Vísir - 14.08.1968, Page 12

Vísir - 14.08.1968, Page 12
72 VI S I R . Miðvikudagur 14. ágúst 1968. HOWARD RIGSBY: Að Nornarifi „Það ér mjög fallega gert af yð- ur...“ „Við erum laus við alla form- festu héma. Líkt og tíðkast í brezk um gistikrám. Þau vilja hafa þaö þannig, hjónin. En hér er þó frá- brugðið því, sem tíðkast i brezkum krám, að hér er miðstöðvarhiti, mjög þægilegur meira að segja. Og maturinn getur ekki betri verið ...“ „Eruð þér læknir?“ Nei, hann kvaðst vera eölisfræð- ingur. Þau héldu inn langan gang- inn unz hann nam staðar úti fyrir hurð með koparþynnu á „2-L”, stóð grifið á þynnuna. Þetta reyndist vera rúmgott horn- herbergi, búið stórri lokrekkju og öðrum húsgögnum I nítjándu ald- ar stíl. Á veggjum hengu olíu- málverk og vatnslitamyndir — allt sjávarmyndir. Christian St. Laurent setti frá sér ferðatöskuna hennar og svipaðist um. Og það var eitt- hvað f svip hans, sem vakti með henni hugboð um að herbergið rifj- aði upp fyrir honum einhverjar end- urminningar, ekki sem ánægjuleg- astar. „Ég vona að yður falli vel við hafið", sagði hann og virti fyrir sér málverkin. „Þér komizt ekki hjá að hafa náin kynni af því hérna. Það blasir jafnvel við yður á herberg- isveggjunum". „Hafið þér dvalizt hér lengi?“ spurði hún. „Nokkra mánuði“. „Leggið þér stund á slaghörpu- leik?“ spurði hún enn. „1 rauninni ekki...“ „Þér lékuð Brahms mjög vel...“ Hún virti fyrir sér herbergiö, heyrði brimsjóina brotna við ströndina. „Einu sinni hugðist ég verða slag- hörpuleikari. En það,tókst ekki“ „Því miður hlýt ég að viöurkenna, að ég hef aldrei séð yður I kvik- mynd“, sagði hann. „Ekki heldur á leiksviði. En ég hef að sjálfsögðu oft séð myndir af yður I blöðum og tlmaritum, og eins hef ég lesið dóma gagnrýnendanna um leik yð- ar á sviði... t.d. I síðasta leikrit- inu, „Það snjóar“. Þeir hrósa yður ákaft“. „Það leikrit hefur verið kvik- myndað“, sagöi hún. „Töku mynd arinnar lauk í gær“ . „Það skýrir komu yöar hingaö“. Hún kinkaði kolli. „Að vissu leyti“, sagði hún. „Við höfum unn ið að töku myndarinnar hér I fjÖU unum.“ „Að visáu leyti", endurtók hann. „Það er einkennilegt hve oft gest ir koma hingað fyrir hendingu. Og nú, þegar þér eruö hingað komin, geri ég ráð fyrir aö yður koim margt einkennilega fyrir sjónir.“ „Já“, svaraði hún „Einmitt...“ Hann kinkaöi enn kolli. „Þannig er það I fyrstu", sagði hann. „En þegar þér hafið dvalizt hér nokkra hríð, finnst yður allt mun einkenni legra þar, sem þér oruð áður . .. þér og við“. Hann brostii. ,,En þér áttið yður betur á hlutunum, þegar þér hafið hresst yður á kokkteil og snætt kvöldverö. Viljiö þér halda hópinn með mér, eða vera ein við kvöldverðinn?" „Þakka yður fyrir, ég vil gjarna þiggja boö yðar“, flýtti hún sér að segja. Fannst sem hún mætti ekki til þess hugsa aö vera látin eki „Ég býð yðar þá frammi I bóka- safninu", sagði hann. Þegar hann hafði svipazt um I herberginu enn einu sinni kinkaði hann kolli og fór. Og hún stóð ein eftir I her- berginu, með brimgnýinn i eyrum sér. ANNAR KAFLI. Þegar hún tók upp farangurinn, setti hún svefntöfluglasið niður í skúffu I lítilli dragkistu með marm araplötu, sem stóö hjá lokrekkj- unni. Og henni fannst, sem þetta ætti sér hvergi stoð I raunveru- leikanum og sjálf væri hún hvorki þessa heims né annars, hvorki lífs né liðin. Klukkan sex var bjöllu hringt ein hvers staöar niðri, og hún hélt fram á ganginn. Þykk og mjúk gólfá- breiðan kæfði fótatak hennar, og þegar hún nálgaðist opnar bóka- safnsdyrnar, þótti henni sem hún heyrði óminn af rödd Christians þar inni. Hún nam staðar við dyrn ar leit inn fyrir og kom þegar auga á hann. Hann stóö við arininn, sneri baki að eldinum og virtist vera að tala við einhvern sem sat á legubekk þar fyrii framan. Ekki gat hún samt séð þann mann, þar eð bronzvasi mikill með krýsantemum, sem stóð á borði fyrir aftan legubekkinn, skyggði á hann. Svo heyröi hún aðra rödd, einnig karlmanns, en svo hvílslága að hún gat naumast greint orðin: „Chris... ég á við, að það sé eins víst að þeir myrði þig“. Hún var ekki með öllu viss um að hún hefði heyrt rétt, en vannst ekki tlmi til að hugleiða þaö nán ara, því að Christian kom um leið auga á hana í dyrunum og gekk rakleitt til hennar, án þess að hon um yrö’ svo mikiö sem litið til mannsins, sem sat bak viö blóma-! vasann cg hann hafði verið að ræöa við. Þégar þau gerigu niður stígann; J leituðu oröin, sem' hún hélt sig hafa heyrt sögð í bókaherberginu, I aftur á hug hennar. Rödd mannsins ■ sem falinn var sjcnum hennar, • hafði verið vo lág, að hún gat; ekki verið viss um að sér hefði j ekki misheyrzt. í þetta skiptið veitti hún öllu niðri I salnum nánari athygli en áður. j Arinninn var miklum mun stærri þar en uppi I bókasafnsherberg- ^ inu og logaöi þar glatt I stórum . rekaviöardrumbum. Þykk en eilít-1 ið snjáð ábreiða, austurlenzk, huldi! dökkt eikargólfiö að mestu, legu; t jkkir og hægindastólar voru! dregnir sirzi, borð og skrifborð úr • dökku ma’ óní en á veggjum gat! r líta mörg málverk, hin ólíkustu 1 að stíl og aldri. Eitt málverkið það sem hékk yfir arinhillunni. var miklu • mun stærst, þrir tii fjórir metrar að minnsta kosti. Ab- strakt málverk, hugsaði hún með sér en vissi ekki nákvæmlega hvern ig bærj að flokka það, eða skildi tjáningu þess. En hafifi sa&Öi þar til sín, gífurlegur, hálfgagnsær brot- sjór og grillti þar 1 framhliðina á kránni, einnig klettarif og sjávar- hamra. Þar gat einnig að líta drauga legan vita og rekald og skipsflök á fjöru. Og svo voru það þokubólstr- ar, og I þokunni mátti greina and- lit, meðal annars var andlitið á hr. Bean þar þekkjanlegt. Loks voru þar englar ... Hún virti fyrir sér málverkiö, og enn einu sinni fannst henni sem hún heföi glatað allri fótfestu I raun veruleikanum, aö hún væri hvorki lífs eöa liðin. Sem snöggvast spurði hún sjálfa sig, hvort hugsanlegt væri aö hún hefði rekizt á viðar- flutningabíl eða orðiö fyrir bjargi, sem féll á veginn ... hvort líkams- leifar hennar lægju einhvers stað- ar undir hömrunum og sálin væri á einhverju millibilsreiki, I hópi löngu framliðinna, sem vildu henni vel og væru að búa hana undir næsta áfangann. „Þetta málverk er eftir frú Bean”, mælti Christian. „Það tekur nokk- um tíma að átta sig á því, en þé?r fáið gleggri skilning á því, þegar þér hafið dvalizt hér dálítinn tíma“. Dálítinn tíma ... það var undar- legt, hugsaði hún, að það virtist vera gert ráð fyrir að hún ætlaði að dveljast þarna, rétt eins og ekki kæmi til greina aö hún héldi áfram ferð sinni I fyrramálið. Hún var að því komin að færa það I tal við hann, en ákvað að sleppa þvl. — Hvers vegna var eins víst að hann yrði myrtur? Hana langaði líka til að spyrja hann að því. Þetta var allt hvað öðru undarlegra, hugsaði húameð sér, þegar þau gengu fram- hjá afgreiðsiuboröinu og inn að bam um. Hún hefði ef til vill heldur átt að leita gistingar I einhverri veg- búð og heyja þar næturlangt sálar- stríð I ömurlegum svefnklefa ein síns liðs. Sjálfur barinn var eins og far- þegasalur I gömlu seglskipi — var það líka I rauninni, sagði Christian I henni. Farþegásalur I einu af þess- I um gömlu, stóru seglskipum, sem ’ sigldu á milli Boston og San Fran- j cisco. Þegar það var rifið fyrir mörg ! um árum þá hafði hr. Bean keypt | alla viði úr salnum og síðan endur- byggt hann þarna, sem hluta af j kránni. Hr. Bean stóð sjálfur á bak við barborðið, klæddur hvítum jakka. Það hefði mátt halda að þoku suddinn á rúðunum I kýraugunum væri sælöður, það var eins og hr Bean riðaði eilítið, þegar hann blandaði drykkinn, svo sannfærandi var umhverfið og hún upr því fegn ust að fá sér sæti á s$?n, dregnum rauðu leðri. sem Christian baufi henni. „Hvað má bjóða yður?“ spurði hann. „Eitthvað sterkt", svaraði hún l lágt. Hún lokaði augunum. Hún hafði ekki bragðað mat daglangt. Ef til vill mundi hún aldrei bragða mat framar. Aldrei koma til sjálfrar sín aftur. Þegar hún opnaði augun, var hann kominn með drykkinn. Hann sagöi að þetta væri sérstök romm- blanda, sem hr. Bean vissi einn hvemig væri sett saman. „En hún hressir. það fer ekki á milli mála“, sagði hann og lyfti glasi sínu. Virti hana enn náið fyrir sér. „Öruggt meðal við hverju sem er“, sagöi hann. „Deyfir þjáningarn- ar....“ Svissnesk úr. Vcstur þýzkar og franskar klukkur. Allt veljaekkt merkí. Þórður Kristófersson úrsm. Sala og viðgerðaþjónusta Hrfsateig 14 (Hornið við Sundlaugaveg.) Sírni 83616 - Pósth6í£ 538 - Reyljavík. N Þú skalt ekki berjast á mótl, hvíti maður, ef þú vilt sjá félaga þinn á lífi. Nú leggjum við til orustu við óvini okkar, Ho-don flokkinn. Þeir eru hvítir, og hafa engan feld, eins og þú, en þeir hafa haia, eins og allir sannir menn. En sagt er, að guð þeirra, Jadben- Otho, hafi ekki hala. Og þegar þeir sjá guð sinn með okkur, mun hjarta þeirra og hugur fyllast efa og ótta og um leið minnka baráttuþrek þeirra. 'OGREIDDIRÍ REIKNINGAR * LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... öoð sparar vdur t'ima og á/>ægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN T larnargötu 10 — III hæd —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (31inur)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.