan á veginum. Sérstaklega er mikilsvert aö fylgjast vel með umferðinni framundan og gera sér grein fyrir, hvar vænta má umferð ar úr gagnstæöri átt. Gætið vel að hættumerkjum blindhæða dragið úr hraðanum og fiytjið ökutækið vel út að hægri vegarbrún og gott get ur reynzt aö gefa hljóðmerki áöur en komið er á hæöarbpnguna. Ræsi í veginum. Víðast eru ræsin merkt með gul- Dragið úr hraðanum áður en þið mætið bifreið, némiö frekar staðar og bíðið, en að tefla á tvær hættur með því aö mæta bifreið á þröng um vegi, á of þröngri brú eöa við ræsi.. Óvæntar hindranir. Óvæntar hindranir kunna alltaf a' vera á veginum framundan. Má mjög mikilsvert aö velja réttan aksturshraða. Heppilegast er aö aka með jöfnum hæfilegum hraða, og forðast framúrakstur, sem alltaf veldur miklum óþægindum og hættu. Leyfilegur hámarkshraöi á þjóðvegum er 60 km á klst., en ávallt ska! miða hraðann við aðstæð ur. Of hægur akstur getur veriö fullt eins varhugaveröur eins og of hraður akstur. Ef ekið er of hægt veldur þaö tíðum framúrakstri og óþægindi af verða því meiri. Akstur á þjóövegum krefst fram sýni og fyrirhyggju. Hver og einn sem leggur leið sína út á þjóö- vegina, veröur að aðlagast breyti- legum akstursskiiyrðum. Á góö- blinda ökumönnum útsýni fram á veginn og gera framúrakstur stór- hættulegan. Svipað má segja um látlausar aurslettur, þegar rignir, endalausar holur og grjótflug und an hjólum bifreiöanna. Bezta ráðið til aö forðast óþægindi, sem þessu fylgja, er að halda jöfnum hraða og hafa gott bil til næstu bifreiðar á undan. Ef bifreiðiii bilar. Nú um helgina verður 21 vega- þjónustubifreið FÍB starfandi á veg um úti, feröafólki til aðstoðar. Ef bifreiöin bilar, er nauösynlegt að leggja henni þannig að hún valdi ekki óþarfa hindrun og hættu fyrir aðra umferð. Bezta leiðin til að ieita aðstoöar vegaþjónustu FÍB er að stöðva einHverja hinna fjöl- mörgu talstöðvarbifreiða, og biðja ökumann hennar að koma skilaboö um áleiðis til vegaþjónustunnar. Ef Oftast er farsælla að nema staðar og bíða, en að tefla á tvær hættur með því að mæta bifreið á þröngri beygju. Um 1400 H-áminningarmerki eru meðfram þj óðvegum landsins. Þó er það ekki nóg og ættu allir ökumenn að hafa lítið áminningarmerki á mælaborði bifreiðar sinnar. einkum nefna kyrrstæöar bif,reiöir, og búfénað. Þjóövegirnir eru víðast hvar alveg óvarðir, og á búfénaö ur greiöan aðgang að þeim, og veröa ökumenn því ávallt að vera um stólpum, en sums staðar leyn- viðbúnir aö þurfa ao nema staðar ast þau ómerkt í grasi vöxnum vegkantinum. Ráölegt er að gæta vel að þessari hættu í hvert sinn, sem bifreiðir mætast . vegna slíkra hindrana. Of hægur eða hraður akstur. Þegar ekiö er um þjóðvegina er um beinum vegi getur veriö öruggt að aka meö hámarkshraða, en það verður að vera hverjum ljóst að þegar ökumenn nálgast beygjur, blindhæöir, blindbeygjur, mæta ökú tækjum og nálgast brýr verða þeir að draga verulega úr hraðanum. Rykmekkir, steinkast og aur. Rykmekkir á góðviörisdögum næst í síma má hringja í Gufunes- radíó í síma 22384 eða Akureyrar- radíó í síma 11004 eða Seyðisfjarö- arradíó. Takist að gera við bilunina áður er bifreiö vegaþjönustunnar nær á staðinn, er nauðsynlegt að afþakka aöstoðina á sama hátt og um hana var beðið. Víðast hvar eru þröngar brýr, með erfiðum aðkeyrslum, Veiðimenn Ánamaðkar til sölu. Sími 17159 Frá B.S.A.B. Vegna fyrirhugaðra eigendaskipta á 4ra herb. 111 ferm. íbúð, í öðrum byggingarflokki félagsins, verða þeir félagsmenn, sem nota vilja sér forkaupsréttinn, að leggja umsóknir þar um á skrifstofu félagsins að Féílsmúla 20, eigi síðar en 10. þ.ih. 7

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.