Vísir - 14.08.1968, Side 4
Bítlarnir gáfu föt
fyrir 3 milljónir króna
AMERlSKA kynbomban Jane
Russel, sem heimsfræg var á ár-
unum 1945 til 1960 hefur fengið
skilnað frá eiginmanni sínum, Bob
Waterfield, sem var kunnur knatt
spymumaður. Þau höfðu verið
gift síðan 1943 og þykir það stór-
kostlega langt hjónaband meðal
kvikmyndaleikara í Hollywood. —
Einhverjir sögðu, er þeir fréttu
þetta: „Það var kominn tími til!“
Fyrir nokkru gerðust Bítlarnir
þreyttir á því að vera búöareig-
endur — við Baker Street i Lund-
únum. Þeir opnuðu pop-verzlun
sína Apple, og gáfu undrandi veg-
farendum allt sem var fyrir inn-
an.
Bítlarnir gáfu burt klæðnað
fyrir um 3 milljónir króna —
en þeir skildu eftir í búö sinni
föt fyrir um 10 milljónir.
„Viö viljum ekki sjá að vera
lengur í þessum táningabransa,"
sagði Paul McCartney. Viö höf-
um öðlazt nýjan skilning á hlut-
verkum okkar í lífinu. — Fyrst
leyföu þeir kunningjum að taka
það sem þeir vildu, en síðan
fékk hver sem var að taka þaö
sem honum þóknaöist. í þeirri
deild sem tileinkuð er Ringo Starr
Unga móðirin ásamt dóttur sinni á leið heim til foreldra sinna,
því hún þorir ekki að búa ein lengur.
Bítlamir segjast ekki hafa það
meira til umhugsunar að gerast
verzlunarmenn, því enginn þeirra
hefur á því áhuga.
The Beatles — hættir í fataviðskiptum.
varð mikið öngþveiti, því allir Street máttu sætta sig við, að
vildu eignast eitthvað, sem væri fá engan viðskiptavin þann dag-
tengt þessum vinsæla trommuleik inn, en tugi’- þúsunda komu i
ara. Aðrar verzlanir við Baker verzlun Bítlanna.
Tók barnið af móðurinni og flúði
— Lögregían vildi
Dönsk móðir, 20 ára gömul,
varð algjörlega örvinluð, er hún
sá bifreið ekið upp að dóttur
hennar, sem var á barnaieikvelii
þar skammt frá og út stökk maö-
ur og handsamaði stúlkuna og
ók á brott. Maður hennar, sem
hljóp að heimah en þau skildu
að borði og sæng fyrir einu ári,
var fyrir utan barrialeikvöllinn
ásamt systur sinni og var það
hann sem tók barnið.
Barnið mitt, barnið mitt, hróp-
aði unga móðirin og hljóp á eftir
bílnum. Hún sá að dóttir hennar
sat hágrátandi aftur í bifreiöinni.
Bifreiöin ók að næstu innkeyrslu
og sneri þar við. Var henni síð-
ekki hjálpa til
an ekið í áttina að móðurinni
sem hljóp þá f veg fyrir bifreið-
ina og ætlaöi að stöðva hana.
„Ég hélt aö ég gæti stöðvað bif-
reiðina o^ hljóp þess vegna í veg
fvrir hana, en varö að hrökkl-
ast upp á gangstéttina, því annars
hefði ég hreinlega ekki verið i
tölu lifenda núna“, agði hún.
Grátandi hljóp unga móðirin aft-
ur til verksmiðjunnar, sem hún
hafði verið að vinna í fyrir nokkr-
um mínútum, en þetta var fyrsti
dagur hennar í vinnunni eftir sum
arleyfið. Samstarfsmaður hennar
hringdi strax til lögreglunnar og
gaf þeim upp númerið á bifreið-
inni. En lögreglan neitaði aigjör-
lega að hjálpa ungu stúlkunni.
Hjónin eru ekki löglega skilin,
því maöur hennar hefur ekki enn
skrifað undir, sagði lögreglan.
Og Iagalega séð hefur hann alveg
eins umráðarétt yfir baminu, og
þ _ss vegna getum við ekkert gert.
„Ég reyndi að útskýra það fyr-
ir þeim, að maðurinn hefði hvorki
föt eða annað handa litlu stúlk-
unni“, sagði hún. „Hann hefur
örugglega heldur ekki hugsað um
hvar hún ætti að sofa. Hann vill
aðeins taka hana frá mér“.
Eftir langar umræður lét faðir-
inn stúlkuna af hendi, en þó ekki
mótþróalaust. Nokkrum tímum
seinna var stúlkan komin til móð-
ur sinnar á nýjan leik, en þær
mæðgur þora alls ekki að búa
lengur i íbúð sinni.
Félög í dvala
Þáð er stofnað til margra fé-
laga á Islandi í ýmsum tilgangi.
Til sumra þeirra er stofnað með
miklu brambolti og stórum fyr-
irheitum, en í alltof mörgum til-
fellum deyja þessi félög útaf eft
ir fáa fundi og stundum enga
starfsemi. En í mörgum tilfellum
hefur þó unnizt tími til aö inn-
heimta félagsgjöld, sem átti að
nota til framgangs þeim málefn
um sem á stefnuskrá voru. Þann
ig eru í mörgum tilfellum til
gildir sjóðir ýmist I vörzlu
hinna mörgu innlánsstofnana
eða jafnvel í höndum einstakl-
inga. Sumir þessara sióöa eru
orðnir margra ára gamlir.
Þetta er alltof algeng venja,
að félög séu stofnuð, en þeim
er aldrei slitið, og því eru reikn
ingsskil aldrei gerð. Kannski
vantar unt þaö löggjöf og oft
er ekki alltaf kunnugt um hin sú bankastofnun, sem hefur stofnuð hafa verið í ýmsum til-
og þessi fél-'g, sem stofnuð hafa sjóðinn ti! varðveizlu, eða sá gangi síðustu þrlátíu árin, og
verið í gegnum árin. Þeir serd einstaklingur sem trassað hefur dagað hafa uppi af ýmsum á-
fyrir mörgum árum gerðust
stofnfélagar að hinu eöa þessu
félaginu og borguðu smáupp-
hæö í stofnfélagagjald, þeir
nenna ckki að vera að rekast
í því eftir mörg ár, þó félagið
hafi lognazt út af, og finnst
því ekki að þeir geti verið að
heimta reikningsskil. En á þenn-
an hátt daga uppi sióðir, sem
enginn er raunverulegur eigandi
að, og fáir vita um nema þá
cinhvern tíma að halda aðal-
fund og gera skil.
Það kemur svo oft fyrir, að
menn taka að sér félagsstörf,
sem þe!r svo ekki nenna að
sinna, þegar til kemur, og hafa
heldur ekkí einu sinfti rænu á
að h-.lda fund til að segja af
sér.
Það væri fróðlegur listi, ef
hægt væri að grafa upn nöfnin
á öllum þeim félögum, sem
stæðum. Markmiðin eru liklega
margvísleg, þó ekki kæmust þau
áleiðis, eins og til var ætlazt
við félagsstofnunina. en eitt er
víst að listinn yrði lengri en
nokkurn gæti órað fyrir, þvi
margt áhugamálið hefur orðið
tilefni félagsstofnunar, þó menn
hafi svo siigazt undir verkefninu
og félagið því lognazt út af.
Þó það sé kannski ekki til
skaða, þó félög deyi útaf mörg
1
hver, þá er það hvimleitt þeg- ^
ar félög Iognast út af án þess t
að viðkomandi stjómendur skili J
af sér störfum eða pá, að fé- \
Iögum sé hreinlega slitið og ||
reikningsskil gerð. i
Hvað veldur hinum mikla !
félagadauð-' er erfitt að gera 1
sér grein fyrir, en of oft er það | ^
áreiðanlega svo að menn hrífast
af einhveí-ju áhugamáli og ætla
ð vinna bvf framgang, en svo
þegar til lengdar lætur, bá reyn-
ist ekki áb-'ginn nægur. Einnig
er bað oft, að menn gangast upp
í t'ví að vera kvaddir til for-
ystu í félögum, þó að þeir hafi
hvorki tíma né nægan áhuga
til að sinna beim verkefnum,
sem forustunni fylgir. Þannig
daga uppi mörg góð málefni.
Það er ljóst að í hinum mikla
félaga-dauða er fólginn of al-
mennur trassaskapur, þó ekki
sé meira sagt. Þrándur í Götu