Vísir - 15.08.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1968, Blaðsíða 2
VÍSIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1968/ o □ Fram — □ □ Vestmannaeyjar NU ÞARF FRAM „BARA AD VINNA KR ÆÆ —i Ætli Fram að verða íslaadsmeistari í knattspyrnu • TVÖ DÝRMÆT stig voru í veöi í gærkvöldi þegar Fram lék við Vest- mannaeyinga á Laugardals vellinum. Annað fékk Fram, þó munaði sáralitlu að Vestmannaeyingum tækist að ná báðum. Slíkt hefði þó verið sanngjarnt eftir gangi leiksins. Fram- arar áttu seinni hálfleik- inn að mestu, án þess að skora, þrátt fyrir upplögð tækifæri, m. a. vítaspyrnu. % Eftir sem áður eru Framarar með í kapp-, hlaupinu um íslandsbikar-! inn, eru jafnir Akureyring- ••••••••••••••••••••• Staðan í 1. deild í knattspyrnu eftlr leikinn i cær: ★ Fram — IBV 0—0 KR 8 5 2 1 23—13 12 ÍBA 8 3 4 1 14-8 10 FRAM 8 3 4 1 13-10 10 VALUR 8 2 4 2 13—11 8 ÍBV 8 2 15 11—19 5 13K 8 0 3 5 3—16 3 Markahæstu menn: Kári Árnason ÍBA 8 Ólafur 'russon KR 7 Helgi Númason Fram 7 Hermann Gunnarss. Val 6 Reynir Jónsson Val 6 Eyleifur Hafsteinss. KR 5 Gunnar Felixsoi. KR 4 Þórólfur Beck KR 3 Sævar Tryggvason ÍBV 3 Þormóöur Einarsson ÍBA 3 Síðustu sendingar á leik- mann sem skorar mark. Einar Árnason Fram 3 Sigmar Pálmason ÍBV 3 Skúli Ágústs^ r: ÍBA 3 Valsteinn Jónsson ÍBA 3 Þóróifur Beck KR 2 Karl Hermannsson ÍBK 2 Höröur Markan KR 2 Reynir Jónsson Val 2 Ólafur Lárusson KR 2 Eyleifur Hafsteinss. KR 2 Gunnar Felixson KR . 2 Guöni Jónsson ÍBA 2 Næsti leikur veröur annað kvöld 5 Laugardalsvellinum kl. 8 og há leika ÍBV og Fram . um, en KR er efst með 12 stig, tveim stigum meira en Fram og Akureyri. Fyrri hálfleikurinn í gærkyöldi bauð upp á góða skemmtun, hörð upphlaup á báða bóga, það var bjargað á línu naumlega viö bæöi mörkin og skotið og skallað fram- hjá eða fallega varið. Mátti varla á milli sjá hvort liðiö væri betra I þessum leik, Vestmannaeyingar eitilharðir og ákveðnir aö venju, sannarlega lið sem er á uppleið og hefur vaxið með þeim verkefnum sem 1. deildin hefur sett því. — Verður þetta lið án efa óárenni- legt eftir 1—2 ár, ef mér skjátl- ast ekki. Seinni hálfleikurinn varö samt hálfgerður einstefnuakstur að marki Vm.eyinga. Þeim tókst ekki lengur að láta boltann ganga milli manna gátu' naumast „hreinsað“ frá marki sfnu, en fengu á sig stöðuga pressu. Framarar fengu af bragös tækifæri til aö skora mörk, en allt kom fyrir ekki, það var bjarg..: á línu, eða skotiö yfir. Hámarki náði þessi misheppn- aöa sókn Fram á 33. mfn. þegar víta snyrna var réttilega dæmd af dóm aranum, Magnúsi Péturssyni. Helgi Númason skaut fast og ákveðið, UTAN á stöngina og fram hjá! Á 36. mín átti Sævar miðherji ÍBV gott skot, sem var nærri lagi, markvörðui Fram réði ekki beint við boltann, missti hann frá sér, en Sigmar, sem kom aðvífandi kom við boltann með hendi. Þarna hefði taflið getað snúizt svo að Fram hefði misst bæði stigin, — og þar meö möguleikann á Islands- meistaratitli að mestu leyti. Framliðið skortir enn eitthvað af gerandi, menn eða mann, sem getur skotið úr þröngri aðstöðu. Það er ekki nóg að vera góöur úti á vellin um, eiga góða útherja, sem gefa á hættusvæðið, ef ekki er unniö úr efninu. Þorbergur í markinu var bezti maður Fram, en vörnin í heild stóð sig ágætlega, miðjuhlekkirnir stór- vel í seinni hálfleik, áttu miðju vall arins allan tímann, en framlínan var slöpp. Vestmannaeyjaliðið virðist efl- ast með hverjum leik, — og topp- liðin,- KR og Fram hafa sannarlega ekki átt „sjö dagana sæla” í viður- eignum sínum við þessa nvliða í deildinni. Magnús, Pétursson dæmdi þenn- an leik, og gerði það af mikilli prýöi. — jbp — Víkingar unnu í 1. flokki Úrslitaleikur Isiandsmótsins í 1. flokki B liöa F iykjavíkurfélaganna var leikinn á gamla Melavellinum í gærkvöldi, og áttust viö Vík- ingur og Reykjavíkurmeistararnir í þessum flokki KR. Víkingur van- leikinn 2—1. I hálfleik var staðan 1—1, en í síð ari hálfleik en þá léku Víkingar meö aöeins 10 menn, skoruðu þeir sigurmarkiö. Þetta sama Víkingslið vann Hauka í Bikarkeppninni á dögun- um, nokkuð sem A-liði Víkings tókst ekki í 2. deildar keppninni. Njarðvíkingar gera það ekki enda- sleppt í bikar- keppninni UMF Njarðvík, sem leikur í 3 deild, sló út úr Bikarkeppninni B liö Vestmannaeyinga nú fyrir skömmu, 1—0, og er það annað liö- ið sem þetta kraftmikla Suöurnesja- lið slær út, hitt liðið var B lið Þróttar, og var það gert í fjörugum leik og tókst eftir framlengingu, 2-1. GLÆSILEG TILÞRIF! Það er ekki hægt að segja annað en að markvörðurinn á myndinni sýni glæsileg tilþrif. Þetta er hinn ungi markvörður Keflavíkurliðsins, sem er þarna að verki, boltinn rúllar áfram, — en hvert? Hann lenti öruggiega ekki í netiriu, því ekkert mark var skorað í þessum Ieik Keflavfkur og Vals. ‘ Portúg'ólsk bl'ób skrifa mikið um Island: Benfica, Sinatra - og dr. Bamard Mikið hefur verið ritað og rætt um væntanlegan Ieik og leiki Vals og Benfica i blöðum í Portúgal. Eins og Vísir skýrði frá fyrir skömmu sendi blaðiö Record mann hingaö, og hafa birzt eftir hann fjölmargar grein ar um Val, ísl. knattspymu, land og þjóð i blaði hans. Þá hefur blaðið A Bola skrif að mikið um land og þjóð og knattspymumál hér. I því blaöi birtist grein nú nýlega eftir fréttaritara blaðsins í Belgíu, þar sem hann fer lofsamlegum orðum um íþróttamennsku Vals manna, er hann kynntist þegar þeir kepptu við Standard Liege, segir hann þar að Valsmenn séu mjög góðir knattspyrnumenn, ekki sízt þegar það sé athugað að þeir séu algjörir áhugamenn. Þá segir hann frá leikjum KR og Nantes í Frakklandi. Blaöið hef- ur og haft viðtal við tvo júdó- menn úr Ármanni, Ragnar Jóns- son og Reimar Stefánsson, sem voru við æfingar í Portúgal fyr- ir nokkru. Skemmtileg grein í blaðinu sagöi m. a. eitthvað á þá leið að þessi heimsókn Benfica hing- að vekti álíka athygli og ef að Frank Sinatra kæmi hingað með alla sína menn, — eða þá að dr. Bamard kæmi hingað og fram- kvæmdi hjartaflutning á sjúkra- húsl hér f borginni. Þess má að lokum geta, að blaðið hefur ráðið sérstakan fréttaritara hér á landi, Kjartan L. Pálsson, sem mun senda blað- inu fréttir af einstökum leikj- um Vals, leikmönnum og öllu sem forvitnilegt kann að veröa fyrir Portúgala, sem eru mjög forvitnir um allt sem viðkemur íslandi um þessar mundir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.