Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar; Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: AðalstnBti 8. Simi 11660 Ritstjóm: I augavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Kerfiö riðaði til falls JTyrir viku var sagt í forustugrein hér í blaðinu, að / Rússum mundi reynast auðvelt að finna einhverja á- ) tyllu til þess að þjarma að Tékkum. Sú spá hefur því ) miður rætzt fyrr en nokkurn varði. Tónninn í rússnesk \ um blöðum og útvarpi lofaði að sönnu ekki góðu und- ( anfarna daga, en flestir bjuggust við að þeir mundu ( grípa til annarra ráða en innrásar í landið. Menn héldu / að þeir óttuðust almenningsálitið í heiminum, en þeir ) hafa ef til vill haft hliðsjón af því, hve heimurinn virt- \ ist fljótur að gleyma aðförum þeirra í Ungverjalandi y 1956. (( Allir segjast vera undrandi og vissulega er það I. undrunarefni, að Rússar skyldu velja þessa leið. Þeir ), hljóta að hafa haft í hendi sér að halda Tékkum í’ )) skefjum með öðrum hætti. Þeir gátu a. m. k. reynt það ' um sinn. Hins vegar hljóta allir að sjá, hvað það er í ( raun og veru, sem Rússar óttuðust í sambandi við frels ( ishreyfingu Tékka. Af henni hlaut fyrr eða síðar að / leiða, að hinar þjóðírnar austan járntjaldsins færu að i dæmi þeirra. Júgóslavía og Rúmenía höfðu þegar los- j að mjög um hlekkina, og jafnvel má segja að Júgó- \ slavar hafi að mestu hrist þá af sér. Harðstjórnarkerf- ( ið riðaði til falls. Líklegt var að Pólverjar kæmu næst. ) Þeir höfðu þegar sýnt nokkra tilburði í þá átt. Og svo j hver af öðrum. Og hvaða afleiðingar hefði þetta svo ( haft í Rússlandi sjálfu? ( En hér kemur fleira til. í kjölfar aukins frjálsræðis / í stjómmálum hlaut að kóma barátta fyrir auknu við- / skiptafrelsi. Öll leppríkin í Austur-Evrópu hafa síð- ij ustu tvo áratugina verið nýlendur Rússa í viðskipta- )) legu tilliti. Þau hafa orðið að framleiða þær vörur, sem \\ Rússar kröfðust og fyrir það verð, sem þeir ákváðu. ,' Það er því ekki lítið efnahagsmál fyrir Rússa, að halda r þeim áfram í þessum járngreipum. Tékkar voru strax ■ famir að þreifa fyrir sér um aukin viðskiptasambönd v við Vesturlönd. Hér var því mikið í húfi. Þessa þróun 7 varð að stöðva, að áliti Sovétríkjanna. Spurningin var 7 aðeins sú, með hvaða hætti það ætti að gerast, en um ; það virðist hafa verið ágreiningur innan stjómarinnar . og þeir orðið ofaná, sem vildu láta vopnin tala. V Atburðimir í Tékkóslóvakíu nú, og raunar líka það ; sem gerðist í Ungverjalandi 1956, ætti að sannfæra allar frelsisunnandi þjóðir um tvennt. í fyrsta lagi: ; Stjórnkerfi kommúnismans verður ekki viðhaldið ) nema með hervaldi og miskunnarlausu ofbeldi. Heit- asta ósk allra þjóða, sem í þá ógæfu hafa ratað, er að sprengja af sér fjötrana. í öðru lagi: Tilvist og efling U Atlantshafsbandalagsins er vestrænum lýðræðisþjóð- um lífsnauðsyn, ef þær eiga að geta varðveitt frelsi / sitt og menningu gegn ágangi kommúnismans. Von- j andi verða þessir síðustu atburðir til þess að opna ) augu margra þeirra íslendinga, sem á undanförnum \ árum hafa látið blekkjast af áróðri kommúnista gegn ( þessum vamarsamtökum lýðræðisþjóðanna. // V f SIR . Föstudagur 23. ágúst 1968. wmaBBmammmmBmBmmaaamBaamami Iðnaðarmenn frá Norður- löndum þinga í Reyrkjavík og mun skrifstofa ráðsins jafn- framt veröa í Kaupmannahöfn næstu 3 árin, en þar veröur næsta norræna iönþing væntan lega haldið áriö 1971. Ályktun 15. Norræna iönþings- ins I Reykjavík í ágúst 1968. Norræna iönráðið, sem stofn að var áriö 1912, er meöal þeirra samtaka, sem fyrst hófu norrænt samstarf á sviði atvinnumála. Innan vébanda þess eru um 250 þúsund fyrirtæki meö um það bil 2 milljónum starfsmanna og sem framleiða fyrir um 500 millj aröa króna á ári. Ráðið hefur rætt um sameiginleg hagsmuna og áhugamál handiönaöar og smærri verksmiöjuiðnaðar á Norðurlöndunum á 15. Norræna iðnþinginu í Reykjavík dagana 16. og 17. ágúst 1968. Þessi atvinnugrein er í örum vexti á öllum - Noröurlöndum, en stendur um leið frammi fyrir verulegum skipulagslegum breytingum, sem gera nauðsyn- legar ýmscr breytingar á at- vinnumálalöggjöf Norðurland- ínna Norræna iönráðiö vekur at- hygli ríkisstjórna Norðurland- anna á þeim verulegu atvinnu- og efnahagsmöguleikum, sem fyrir hendi eru í þessari atvinnu- grein og skorar á þær að gera ráöstafanir, sem geta leitt til þess að þessir möguleikar veröi að fullu nýttir. Til þess að greiða fyrir skipu- lagslegri aðlögun og breytingum í iðnaöinum þarf aö gera ráð- stafanir til þess aö trýggja fyrir tækjunum aukinn aðgang aö fjármagni. Efla þarf og samræma und- irstöðu- og framhaldsmenntun í iönaöinum. Leggja verður aukna áherzlu á menntun stjómenda fyrirtækja. Haga verður^ skattalöggjöf og löggjöf um önnur gjöld til hins opinbera á þann veg aö atvinnu- reke um -,é ekki íþyngt með störfum fyrir stjórnvöld án end urgjalds. Samræma þarf og ein- falda þá upplýsinga og inn heimtustarfsemi fyrir hið opin bera, se..i fyrirtækjunum er lögð á heröar. Auka þarf þjónustu ráðunauta við fyrirtæki í handiðnaði og smærri verksmiðjuiðnaði og auð velda þarf fyrirtækjunum að færa sér í nyt niðurstöður rann- sókna og tæknilegar framfarir yfirleitt. Slík jákvæð atvinnumála- stefna, sem miðar að því að nýta möguleíka litilla og meöalstórra fyrirtækja, er þýöingarmikið framlag til efnahagsþróunarinn- ar í hverju einstöku landi og mundi jafnframt efla samstarf Noröurlandanna í heild. Fimmtánda Norræna iðnþing- iö fagnar þeirri ákvörðun, sem tekin var á fundi forsætisráð- -herra Norðurlandanna í Kaup- mannahöfn hinn 22. og 23. apríl 1968 um aö gerðar verði raun- hæfar tillögur um aukna nor- ræna samvinnu. Ráðiö telur eðli Iegt aö heildarsamtök atvinnu- veganna fái að taka þátt í þessu starfi hver á sínu sviði. Héraðsmót flokksins um Sjálfstæðis- { næstu helgi ■ Dagana 16. og 17. ágúst sl. héldi samtök iðnaðar- manna og smáiðnrekenda á Norðurlöndum ráðstefnu hér í Reykjavík, 15. Norræna iðn- þingið. Um 25 fulltrúar frá Norðurlöndum sátu þingið, en þetta er í annað sinn, sem Norrænt iðnþing er haidið hér í Reykjavík. Samtök iðnaðar- manna á Norðurlöndum hafa átt náið samstarf í meira en hálfa öld en Norræna iðnráð- ið var stofnað árið 1912. Landssamband iðnaðarmanna hefur verið aðili að þessu sam starfi síðan 1935 en hér var Norrænt iðnþing haldið sum- arið 1952. ' Iðnþingiö sátu formenn og stjómarmenn samtaka iðnaöar- manna á öllum Norðurlöndunum auk framkvæmdastjóra samtak- anna. Þingið var sett á Hótel Sögu og setti Vigfús Sigurðsson forseti Landssambands iönaöar- manna þingið, eh hann hefur ver ið formaöur Norræna iðnráösins sl. 3 ár. Ennfremur ávarpaöi iðn aðarmálaráöherra Jóhann Haf- stein, þingið, og formenn iön- sambandanna á Noröurlöndum fluttu kveðjur. Þingfundum stjómaði Björgvin Frederiksen, forstjóri. Mörg mál voru á dagskrá þingsins. Fluttar voru skýrslur um þróun efnahagsmála og iön aðarins í hverju landi undan- farin 3 ár og skýrt frá starfi sambandanna. Rætt var um menntun iðnaðarmanna, einkum sem stjórnenda fyrirtækja. Enn fremur um nauösyn aölögunar iðnmenntunar að nýjum og breyttum kröfum vegna skipu lagslegra breytinga í ýmsum iðn greinum og um álögur opin- berra gjalda á rekstur iðnfyrir tækja og um innheimtustarf- semi atvinnurekenda fyrir opin bera aöila. Gerð var ályktun um þessi mál í lok þingsins og fer hún í heild hér á eftir. Iðnþinginu lauk síödegis á laugardag en á sunnudag skoö uðu þingfulltrúai Búrfellsvirkj un og á mánudag yar farið til Akureyrar og austur í Mývatns sveit. I lok þingsins tók Adolf Sörensen, Danmörku, við for- mennsku í Norræna iðnráðinu Um næstu helgi veröa haldin tvö héraðsmót Sjálfstæöisflokks ins á eftirtöldum stööum: Hellu, Rangárvallasýslu, laug- ardaginn 24. ágúst kl. 21. Ræöu- menn verða Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, Guölaugur Gíslason alþingismaður og Magn ús L. Sveinsson skrifstofustjóri. Höfn í Hornafirði, sunnudag- inn 25. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson landbún- aðarráðherra, Jónas Pétursson alþingismaður og Þór Hagalín kennari. Skemmtiatriöi annast leikar- ■ amir Róbert Arnfinnsson og . Rúrik Haraldsson og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Hljóm- sveitina skipa Ragnar Bjama- • son, Grettir Björnsson, Ámi Scheving, Jón Páll Bjamason og ' Ámi Elfar. Söngvarar með hljóm sveitinni eru Erla Traustadóttir, og Ragnar Bjamason. Aö loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar.' sem hljómsveit Ragnars Bjama- sonar leikur fyrir dansi og söngv arar hljómsveitarinnar koma, fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.