Vísir - 16.09.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 16.09.1968, Blaðsíða 8
8 m VISIR Otgefandi Reykjaprent ti.í Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfuiitrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri • Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Slmi 11660 Ritstjóm: I tugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjaid kr 115.00 á mánuði tnnanlands I lausasö) j kr. 7.00 eintakið i-Tentsmiðja Vísis — Edda h.f. Horfum fram á veg Uyernig setli umheimurinn komi til meö að líta út eftir 10,20 eða 30 ár? Hvaða breytingar verða þá orðn- ar á tækni og menningu mannkynsins, atvinnulífi og lifnaðarháttum? Spurningar af þessu tagi eru áleitnar. Þær skipta okkur líka miklu máli, því að í dag er ver- ið að leggja grundvöll framtíðarinnar. Nýjungar, sem eru nú að líta dagsins Ijós, verða orðnar almennings- eign eftir tæpan áratug. íslendingar þurfa að hugleiða þessi mál. Við erum fámennir og búum að ýmsu leyti við erfið skilyrði frá náttúrunnar hendi. Við þurfum að leggja meira að okkur en aðrir til að halda réttum áttum í ofviðri breytinganna. Þess vegnr ber okkur að líta í eiginn barm og spyrja: Hve vel höfum við búið okkur undir framtíðina? Og svarið er: Ekki nógu vel. Fræðslukerfi landsins þarf að endurskoða frá rót- um. Það þarf að verða nógu gott til að gera hinum nýju kynslóðum kleift að skilja framtíðina og standa sig, þegar hún er orðin raunveruleiki. Kennslu í raun- vísindum og tækni þarf að stórauka á öllum aldurs- stigum skólakerfisins. Þjálfa þarf upp vísindalega hugsun og tæknilegan skilning. Samhliða þarf að auka verulega fræðslu í félagsvísindum og kynningu á ýms- um greinum menningarmála. Um leið er Ijóst, að ekki verður hægt né æskilegt að draga að sama skapi úr fræðslu á öðrum sviðum. Þess vegna verður ekki um annað að ræða en breyta kennslutækninni. Beita þarf nýjum leiðum til að fá mun fleiri skólanema til að taka sjálfir virkan þátt í námi sínu, ræl'ta áhuga þeirra með því að gera kennsl- una lifandi, fjölbreytta og markvissa. Innleiða þarf hið bráðasta margar nýjungar, svo sem sjónvarpskennslu, svo að hægt sé að láta úrvalskennara ná samtímis til nemenda um allt land og gera þeim jafnframt kleift að nýta tækni kvikmynda og sýnikennslu. Ennfremur eiga kennsla og próf að miða að því, að nemendur skilji, frekar en að þeir muni. Handbækur eiga að koma í stað smáatriðaminnis. Sannleikurinn er sá, að í skólamálunum eru rætur margra vandamála íslenzku þjóðarinnar. Skortur á fræðslu í stjórnun, rekstri, hagfræði og fjármálum gerir það að verkum, að fyrirtæki og stofnanir verða áfram of illa reknar. Skortur á tæknifræðslu veldur bví, að við munum ekki verða nógu framarlega í tækni tölvualdarinnar. Skortur á fræðslu í raunvísindum hindrar innreið vísindalegra vinnubragða í þjóðlífið og vísindalegrar hugsunar í þjóðmál og menningar- mál. Vissulega erum við alltaf að endurbæta skólamálin. Á síðustu árum hafa miklar framfarir orðið í iðn- og tæknifræðslu. Og hér er farið að brydda á nútíma- vinnubrögðum í kennslu. En við munum samt ekki standast sem sjálfstæð þjóð, nema við stóraukum hraða þessarar þróunar. I 5 lí 14. skoðanakönnun V'isis: „Teljið jbér gengislækkun nær- tækustu leiðina til úrbóta i efnahagsmálunum?" GENGISLÆKKUN ER ÓVINSÆL RÁÐSTÖFUN VISIR . Mánudagur 16. september 1968. Efnahagsmál landsins ber oft á góma um þessar- mundir og mjög er rætt hvaða leiðir komi helzt til greina til að bæta úr ríkjandi ástandi. í þessum um- ræðum er oft minnzt á gengis- lækkun, sem er mjög umdeild efnahagsráðstöfun. Þess vegna þótti VÍSI tímabært að kanna, hvem hljómgrunn gengislækkun á meðal almennings, með því að bera upp spuminguna: „Teljiö þér gengisiækkun vera nærtæk- ustu leiðina til úrbóta í efna- hagsmálunum?“ Skoðanakönnunin nær til allra landsmanna, þvi að fyrir- fram var ákveðið visst úrtak um land allt, svo að hægt væri að kanna vilja þjóðarinnar í heild í þessu máli. Eins og sjá má af meðfylgjandi töflum, voru all- margir, sem ekki treystust til að taka afstöðu til málsins, töldu sig ekki hafa nægilega þekk- ingu. Einkum voru það konum- ar, sem voru tregar til að gefa afdráttarlaust svar. Karlamir voru ákveðnari og mikill meiri- hluti þeirra andsnúinn gengis- lækkun. Niðurstöðutölurnar voru yfir- leitt mjög svipaðar, hvaðan sem þær voru af landinu. Þó naut gengislækkunin mests stuðnings á Reykjavíkursvæöinu miðað viö -■ —- ii ' __ Niðurstöður úr 14. skoð- anakönnun VÍSIS: Með ................. 18% Móti ................ 46% Óákveðnir ........... 36% Ef aðeins eru teknir þeir, sem afstöðu tóku, lítur taflan svona út: Með 28% Móti ................ 72% þá, sem afstöðu tóku, og var óvinsælust á Akureyri . Allmargir vildu gefa lengri svör heldur en aðeins „já“, „nei“ eða „veit ekki“. Margir virtust hafa andúð á gengisfell- ingu af einhverjum ástæöum, sem þeir áttu erfitt með að koma orðum að. „Það sækir ailt- af I sama farið eftir þessar geng- islækkanir," var ekki óalgengt svar. „Þetta er auðvitað nær- tækasta leiðin — en alls ekki sú réttlátasta,“ sagði einhver, og algengt var að fá svarið: „Það er ekki um annað að ræða úr því sem komið er.“ Kostir og gallar gengislækkunar Úrslit skoðanakönnunar Visis sýna, að meirihluti fólks er and- vígt gengislækkun sem nær- tækustu leiðinni tii úrbóta í efnahagsmálum okkar, eins og nú standa sakir. Þeir fáu, er fylgja gengislækkun, munu væntanlega flestir telja hana neyðarúrræði. Almenningur hugsar sennilega helzt um verð- hækkanir þær, sem lækkun gengisins mundu fyigja. — Þessi aðgerð í efnahagsmálum mundi að sjálfsögðu hafa sina kosti og galla. Með gengislækkun eða gengis- fellingu er átt við þaö, að er- lendur gjaldmiðill verður „dýr- ari“ reiknaður 1 íslenzkum krón- um. Fleiri krónur fást fyrir hvert pund eða hvem dollar, og jafnframt þarf að greiða fleiri krónur til að eignast pund eða dollar. Síðustu tvö árin hefur mjög sigiö á ógæfuhliðina í viðskipta- málum okkar viö önnur lönd. Verð helztu útflutningsafurða hefur fallið og treglega gengið að selja afurðimar, sem em einkum fiskafurðir. Gífurlegur halli hefur ,erið á viöskipta- jöfnuði við umheiminn. Þegar svo er komið, er óhætt að full- yrða, að gengi íslenzku krón- unnar sé ekki „rétt“, það er aö segja, það er hærra en staðan við útlönd leyfir. Við gengis- lækkun fá útflytjendur fleiri krónur fyrir vömr sínar, þótt verðið í erlendum gjalflmiðli sé óbreytt, en það er mjög háð lög- málum framboðs og eftirspumar heimsmarkaði, og hafa útflytj- endur okkar næsta litið vald á þróun þessa verös. Gengislækk- un er því augljós hagur útflytj- enda, á meðan framleiðslu- kostnaður hækkar ekki að sama skapi. Þá er komið aö göllum geng- isfellingar, sem em áþreifanleg- ir hverjum þjóöfélagsþegni. Þar sem fleiri krónur en áður þarf til að eignast erlendan gjaldmið- il, ve:ða innfluttar vörur dýrari. Vara, sem fyrir gengislækkun kostaði eitt pund, heldur áfram að kosta um eitt pund, en nú kostar pundið fleiri krónur, svo að vöruverð hækkar í innkaup- um. Innflytjandi selur því vör- una hærra veröi en fyrr. Neyt- andinn verður að þola hærra verð, en verzlunin væntanlega minni sölu, er veröið hækkar. Hér er um að ræða gífurlega tekjutilfærslur, eins og nánar er greint hér á eftir. Vegna verðhækkananna á innfluttum vörum reyna þeir, er verða fyrir kjaraskerðingu, væntanlega að hindra, að lífs- kjörin rýrni mjög. Launþegar munu væntanlega æskja hærra kaups og fá það að einhverju leyti. Iðnaður, sem byggir að verulegu leyti á erlendum hrá- efnum, verður að greiða þau hærra verði, svo að verð slíks iðnaðarvarnings hækkar að öðru jöfnu. Engu aö siður er staða slíks iðnaöar betri gagnvart iim- fluttum iðnaðarvamingi, þar sem aðeins hluti framleiöslu- kostnaðar hans hefur hækkað. Þá stendur iðnaður, sem byggir á innlendum hráefnum, betur aö vígi í samkeppni við inn- fluttar iðnaðarvörur. Gengis- lækkun er því til hagsbóta inn- lendum iönaði, nema hann sé að verulegu leyti grundvallaður á erlendum hráefnum. Sama gildir um þjónustu, sem unnt er að veita bæöi hérlendis og erlendis. Hin innlenda nýtur góðs af lækkun gengisins. Landbúnaðurinn stendur sterk ari f samkeppni við innfluttar vörur. Samt hækka að sjálf- sögðu ýmsar innfluttar rekstr- arvörur hans. Gengislækkun veldur minnk- un eyöslu þjóöarinnar f erlend- um gjaldeyri, enda yrði megin- tilgangur hennar, ef til kæmi, að draga úr halla á viðskipta- jöfnuði. Samfara henni verður tilfærsla tekna. Atvinna ætti að aukast í útflutningsatvinnuveg- um og iðnaði. Vegna hækkaðs verðlags er hagstætt að hafa byggt fjárfestingu á gömlum skuldum, því aö skuldirnar rýrna í raunverulegu verömæti. Lánadrottnar tapa hins vegar að sama skapi. Að sjálfsögðu munu ferðalög til útlanda kostn- aðarsamari en fyrr. Hins vegar ættu útlendingar fremur að ferð- ast til Islands. Það verður er- lendum aðilum hagstæðara að öðru jöfnu að festa fé hér á landi. Húsbyggjendur bera skarðan hlut frá boröi, en eigendur fast- eigna standa betar að vígi. Eigi gengislækkun að ná til- gangi sínum og styrkja útflutn- ingsatvinnuvegina, mega laun og rekstrarvörur ekki hækka sem nemur gengislækkuninni. Hins vegar má búast við kröfum um hækkanir almennt og ein- hverjai launahækkanir fylgja i kjölfarið. Verðbólga er oftast fylgifiskur gengislækkunar. Það er veröbólgan með hinum gífur- legu tekjutilfærslum, sem menn hafa í huga, er þeir svara neit- andi í þessari skoðanakönnun. Þess ber þó að gæta, að varla mun völ nema tveggja kosta, eigi að veita útflutningsatvinnu- vegum okkar nægan stuðning. Annars vegar gengislækkun og hins vegar uppbótakerfi með hækkun skatta og tolla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.