Vísir - 14.08.1968, Síða 9

Vísir - 14.08.1968, Síða 9
VlSIR . MiSvikudagur 14. ágöst 1968. SAGA ELLITRYGGINGA í STUTTU MÁLI FYRSTI VÍSIR ELLITRYGGINGA HÉR Á LANDI ER FRÁ ÁRINU1890 □ Undanfarið hefur hér í Vísi verið skrifað all- mikið um vandamál eldra fólksins á vinnu- markaðnum. Kemur það til vegna uppSagna eldri verkamanna og iðnaðarmanna hjá ýmsum fyrir- tækjum í landinu. Er hér vissulega um mikið og margþætt vandamál að ræða, sem tæplega verður leyst nema með víðtækri samvinnu allra viðkom- andi aðila. Ljóst er, að hið opinbera hlýtur að leika þar meginhlutverkið, og til að skýra nokkuð hlut- verk hins opinbera verður hér í stuttu máli gerð grein fyrir sögu ellilífeyris frá því að hann var fyrst upp tekinn. Er í grein þessari að verufegu leyti stuðzt við ágætan kafla próf. Ólafs Björnssonar sem hann ritar um þessi mál í bók sína, Þjóðarbúskapur íslendinga, svo og árbækur Tryggingastofnunar ríkisins og viðtöl við starfsmenn fyrirtækisins. Sér- stakar þakkir vill blaðið flytja prófessor Ólafi fyrir að veita góðfúslega leyfi til að hafa fyrrnefnda grein hans sem aðalheimild. Fyrst þegar rætt er um þessi mál, er ekki úr vegi, að geta þeirra tveggja sjónarmiða, sem hafa verið við lýði um hinn sið- menntaða heim, þegar almennar tryggingar eru annars vegar. Er hér aðallega um tvær megin- stefnur í tryggingarmálum að ræða, svonefnda tryggingar- reglu og hins vegar framfærslu- reglu. Á þessum 2 r.eglum er að veru legu leyti stuözt við tvö sjónar miö, og verður hér í stuttu máli gerð grein fyrir þeim sjónarmið- um. * Framfærslureglan er byggð á því meginsjónarmiði, að allir þjóðfélagsborgarar geti orðið aöilar að tryggingunni, en fjár- ins til hennar er aflað meö því að leggja skatta eða aðrar álög- ur á borgarana. Allir eru skyldir til aö taka þátt í fyrirkomulagi þessu, og er greiösla til styrk- þega í samræmi við mat á þörf þeirra en greiðslan er ákveöin sem framfærslustyrkur. G. Iðslan er óháö því, hve mikiö sá, sem greiðslunnar er aðnjótandi hefur lagt af mörk- um, en móttaka greiöslunnar hefur verulegan missi í för með sér fyrir móttakanda, varðandi réttarstöðu. Kemur til dæmis til missir kosningaréttar og fleira. Tryggingarreglan fór að ryöja sér til rúms á 19. öld, og var fyrir algeng um aldamótin síð- ustu. Helztu sjónarmiðin, sem liggj'a til grundvallar henni eru: Aöeins þeir sem greiða iðgjöld,’ eru þátttakendur í fyrirkomulag inu, og er þátttaka í því frjáls, en fjár 111 tryggingastarfseminn ar er aflað með iðgjöldum hinna tryggðu. Móttaka tryggingarinn ar er ákveöin sem réttur en er ekki háður mati, g er greiðslan því í formi bóta, og bótagreiðsl urnar hafa engi: áhrif á þjóð- félagsstöðu bótaþega. ■f stuttu máli má segja að fram færslureglan hafi að veru- legu leyti verið rlkjandi frá upp hafi allt til þess tíma, að hin frjálsari stefna fór að ryðja sér til rúms ' 19. öld, liberalism- inn, en með hnignun þeirrar stefnu, hefur tryggingarreglunni á ný hnignað, þannig aö fram- færslureglan hefur átt meira fylgi að fagna á ný, en í ann- arri og mannúölegri mynd en áður. T.d. þekkist nú varla, aö móttaka styrks eða bóta hafi áhrif á þjóðfélagsstöðu viðkom andi styrk- eöa bótaþega. Þess- ar tvær reglur eru ^fS miklu leyti samtvinnaðar í núverandi lögum um almennar tryggingar hér á landi, en um þátt hverr ar reglu um sig er rætt hér á eftir. Þaö var árið 1890 að stofnaö voru skv. lögum „styrktar- sjóðir handa heilsubiluöu og elli hrumu alþýöufólki” eins og seg ir í lögum um stofnunina. Reynd ust þeir vera fyrsti vfsir til elli- trygginga á Islandi og til al- þýðutrygginga yfirleitt. í stofn lögum segir, að öll lausamenni og hjú á aldrinum 20—60 ára skuli greiða árlega í sjóðina á- kveðna upphæð. Sjóðirnir skyldu síðan standa óhreyfðir i 10 ár á vöxtum, en aö þeim tíma liðnum skyldi úthluta ár hvert helmingi af árstekjum. Eins og nærri má geta, var framlagi hvers einstaklings stillt f hóf, enda reyndist tekjustofn sjóöanna svo lítill, að upphæðir voru lágar, og löggjöf sjóöanna því.breytt allmikið meö lögum frá 1909 um almennan ellistyrk. Voru meö þeim lögum stofnað ir ellistyrktarsjóðir í hverjum Fyrsti vísir ellilauna eða ellibóta á Islandi er frá árinu 1890. Frá þeim tíma hafa almanna- tryggingalögin sífellt verið endurbætt. 1 dag fær einstaklingur með ellilaun allt frá 3065,60 til'kr. 5122,67 á mánuði, eftlr því á hvaða aldri hann er, er hann byrjar að þiggja ellistyrkinn. Myndin sýnir aldrað fólk njóta góða veðursins utan við Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna. (Ljósm. J. B. B.) hreppi og hverjum bæ landsins, og konum og körlum á aldrin- um 18—60 ára gert að greiöa vissa upphnð f þá. Þá kom ríkið og til skjalanna og greiddi f sjóðina vissa upphæð á hvern þann, sem til sjóöanna greiddu. Árlega var úthlutaö vissum hluta af framlagi rfkisins og ein staklinga, svo og af öðrum tekju stofnum, svo sem leyfisbréfa- gjaldi til lausamennsku, en þau gjöld runnu til sjóðanna. Elli- styrkurinn var veittur til 1 árs í senn, og var lægsta úthlutun kr. 20 en sú hæsta 200 krónur. þesar elztu tryggingar voru skyldari framfærslu en tryggingu, utan þess, að mót- taka þeirra hafði ekki nein á- hrif á réttarstööu styrkþega, svo og var fjár til sjóöanna að verulegu leyti áflað með fram- lögum hinna tryggðu. Styrkim- ir voru enn sem áöur svo lágir að ekki nægöu þeir til fram- færslu styrþega. Árið 1936 var lögum um þessi efni aö verulegu leyti breytt og \ fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósialistaflokksins og Alþýöu- flokksins fram tillögu á Alþingi um ; jssí efni. Mikilvægustu breytlngamar. sem geröar voru, voru þær, aó meö þessum lögum, var trygg- ingarmálunum komið í mun fast mótaðra form, en áður tíökaðist hér á landi. Allar bótagreiöslur trygging- anna voru sameinaöar í einum allsherjar tryggingarsjóði. Þá voru og í lögunum tekin upp ný ákvæði, sem ekki þekktust hér fyrr. Voru þaö svo sem barnalffeyrir bætur til ekkna og mæðra, fjölskyldubætur. Með þessum lögum var trygg ingarreglan tekin upp f enn rík- ari mæli, en gert hafði verið með lögunum 10 árum áður, og var það gagnstætt því sem þróunin var í öðrum löndum almennt, eins og vikið var hér að áðan. Lögunum um almannatrygg- ingar var síðan á ný breytt árin 1956 og 1963. Samkvæmt lögunum frá 1963 eiga menn eftir vissum reglum rétt til lífeyristrygginga, en til þeirra trygginga teljast m.a. elli- tryggingar. Auk þeirra innifala lífeyristryggingar einnig örorku- lífeyrl, fjölskyldubætur, barna- Iffeyri, mæðralaun, fæöinga- styrk ekkjubætur og ekkjulff- eyri. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum hjá Ólafi Björg vinssyni lögfræðingi Trygginga stofnunarinnar nema ellilífeyris greiðslur til einstaklinga eftir- töldum up-hæðum: 1. Ef lífeyrir er fyrst tekinn frá 72 ára aldri: kr. 5122,67/mán. 2. — — 71 — - - — 4598,33 — 3. — 4 — 5. — . — — - — — 68 — - - — 3327,75 — 6. — • — — - — — 67 — - - — 3Q65.50 — þá stofnaður sérstakur elli- og örorkusjóður er nefndist Lffeyr- issjóður fslands. Með þeim lög- um var tryggingarreglan tekin upp í aðalatriðum, en þar sem ákvæði sjóðslaganna tóku raun- . verulega aldrei gildi, vegna nýrra laga frá 1946, verða þau ekki rakin hér. \7’issulega var löggjöfin frá ' 1936 stórt spor í framfara* átt í þjóðfélagsmálum okkar ís- lend ga, en meö þeirri velmeg un, sem leiddi af síðari heims- styrjöldinni. tók fljótlega að bera á umræðum manna á með- al, að nú ætti að nota þá fjár- hagsaöstöðu, sem þannig hefði skapazt, til að bæta trygginga- löggjöfina. Var nú skipuð nefnd, sem lagði tillögur sfnar fyrir yfirvöld, en sfðan lagði ríkisstjóm, sem þá var við völd, og f áttu sæti Þess ber aö geta, að lífeyrir hjóna, sem bæði fá lffeyri, skal nema 90% af lifeyri tveggja einstaklinga. Þó er heimilt, aö úrskurða hvoru hjónanna um sig einstakl'ngslífeyri, ef þau eru eigi samvistum af heilsu- farslegum eða öðrum ástæðum, sem tryggingarráð metur jafn- gildar. Frá og með lögunum frá 1963 var f lögum, að vísitöluuppbæt- ur skyldu greiðast á lífeyris- gjöld. Um sfðustu áramót sagöi Ólafur, að það hefði ekki kom- ið til, heldur hefðu þá allar bæt ur samkvæmt fyrrgreindum lög um hækkað um 10%, og hefði sú upphæð veríð hærri on sem nam hlutfallslegri hækkun vísitölu framfærslukostnaðar. Það væri sfðan á valdi stjórnvalc’.. lands- ins, hvemig á þesum málum yrði tekið um næstu áramót. af. Héraðsmót Sjálfstæðisflokks- ins verða um næstu helgi í Vík / Mýrdal og að Flúðum Um næstu helgi verða haldin tvö héraðsmót Sjálfstæðisflokks- ins á eftirtöldum stöðum: Vík í Mýrdal, laugardaginn 17. ágúst kl. 21. Ræðumenn veröa Bjarni Benediktsson, for- sætisráöherra, Steinþór Gests- son, alþingismaður og Siguröur Nikulásson, fulltrúi. Flúðum, Ámessýslu, sunnu- daginn 18. ágúst kl. 21. Ræöu- menn verða Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra og Sigurður Nikulásson, fulltrúl Skemmtiatriöi annast leikar- arnir Róbert Amfinnsson og Rúrik Haraldsson ,og hljómsveit Ragnars Bjamasonar. Hljöm- sveitina skipa Ragnar Bja'ma- son, Grettir Björflsson, Ámi Scheving, Jón Páll Bjamason og Ámi Elfar. Söngvarar meö hljómsveitinni em Erla Trausta- dóttir og Ragnar Bjarnason. Aö loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur þar sem hliómsveit Rasnarr Bjamasonar íeikur fyrir 3ansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.