Vísir - 14.08.1968, Blaðsíða 8
8
VÍSIR
Útgefondi. Reykjaprent h.t
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Simi 11660
Ritstjóm: Iiugavegi 178. Slmi 11660 (5 Unur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
f lausasöl j kr. 7.00 eintakiS
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Afurðasölumálin
J>að er ekki ný bóla að þeir, sem sjá um sölu á aðal-
útflutningsafurðum okkar, séu gagnrýndir harðlega í
blöðum Framsóknar og kommúnista. Sú gagnrýni má
kallast meinlausar aðfinnslur nú, samanborið við það
sem áður var, þegar veldi Framsóknar var mest. Þiá
fengu þeir, sem forustu höfðu í fisksölumálunum,
margt óþvegið orð í Tímanum. Á þá voru bornar flest-
ar þær vammir og skammir, sem hægt er að hlaða á
menn, sem ófyrirleitnir andstæðingar ofsækja. Má
þar minna á skrifin um Spánarsámningana, svo að-
eins eitt dæmi sé nefnt. Þetta voru vitaskuld pólitísk-
ar ofsóknir, sem ekki voru fátíðar á þeim árum, þegar
einskis var svifizt til þess að reyna að koma andstæð-
ingnum á kné.
Enginn vafi er þó á því, að á þeim árum, eins og
v æ síðan fóru með þessi mál hæfustu mennirnir, sem
þjóðin hafði á að skipa — menn með mikla reynslu
í þessu efni og því þaulkunnugir markaðsmálum Það
virðist eðlilegt að samtök útflytjenda velji sér sína
forustumenn sjálf, og enginn skyldi láta sér detta í
hug að þau velji aðra en þá, sem meirihlutinn treystir
bezt. Einstakir kaupsýslumenn með sérþekkingu á
þessu sviði hafa einnig komið hér mjög við sögu og
í sumum greinum þingskipaðar nefndir, en þar hefur
þess stundum kannski hvað sízt verið gætt af sumum
flokkum, að velja hæfustu mennina. En yfirleitt mun
megá segja að flestir, sem að útflutningsmálunum
hafa starfað, hafi lagt sig fram um að leysa verkefni
sín sem bezt af hendi. En þeir tímar hafa oft komið,
að þau hafa sannarlega ekki auðleyst verið, og eflaust
hefur stundum mátt með réttu gagnrýna störf þess-
ara manna, eins og annarra, en slík gagnrýni verður
alltaf að vera byggð á viti og sanngirni.
Kommúnistar hafa vitaskuld alltaf viljað þjóðnýta
þessa atvinnugrein eins og aðrar, en sú skoðun á ekki
hljómgrunn með þjóðinni. Framsóknarflokkurinn hef-
ur hingað til ekki þótzt vera kommúnistum þama
sammála, en báðir hafa tröllatrú á pólitískum nefnd-
um sem forsjá allra hluta, þó vitaskuld helzt að því
tilskildu, að þeir hafi þar meirihluta. Þetta er kunn
staðreynd frá valdatímum Framsóknar, einkum fram-
an af, og þess vegna voru allar ofsóknirnar. Þeir vildu
ná pólitískum yfirráðum í fiskverzluninni.
Enginn vafi leikur á því, að þessi mál eru betur
komin í höndum einstákra athafnamanna eða einka-
fyrirtækja en ríkisins eða pólitískra nefnda. Hitt er
svo annað mál, að stjórnvöld landsins á hverjum tíma
geta og hafa veitt útflytjendum ýmsan stuðning með
aðstoð sendiráða o. fl. Þetta hefur sú ríkisstjórn, sem
nú fer með völd, gert eins og aðrar, og því er það mjög
óheiðarlegur áróður hjá stjórnarandstæðingum, að
kenna henni um þá erfiðleika, sem útflutningsverzl-
unin á nú við áð etja. Ríkisstjórnin hefur veitt alla þá
aðstoð, sem í hennar vérkáhring getur talizt.
’
!
í
V1SIR . Miðvikudagur 14. ágúst 1968.
Framrétt hönd - tekur bandaríska þjóðin í hana?
Nýr NIXON -
eða .gamli Dick'?
„Nýr Nixon“ — eöa „gamli
Dick“? — Þannig var fyrirsögn
yfirlitsgreinar í erlendu blaöi, er
kunnugt var orðiö um úrslitin
á flokksþingi republikana f Mi-
ami.
í upphafi greinarinnar var sagt
að „ekki væru liöin nema 6 ár,
síðan er Nixon, náfölur og skjálf
andi af taugaæsingu, eftir hinn
beizka ósigur sinn í ríkisstjóra-
kosningunum í Kaliforníu,
hvæsti út úr sér til fréttamanna:
„Þetta er í síðasta skipti, sem
ég kem fram á fundi með
fréttamönnum. Hér eftir, herr-
ar mínir, getiö þið sparkaö i
einhvern annan“.
En hið óvænta skeði. Nixon
náði sér á strik aftur og hefir
nú verið valinn forsetaefni
flokksins. Það gæti enn farið svo
að þessi „sérfræöingur í að bíöa
ósígur", sigraði að lokum í þeirri
miklu orrustu, sem framundan
er, og næði kjöri sem forseti
Bandaríkjanna. En þó hefir dreg
ið úr llkum fyrir slíkpm sigri,
vegna valsins á Agnew, ríkis-
stjóra sambandsríkisins Mary->
land sem varaforseta, en þaö val
kom öllum og Agnew sjálfum
óvænt, og hefir veriö afar mis-
jafnlega tekið, — einnig innan
republikanaflokksins.
Sannleikurinn er sá, að Nixon
hefir aldrei getaö sætt sig við
ósigur ólundarlaust, nú er eftir
að vita hvcrt hann hefir það ‘il
að bera, aö bandaríska þjóðin
treysti honum til þess aö taka
við forustu hennar.
Vafalaust eru margar orsakir
þess, að Nixon tókst aö ná sér
upp stjórnmálalega. svo sem
þrautseigja, ýmsir góðir stjórn-
máiahæfileikar en ekki sízt varð
það til að greiöa götu hans, að
eftir að myndaðist eins cg tóm
í flokknum eftir hinn beizka ó-
sigur sem Barry Goldwater beið
kom Nixon inn í það sem maður
urinn í miðið, til þess að sam-
eina og hvetja til baráttu, áð-
ur en leiðtogar flokksins voru
búnir aö jafna sig eftir ósigur
Barry Goldwaters. Það hafi ver-
ið farið aö líta á Nixon sem
vofu, — og vegna óttans um
nýjan klofning og í von um, að
Nixon myndi sameina, gat hann
vakið traust og var valinn for-
setaefni.
Vel má. vera, að honum tak-
ist að sameina flokk republik-
ana — en hann gerir áreiðan-
lega annað, val hans verður
mörgum demokrötum hvatning
I að halda tryggð viö sinn flokk,
því að þeir sjá ekki, eins og
sumir, „nýjan Nixon“, — hann
er sá gamli Dick í þeirra aug-
um, uppáhald íhaldsaflanna í
flokki republikana — og ekki
sízt mun blökkufólkið þeirrar
skoöunar.
Nixon var lítt kunnur, þegai
Eisenhower þurfti á stjórnmála
manni frá vesturströndinni að
halda, og gerði hann að vara-
forsetaefni.
„Nixon hagaði þá kosninga-
baráttu sinni I „kunnum tón“
Hann kallaði flokk demokrata
„flokk föðurlandssvikaranna",
hann sá kommúnista hvert sem
hann renr.di augum — og svo
komst á kreik orðrómur um
hneyksli, misnotkun á kosninga-
sjóöi og misheppnuð efnahags-
leg tiltæki, og eina nóttina var
Eisenhower að hugsa um að
hafna honum, og hefði það orð-
ið eitthvert mesta stjórnmála-
hneyksli í sögu Bandaríkjanna,
en svo kom Dick fram í sjón-
varpi, og hann var með konuna
með sér og dæturnar og litla
hundinn".
Hann skaut máli sínu óhikað
til fólksim: — bað um dóm
þess:
„Allt geta menn frá mér tek-
iö, æru mfna, frama, konu mína.
eignir, ef ég bara fæ að halda
eftir hundinum mfnum ...“
Og þetta hreif. Eisenhower,
sem lengi hafði hikað, studdi
varaforsetaefni sitt, og báðir
voru valdir.
Þegai Nixon var varafbrseti
vildi hann láta beita kjamorku-
sprengjum til þess að bjarga
Dien Bien Phu frá falli f Indó-
kína, og þar með stöðu Frakka
þar.
1 Moskvu þótti hann duglegur
að munnhöggvast við Krúsév.
Hann var „haukur allra hauka".
En þótt mikiö kunni að vera
eftir af gamla Dick I honum,
veröur að ætla að það sé reynd-
ari og hyggnari maöur, og um
dugnaðinn þarf ekki að efast.
En hann þarf líka á honum
að halda með Agnew sér við
hlið, lítt þekktan mann, en það
er sagt að fátt hafi glatt marga
demokrata eins og það val. Að
því er demokrata varðar veltur
á mestu, að átökin um Humph-
rey og McCarthy. valdi ekki
klofningi. Líklega verður Hum-
phrey fyrir valinu — samkvæmt
skoðanakönnunum hefir hann
65%. Sameinaðir myndu þeir
sigurstranglegri Humphrey og
McCarthy (s m varaforsetaefni)
— og McGovern? Hann er svo
sem ekki neitt í augum þjóðar
innar stjórnmálalega skoöað
(eða, eins og það var orðaö i
fréttaauka í brezka útvarpinu
„a political nobody") — a
Spiro Agnew.