Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 6
6
TÓNABÍÓ
(„Boy, Did I get a wrong
Number")
Islenzkur texti.
Víðfræg og framúrskarandi vel
gerð, ný, amerisk gamanmynd
í algerum sérflokki enda hefur
Bob Hope sjaldan verið betri.
Myndin er i litum.
Bob Hope
Elke Sommer
Phillis Dilier
Sýnd kl. 5 og 9.
iHflmgaaw
MeÖ ástarkveöju frá
Rússlandi
íslenzkur texti
Heimsfræg og snilldarvel gerð
ensk sakamálamynd í litum
gerð eftir sögu Jan Flemming.
Sean Connery.
Endursýnd kl. 5.15 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
HAFNARBÍÓ
Sumuru
Spennandi ný ensk-þýzk Cin-
emascope-litmynd með
George Nader
Frankie Avalon
Shirley Eaton
íslenzkur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
Hinn heiff elskaöi
(The Loved One)
Víðfræg og umdeild bandarísk
kvikmynd gerð af Tony Rich-
ardson („Tom Jones").
Islenzkur texti.
Rod Steiger
Jonathan Winters.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
STJÖRNUBIÓ
T undurspillirinn
Bedford
Islenzkur texti.
Ný amerísk kvikmynd með
Richard Widmark, Sidney
Poiter.
Sýnd M. 5, 7 og 9.
V1SIR . Föstudagur 23. ágúst 1968.
3
|—- Listir -Bækur -Menningarmál-
Um kvikmyndir og kvikmyndaeftirlit
IVTöirgum er enn í fersku minni
mynd Vilgots Sjömans, „Jag
er nyfiken — gul“, sem sýnd
v&r í Stjörnubíói skömmu fyrir
páska. Eftir því, sem heyrzt
hefur á skotspónum hneykslaöi
sú mynd marga, sem er reyndav
hálfskrýtið, þvi að svo mikið
hafði verið um þessa mynd fjall-
að i íslenzkum blöðum, áður en
sýningar hófust, að menn máttu
vita við hverju þeir gátu búizt.
Og ef menn vilja helzt ekki vera
viöstaddir þar sem fjallað er op-
inskátt um feimnismál, þá er það
óneitanlega undarlegt uppátæki
hjá þeim aö kaupa sig inn á ein-
hverja djörfustu kvikmynd, sem
gerð hefur verið — fyrir al-
mennan markað.
Nú hef ég sannfrétt, að
Stjörnubíó hafi fengið framhald
þessarar myndar til landsins, en
eitthvað virðast forráðamenn
hússins hikandi við að hefja sýn
ingar á því. Ef til vill óttast þeir,
að einhverjir verði til þess, að
koma af stað málaferlum vegna
sýninga á þessum myndum.
Ekkert kvikmyndaeftirlit er tii
hér á landi, sem er þess um-
komið að banna aigerlega sýn-
ingar á einhverri kvikmynd, held
ur starfar hér nefnd til að á-
kveða, hvort einhver mynd skuli
bönnuð börnum innan 12.14 eða
16 ára aldurs.
Camkvæmt lögum frá 1966 mun
vera í ráði að koma hér á
kvikmyndaeftirliti, þótt til allrar
hamingju hafi ekki orðið af því
ennþá, þvf að þegar kvikmynda-
eftirliti hefur verið komið á, er
einnig tímabært að taka upp rit-
skoðun, takmarka málfrelsi,
Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni:
skoðanafrelsi og þar frameftir
götunum.
Vonandi verður ekki af því,
að einhver nefnd manna taki að
sér að ákveöa, hvaða kvikmynd-
ir eru hollar landsmönnum. Heil-
•brigðara er það ástand sem nú
ríkir, það er, að menn séu á-
byrgir gerða sinna; ef einhver
gerir sig sekan um að reyna að
hagnast á einhverjum sora,
gengur málið eðlilega leið fýrir
dómstólana. í flestum löndum er
sú þróun ríkjandi, að reynt er
að fækka boðum og bönnum. og
það er óheillavænlegt ef fara á
til þess að fela fáeinum mönn-
um að velja kvikmyndir fyrir
heila þjóð.
En víkjum. nú aftur að Vilgöt
Sjöman og myndum hans. Fáir
munu treysta sér til að neita
því, að hann er alvarlegur lista-
maður, sem gerir sér far um að
kanna nýjar leiðir i list sinni.
Hvort hann er góður listamaður
eða slæmur er svo annað mál.
Það er meðal annars tfminn, sem
sker úr um það — og svo kvik-
myndahússgestir yfirleitt.
☆
T undur spillirinn
BEDFORD
(The Bedford Incident).
Stjómandi: James B. Harris
Aðalhlutverk: Richard Wid-
mark, Sidney Poitier, Martin
Balsam, James MacArthur
o. fl.
Amerísk, íslenzkur texti,
Stjömubíó.
'p'jölmargar eru þær orðnar
kvikmyndirnar, sem maöur
hefur séð um hugsanlegar orsak-
ir kjamorkustyrjaldar, enda er
sennilega mjög tímabært að
fjalla um það efni. Þessi mynd
er þó ekki sérlega athyglisvert
framlag til umræðna um ógn
kjamorkuvopna, heldur aðeins
mjög sæmilegur reyfari.
Góðir leikarar eru í aðalhlut-
verkunum. Richard Widmark
leikur skipherrann á tundurspill-
inum Bedford, býsna harðsnúinn
náunga. Sidney Poitier leikur
blaðamann, sem fær að fylgjast
með því, sem er að gerast þar
um borð, og Martin Balsam leik-
ur skipslækninn. Allir gera þess-
ir ágætu menn hlutverkum sín-
um mjög góð skil, þannig að
manni gleymist hversu billega
myndin er gerð. (Tekin í baðkeri,
og einangmnarplast notað fyrir
hafísjaka).
Spennan f myndinni er allmik
il, en hún fjallar eins og nafniö
bendir til um tundurspillinn Bed
ford, og eltingarleik hans við
sovézkan kafbát, sem siglir inn
fyrir grœnlenzka landhelgi á
varösvæði Bedfords, sem er
Grænlandshaf. Þessi tvö skip
em bæði búin kjamorkusprengj-
um, sem em öflugri en allar
sprengjur Síðari heimstyrjaldar-
innar. Fyrir taugaóstyrk ungs
sjóliðsforingja á Bedford, kem-
ur til átaka milli skipsins og kaf-
bátsins og endir myndarinnar er
í meira lagi óhugnanlegur.
Þessar tvær auglýsingamyndir
eru úr brezku kvikmyndablaði.
Þær eru um myndir dæmigerð-
ar fyrir þá, sem ekki vilja sjá
_.. . , .. annað en klámmyndir. Önnur
Djarfar kvikmyndir eru ekki mynd,n heltir nStölkur> stúlk.
nein ny bola, enda hafa lista m-x, og þar fy]gjr aukamynd um
menn á hvaða sviði sem er jafn- „Dimmar nætur í St. Pauli".
an Htið allan pempíuskap hom- Hin myndln heitir þvf merkiiega
auga. Klámmyndir hafa líka ver- nafnl. >Lost| f fenjumim« og
íð framleiddar um langan ald- þar er áhorfendum heitið því, að
ur þvi að furðumargir virðast þeir hafi aldrei séð aðra d
hafa meira gaman af klámi held- jafndjarfa _ og kaga þó unn.
urengenguroggeristumvenju- endur slíkra mynda ekki allt
legt fólk. Þessar myndir eru þá ommu S1-na.
venjulega sýndar í sérstökum
klúbbum, þar sem slíkir menn
rotta sig saman — og öllum al-
menningi ætti þvf varla að
standa nein ógn af afbrigðileg-
um smekk þessara manna. Ef-
laust er það verðugt verkefni
fyrir þjóðfélagsráðgjafa og sál-
fræðinga að reyna að lækna ó-
náttúruna í afbrigðilegum mönn-
um, en það er algerlega óþarft
verk hjá slettirekum að vera
sýknt og heilagt að mála djöf-
ulinn á vegginn, kallandi „eldur,
eldur“ þar sem ekkert ónáttúru p ,oiRi-S, OlRt-á j
legt er á ferðinni. , » .- ....
Til þess að vinna að æskilegri
þróun á sviði kvikmynda og
bættum kvikmyndasmekk al-
mennings, eru ýmis ráð heilla-
vænlegri, heldur en að koma á
kvikmyndaeftirliti — og ýmsar
stofnanir þarflegri heldur en þaö i JJ/
fyrirbæri. s | wá
Þrálnn.
u
ÝJA BÍÓ lAU6ARÁSBÍÓ fÁSKÓLABIÓ
EL G,RECO
ISLENZKUR TEXTl.
Stórbrotin amerisk-ítölsk lit-
mynd i sérflokki um þætti úr
ævi listn.álarans og ævintýra-
mannsins
Mel Ferrer
Rosanna Schiaffino
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hetjur sléttunnar
Hörkwspennandi ný amerisk
litmynd.
Islenzkur texti.
Sýnd 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Auglýsið í VÍSI
Árásin á drottninguna
(Assault on a queen)
Hugkvæm og spe nnandi am-
erísk myn^ < Technicolor og
Panaviaion
Gerð eftir skáldsögu Jack
Finney.
Leikstjóri Jack Donohue
Aðalhlutverk:
Frank Sinatra
Virc- Lisi
íslenzkur texti
~ýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð mnan 12 árs.
Sfðasta sinn.
AUSTURBÆJARBIO
My fair lady
Audry Hepbrun.
Rex Harrisson.
Endursýnd kl. 5 og 9.
BÆJARBIO
Maöur og kona
Hin frábæra franska Cannes
verðlaunamynd I litum.
fslenzkur tDxti.
Sýnd kl 9
Bönnuö oörnum
Siðustu sýningar