Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 23.08.1968, Blaðsíða 10
V1SIR . Föstudagur 23. ágúst 1968. w ííiíiVíSSiSSvSTO'iSSiíivSvSvS'viiSvvivSSiSSS'iWS HÚSGÖGN ‘68 Húsgagnaarkitektar sýna i nýbyggingu Iðnskólans 6& „Húsgögn ’68“ heitir sýning, sem Félag húsgagnaarkitekta efnir til í nýbyggingu Iönskólans. Sýning þessl verður opnuð í dag, og verð- úr hún opin daglega kl. 14 til 22 fram tll 3. september. í Félagi hús- gagnaarkítekta eru 22 meðlimir og 12 þeirra taka þátt í þessari sýn- ingu, sem er þrlðja sýningin, sem féiagið gengst fyrir. Sýningartíminn að þessu sinni hefur einkum verið valinn með til- liti til þess aö um þessar mundir stendur yfir í Reykjavik „Norræni byggingardagurinn" og fjölmargir forustumenn um byggingamál á Norðurlöndum dvelja hér. Tilgangur sýningarinnar er eink- um sá, aö vekja athygli á góðri formsköpun og þýðingu hennar í húsgagnagerð. Ýmislegt nýstárlegt kemur fram á sýningunni, sem hef- ur verið í undirbúningi síðan um áramót. Sjórekin lík Tvö sjórekin lík fundust í fjör- anni fyrir neðan bæinn Siglunes í gær. Er talið fullvlst að um þá íelga V. Jónsson og Sigurð Helga ;on sé að ræða en þeir voru báðir í trillubátnum Njáli, sem týndist í /or. Jón Oddsson, bóndi á Siglunesi /ar á gangi um fjöruna, þegar íann rakst á lík Helga V. Jónsson- ar á stað, sem nefnist Innri Krók- ur, var það í gærmorgun. Við ieit fannst lík Sigurðar Helgasonar ekki langt frá seinnipart dagsins. Þeir félagar lögðu af stað í róð- ur að kvöldi til í vondu veðri en um þær mundir var töluverður ís á þessum slóðum. Er talið að bát- urinn hafi farizt á útleið 1 fjaröar- mynninu. Líkin hafa verið flutt inn til Siglufjaröar. ÞAKKARAVARP Ég þakka ykkur, heiðruðu kjósendur, við síðasta forsetakjör, 30. júní síðastliðinn, sem skrifuðuð nafn mitt á seðla, sem fram komu í kjörkössunum, er talið var. Svo þakka ég lfka þeim, sem 1952 gjörðu slíkt hið sama við forsetakosningarnar þá, svo og þeim, sem veittu mér aðstoö við forsetaframboð mitt 1956 og 1960. Ég bið minn Guð að vernda mitt föðurland. Pétur H. Salómonsson. Kvikmyndatökuvél 8m.m. Kvikmyndasýningavél Kvikmyndatökuvél TORMAT 8 EEZ með zoomi, aut- omatiskum ljósmæli og innbyggðum filter. Verð kr. 3800. Kvikmyndasýningavél EUMIG 8 mm með innbyggð- um syncroniser fyrir hljóð, zoomi, mismunandi hraða aftur á bak og joðlampa kr. 4800. Skoðari meö innbyggðum klippara, kr. 750. Ennfremur Voigtlander automatic 35 mm myndatöku- vél, kr. 2800. ’ * Upplýsingar í dag og á morgun frá 9-18 í síma 33271. Svoboda — m- i «fðu ráðs segir. að 10 þjóöir hafi greitt atkvæði með ályktunartillögunni, Sovétríkin og Ungverjaland gegn, en Pakistan, Senegal og Ceylon sátu hjá. Jakob Malik fulltrúi Sovétríkj- anna beitti neitunarvaldi gegn sam- þykktinni. í nótt skoraöi fulltrúi Breta Carraden lávarður á Malik að „gera grein fyrir örlögum Dubceks". Ekki var þess getið hverju Malik svaraði eöa hvort hann vék sér undan að svara, en hann líkti fundinum viö „andúðarvekjandi kómedíu", er neitaö hafði verið að fresta umræðum. Valdatogstreita í Moskvu. í fréttum frá New York segir, að getgátur séu uppi um það aö hernámið hafi leitt til valdatog- streitu í Moskvu. Áður hefir heyrzt sitt af, hverju í þá átt, og jafnvel að stjórnarkreppa væri komin til sögunnar. Dubcek skotinn? Bandarískar hlustunarstöövar náöu í nótt frétt frá Tékkóslóvakíu þess efriis, að Alexander Dubcek heföi verið myrtur. Einstaklingur er talinn hafa sent þessa frétt frá leynistöð sem hann hafði komið sér upp. Kanadísk hlustunarstöö náði einnig frétt um þetta. Orð- sendingin var svohljóðandi og náð- ist um miðnæturbiliö: Dubcek dó fyrir klukkustundu. Látiö allan heiminn fá vitneskju um þetta. Ófundinn — I b SIÖL* VE 120 haföi verið í söluferð, en hann hafði fengið nokkurn afla. Mjög víðtæk leit hófst strax að Siguröi og stendur hún enn yfir Sigurður P. Oddsson er giftur Vestmannaeyjum og er hann reglu- samur maður. | 5 óra teipa — ffip— > lb álöu „Mér varð fyrst á, að leita að stiga“, sagði Ingóifur Sveins son, lögregluþjónn, sem bjargaði litlu telpunni úr sjálfheldunni. „Heppnin var með mér og ég fann hann strax. Hitt var svo varla uintalsvert. Ég kom henni inn um gluggann aftur.“ Rétt i sömu svifum komu lög regluþjónar, sem sendir höföu verið til aðstoðar vegna tilkynn ingar leigubílstjórans, sem sást hvergi. „Ég átti þarna leiö framhjá bara af tilviljun“, sagði Ingólf- ur. „Hún var furðu róleg, litla skinnið.“ Níðingsverk — -> 16 slðu lands ályktar eftirfarandi um Tékkó slóvakíumálið 21. ágúst 1968: „íslenzkir stúdentar fordæma í- hlutun erlendra ríkja í innanríkis- mál Tékkóslóvakíu og lýsa yfir ein- lægri samúð með þjóðum landsins. Þessi atburöur er ótvírætt brot á stofnskrá Sameinuðu þjóöanna, og er skorað á ríkisstjómina aö stuöla að upptöku málsins á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna og lausn þess í anda samtakanna." 9 Auknar viðsjár í alþjóðamálum Yfiriýsing frá Samtökum um vest- ræna samvinnu: „Stjórn Samtaka um vestræna samvinnu fordæmir tilefnislausa á- rás Sovétríkjanna og bandingja þeirra í Varsjárbandalaginu á Tékkóslóvakíu og lýsir yfir dýpstu samúð sinni með ’baráttu Tékkó- slóvaka fyrir frelsi, fullveldi og lýð- ræðislegum stjómarháttum. Jafn- framt harmar stjórnin þær auknu viðsjár £ alþjóöamálum, sem þessi svfvirðilega árás mun hafa í för með sér, og þann viðgang aftur- haldsafla í heiminum, sem hún stuðlar áð. Árásin er freklegt brot á stofnskrá Sameinuðu þjóöanna, er hljóta að láta málið til sín taka og gera það sem í þeirra valdi stend- ur til að koma í veg fyrir að stór- veldi og leppríki þeirra fái þannig fótum troðið sjálfsákvörðunarrétt og fullveldi smáþjóða." LOKAÐ í dag vegna jarðarfarar. INNHEIMTU SKRIFSTOF AN Tjamargötu 10 NÝKOMIÐ mikið úrval af HANNYRÐAVÖRUM. Hannyrðaverzlun Þuríðar Sigurjónsd. Aðalstræti 12 . Sími 14082 BORGI BELLA Ég keypti þessar bækur þegar sjónvarplð var í sumarfríi, en komst ekki til að lesa þær. Nú er sjónvarpið byrjað aftur og ég ætla að fá aurana mína. VEÐRID I DAG Norðaustan gola eða kaldi, skýjað, en úrkomulítið. EZ rr | árum Bjarni Jónsson frá Vogi veiktisi í Kristjanfu er hann var þar á ferö í erindum fossanefndarinnar Lá hann fáa daga og ferðaðist^ þess vegna minna um en sam- nefndarmenn hans. Vísir 23. ágúst 1918. TILKYNNINGAR Stangveiðifélag Reykjavíkur. Veiðiferð í Úlfljótsvatn laugar- daginn 24. ágúst kl. 1.30. Til- kynnið þátttöku og greiðið gjald fyrir föstudagskvöld. Æskulýðsráö Reykjavíkur. FELAGSLÍF Ferðafélag tsiands ráögerir eftn taldar ferði. um næstu hélgi: 1. Kerlingarfjöll — Hveravellir, kl 20 á föstuuagskvöld. 2. Þórsmörk 3. Landma.malaugar 4. Híta lalur, þessar þrjár eru á laugardag kl. 14. 5. Gönguferð um Leggjarbrjót, kl. 1,30 á sunnudag. Síðasta sumarleyfisferð Ferðafé- lags íslands 29 ág. hefst 4 daga ferð. Farið verður norður Kjöl, austur með Hofsjökli í Laugafell, síðan í Jökul dal við Tungnafellsjökul, suður Sprengisand og f Veiðivötn. Nánari upplýsingar veittar á skrif- stofunni Öldugötu 3, -símar 19533 og 11798.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.