Vísir - 19.08.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 19.08.1968, Blaðsíða 8
100 V í SIR . Mánudagur 19. ágúst 1968. VISIR Útgefandi. Reykjaprent h.í. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Blrgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: I augavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðia Visis — Edda h.f. Unga fólkið og þjóðmálin þjóðviljinn sagði á dögunum, að þess yrði nú hvar- vetna vart að ungt fólk hefði fengið „nýja og gleggri innsýn í þjóðfélagsmál en oft áður“, og það sem meira væri, þetta unga fólk hefði með virkum aðgerðum krafizt þess að verða þátttakendur í ákvörðunum, sem teknar væru í þjóðfélögunum. Sem dæmi um þetta nefnir blaðið vitaskuld óeirðirnar í Vestur- Þýzkalandi og Frakklandi, sem alltaf er verið að lof- syngja á þeim bæ, en svo bætir það við, að þessa hafi líka orðið „mjög áþreifanlega vart“ hér á íslandi, og sönnun þess á að hafa fengizt í forsetakosningunum. Það er svo sem ekki nýtt að Þjóðviljanum og Tím- anum verði tíðrætt um úrslit forsetakosninganna. Bæði blöðin hafa látlaust stagazt á þeim þann hálfan annan mánuð, sem liðinn er síðan. Þau skrifa eins og úrslitin hafi verið stórsigur fyrir stjórnarandstöðuna, og margt af því hefur verið miður smekklegt og ólík- legt að það hafi allt fallið hinum nýja forseta vel í geð. En það eru nýjar upplýsingar, að stjórnarandstæðing- ar viti nákvæmlega um skiptingu atkvæðanna milli aldursflokka, þannig að þeir geti fullyrt að unga fólk- ið hafi allt skipað sér í sömu fylkinguna. Um þau hlut- föll er engu hægt að slá föstu, fremur en í öðrum leyni- legum kosningum. Væri óskandi að senn rynni upp fyrir höfundum þessara skrifa, að meiri háttvísi væri gagnvart forsetanum að láta þau niður falla. Viðvíkjandi innsýn ungs fólks í þjóðfélagsmál, væri ekkert undarlegt þótt hún færi vaxandi með aukinni menntun; en kröfur þess um þátttöku í ákvörðunum um landsmálin verða þó að miðast við kosningaald- urinn. Fyrr getur það tæplega gert miklar kröfur í því efni, þótt vitaskuld sé sjálfsagt og gott að það reyni sem fyrst að mynda sér stjórnmála- og félags- legar skoðanir og láta þær í ljós með viðeigandi hætti. Kosningaaldurinn hefur nú verið færður niður í 20 ár, og sumir vilja jafnvel færa hann enn neðar, en meðal unga fólksins sjálfs voru skiptar skoðanir um breytinguna síðast og mundi áreiðanlega ekki síður verða, ef til orða kæmi að færa aldurstakmarkið neðar. Fólk innan við tvítugt hefur yfirleitt ekki „glögga innsýn“ í þjóðmálin. Til þess skortir það aldur og reynslu og margt jafnvel áhuga. Og þótt það gangi í stjórnmálasamtök unglinga, getur það átt eftir að skipta um skoðun og skipa sér í annan flokk þegar það fær kosningarrétt. Það er því hæpið að leggja mjög mikið upp úr skoðunum unglinga í þessu efni, þótt þar sé vitaskuld um undantekningar að ræða. Fordæmi einstakra flokka og starfandi stjómmála- manna á hverjum tíma ræður miklu um það, hvar unga fólkið skipar sér í fylkingu. Með aukinni innsýn í þjóðmálin virðist unga fólkið hér á landi verða æ fráhverfara kommúnistum, og er það vitaskuld mjög æskileg þróun. Þjóðviljinn skyldi þvi varlega eigna sínum flokki mikiö af þeim ungmennum, sem nú em að vaxa upp í landinu. Uppreistarsinnar frá Angolu í þjáifun í Thysville i Kongó. Vaxandi kvíði portúgalskra valdhafa út af nýlendum í Afríku , öll kommúnistaríki og Arabaríki að 1 beita áhrifum sínum til stuðnings i við Alsír vegna bannsins á flug- ( ferðum til landsins. ) Bouteflika utanríkisráðherra sendi ( fyrrnefndum ríkjum orðsendingu / um þetta í gær. Einnig sendi hann [\ orðsendingu til U Thants fram- Ikvæmdastjóra Sameinuöu þjóðanna og baö um stuöning hans. □ Varsjá: Kunnur pólskur komm- únistaleiðtogi, sem á sæti í stjórnmálaráðinu, Edward Gierek, hvatti í gær til aukins skoðana- f' frelsis í landinu, og kvað fólkið V eiga að njóta þess réttar, aö geta f gagnrýnt það, sem miður fer, j bæði að því er varöar menn og ;( málefni. }[ □ Tókíó: Heimsins stærsta olíu- \ skipi var hleypt af stokkunum í Japan í morgun. Það er 312.009 j iestir, Frú Lynch, kona forsætis- r ráðherrans í írska lýðveldinu, gaf ) skipinu heiti: Universe Ireland. — í\ Skipið verður í olíuflutningum milli // Kuwait við Persaflóa. Alls verða Ví byggð 6 olfuskip af þessari stærö I/ fyrir sama félag. ?) □ Ceauscescu, leiðtogi Rúmeníu, ú var ágætlega fagnað við kom- h una til Tékkóslóvakíu í gær, og y viðræður hófust að kalla nær þegar. (i Þær fjalla m. a. um aukin við- \ skipti og 20 ára vináttu- og sam- / starfssáttmáia. / □ Tokíó: Sala á japönskum bíl- \ um af Nissan-gerð hefst brátt Iá Bretlandi. Hafa verksmiðjumar samið við sölufyrirtæki á Bretlandi. Hafa verksmiðjumar samið við söiufyrirtæki á Bretlandi, en dreif- endur hafa myndað dótturfyrirtæki. Japönsku verksmiðjurnar hafa haft sama hátt á til þess að koma fram- leiðslunni á markað í Frakklandi og Portúgal. í Portúgal og í löndutn Portú gals í Afríku ríkir vaxandi kviCi um framtíöina. Það er svo komiö aö tilgangsiaust er taliö að reyna aö ieyna þessu, þvi að uppreisnarhreyfing er i þremur löndum Portúgals í Afríku: Mozambique, Portúgölsku Guin eu og Angólu. Portúgal sem undir 40 ára ein ræðisstjórn er oröiö fátækasta land Vestur-Evrópu hefir 160.000 manna ljð undir vopnum til þess að halda velli í Afríku en þótt um skæruhemað sé aðal lega að ræða enn, getur fariö svo að þaö dragi til alvarlegri tíöinda, því aö frelsissinnaðir blökkumenr frá fyrrnefndum iöndum eru í hernaðarlegri þjárf un f Kongó og víðar og þegar frá líöur má að minnsta kosti gera ráð fyrir síharðandi átök- um og ef til vill víðtækri bylt- ingu gegn hinum portúgöisku yfirráðendum. Af hálfu Salazars einræðis- herra og stjómar hans er litið á þessi lönd, sem hluta hins portú gals’. - ríkis, þau séu eins portú gölsk og „Minho Algarve" (tvö af fylkjum Portúgals), en jafnvel helzti hugsjónasérfræðingur Salazarsstjórnarinnar kallaði þetta eitt sinn „há-rómantískt bull“, og yfirleitt er litið á þessi lönd sem nýlendur. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki til dæmis fallizt á afstöðu Portúgals varð andi þessi lönd, senj haldið er fram til þess að girða fyrir er- lend afsWpti. Hitt er svo annað mál, að Sameinuöu þjóðirnar standa máttvana gagnvart hinu portú- galska nýlenduveldi, segir í grein í Aftenposten um þessi mál, alveg eins og Samemuöu þjóðirnar hafa engan mátt tii þess að hafa áhrif á þróunina í öðrum hluta Suður-Afrfku, Suð ur-Afríku-lýðveldinu og Rhodes íu, já, einnig í Suðvestur-Afríku sem ríkisstjóm Suöur-Afríku stjómar í trássi við vilja Sam- einuðu þjóðanna, samþykktir þeirra og fyrirmæli. Og meðan svo er heldur áfram hin sorglega þróun í portúgölsku nýlendunum. (Grein, sem hér er stuðzt við, er • eftir Halldór Sigurðsson frétta- ritara blaðsins, sem hefir kynnt sér þessi mál sérstaklega og er blaðið nú að birta um þau greinaflokk eftir hann).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.