Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 9
9 VÍSIR . Föstudagur 23. ágúst 1968. Lofgerð lyginnar Tjað sem hefur vakið hvað mesta eftirtekt í her- námsaðgeröum Rússa í Tékkó- slóvakíu er það, hvernig þær hafa einkum beinzt aö því aö kæfa sem allra fyrst niöur frjálsa upplýsinga og skoðana- miðlun í landinu. Þegar hinar fyrstu fallhlífa og stormsveitir Rússa með skriðdreka í farar- broddi brunuðu yfir brýmar á Moldá inn í hina tékknesku höf- uðborg var ekki stefnt að því fyrst og fremst að umkringja og brjótast inn f setuliðsbúðir eða varnarvirki. Heldur ruddust sveitir þeirra að útvarpsstöðinni og blaðaskrifstofunum. Og allan fyrsta daginn beindust megin- aðgerðir þeirra að því að berja miskunnarlaust niður hina frjálsu skoöanamyndun, sem hafði oröiö einkenni hins „hættulega“ tékkneska komm- únisma. Hörðustu átökin uröu við út- varpsstöðina í Prag. Þar hófu skriðdrekar Rússa skothríð, þeir skutu á húsið og þeir skutu á fólksfjöldann, sem hafði safnazt saman til mótmæla. Atferli þeirra var ákaflega táknrænt fyrir þá styrjöld við sannleik- ann, sem þeir nú heyja opin- skátt. 'T'ilefni ofbeldisaðgeröa þeirra gegn Tékkóslóvakíu var sú hneykslunarhella þeirra að skoð- anafrelsi og ritfrelsi skyldi geta viögengizt í sósíalísku ríki. Það er sú undarlega styrjaldar- ástæða, casus belli, sem þeir nú beita fyrir sig. Ég veit varla, hvort styrjöld hefur nokkru sinni fyrr í sögunni verið rétt- lætt með slíkum forsendum. Og fyrst þeir eru nú einu sinni yfirlýst í styrjöld gegn sann- leikanum, þá er svo sem engin furða, þó ýmsar aðrar röksemd- ir þeirra, er þeir skýra frá á- stæöum innrásarinnar séu held- ur ekki alveg í samræmi viö raunveruleikann. Pravda mál- gagn stríðsglæpamannanna aust- ur í Kreml hefur birt langa greinargerð fyrir ástæöum inn- rásarinnar f Tékkóslóvakiu. Þar er því blákalt haldiö fram, að Rússar séu að tryggja friðinn i Tékkóslóvakíu og frelsa tékkn- esku þjóðina. Þar er líka skýrt frá því, að innrásin sé fram- kvæmd samkvæmt ósk tékkn- esku þjóöarinnar. Hún hafi beö- ið Rússa, eins og bróðir við bróður að koma sér til hjálpar! Enginn veit til þess, nema hinir rússnesku ofríkismenn, aö nein ósk hafi komið frá Tékkó- slóvakíu um rússneska frelsun. Það er fullvíst, að forseti lands- ins bað ekki um rússneska inn- rás, ekki ríkisstjómin, ekki þingið, ekki stjóm tékkneska kommúnistaflokksins, ekki stjórn verkalýðssambands lands- ins, ekki ein einasta deild komm únistaflokksins í landinu, ekki eitt einasta verkalýðsfélag. Allir þessir handhafar þjóðarviljans hafa þvért á móti mótmælt inn- rásinni og krafizt þess aö Rúss- ar verði á brott. TTvaöan hefur þessi ósk kom- ið? Rússar segja, aö hún S* ffá „nafnlausum mönnum", sem séu hinir sönnu málsvarar þjóðarinnar. Hafa menn nokk- um tíma heyrt önnur eins rök? Það skyldi þó aldrei vera, að beiðnin um rússneska hernaðar- íhlutun hafi komið frá einum manni. Antonin Novotny, sem gervöll tékkneska þjóðin reis gegn eftir ofboðslega kúgunar- stjórn hans, lögregluofsóknir, pyndingar, aftökur og fangelsun meir en 50 þúsund pólitískra fanga? Það væri í samræmi við hinn rússneska sannleika að túlka hann sem málsvara „þjóð- arinnar", þó hann standi nú gersamlega einangraður, fyrirlit- inn og hataður, rúinn völdum. Kannski bera aörar fréttir það meö sér„ að Rússar hafi fyrsta daginn verið að búa til nýjan sannleika, af þeirri teg- und, sem kalla mætti sannleika lyginnar. Þeir handtóku fremstu og beztu menn þjóðarinnar, bundu þá og kefluðu og eru sennilega byrjaöir að pynda þá. Það er ■ þeirra aðferö til að þvinga fram undirskriftir, og búa til sína tegund af rökum og réttlæti. Og þegar leifar tékknesku stjórnarinnar komu saman, ruddust Rússar inn á íundinn og ætluðu að þvinga ráðherrana til aö undirrita skjal. Þar það kannski skjalið sem Pravda birti og sagði að væri frá ónafngreindum málsvörum þjóöarinnar. Þaö má segja, að þessum herrum flökrar ekki. \ fundi öryggisráðsins í fyrra- dag bar fulltrúi Rússa, Malik fram þessi sömu falsrök. Hann sagði óþarfa að ræða at- burðina í Tékkóslóvakíu I Ör- yggisráðinu, þar sem Rússar heföu einungis farið eftir bróð- urlegri ósk tékknesku þjóðar- innar, og því væri hér ekki um neitt ofríki að ræða. Hann gat hins vegar ekki gefið neinar upplýsingar um, hvaða fulltrúar tékknesku þjóðarinnar hefðu borið þá ósk fram. Og á það hefur verið bent, að það hafi verið áberandi, hve sannfæring- arlaust og sviplaust Malik hefði flutt þennan boðskap, svo hafi virzt aö hann hafi með látbragöi sínu viljað biðjast afsökunar á því hvílíkan skrípaleik hann hafði fyrirmæli um áð fram- kvæma. Það hallast á sama sveig, að fréttir frá Tékkóslóvakíu herma, að rússnesku hermennirnir, sem hafa verið notaðir til að drýgja þetta ódæðisverk hafi ekki haft hugmynd um, hvað verið hefur að gerast í Tékkóslóvakíu að und anförnu. Og þó hin rússnesku flokksmálgögn hafi birt gagn- rýni á svokallaða afturhalds- stefnu Tékka, hafa engar raun- verulegar fréttafrásagnir eða skýringar birzt í blööum þar um gang mála í Tékkóslóvakíu. Það er fyrst núna, eftir að Dub- cek hefur verið bundinn og fangelsaður, sem rússnesk blöö ljóstra því upp fyrir 200 milljón- um lesenda sinna, að Dubcek sé yfirhöfuð til. Engin tilraun hefur verið gerð í rússneskum blöðum til að útskýra í hverju nýjungin 1 stefnu tékkneskra kommúnista sé fólgin, — aö Hinir harðsoðnu brosa gleitt. Kunnastur flestra ef ekki allra kommúnistaleiðtoga fyrir harða afstöðu gegn umbótastefn- unni í Tékkóslóvakíu er Walter Ulbricht forsætisráðherra Austur-Þýzkalands. leyfa frjálsa skoðanamyndun. Rússneskt fólk fær ekkert að vitá nema aö hinir tékkriesku „afturhaldsmenn" séu hand- bendi bandarískra og vestur- þýzkra stríösæsingamanna. /~kg enn er það í samræmi við þetta, að einn af blaða- mönnum Tímans er nýkominn heim frá nokkurra vikna heim- sókn í Austur-Þýzkalandi. Þar fylgdist hann með fréttunum í austur-þýzkum blöðum, en það Var ekki fyrr en hann kom úr landinu til Sviþjóðar, sem hann fékk hugmynd um deilumar og atburðina 1 Tékkóslóvakíu. Það var fréttaefni, sem þýzku vald- hafamir töldu vfst ekki hollt fyrir almenning, og því hefur ritskoðunin miskunnarlaust skorið það í burt. Þannig var merki lyginnar haldið uppi meö þögninni og fáfræðinni. Þetta er svo sem engin tilvilj- un, því að sterkur grunur leikur á því, að foringi austur-þýzkra kommúnista hafi gengið fremst í því að niöa á Rússum, að beita miskunnarlausu valdi til að kúga niður hið * ikkneska frelsi. Sá maður heitir Ulbricht og hefur verið talið síöasta „rúdi- mentið" af hinum gallhörðu blóðþyrstu Stalinistum. Það má minna á eirin þátt úr ferli hans. Þegar Hitler og Stalin gerðu vináttusamning sinn 1939, voru nazistar reiðubúnir að sleppa úr fangelsi píslarvotti þýzkra kommúnista Emst Thalmann. Þeir sem gerst vita um þá at- buröi halda því fram, að Ul- bricht hafi hindrað þá frelsun Thalmanns og afleiðingin varð sú, að Thalmann lét lífiö í pynd- ingafangaþúðum nazista 1 Buchenwald. En sfðar gerði Ulbricht það betur, hann kom sjálfur upp pyndingarfangabúö- um í Austur-Þýzkalandi og varð- veitt' trúlega arfleifð nazist- ann Og enn heldur áfram aö renna í þann blóðsjóð í Tékkó- slóvakíu. / Tjað versta af öllu er, aö þessi dýrkun falsins og ósannind- anna þekkist lfka hjá okkar litlu eyríkisþjóð. í áratugi hefur nú veriö haldið uppi með fslenzku þjóðinni hinum viðurstyggileg- asta lygavef. Að vfsu skyldi maður ætla, að með þessum síð- ustu ófyrirleitnu og opinskápu ránsgerðum Rússa, að þá opnuð- ust loksins allra augu, þannig aö jafnvel hinir blindu yrðu sjá- andi. En það er nú ekki svo vel, að þvf sé að heilsa. Vissulega varð maður sleginn af þvi þegar fréttirnar bárust á miðvikudags- morguninn af svívirðilegu at- ferli Rússa gegn evrópskri smá þjóð. En hvað er það á móti þvf, að verða þess vfsari svart á hvítu, að atferli þeirra er af- sakaö að minnsta kosti meö þögninni af mönnum sem eru samborgarar okkar, mönnum sem eiga að teljast sama þjóð ernis og Jón Sigurðsson, mönn um sem eiga að hafa íslenzkt hjarta meö tilfinningu fyrir ljóð um Jónasar Hallgrfmssonar meö íslenzkt blóð f æöum! Það er albióð kunnugt, að rit stjóri Þjóðviljans hefur átt vandræðum með sjálfan sig að undanförnu. Hann hefur tví- stigið í því hvaða herrum í kommúnistahreyfingunni hann ætti að bjóna, hvort hann ætti aö falla til fóta Breshnevs eða Mao Tse-tungs eöa Castros. Hann er auðvitað allra manna fróðastur um þá geigvænlegu atburði sem eru að gerast i ríkj- um kommúnismans, hefur farið skemmti- og fræðsluferðir um gervöll lönd hans, noröan frá Murmansk, suöur til Havana og Hanoi, vestan frá Karl-Marx- Stadt austur til Peking. Meðan þessi maður var f sum- arfríi brá svo við, að blaðið tók skyndilega upp frjálslyndari stefnu og studdi frelsisviðleitni Tékka og átti frumkvæöi að þvf leitandi maður á ritstjóm blaðs- ins. Jj^n varla er ritstjórinn aftur kjminn til starfa, fyrr en hann birtir furðulega klausu í rógdálki 'sfnum, þar sem hann fagnar því f hálfkæringstón „að mikið megi Tékkóslóvakar fagna þvf aö hafa engan „Sjálf- stæðisflokk" í landi sínu. Og ekkert Morgunblað." Það vildi nú svo illa til, að þessi háðsklausa ritstjórans kom í blaðinu sama morguninn og ofbeldisaðgeröir Rússa urðu heiminum ljósar. Nú skyldi maður þó ætla eftirá, þegar hinn stærsti glæpur hafði aö lokum verið framinn, að augu þessa vesæla ritstjóra opnuðu.st. Menn biðu þess með eftirvæntingu, aö han iátaði loksins að sér hefði missýnzt. Þessi maður sem er fróöastur allra um málefni kommúnismans, hlaut að finna sig knúinn til að skýra afstöðu sína. En f gærmorgun þagöi hann. Engi skýring, engin skoð- un, dauður hlutur, steingerður Iíkamningur lyginnar ’>að á sem sé aöeins aö stan veður alitienningsálitsins, hi vslunar innar 0o hryggðarinnar af sér. Svo á að bvrja á nýjan leik, sömu iðjuna og áður f þágu lyginnar. Er nú nokkuð til við- urstyggilegra í fslenzku þjóðfé- lagi f dag? JTinir sem gátu nú loksins ekki orða bundizt f þessum rauða samsærisflbkki komu heldur ekki hreint fram. Þeir voru með sífellda útúrdúra um að þessir atburðir í Tékkósló- vakíu ættu að verða til þes.s að herða andstöðuna gegn Banda- ríkjamönnum og Atlantshafs- bandalaginu! Þegar við sjáum framan f hið sótsvarta ofbeldi Rússa gegn einni smáþjóð, þá er hugsunarháttur þessara manna svo spilltur, að þeir ráð- leggja að við önnur smáþjóðin gerum okkur algerlega vamar- lausá, fáeinum dögum eftir að rússneskur floti hefur verið að sýna okkur vfgtennumar með ögrandi flotaæfingum f landsýn íslenzkra jökla. 13. arfða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.