Vísir - 03.09.1968, Page 16

Vísir - 03.09.1968, Page 16
Þriðjudagur 3. september 1968. P& ► - *....: %,**M>*<*.*A&*'*>*.*rM**m I Dagsbrún reiknar með miklu ot- viimuleysií vetur Fáir meðlimir verkamanna- félagsins Dagsbrúnar hafa verið á atvlnnuleysisskrá að undan- fömu, eða 7—8. Er það meö bezta móti miðað við ástandið á vinnumarkaðnum að undan- förnu. Þó ber þess að gæta, að skólabörn hafa ekki bótarétt- indi vegna atvinnuleysis. Sam- kvæmt upplýsingum Hafsteins Einarssonar, starfsmanns Dags- brúnar, má þó búast við geig- væniegu atvinnuleysi, er h'ður á veturinn. Mörg verktakafyrir- tæki munu í þann mund að ljúka verkefnum sínum og hika nú aöeins fyrst um sinn við að segja upp fóiki. Þar sem margt skólafólk gat ekki fengið vinnu í Reykjavík í vor, munu færri störf losna við skólagöngu þess f haust en oftast áður. Hinn venjulegi samdráttur með komu vetrar mundi því valda miklu atvinnuleysi verkafólks, ef svo fer sem horfir, að sögn Haf- steins. Bætur vegna atvinnuíeysis nema 146 krónum á dag fyrir einhleypt fólk, 165 krónum fyr- ir hjón og 19 krónum að auki fyrir hvert barn upp að þremur.. Hafa bætumar því hæstar orð- ið um 222 krónur fyrir fjöl- skyldumenn. Frímerki með séra Friðriki N. k. fimmtudag, 5. september, gefur póst- og símamálastjórain út nýtt frímerki í tilefni af því að á þessu ári er öld liðln frá fæðingu séra Frlðriks Friðrikssonar. Frímerk ið er með mynd af höggmynd Sig- urjóns Ólafssonar, sem stendur við Lækjargötu í Reykjavík. Verðgildi merkisins er 10 krónur og annað- ist Courvoisier í Sviss prentunina. Séra Friðrik Friðriksson fæddist 25. maí 1868 að Hálsi í Svarfaöar- dal. Við ótrúlega erfiðar aðstæður brauzt hann f því að fara mennta- 10. síða. Verkstjórar gefa út bók „Verkstjórn og verkmenning“ heitir ný bók, sem Verkstjórasam- band Isiands gefur út. Formálsorð ritar Jakob Gíslason raforkumála- stjóri, en kaflaheiti bókarinnar ! skýra að nokkru leyti innihald hennar. Sigurður E. Ingimundarson verkfræðingur skrifar þáttinn Verkstjórn og vísindi, Hákon Guð- mundsson yfirborgardómari skrif- ar Starfsaðstöðu verkstjóra, Frið- geir Grímsson verkfræðingur ritar Öryggi á vinnustað, Adolf J. Pet- ersen verkstjóri ritar Verkstjórn og vinnustaði, og sami maður rit- ar einnig eftirmála. Bókin er 168 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda h.f. LOKAÐI HLÖÐUM OPNAÐI MÁL- VERKASÝNINGU Það eru ekki allir sem kvarta undan heyleysi, a.m.k. ekki i Þingeyjarsýslu. Roskinn bóndl á Fljótsbakka, Elnar Karl Sigvalda son, gerði sér litið fyrir, lokaði hlöðum sínum og fór til Akur- eyrar og opnaði þar málverka- sýningu f Landsbankasalnum. Hann sýnir þar um 40 málverk auk vatnslitamynda og teikn- inga eftir þvf sem húsnæði f sýningarsal leyfir. Einar hefur málað og teiknaö í frístundum frá bernsku. Á fulloröinsárum bjó hann sér málarastofu heima hjá sér, þar sem hann helgar r;ig málaralistinni þegar hlé er á önnum. Er eflaust fróðlegt að sjá hvemig Einar tiáir heima- sveit sína f málverkunum, því að afar sjaldgæft er, að bændur máli f frístundum sfnum. Johnson á fundi með ráðherrum sínum. Johnson hoðar fund í öryggis- ráði USA og ríkisstjórninni — Rætt um Tékkóslóvak'iu og Rúmeniu Johnson er í þann veginn að standa upp úr ruggustólnum í Texas og fara til Washington dg mun nú oftar heyrast til hans um alþjóðamál aö lokinni hvild. Fyrir dyrum er fundur öryggisráðs Bandaríkjanna og ríkisstjórnarinn- ar. Miðstjóm Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu hefir gefið hinni nýju forsætisnefnd (presidium), sem er að meirihluta skipuö frjáls- Prins í stuttri Reykja- víkurheimsókn Aga Khan prins, forstjóri flóttamannahjálpar Sameinuðu hióðanna kemur til Islands á föstudaginn kemur. Kemur hann um kl. 3.30 til Reykjavíkur, ræð ir við forsætisráðherra klukkan 4 og utanríkisráðherra. — Til Bessastaða heldur Shadruddin Aga Khan kl. 5.30 en um kvöld- ið snæðir hann kvöldverð með utanríkisráðherra. Á Iaugardags morgun ræðir prinsinn við for- ystumenn Hlerferðar gegn hungri og að auki fær hann ökuferð um Reykjavík fram að hádegis- verði. Þar meö lýkur stuttri heimsókn prinsins, sem flýgur utan með þotu F.í. kl. 13.30. Prinsinn mun þannig heimsækja öll Norðurlöndin í þessari ferð sinni. Þess skal getiö að prinsinn er ekki sá Aga Khan, sem tvívegis kom hér á leiö sinni til Bandaríkj- anna í fyrra og hitt eö fyrra. Sá var foringi múhameðstrúar- manna, Karim Aga Khan aö nafni. lyndisstefnumönnum og miðstefnu- mönnum fyrirmæli um, að gera allt sem unnt er til þess að ná samkomulagi um brottflutning hernámsliðsins eins fljótt og unnt er, en tónninn i ummælum am- bassadors Sovétríkjanna í París er á aðra leið, þ. e. að sovétliðið Drengur fyrir bíl í Hafnarfiröi varð drengur á reiö hjóii fyrir vörubifreiö í gærmorg- un rétt um kl. 11 á gatnamótum Reykjavíkurvegar, Vesturgötu og Strandgötu. Sáu sjónarvottar vöru bifreiöina fara yfir bæði hjól reiö hjólsins og drenginn veltast í göt- una og töldu allir fullvíst, að dreng urinn heföi stórslasazt. Það þótti því mesta mildi, þegar í ljós kom við læknisrannsókn, að meiðsli drengsins voru óveruleg. ■ verði kyrrt í Tékkóslóvakíu „með- an Sovétrikjunum sé ógnað“. (Sjá I nánara á síðu erlendra frétta). /wwwwwwwwww Freymóður opnur sýntngu á luiigurdug 0 Freymóöur Jóhannsson, listmálari, er að opna sýningu í Bogasalnum. Sýningin verður opnuð á laugardaginn kl. 14.30 og lýkur 15. september. Frey- móður hefúr oft haft einkasýn- ingar á Noröurlöndum, einkum í Danmörku, þar sem hann dvaldi um 7 ára skeið við list- nám og starf. Þá hefur hann haldið sýningar oftlega hér heima, m. a. á 8 stöðum utan Reykjavíkur, á sumum staöanna oftar en einu sinni. • Myndin var tekin af Frey- móöi í vinnustofu sinni, þar sem hann vár að ljúka viö eina af myndum sínum. Sárulítil veiði — eitt skip tilkynnti um afla / nótt Sáralítil veiði var á síldarmiðun- um í nótt þrátt fyrir að síldin þok- ist jafnt og þétt suöur á bóginn. Skipin köstuðu lítið enda sunnan bræla og leiðindaveður. Aðeins eitt skip tilkynnti um afla, en það var Ásberg meö 50 tonn. í morgun var þá komið sæmilegt veður en tals vefð þoka. Sá afli sem veiðist fer að mestu leyti í salt. Sfldin heldur sig enn á milli 8. og 9.° og stefnir fremur í austurátt en að-hún nálg- ist landið. Þó er talib, aö ef hún komi taisvert lengra suður á bóg- inn verði mun auðveldara að fást við hana, því þar'er dýpi ekki eins mikið og á þeim svæðum þar sem hún hefur haldið sig í sumar. Ekki voru margir bátar að veiðum í nótt og halda margir kyrru fyrir og bíða í ofvæni eftir þvl að veiðin glæöist. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.