Vísir - 14.08.1968, Síða 3
V1SIR . Miðvikudagur 14. ágúst 1968.
3
...
■•:■■■•.■• ,
Og það er víðar sólskin en í Laugardalnum, eins og sjá má
af þessari mynd frá barnaheimilinu Tjarnarborg.
Þær eru verkstjórar yfir stúlknaflokknum, sem hirðir garð-
inn og heita Guðrún Kristinsdóttir og Þórunn Einarsdóttir.
J Laugardal, þar sem laufið
angar sumarlangt, feta þús-
und naktir fætur um vel hirta
garða þessa sðlheitu ágústdaga.
Konurnar úr Álfheimunum og
Laugarásnum fara þangað með
krakkana eftir hádegisuppvaskið
og sleikja sólskinið á grasflöt-
unum milli birkitrjánna. Stelp-
urnar koma alla leið ofan úr
Undangengin sumur hefur mik
il vinna verið lögð i Laugardals-
garðinn og þar er nú orðið hið
ákjósanlegasta sólbaðssvæði,
sem borgin á. Fólk er smátt og
Háaleitishverfi með dúkkur sín-
ar til þess að fara í mömmuleik
hjá „Móður jörð“. Strákaguttar
sniglast þar um letilega á milli
trjánna. Þar bregður jafnvel fyr-
ir kontóristum í eftirmiðdaginn,
að ganga af sér áhyggjur dags-
ins.
smátt að uppgötva þetta frið-
land og nú er svo komið, að
þangað sækja bílalestir af fólki
í eftirmiðdaginn og aðsóknin að
garðinum til sólbaða er engu
minni en að Hljómskálagarðin-
um f hjarta borgarinnar.
Þessi skrúðgræna vin í miðju
malbikinu verður mörgum griða-
staður, þegar loftið verður of-
þrungið innan grárra veggja. Það
leiðist öllum á skrifstofunum yf-
ir rykföllnum papplrum, í bönk-
um og verzlunum, þar sem allt
er svo kvundags, þar sem kúnn-
arnir koma og fara meö fýlusvip
og fá dauflegt skylduræknisbros
hjá afgreiðslumeyjunum. Og all-
ir þrá þetta eina, að komast eitt-
hvað út úr skarkalanum til þess
að slappa af og njóta sín.
Þegar Vfsismenn fóru þar um
á hádegi í gær voru árrisular
frúr að taka saman pjönkur sfn-
ar eftir sólríkan morgun og tygja
sig til heimferðar. Ungar blóma-
rósir, sem raunar eru verkstjór-
ar yfír stúlknaflokki, þar við
garðhirzluna, sögðu að aðsóknin
væri mest upp úr hádeginu. Þá
fylltist garöurinn af fólki, mest
úr hverfunum í kring. Og þær
áttu von á metaðsókn í gær,
enda hvað heitastur dagur, sem
komið hefur í sumar, heiðskfrt
loft og hægur aadvari.
„Við erum í hjúkrunarleik“ sögðu þessar önnum köfnu konur úr Háaleitishverfinu, sem voru
að búa um dúkkurnar sínar við „Móður jörð“, styttu Ásmundar Sveinssonar.
SÓLSKIN í LAUGARDAL
I