Vísir - 16.09.1968, Síða 1

Vísir - 16.09.1968, Síða 1
i VISIR r 16. september 1968. - 207. tbl. Heyhkiða og 300 kinda f jór- hús brunnu ú Hvanneyri — Tjónið nemur hundruðum þúsunda 9 Þúsund hestar af heyi hlaöa og fjárhús brunnu í nótt á Hvann eyri. — Eldurinn kom upp um kvöldmatarleytið í gær og kvikn aði út frá mótor, sem notaður er til kyndingar. Brann allt timb- urverk bæði í hlöðunni og fjár- húsinu, sem er um 300 kinda hús og eina fjárhúsið á staðnum. í hlöðunni voru þúsund hestar af heyi og skemmdist það mik- ið, en ef til vill mun vera hægt að nýta eitthvað af því. — Við lendum óneitanlega í dá- litlum vandræðum vegna þessa skaða, sagði Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Húsin eru mikils virði og eitthvað verður að koma í þeirra stað. Guðmundur kvaðst ekki geta gizkað á hversu mikið tjónið væri, en vfsast næmi það hundruðum þúsunda. — Heyið sem var f hlöð unni er um það bil l/5 af heyfeng 10. sfða. Benfica kemur / dag: Einknviðtal Vísis við Eusébio d bls. 9 0 Knattspyrnusnillingarnir frá Portúgal koma til íslands f dag. Birtir Vísir af því til- efni heilsíðuviðtal við skær- ustu stjörnu liðsins, Eusébio, sem talinn er vera bezti knatt spyrnumaður heims í dag. Hann kemur með liði sínu hingað og munu þeir dvelja á Loftleiðum. Áhugi fólks virðist vera mjög mikill á Ieik þeirra við Valsmenn, en hann er á miðvikudag. Til marks um væntanlega aðsókn hafa nú þegar selzt í forsölu rúmlega 8000 aðgöngumiðar og eru menn farnir að tala um metaðsókn á Laugardals- völlinn. Þá hefur verið ákveðið að selja nú í fyrsta skipti stólsæti og veröur stólunum komið fyrir andspænis stúkunni. Verða sæt in um 300 og hefst sala miða í 10. sfðu. <\AAAAAAAAAAAAAAAAAA/ Fallegustu stúlkur Evrópu á leið inn í svörtustu Kongó — Fegurðarsamkeppni hefst f>ar á miðvikudag ■ Hópur stúlkna, sem hver er talin vera frfðust í sínu heima- Iandi, er nú á leið inn í svörtustu Kongó. Þar hefst á miðvikudaginn fegurðarsamkeppnin Ungfrú Evrópa í rikinu Kinshasa. Þátttakandinn frá Islandi er Helen Knútsdóttir, 18 ára gömul þokkadís, og hélt hún utan f gærmorgun. Munu allar stúlkurnar hittast í Briissel og dvelja þar í tvo daga í boði Sabena-flugfélagsins. Helen Knútsdóttir tók í sumar þátt í fegurðarsamkeppni á Miami í Bandarikjunum og stóð sig mjög vel, þrátt fyrir að hún kæmist ekki f úrslit. Átti hún siðan að taka þátt í keppninni sem árlega hefur farið fram í borginni Nizza í Frakklandi. En vegna verkfallanna og óeirðanna þar í landi var keppninni frest- að. Var þá framkvæmdaraðilum boðið að halda keppnina í Kongó og var þaö boð þegið með þökk- um, að sögn Einars Jónssonar, sem haft hefur veg og vanda þátttöku íslenzkra stúlkna i þessum keppnum. Upphaflega átti Jónína Kon- ráðsdóttir að taka þátt f þessari keppni, en hún fyrirgerði rétti sínum vegna þess að hún gifti sig. Var þá Helen valin, en hún hafnaði í öðru sæti í keppn- inni hér heima. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni að þessu sinni eru 21 og eru flestar álitnar mjög fagrar, aö sögn þeirra sem um keppnina sjá. Einari Jónssyni var boðið að koma og vera dóm- ari f keppninni, sem hann hefur •verið undanfarin ár, en hann gat ekki farið vegna anna heima- fyrir. Þess má einnig geta, aö það eina sem svertingjamir i Kongó gera í sambandi við þessa keppni er að borga brúsann. Fulltrúi íslands f fegurðarsamkeppninni í Kongó, Helen Knútsdóttir. Jafnaðarmenn sigruðu íSvíþjóð fengu hreinan meirihlutu Fylgi kommúnista minnkaði um helming — og orsókin: Hernám Tékkó- slóvakiu. — Stjórnmálaleiðtogar segja kosningaúrslitin mikinn persónu- legan sigur fyrir Erlander. Tage Erlander. Jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð, sem hefur verið við völd í landinu í 36 ár, bar sigur úr býtum í kosn- ingunum til neðri deildar þjóðþingsins, og náði alger- um meirihluta. Hann bætti við sig 11 þingsætum og voru fimm þeirra unnin frá kommúnistum. Glötuðu kommúnistar helm- ingnum af sínu fyrra fylgi, og vekur athygli í þessu sambandi, að þetta eru fyrstu þingkosningar, sem fram fara eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. Fylgi borgaraflokkanna breyttist ekki verulega, en almennt hafði verið búizt við sigri þeirra í kosning- unum. Kjörsókn mátti heita daufari en búizt var við fram eftir degi, en er á daginn leiö var hún orðin allmikil og jókst æ meira og var orðin fádæma mikil um klukkan 20. Kjörið var til annarrar deildar þingsins, þar sem jafnaðarmenn höfðu 113 þingsæti, borgaraflokkarn ir samanlagt 112 og kommúnistar átta. Eins og áður hefir verið getið f fréttum verða báðar deildir þings- ins sameinaðar 1970 og eru þing- menn neðri deildar því aðeins kjömir til tveggja ára nú. í NTB-fréttum frá Stokkhólmi segir, að leiðtogum allra flokka beri saman um, að úrslit þingkosning- persónulegur sigur fyrir Erlander forsætisráðherra. I NTB-framhaldsfrétt segir: 1 kosningabaráttunni var deilt. harðlega milli stjómarflokksins og < stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar hvort rikisstjóminni bæri að i biðjast lausnar, ef hún missti 6 j þingsæti, eða hvort hún þyrfti að ! vinna 10 til þess að vera áfram ! við völd, en hún vann raunverulega ekki færri en 12 þingsæti (Lund- únaútvarpið í morgun sagði 11) og fékk þannig algeran meirihluta. — Þingæti eru 233. Jens Otto Krag fyrrverandi for-. sætisráðherra Danmerkur var með- al hinna fyrstu erlendu stjómmála- manna, sem hafa vakið feikna at-. ; hygli víða um heim. | „Það er afmælisdagurinn minn í- dag“, sagði Krag „og þetta var góð afmælisgjöf". ! Hann lýsti kosningaúrslitunum sem miklum persónulegum sigri | Erlanders forsætisráðherra og Olof Palme menntamálaráðherra og kvað hina „nýju framsókn jafnaðar- 1 manna hafa orðið á kostnað komm- I »-»■ 10. síða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.