Vísir - 19.08.1968, Page 9

Vísir - 19.08.1968, Page 9
>3 í SIR . Mánudagur 19. ágúst 1968. • Einkaviðtal Vísis, Þráinn Bertelsson ræðir við Sir Alec Guinness: □ Hver þekkir hann ekki, mann hinna þúsund andlita, sem þekktur er í flestum þjóðlöndum fyrir þann óborganlega hæfileika að geta með list sinni fengið fólk til að gleyma um stund hversdags- leikanum og hverfa ævintýrinu á vit? Hver þekkir ekki brezka leikarann, Sir Alec Guinness? Hann hefur horfið af hvíta tjaldinu í bili og eyðir nú ásamt konu sinni, Lady Guinness, fáeinum sumarleyfis- dögum til að kynnast íslandi og íslendingum, ferð- ast um, skoða nýja staði og gleyma um stund skark- ala stórborganna. TXann kemur á móti okkur í anddyri Hótel Sögu, iágvax inn gráhærður maður, heils- ar vingjarnlega. Inni á Mímisbar er kyrrlátt og viö tyllum okkur þar við borð. „Er þetta apparat í gangi?“ segir hann og gefur segulband- inu hornauga um leið og hann kveikir sér í sígarettu — brezkri Rothman‘s með síu. „Það er allt í lagi, ég er tilbúinn." Og hann bíður spurninganna og fitlar við Reykjavlkurkort og feröamannabækling um Iandið, „Island í hnotskurn". „Mig Iangar til að vita hvem ig þér hafi' eytt tíma yðar síð- an þér komuð til íslands.“ „Jahá. Enn hef ég varla haft tækifæri til að gera mikið, nema skoða Reykjavík lítið eitt. Kon- ert komið mér á óvart. En ég verð að segja að mér finnst loftiö hérna dásamlegt, þar er svo ferskt, og lánið hefur leikið við okkur hvað veðrinu við- víkur. Við gerðum ráð fyrir góðu veðri, en það hefur verið jafnvel ennþá betra en við þorð um að vona.“ „Það er alltaf gaman að heyra landi og þjóð hælt —en hafið þér rekizt á eitthvað, sem betur mætti fara?“ Og Sir Alec hlær og ekur sér í sætinu: „Þér viljið fá mig til aö segja eitthvað ljótt um landið. „Nei ætli ég láti það ekki ógert. Hvernig ætti ég að geta þaö eftir aðeins eins dags dvöl. Ég vona að ég geti það heldur ekki þegar ég fer.“ Sir Alec Guinness spókar sig í reykvísku góðviðri. // Ég kaupi mér sjosiakk, ef því er að skipta /✓ una langaði t>' að komast í búð ir til að kaupa eitt og annað, eins og þykkar fslenzkar lopa- peysur. Við höfum verið að und irbúa ferö norður á land, leigt okkur bíl o.s.frv. og svo hef ég verið á stjái með myndavélina mína. — Þetta er allt og sumt. Við byrjuðum jú á því að fara í gönguferð til að sjá hvar við er um niðurkomin. Ég er venju- lega mjög ratvís og fljótur að átta mig á umhverfinu — auk þess er ekki erfitt að rata héma.“ „Haf þ'r oröið var við, að fólk hafi verið að gefa ykkur auga á götunum?" „Tja, ég veit ekki, nei, ég held varla.“ „Þér hafið ef til vill komið hingað í þeirri von, að þér fengj uð að vera i friði, þar sem eng- inn bæri kennsl á yður?“ „Nei ekki er það beinlínis á- stæöan. En ég verð að segja, að mér finnst þægilegt að vekja litla athygli. Það eru margir staðir, þar sem erfitt mundi vera að eyða sumarleyfinu. I Feneyjum til dæmis kemst mað- ur ekki hænufet án þess að heill herskari sé á hælunum á manni. Sama gildir um Róm. Þess vegna hef ég ákveðið að fara aldrei framar til Feneyja, þar gerir fólk það að hreinni plágu fyrir mann, að eyða fríinu sínu þar. Hér er aftur á móti indælt að vera.“ „Hafið þér tekið eftir ein- hverju sérstöku við landið hérna?“ „N-ei, landið er ákaflega svip að því, sem ég hafði gert mér 1 hugarhmd. Ég þekki fólk, sem hefur verið h-r — annaðhvort í frii eða þá á stríðsárunum. Ég hef líka lesið eitt og annað um landið, svo að ennþá hefur ekk- ■ Hvers vegna verður maður yfirleitt nokkuð? I bili er nóg komið af spjalli um land og þjóð, og komið að hinni óumflýjanlegu spurningu: „Hvers vegna völduð þér að gera leiklistina að ævistarfi yð- ar?“ „Þessu er erfitt að -svara. Hvernig svarar maður þvf, hvers vegna maður verður nokkuð yfir höfuð? Mig langaði alltaf til að verða leikari. Frá því um fjórtán ára var ég mér vel meðvitandi um þessa löngun mfna, en nú þegar ég lít um 3x1, sé ég aö fyrir þann tíma, frá þvf ég var um sjö ára — áður en ég hafði hugmynd um, að ég gæti unniö fyrir mér á þennan hátt — hef- ur leiklistin verið hluti af mér.“ „Síðan þér lukuð við „Trúð- ana“ á sfðasta ári, hafið þér eingöngu komið fram á leik- sviði." „Sfðustu fimmtán mánuði hef ég eingöngu starfað í leikhúsum — ekki leikið f kvikmyndum." „Ýmsir leikarar, eins og t.d. írinn Peter OToole, sem fyrst og fremst eru þekktir fyrir kvik- myndaleik, kjósa að koma fram á leiksviði milli kvikn,ynda. Á það sama við um yður?“ „Ég er fyrst og fremst leik- sviðsleikari. Ég hef verið leikari í 34 ár, og ég hef næstum allt- af leikið á sviöi. Samtals hef ég aöeins komið fram f um 25 kvikmyndurn, ég lék ekki í þeim fyrr en eftir stríöið. Ég var í brezka sjóhemum á stríðsárun- um, og eftir þ:.ð hafði ég hug á því að vinna mér inn peninga á fljótan hátt tækifærið bauðst, og eftir það var ég hálfpartinn fastur í kvikmyndum í nokkur ár, en ég lét næstum aldrei ár lfða án þess að koma fram á leik sviði, í London, New York eða Kanada, stundum Cti á landi — en fyrst og fremst f Lundúnum því að ég er innfæddur Lundúna búi og þar u mfn eðlilegu heim kynni.“ „Það er sagður tæknilegur munur á þvf að leika á sviöi fyrir framan áhorfendur og leika fyrir framan kvikmynda- vél hvaö viljió þér segja um þennan mun?“ „Ég veit ekki nékvæmlega í hverju hann liggur. Auðvitað er. ýmis tækniatriði ólfk, en hvað lciklistinni viðkemur, þá hefur hún verið til f yfir 3000 ár, og hún er grundvöllurinn. Ef maður hefur tök á henni getur maður komið fram f sjónvarpi og kvikmyndum — en það er ekki ’->ar með sagt, „ð sjónvarps eða kvikmyndaleikari geti kom ið fram á leiksviði. því að ef til vill hefur hann ekki þá rödd, sem leikhússleikari þarf að hafa, eða uppfyllir ekki einhver önn ur nauðsvnleg skilyrði. Þegar öllu er á botninn hvolft, tek ég Ieikhúsiö fram yfir, ég hef gaman af sjálfum leiknum í kvikmyndum, en mér hund- leiðist að þurfa að bfða lon og don meðan verið er að ganga frá einhverjum tækniatriöum. Maður fær heldur ekki nógar æfingar — að minnsta kosti fæ é7 ekki nóg af þeim. Sumum leikurum fellur undirbúnings- leysiö, en ég vil vera vel undir búinn fyrir allt sem ég geri." ■ Gjaldeyrisreglur Bretaveldis Þér sögðuð áðan, að þér hefð uð fyrst heyrt um fsland frá kunningjum yðar — kannski ein hverjum, sem leseudur mundu kannast við? Til dæmis hefur skáldið W. H. Auden skrifað fræga bók um Island." „Auðvitað hef ég lesið bók Audens, „Letters from Iceland", en :g er hræddur um, að hún sé ákaflega úrelt núna. Hún er mjög skemmtileg, en hún mundi vera úrelt frá sjónarmiði ferða- langsins. — En núna kemur tilgreina eitt harla þýöingar- mikið atriði, þar sem eru hinar heimskulegu gjaldeyrisreglur okkar i Bretlandi, en það er bannað að fara með meira en fimmtfu sterlingspund til landa sem eru utan brezka samveldis ins — að íslandi einu undan- skildu. Hér má maður eyða eins og maður vill. Þetta vissi ég ekki fyrr en f fyrra. Þegar félag hér skrifaði mér og spuröi, hvort ég væri tilleiðanlegur að koman hingað og lesa upp. — Það gat ég ekki þá því að ég var að leika í leikriti f Lundún- um. Þetta minnti mig á hinn bóginn á, að auövelt væri að koma til íslands, ef tækifæri gæfist til ferðalaga." „Hvernig munduð þér taka þvi, ef .þér væruð beðnir um að lesa upp hér á landi?" Hann hugsar sig um, strýkur hendinni um enr.i sér og fiskar sígarettu úr pakkanum: ,Tja — ég mundi ógjaman gera bað núna í fríinu mínu — en mér lízt mjög vel á hugmyndina. Sjáið þér til — ekki svo að skilja, að ég sé mjög fróður um það — en það fer mjög gott orð af íslenzka leikhúsinu í okkar hópi, og manni finnst mikið til bess koma. að f svona stóru lanái með svona fáa fbúa skúli þjóðléikhús yfirleitt vera til. Það gildir sama um ykkar leikhús og Þjóöleikhúsiö i Helsinki. Þessi leikhús koma manni þægilega á óvart. — Ég fékk afskaplega hrífpndi bréf frá íslenzkum leikurum, þegar ég kom. Ég var mjög snortinn. Þetta var ósköp látlaust bréf. Þeir buðu mig velkominn og inntu eftir því, hvort þeir gætu á nokkurn hátt verið mér innan handar. Svona nokkuð hefur hvergi k mið fyrir mig, þar sem ég hef verið.“ B Um fjármál og leikáhuga „Margir frægir leikarar hafa lýst því yfir, að þeir eigi ekki aðra ósk heitari en að hætta að leika. Omar Sharif, Marlon Brando, Paul Newman, svo að dæmi séu nefnd. Hafið þér hug á að setjast í helgan stein við fyrsta tækifæri?" „Ég elska starf mitt — og hata það líka. Oft þegar sýn- i. er að ljúka á einhverju leikriti, eða begar upptöku myndar er að ljúka, segi ég við sjálfan mig, að ef einhver læt- ur mig hafa stóra peninga- summu, | ' hætti ég að vinna, en ég veit að ég meina það ekki — því að hvað annað ætti ég að gera? Þetta er ævistarf mitt tii einhvers eöa einskis unnið. Sú staðreynd, að ég hef átt vissri velgengni aö fagna gerir það að verkum. að mér finnst dálítið illkvittnislegt að segja upp úr þurru: Þetta vildi ég aldrei. Þetta hefur verið vel borgail, en nú er ég hættur. — En það eru samt vissir daear. þegar méi finns eins og eg muni aldrei vilja leika framar 10. síða rr •.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.