Vísir - 15.08.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1968.
/
Rætf við Gunnlaug Pétur
Sigurbjörnsson frú Ytri-Torfu-
sföðum
■ Sumir eru merkismenn og eiga því merkisafmæli, halda
þá dýrar veizlur og hafa mikinn mannfagnað. Þar ber
marga gesti að garði, sem keppast um að veita afmælisbarn-
inu lotningu.
■ Aðrir eru venjulegt fólk, og eiga þar af leiðandi aðeins
venjuleg afmæli, sem ganga yfir með ósköp venjulegum
hætti, ef til vill er Bakkus blótaður í þröngum hópi, þeirra
sem næstir standa, og smiðum fagnað dag næstan í grárri
skímu hversdagsleikans.
Tj’n hvort sem nú um er að
ræða merkisafmæli eða
bara áraskipti hjá venjulegu
fólki, þá verður Gunnlaugur
Pétur var viö þessi litbrigði dags
ins. Heillaóskaskeytunum verð
ur hann að koma á réttan stað.
Þegar hann hefur sett þau 1 tösk
una, bregöur hann fyrir sig betri
fætinum og verður að orði.
Karlinn flýr með kló á stýri,
kvæöavíra saman snýr.
Áfram knýr um mel og mýri
muna rír — sitt hjóladýr.
Hann lætur nú ekki að sér
hæða hann Gunnlaugur, enda
er hann Húnvetningur, fæddur
að Hvoli í Vesturhópi, fyrir rösk
um 75 árum. Þá var önnur öld.
Foreldrar hans voru Sigur-
björn Björnsson og Sigurlaug
Níelsdóttir. Langafi hans f föö
urætt var bróðir Gísla Konráðs
sonar sagnfræðings.
Þegar Gunnlaugur fæddist
voru foreldrar hans búlaus, en
fluttu bráðlega að Þingeyraseli
og voru þar og á Snæringsstöð-
um í Vatnsdal, meðan drengur
inn var í bernsku. Tvö ár voru
þau að Búrfellshóli og þegar þau
fluttu þaöan fór kotið í eyöi.
Ekki var þar auður f garði, enda
gáfu engar aðstæður efni til
auðsöfnunar.
— Þú varst hjá foreldrum þín
um í æsku, Gunnlaugur?
— Já, að mestu leyti þangað
til ég var 8 ára. Eftir það má
segja að ég hafi að mestu ver-
ið á útigangi allt til 18 ára ald-
urs og stundum nokkuð hart á
jörð. Móðir mín var þá oft sjúk
og rúmliggjandi, en faðir minn
var lausamaður.
Æska mín var ekki svört
en með nokkrum skugga.
Ellin virðist aftur björt
alltaf ljós f glugga.
Við 18 ára aldur hugðist ég
fara til Vesturheims á vegum
Ásmundar P. Jóhannssonar,
frænda míns, og læra þar tré-
smíði. En þá kom í Ijós að ég
hafði tekið „berkla", svo að
sú ætlan var þar með úr sög-
unni. Næstu fjögur ár vann ég
hjá foreldrum mínum, sem þá
v bjuggu á Stór-Hól f Víðidal, einn
ig á Sporðshúsum. Þau eru nú
jöfnuð við jörðu. Þar bjó lengi
áður, Rósant Natansson Ketils
sonar.
Aldrei fór ég í sjúkrahús ,en
leitaði til Jónasar Kristjánsson
ar, sem þá var læknir á Sauð-
árkróki, og er mér óhætt að
segja að þær ráöleggingar, sem
hann gaf mér,' báru árangur.
Þegar ég hafði náð tvítugsaldri
var ég að vísu ekki fullfrískur
en þó svo að ég fór suður að
Garðhúsum J Garði og reri þar
á áraskipi tvær vertíðir. For-
maður minn, Sumarliði piríks-
son, nú á Meiðastöðum, er enn-
þá á lífi. Þarna vorum viö þrir
saman bræður og verður seint
oflofuð sú aðhlvnning og góð-
vild. sem við nutum þar. Ekki
var þó hátt til lofts né vítt til
veggja á bænum þeim, þvf að
byggingur voru afleitar, gaml-
ir úr sér gengnir moldarkofar,
en fólkið hafði nóg hjartarúm,
þótt þröngt væri innan veggja.
Það var ekki jafn auðvelt að
komast milli bygða þá og nú er
orðið. í annaö skipti tók ferö-
in suöur 18 daga. Eftir flóa-
bátnum, sem þá gekk 1 Borgar-
,nes, máttum við bíöa 8 daga.
Fyrst sátu við 4 daga við
veizlukost hjá frændfólki á
Svarfhóli í Stafholtstungum og
svo aðra 4 f Borgarnesi. III veð-
ur hömluðu ferðum skipsins,
alltaf stöðugur vestan garri og
hríðarveður. Feröakostnaður
minn í þetta skipti var 16 krón-
ur og 30 aurar.
Gunnlaugur Pétur Sigurbjörnsson
Þessi félög hafa bæði sýnt mér
þann sóma að gera mig heið-
ursfélaga og sent mér skjöl því
til staðfestingar.
— Hver býr á Torfustöðum
nú?
— Þar býr sonur mitín. Og
ls tel ég að hans hlutur sé nokkru
léttari en minn var í upphafi
búskapar. Möguleikarnir til að
komast vel af eru meiri nú en
þá. Að vísu hefur hann lifað
aðra tíma og hlotið annaö upp-
eldi. Nú er þaö taliö til nauð-
synja sem áður þótti ,,lúxus“.
Það gerir f mörgum tilfellum
gæfumuninn.
— Þú hefur gefið út ljóðabók,
Gunnlaugur.
— Það var nú neyðarkost-
ur, enda rúm 40 ár síðan. Mig
vantaði 150 krónur og því réð-
ist ég f þetta og krónurnar fékk
, ég.
Þú ert nú mjög vel hagorður.
— Það má svo kalla, en um
gæðin má sjálfsagt deila. Stund-
um hef ég líka boriö við aö
semja lög við ljóðin.
Yrði vel um andans hag
ævin þrotlaust gaman,
ef ég gæti ljóð og lag
lagt í faömlög saman.
— Þú ert einn þessara marg-
umtöluðu aldamótamanna, sem
lifðu ungir morgun þess tíma-
bils er mest hefur til velmeg-
unar stefnt.
— Ójá.
//
HIKAÐU El VIÐ HARÐVIÐRIN
44
Við vorum ráðnir upp á kaup
yfir vertíöina og var það 80 kr.
þá fyrri en 90 krónur þá síð-
ari.
— Hvernig gekk svo veiöi-
skapurinn?
— Við vorum sjö á skipinu og
var hluturinn fyrir vertíðina 80
fiskar.Þá seinni vorum við sex
á, en þá var afli heldur minni.
í fyrra skiptið kom þá tvisvar
hleðsla.
> — Jæja, hvað tók svo við?
— Ég fór að hugsa til hjú-
skapar og festi mér konu sem
Agnes hét, Magnúsdóttir frá
Ytri-Torfustöðum. Af giftingu
varö þó ekki fyrr en þremur
árum síöar og þá fórum við
að hokra þar f tvíbýli við tengda
föður minn. Búskapurinn gekk
eftir ástæðum. Ég þekkti aldrei
skort eftir að ég kom aftur til
foreldra minna eða fór aö
skammta mér sjálfúr. Eftir fimm
ára hjónaband missti ég konuna
frá þrem börnum, eins, tveggja
og þriggja ára.
— Það hefur veriö erfitt?
— Já, það var erfitt þá, og
fyrir mér lá ekki annað en gefa
upp búið og fela börnin umsjá
annarra. Eitt þeirra tók afinn,
Magnús, annað afasystirin og
það þriðja vinkona konu minnar,
sem bjó þá ógift með föður
sínum.
Ég geröist svo lausamaður
næstu fimm árin, en taldi heim
ili hjá tengdaföður mínum. Ég
vann þar sem bezt blés. á hverj
um tíma bæði fyrir sunnan og
norðan, meðal §innars viö smíð-
ar.
Ganga troðinn vana veg
vilja flestir heldur,
en að brölta, eins og ég
yfir hraun og keldur.
Ég átti svo sem ekki margra
annarra kosta völ en vinna með
mínum tveim höndum. Ekkert
haföi ég lært nema kverið og
það illa. Einhvern tlma á þeim
árum, sem þrengst var fyrir
dyrum hjá mér kom til mín góð
ur maður og bauö mér 200 kr.
lán. Það var Stórt þá: Ég * veit
ekki L ort milljóna gjöf hefur
meirá- gildi í dag, en þessar krðn
ur höföu þá fyrir mig.
Æskan horfin, gleðin gleymd
gullin fögru brotin.
— Undir grónar, örin geymd,
ofkeypt reynsla hlotin. —
Áföll áranna setja sitt mark
á menn, svo tæplega verður um
villzt á hverju hefur gengið.
Þá skeöur það aö tengdafað-
ir minn skiptir um ráðskonu og
til haris fer fóstra drengsins
míns. Ég hafði þá verið lausa-
maöur í 4 ár. Ári síðar urðum
viö svo hjón. Hún heitir Soffía
Jensdóttir Þóröarsonar pósts. —
Síöan eru nú 40 ár f vetur.
Við höfum búskap á Torfu-
stöðum og bjuggum þar þangaö
til fyrir þremur árum að við
fluttum hingað suður. Magnús
tengdafaðir minn var þar hjá
okkur til æviloka.
Á Torfustöðum átti ég heimili
í full fimmtíu ár, eri fór þang
að i fyrstu til að dveljast eina
viku.
— Nú er mikið talað um harð
indi, Gunnlaugur. Hvað segir
þú?
— Ég er nú hér sunnan heiða
og því ekki á sömu slóðum og
fyrr, en mér finnst tæpast hægt
að tala um harðindi hér, miðaö
við árin 1914, 1916, 1918, og
1920.
Á þessur- árum svarf oft fast
að fólki og búpeningi, þar sem
hey var í rúmbálkum var það
tekiö til fóöurs, þótt vitanlega
drægi skammt. Ekki man ég
þó fellivor, en 1906, var lömb-
unum undan fyrstu ánum, sem
báru, lógað jafr.óöum og þau
fæddust.
— Va. fólkið fátækt?
— Flest fölk, sem ég haföi
nokkur kynni af var efnalítið
og allir voru peningaiausir, jafn
vel bændur, sem aldir voru vel
f álnum, höfðu varla tíeyring
til að borga undir bréf.
Einn vetur fór ég þarna um
ofe láífBÖfe) iriýejfPS j -búshluti
fýrir b^hfLur,^þáýar víöa svo
ástatt áð; rkki vá: til' riema
ein tegund nágla og þá kannski
fjögurra þuml. nagli þar sem
nota þurfti eins þumlung og
svo öfugt. Ég setti upp kaup —
2 krónur á dag, fengi ég út-
borgaö að lokinni vinnu, annars
þrjár krónur. Á þennan hátt
reyndi ég aö tryggja méV ein-
hver fjárráð.
Svo ég hverfi aftur til barn
æsku minnar, þá er mér eitt
atvik sérstaklega minnisstætt
öðrum fremur. Ég var þá í
Vesturhóphólum hjá Þorláki
föður Jóns Þorlákssonar, síöar
alþingismanns og borgarstjóra
í Reykjavík. Þetta var á sunnu
dagsmorgni um sumarið. Ég
kom úr einhverju hrossasýsli
og þá voru aðrir krakkar fam-
ir á berjamó.
Þorlákur tekur hrífu, segir
mér aö taka aðra og koma með
sér aö rifja hey úti á eyjum.
Ég geri þetta og rölti með hrff-
una á eftir honum, en fer svo
allt í einu aö háskæla.
Hann spyr hvaö að mér gangi.
Eftir nokkra eftirgangssemi
segi ég honum * það sé vegna
þess að krakkarnir séu á berja-
mó, mig langi líka.
Hann segir að ég skuli þá
fara til þeirra. Þessi góðvild
hans finnst mér alla tfö síðan
einstæð, miðaö viö þær aðstæð-
ur sem þá voru. Lffið lék þá
fremur hart umkomulaus börn,
og fáir sem tóku tillit til þess,
hvor" þeim þótti betur eða verr,
og þaö hygg ég, aö hefði kona
Þorláks verið á ferð meö mér.
þá hefði ég ekki farið á berja-
mó, heldur mátt rifja heyið.
Þau hjó ín voru bæöi prests-
börn. Hún nokkru eldri.
— Tókst þú þátt í félags-
málum í þfnu heimahéraði?
— Já, nokkuð . verkalýðs-
félagi á Hvammstanga og ung-
mennafélaginu Gretti í Miðfirði.
Þessir aldamótamenn
margir gengu aö verki.
Sumum heldur öldin enn
undir sama merki.
— Þér förlast ekkert hag-
mælskan þótt aldurinn færist
yfir?
- Ójú.
Nú er bragatínan tóm
töluð orð ei skiljast,
gáfnahaga gullin blóm
gleymskusnjóum hyljast.
Sumum varö á langri leið
létt að foröast voöann,
en þaö flýtur engin skeið
yfir feigðarboðann.
Gunnlaugur er alltáf jafn ást
fanginn af konunni sinni eins
og heyra má af eftirfarandi vis-
um.
Konan breytist ekki ögn
þðtt aldir renni.
Ástúðin í orði og þögn
er eins með henni.
Ekki þarf aö óttast það
eftir samfylgdina.
Gröfin skilur ekki að
auða slfkra vina.
— Hvernig kanntu svo lífinu
hér á Skaganum, Gunnlaugur?
— Vel, mjög vel. og það svo,
að mér fannst til um. að hitta
hér einu sinni mann sem ekki
var kurteis f tilsvari.
— H jö viltu svo segja um
næstu framtíö?
Þó aö mörgum þyngi spor
þetta hvíta letur.
Alltaf kemur iðgrænt vor
eftir lraldan vetur.
Það hefur verið notaleg
stund hjá bessum aldna visna-
þul i kvöld. Kynni okkar voru
lítil áðúr. aðeins fáein orð ó
förnum vegi og heimsökn með
nokkur venjuleg sk.eyti. Eftir
io. sfða.