Vísir - 15.08.1968, Síða 12
72
V í SIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1968.
HOWARD RIGSBY:
Að Nornarifi
■i
■
■i
Hún hafði þegar gert sér ljóst,
þegar hann stóð upp frá slaghörp-
unni og gekk til móts við hana, að
hann sá hve illa henni leið. Nú
leit hún upp og mætti augnaráði
hans. „Er það bersýnilegt enn?“
spurði hún.
Hann hristi höfuðið. „Ekki svo
mjög áberandi".
„Þegar ég kom inn ... það var að
vissu leyti fyrir áhrif af tónverkinu
sem þér voruö að leika. Það hefur
alltaf verið mér mjög hugstætt".
Hún drakk niður f hálft glasið.
„Það hefur einhverja sérstaka
merkingu fyrir yður?“
Hún kinkaði kolli.
„Þá leik ég það ekki aftur...“
Aftur? Enn þetta — það var eins
og hann teldi það afráðið, að hún
- yrði um kyrrt og heyrði hvað
■ hann léki. „Ég vona“. sagði hún,
„að mig langi einhvern tíma til að
heyra það aftur". Hún drakk i botn
' „Eruð þér hér í orlofi?“ spurði hún.
Honum varö litið fram í dymar.
„Ekki beinlínis", svaraði hann. ,,Ég
' er að vinna að vissu viðfangsefni".
Hún sá að hann kinkaði kolli til
einhvers, og þegar hún leit upp
sá hún að rauðskeggjaöur maður,
klæddur jakka úr grófum baðm
ullardúk, gekk fram hjá borði
, þeirra og að barnum og heilsaði
hr. Bean.
„Eiga Bean-hjónin krána?" spurði
• hún.
Hann bauð henni sígarettu. „Já“
svaraöi hann og kveikti í hjá henni
og sér. „Kráin hefur gengið í arf
• í marga ættliði. Og Oliver Bean
hafði auk þess komizt yfir svo mik
inn auð, að hann munaði ekkert um
,að tapa á rekstri hennar það sem
eftir var ævinnar. Þau hjónin búa á
rishæðinni, en hún sést sjaldan á
'ferli niðri nú orðið. Oliver segir
'að hún máli dag og nótt“.
Hún virti hann fyrir sér á með
■an hann lauk '.r glasinu, einmana
maður, hugsaöi hún, haföi brotið
.heilann um margt og ef til vill á
stundum komizt að þeim niðurstöð
■um, sem hann gat ekki skýrt
neinum frá. Þótt hann sæti þarna,
ræddi við hana og svaraði spurning
um hennar, var hann um leið ein-
hvers staðar víðs fjarri. Hún veitti
því líka athygli ,að honum veitti
ekki af að láta snyrta hár sitt, og
að hann leit út fyrir að vera maöur
sem yfirleitt mundi ekki láta slíkt
Undir höfuð leggjast. Og þegar
hann leit til hennar, veitti hún því
enn athygli, hvað dökk og djúp aug
un bjuggu yfir miklum varma.
„Má bjóða yður aftur í glasið?“
spurði hann. Hún kinkaði kolli og
Christian benti þjóni á hvítum
jakka aö koma að borði þeirra. —
„Parker“, mælti hann við þjóninn,
„má ég kynna ungfrú Robbins?"
Parker þessi var ungur maður,
sköllóttur, þunnur í vöngum með
fölblá augu, dulin ákefð í svipnum.
Hann bauð ungfrú Robbins hæ-
versklega velkomna, þekkti hana
bersýnilega. Það var eins og hann
vildi láta í það skína, að enda þótt
hann sýndi henni fyllstu kurteisi
væri hann hvorki uppnæmur fyrir
fegurð hennar né frægð.
„Aftur í glösin, Parker, geriö svo
vel“.
Það gat aö lita stórar eirstungu
myndir af skipum á siglingu hvar-
vetna á veggjum, en á borðum var
komið fyrir skipslömpum, kopar-
slegnum sem vörpuðu daufum
bjarma upp á við, á höku, vanga og
andlit gestanna, sem að öðru leyti
voru í hálfrökkri og myrkri, fölv-
ar vofugrímur, sem virtust ekki á-
fastar neinum líkama, þegar hún
renndi augunum yfir sallnn. Ekki
langt frá stóð skákborð, yfir því
grúfðu tvö andlit, bæöi með gler-
augu í dökkri umgerð og svo fast
störöu þau á skákborðiö, að ein-
beitni þeirra eins og óf gagnsæjan
hjúp að þeim og aðskildi þau öllu
umhverfi. Það var aðeins ef ein-
hvert hinna andlitanna mælti ó-
venjuíega hátt, að örlitlum lífs-
merkjum brá fyrir innan undir
hjúpnum, að andlitin hnykluðu
brúnir sem snöggvast, eins og ó-
sjálfrátt.
„Mér finnst aö við eigum aö
fagna vorinu ... efna til hátíöar-
halds".
Þetta var mælt djúpri, virðulegri
rödd og það var aldurhnigin og
viröuleg kona viö borð næst barn
um sem talaði. Hún var klædd
kvöldskikkju, í bjarmanum af lamp
anum glóði á perlufesti, marglagða
um háls og gráblátt hárið stóö
sem hrokkiö reifi um höfuðið.
Gegnt henni sat stúlka með ljóst,
sítt hár og brugðið um það hvítum
borða, og þótt hún væri áreiðan-
lega hálfþrítug, hafði borðinn, sápu
þvegið andlitið og svartur kjóllinn
þau áhrif, að maður gat haldið að
hún væri námsmey úr gamaldags
heimavistarskóla. Þaö var eins og
hún sæi hvorki né heyrði gömlu
konuna, starði hnýsnum gagnrýn-
isaugum út í rökkrið og Laura fann
þeim beint að sér. Það auganráð
kannaðist hún allt of vel við.
„Hvað finnst yöur, Oliver?"
spurði gamla konan hr. Bean. „Vet
urinn er liðinn... vorið, árstíð
allra vætta og guöa, tekiö við.
Pan, Bakkus ..
„Það væri vel til fundið, Des-
demona“, svaraði hr. Bean.
„Þér komið fram í gervi skógar-
guðsins Pan“, mælti gamla kon-
an. „Ég klæðist gervi Aþenu, vizku
gyðjunnar. Þú, Winifred ...“ hún
sneri máli sínu að Ijóshærðu stúlk
unni, „þú tekur strax við undir-
búningnum. Þú semur skrá yfir
alla guði, vætti og dísir, telpa mín.
Gríska guði — ekki þá rómversku.
Þú gerir uppdrætti og tillögur að
tjöldum, búningum og semur lis^ta
yfir hátíöarréttina. Ég skipulegg
skemmtiatriðin. Að sjálfsögöu verð (
ur allt að fara fram undir berum .
himni...“
„Ef veður leyfir", mælti hr. Bean
og hristi kokkteilinn. |
„Ég væri fús að koma fram i
gervi Poseidons, sjávarguðsins, her
togaynja", sagði rauðskeggjaði
maðurinn, sem sat við barinn. —
Laura veitti því athygli, að enda
þótt hann sneri sér að gömlu kon-
unni, sem hr Bean hafði kallað
Desdemonu, og beindi orðum sínum
til hennar horfði hann í átt til
dyra, til stúlkunnar sem komiö
hafði inn rétt í þessu og stóð í
skugganum rétt fyrir innan þrösk-
uldinn.
„Auðvitað, hr. Kahler", svaraði
gamla konan. „Það skil ég ... þessi
skutulbyssa yðar og svarti köfun-
arbúningurinn. Þér eruð Kjálfkjör-
inn Poseidon".
Parker færði þeim drykkinn, og
þegar hann gekk aftur frá borð
inu kom stúlkan, sem staðið hafði
í skugganum úti við dyrnar aö borði
þeirra og laut að Christian. „Ég er
sjálfkjörin Cassandra“, mælti hún,
„og spái yður mikilli ógæfu, St.
Laurent, ef það skyldi henda yöur
að bregöa loforði við mig öðru
sinni....“
Christian reis úr sæti sínu. „Ung-
frú Robbins, má kynna Gail Kerr
Bregða loforði við yður ...“ mælti
hann hikandi, „Má, ég sækja glas
handa yður?“
„Einn tvöfaldan, ef þér viljið
gera svo vel“. *
Christian gekk yfir að barnum
en stúlkan dró stól að borðinu og
fJkk sér sæti. Gail Kerr hugsaði
Laura, var sennilega tveim árum
eldri en hún sjálf — tuttugu og
sex eða sjö ára. Hún gat ekki tal-
izt falleg þótt þar væri mjótt á
munum .En það varð ekki hjá
því komizt að veita henni athygli..
hörundið dökkbrúnt af sól, mikið
og svart hárið brugðið í hnakka-
hnút, augun stór og ljósgræn undir
enni, sem virtist hærra og hvelfd
ara fyrir það hvé hárið var greitt
strítt aftur. Hún var klædd jakka
og pilsi úr mjúku vaðmálsefni, bar
mikla silfurhringi í eyrum, og 1
bjarmanum frá lampanum tók and-
litið á sig austurlenzkt svipform.
Laura hafði fundið rannsakandi
augnaráð hennar hvíla á sér, meðan
hún stóð f skugganum úti við dym
a og nú þegar Gail Kerr dró
sígarettupakkann uþp úr handtösk-
unni sinni, varð hún þess aftur vör
og aö þessu sinni var augnatillitið
langt frá því vingjarnlegt. Og um
leið gerði Laura sér gréin fyrir
því, að þessi stúlka kannaðist
hvorki við nafn hennar né andlit.
„Þetta hefur veriö sannkallaður
ólánsdagur", mælti Gail Kerr og
bár kveikjaralogann að sígarett-
unni. Fingurnir voru sterklegir,
neglumar klipptar við góm.
Laura kinkaði kolli, svipaöist um
fann aö áhrif kokkteilsins voru far-
in að segja til sín. Þar er ég yöur
sammála hugsaöi hún og enn
einu sinni fann hún hvernig sárs
aukinn og einmanakenndin leituöu
taka. Augu hennar staðnæmdust
við Christian, sem beiö afgreiðslu
við barinn, en Gail Kerr tók1 að
rekja raunir dagsins.
Greinílegur brezkur hreimur var
á máli hennar. „Ég er með feálfnaða
ritgerð“, sagði hún, „sjávarlíffræði'
skiljið þér. Þess vegna dvelst ég.
hérna. Jæja, það "'-:ptir ekki máli
heldur er það ritvélin mín. Hún bil
aði fyrir nokkrum dögum, þegar
verst gegndi, og ég fór meö hana
inn í Skeljavík til viögeröar. Bann-
settur svikahrappurinn á verkstæð-
inu sór og sárt við lagði, að við-
geröinni skyldi lokiö í dag. í morg
un sagðist Christian ætla að
skreppa á fiskiveiðar fyrir hádegiö
að þvi loknu skyldi hann aka mér
til Skeljavíkur. Ég beiö og beið og
aldrei kom hann. Ég sá að bíllinn
hans stóð úti fyrir húsinu, þar sem
hann býr, en þegar ég knúði dyra,
heyrðist einungis tómlegt bergmál
inni fyrir. Ég fór því ein til bæj-
arins.“
Christian kom aftur að borðinu
og Parker, þjónninn, í fyigd með.
honúm með glas á bakka. „Halló",
sagði Parker við Gail. „Ég hef sakn
að yðar í dag“. Hann setti glasið á'
borðið fyrk framan hana..
Svissnesk úr.
Vestnr jþý^fcar og franskar klnkkur.
Allt vclþckkt metii.
Þórður Kristófersson úrsm.
Sala og viðgerða|jjóm«sta
Hrfeatcig li (Hornið viS Snnfflítngaveg.)
Sfmi 83616 . P&ttíIT SSB - Bejíjarik.
Þú hefur, eins og guð óvina okkar, eng-
an feid. Vertu með okkur í orustu móti
þeim, annars kostar færðu ekki að sjá
félaga þinn ú Ufi & ný.
Allt í Iagi, Waz-Don,
að þú haldir loforð þitt.
sjáðu svo um, Hai, O Es Rat, bardagahópur Ho dona
svarar áskorun okkar um orustu.
OGREIDDIR l
REIKNINGAR
LATIÐ OKKUR INNHEIMTA.
Doð sparar vður t'imo og ájbægindi
INNHEIMT USKRIFST OFAN
Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3lmur)