Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Föstudagur 23. ágúst 1968. 3 ' 'VVVWVWWWWWWWWVWWWWW>^AAAAA/WVWWNAAAAAAAAAAAAAAAA/\AA/' ^WWWWVWWWNAAAAAAAAAA/VWWW' Peysuföt, upphlut og þjóðlegar erfðir Þeir sem hafa áhyggjur af þvi aS ýmsir þjóöiegir siðir og erfða venjur séu að lúta f lægra haldi fyrir alþjóðlegum siðum hafa e. t. v. að einhverju leyti rétt fyr- ir sér. ísland er ekki einangrað lengur, þegar hægt er að komast til heimsborgarinnar London á tveim tímum. Fjölmiölunartæki sjá einnig fyrir því aö bera á milli á undraskömmum tima ýmsa siði, sem veröa alþjóð- legir á skömmum tíma. Samt leitast flestar þjóðir við, kannski af framangreindum ástæðum að halda fast við sín þjóðlegu í samræmi viö teikningu Sigurðar Guömunds- sonar, ekki má rugla kyrtlinum saman við skautbúninginn, sem er frábrugðinn. Þær systur í upphlut í garðlnum að Bjargi, Isafirði heimili verðmæti. Færist það æ i vöxt. Hér á landi eru ýmis félög til sem vinna að því að varðveita til handa óbomum kynslóöum hinar sérstöku þjóðlegu erfða- venjur íslenzkar. Á s.l. ári urðu allmiklar um- ræður um framtíö fslenzkra þjóðbúninga og skaut sú hug- mynd upp kollinum að reyna að samhæfa íslenzka þjóðbúninginn (kvenbúninginn) nútímalifi. En fljótiega var horfið frá þeirri hugmynd að gera breytingar á þeim flikum, sem heizt kæmu til greina til daglegrar notkun- ar en reyna heldur að efla kynn- ingu á fslenzkum þjóöbúningum og notkun þeirra sem spariklæön aðar. I þeim tilgangi verður efnt til sýningar á þjóðbúningum f Bogasal Þjóöminjasafnsins f október. Þar gefst konum tæki- færi til að kynna sér helztu gerð ir islenzkra búninga og æskunni kostur á aö fræöast um heiztu búningaheiti og tegundir, en þaö hefur viljað brenna við á síö- ari árum að fólk geti jafnvel ekkl greint á miili eða rugli sam an peysufötunum og upphlutn- um, sem hafa veriö notuð einna mest af fslenzkum þjóðbúning- um á þessari öld. En á meöan veriö er að undir- búa þessa sýningu á þjóðbúning- um fslenzkum vinna ýmsar kon- ur aö því um landið að korna sér upp búningum og kenna öör- um baldýringar og annan saum þeirra. Ein þessara kvenna er frú Ragnhildur Helgadóttir á ísa- firði, sem hefur saumað sér bún- inga eftir flestum þeim lýsing- um, sem til eru á þjóðbúningum fslenzkum bæði eldri og yngri. Voru þessir búningar m. a. til sýnis á afmælishátíð Isafjarðar og vöktu veröskuldaða athygli. Myndsjáin í dag sýnir þrjá bún- inga frú Ragnhildar, peysuföt frá miðri nítjándu öld, upphlutinn eins og hann gerist f dag og kyrtii í samræmi viö teikningar Sigurðar Guðmundssonar. Ragnhildur Helgadóttir og systir hennar Þuríður í peysufötum frá miðri nftjándu öld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.